Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 35 ÁÁLÁ/BIÓHN SAMUtm BÍÓHÖL ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900| SNORRABRAUT 37, SÍM111 384-252 ÁL.FABAKKA8, SÍMI 78 900 AVALLT I FARARBRODDI MEÐ BESTU MYNDIRNAR AVALLT I FARARBRODDI MEÐ BESTU MYNDIRNAR BESTA GRINMYND ARSINS FLUGASAR2 CHÁRUESHEEN LLOYD BRIDGES VALERIA GOLÍNO RICHARÐCRENNA GRAB YOUR GUNSHT'S HOT SH0TS2! Sýnd kl., 5,7,9 og 11. GENGIÐ Sýnd kl. 9. LAUNRAÐ Sýnd kl. 5,7,9ogl1. Bönnuðinnan16 ára. MICHAEL DOUGLAS NÓG KOMIÐ Sýnd k».7ogll. GETINIAMERIKU Sýnd kl. 5 og 9. SKJALDBOK- URNAR3 Sýnd kl. 5 og 7. mn iiii iiiiiiii' BESTA GRÍNMYND ÁRSINS FLUGASAR2 CHARUESHEEN LLOYD BRIDGES VALERIAGOLINO \<HUVB YOUR GUNS! IT'S HOT SHOTS 2! Sýnd á slaginu kl. 5,7,9 og 11. SKJALDBOK- URNAR3 Sýnd kl. 5. EINKA SPÆJARINN Sýnd kl. 7,9 og 11. Bönnuöi. 16ára. DREKINN Sýnd kl. 4.45, 6,50,9 og 11.10. Bönnuði. I6ára. r r NYJA MONTY PYTHON GRINMYND ALLTIKASSU IBARBACÍA YOUR WíSKlT SCOOS> O F INSIOE POOf* Sýnd kl. 5,7,9 og 11 ÍTHX. SPENNUÞRILLER SUMARSINS HVARFIÐ Vanbhing .........Illllllllílllllllllli ★ ★★MBL ★★★MBL ★★★MBL Suðurlandsvegur í Mýrdal Suðurverk hf. lægst SUÐURVERK hf. átti lægsta tilboð í lagningu 5,5 km kafla á Suðurlandsvegi, frá Hvammsá að Vík í Mýrdal. Tilboðið var 38,6 milljónir kr. sem er tæplega 68% af kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp á 56,9 milljónir. Fjögur önnur tilboð bárust á að vera lokið tímanlega í verkið og voru þau á bilinu fyrir verslunarmannahelgi 44 til 48 milljónir kr. Verkinu næsta sumar. K ★★★IV 1 □ Lmnn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 ÍTHX. iiiiiiiniimmimii Jarðbundnir flugásar Ljúft er að láta sig dreyma Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Flugásar II - Hot Shots! Part Deux Leikstjóri Jim Abrahams. Handrit Abrahams, Pat Proft. Aðalleikendur Charlie Sheen, Lloyd Bridges, Va- leria Golino, Richard Crenna, Brenda Bakke. Bandarísk. 20th Century Fox 1993. í gamanmyndinni Flugásar, sem vakti talsverða lukku fyrir tveimur árum, var hent grín að gerfígörpum kvikmyndanna, einkum Tom Cruise í Top Gun. Þetta gekk þokkalega upp hvað skemmtanagildinu viðvék og ekki síður peningalega svo höf- undurinn, Jim Abrahams, hristi framhaldið í skyndi fram úr erm- inni. Hann heldur sig á sömu slóðum, spottast að kunnum myndum og persónum þeirra, endurgerir þekkt atriði á sinn hæðnislega hátt. Hér er það einkum Rambó karlinn sem fær á snúðinn, þar sem hann er fyrirmyndin að aðalpersónunni sem Charlie She- en leikur af mælanlegu skop- skyni. Og Richard Crenna fer með hlutverk sitt úr Rambó- bálknum, ofurstann sem hvetur garpinn til dáða. Sheen er sestur að í Tælensku klaustri (að hætti Rambó) eftir hremmingamar í háloftunum í fyrri myndinni, er Crenna kemur á vettvang. Nú á að bjarga gíslunum í Irak. Ekki merkilegur samsetning- ur, þetta er stundargaman í fjað- urvigt. Brandararnir fljúga og ætli að það megi ekki hlæja að svo sem fjórðungnum, í allavega brosa út í annað. Sem fyrr segir er myndin skopstæling og marg- ir aðrir koma við sögu en græn- húfugarpurinn. Hættuleg kynni fær dijúgan skammt, Bakke tekst dável að gantast að Sharon Stone, en því miður fer yfir- heyrsluatriðið fræga að mestu í vaskinn. Fyndnustu atriðin snúast um persónu íraksforseta, en Abra- hams hefur grafíð upp ekki að- eins nauðalíkan heldur einnig" bráðfyndinn leikara í hlutverkið. Bridges endurtekur hlutverk Bensons, sem nú er orðinn for- seti Bandaríkjanna. Kvenhlutverkin eru heldur auvirðileg og í heild situr nánast ekkert eftir í minningunni. Það. vantar talsvert upp á að Flugás- arlfstandi jafnfætis fyrri mynd- inni og mikið vantar upp á að Abrahams, sem á m.a. að baki satírumar Airplane og Top Secr- et, nái sér virkilega á flug. Má því fastlega reikna með að hér hafi verið settur punktur aftan við Flugásaflokkinn. Háskólabíó: Samherjar - Sidekicks Leiksljóri: Aaron Norris. Tón- list: Alan Silvestri. Áðalleikend- ur: Chuck Norris, Jonathan Brandis, Beau Bridges, Mako, Joe Piscopo, Julia Nickson-Soul. Bandarísk. Gallery Films 1993. Væsklinum Brandis dreymir garpslega drauma dag og nótt, þar sem hann fer á kostum ásamt kvik- myndahetjunni sinni, honum Chuck Norris. En þegar kauði vaknar af draumförunum blasir heldur grá- mygluleg tilveran við. Sjálfur er hann afturkreistingur og bekkjar- auli í sífelldum útistöðum við sér knáari skólabræður. Karl faðir hans (Bridges) sér að við svo búið getur ekki staðið leng- ur og fær gamlan soðgreifa (Mako) til að hressa upp á líkamsburði stráksa og kenna honum göfugar sj álfsvarn aríþróttir. Myndin minnir talsvert á Karate Kid myndbálkinn, er þó öllu slak- ari, eða í þeim B-geira sem Norfis feðgarnir hafa löngum verið kennd- ir við. Og nokkru stolið frá Rambó karlinum , en hann er örugglega fyrir margt löngu orðinn illu vanur. Það er ekki við Chuck Norris að sakast að útkoman er heldur klén. Hann fer með aukahlutverk - leikur sem Sé sjálfan sig og tekst það rétt bærilega, enda persónan ekki margbrotin. Hins vegar er Brandis alltof eymingjalegur til að hægt sé að taka hann á nokkum hátt trúan- legan. Hann er yfírmáta krokuleg- ur og ekki líklegur til stórræða. Jafnvel peðraninn Ralph Macchio er eins og lyftingatröll við hliðina á honum. Þó vita allir hvemig myndir af þessu sauðahúsi enda. Þá er rómantíkin ámóta lygileg, jafnt hjá Brandis sem Bridges, sem leikur föður hans með litlum tilþrif- um. Mako er nokkuð brattur sem hinn aldurhnigni þjálfari Brandis. Nickson-Soul, sem fór með hlut- verk í annarri Rambómyndinni er ekki mikil leikkona en hressir óneit- anlega upp á útlitið. Samherjar hefði mátt fara beinustu leiðina á myndbandið þar sem hún á örugg- lega eftir að pluma sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.