Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 44
VISA LEIÐIN UM EVROPU ^isr FARKLÚBBUR VISA Simi 91-671700 MORGUNBLADW, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1S55 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Allt bendir til íkveikju í íbúðarhúsi við Njarðargötu í Reykjavík Maður fórst í eldsvoðanum EINN maður fórst er mikil sprenging varð í húsinu Njarðargötu 39 síðdegis í gærdag. Við sprenginguna þeyttust glerbrot úr öllum glugg- um íbúðarinnar út á götu og eldur gaus upp í húsinu. Allt tiltækt siökkvilið var kallað á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Auk þess tókst að varna því að hann bærist í nærliggjandi íbúðir. Húsið er gjörónýtt að innan. Að sögn Magnúsar Heigasonar, varð- stjóra hjá slökkviliðinu, bendir allt til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Sennilega hafi verið notað til þess bensín, og sprengingin orðið af völdum bensíngufu. Málið væri þó enn í rannsókn hjá rann- sóknarlögreglu. j^Maðurinn sem fórst var einn í húsinu er sprengingin varð. Guðrún Guðjónsdóttir, 85 ára gömul kona, sem heima á í húsi sem sambyggt er við Njarðargötu 39, segir að hús- ið allt hafi leikið á reiðislqálfi og mikill mökkur og glerbrotadrífa hafi fylgt í kjölfar sprengingarinnar. „Ég sat inni í stofu og var að hlusta á útvarpið þegar sprengingin varð og allt hristist og skalf,“ segir Guðrún. „Ég fór fram í anddyrið og þá voru menn komnir þarna að sem sögðu mér að drífa mig strax út úr húsinu. ■Þegar út var komið lagði mikinn mökk upp af húsinu og glerbrot voru dreifð um alla götuna.“ Stórútkall Slökkviliðinu í Reykjavík barst til- kynning um sprenginguna og elds- voðann kl. 17.05. Þegar fyrstu slökkviliðsbílamir komu á staðinn og menn sáu aðstæður var ákveðið að kalla allt tiltækt lið út enda stóðu þá logar úr öllum gluggum hússins. Húsið er sambyggt við hús númer 37 og 41 við götuna og miðaðist slökkvistarf við að hindra útbreiðslu eldsins. Tveir reykkafarar fóru strax inn og fundu þeir einn mann í hús- inu, en hann reyndist látinn er að var komið. Jón Friðrik Jóhannsson varðstjóri í slökkviliðinu segir að svo virðist sem eldur hafí fyrst orðið laus á gangi milli hæða hússins en síðan breiðst fljótlega um allt húsið. Jónína D. Hilmarsdóttir á heima á Njarðargötu 37. Hún kom að húsinu er slökkvistarf var í miðjum klíðum. Jónína segir að þetta hafi verið tölu- vert áfall fyrir sig að koma að þessu en sem betur fer voru bömin ekki heima er sprengingin varð. „Hvað íbúðina mína varðar hef ég orðið fyr- ir töluverðu tjóni af völdum reyk- mengunar og vatnsaga,“ segir hún. Slökkvistarf SLÖKKVILIÐSMENN vinna við að slökkva eld í húsinu viðNjarðargötu Ríkisstjórn fjallar um Litla-Hraun Nýtt fang- elsi reist fyrir 1995 RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að veita 10 milljóna króna auka- fjárveitingu til tafarlausra úrbóta í öryggismálum á Litla-Hrauni. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra kveðst leggja höfuðáherslu á það í fangelsismálum að bygg- ingu nýs fangelsis á Litla-Hrauni verði lokið á árinu 1995 og kveðst þegar telja tryggt að unnt verði að veija 100 millj. kr. af fram- kvæmdafé ráðuneytisins til þeirr- ar byggingar á næsta ári. A ríkisstjómarfundi í gær lagði ráðherra fram skýrslur og greinar- gerðir um tíð strok frá Litla-Hrauni að undanfömu og gerði grein fyrir stöðu fangelsismála. Auk þess sem að framan greinir kom fram að ósk- að’yrði úttektar á stjórnun og starfs- aðferðum á Litla-Hrauni og einnig hefur ráðherra ákveðið að skipa starfshóp til að yfirfara lög og reglur um viðurlög við stroki úr refsivist og gera tillögur um hvort þau ákvæði þarfnist endurskoðunar. Haraldur Johannessen fangelsis- málastjóri fagnaði viðbrögðum Þor- steins Pálssonar dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið og kvaðst telja að með þeim væri tryggt að nýtt fangelsi yrði byggt á Litla- Hrauni á næstu árum. Sjá bls. 21: „Áhersla á ...“ Heimilt að mynda bíla á rauðu ljósi HEIMILT er samkvæmt lög- um að nota myndavélar við Ijósastýrð gatnamót, líkt og borgarráð hefur samþykkt að setja upp við nokkur gatna- mót i borginni. Þetta kemur fram í umsögn skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings. Um er að ræða ljósmyndavél sem sett verður upp við tiltekin gatnamót og tengd umferðar- ljósabúnaði með þeim hætti að hún tekur einungis myndir af þeim bílum, sem ekið er um gatnamótin gegnt rauðu ljósi. Þessar myndatökur eru tald- ar samrýmast lögum um með- ferð opinberra mála. Gerðardómur í Herjólfsdeilunni kveður upp úrskurð um kjör skipverja Óunnir yfirvinnutímar undirmanna felldir niður GERÐARDÓMUR samkvæmt lögum um lausn vinnudeilu um borð í Vestmannaeyjafeijunni Herjólfi hefur kveðið upp úrskurð sinn. Dóm- urinn fellir. niður óunna yfirvinnutíma sem hásetar og bátsmaður hafa fengið samkvæmt sérsamningum við stjórn Heijólfs hf. og nem- ur einni klukkustund fyrir hvern virkan dag. Ekki er hróflað við laun- um annarra og samningar framlengdir til ársloka. Stjórnarformaður Heijólfs segist vera mjög sáttur við niðurstöðuna en talsmenn sjó- manna eru óánægðir. Alþingi samþykkti undir lok mars- mánaðar að banna verkfall stýri- manna á Herjólfi en það hafði þá staðið í sjö vikur. í lögunum var ákvæði um að ef ekki hefði samist fyrir 1. júní verði henni vísað til gerðardóms sem og varð. I forsendum úrskurðar gerðar- dómsins kemur fram að undirmenn á Heijólfí hafi með sérsamningum notið betri kjara en tíðkast hafa á kaupskipaflotanum. Eigi þetta sér- staklega við um yfírvinnutímana. Gerðardómurinn bendir á að sam- kvæmt lögunum sem hann starfar eftir beri honum að hafa til hliðsjón- ar gildandi kjarasamninga á kaup- Flugráð telur flugfélagið Óðin hæft til áætlunarflugs til Grænlands samningum og leiði það til þess að fella beri niður þessa launauppbót. Hin félögin sem aðild áttu að málinu, Stýrimannafélag íslands, Vélstjórafélag íslands, Skipstjórafé- lag Islands og Félag bryta, gerðu flest verulegar launakröfur og voru laun undirmannanna þar viðmiðun. Gerðardómurinn bendir á að ágrein- ingurinn sé ekki einvörðungu milli stéttarfélaganna og útgerðar Heij- ólfs, heldur sé einnig ríkjandi veru- legur ágreiningur milli stéttarfélag- anna innbyrðis. Yfírmenn öryggismála FLUGRÁÐ samþykkti í gær það álit að Flugfélagið Óðinn hf. teldist hæft til að sinna áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Kulusuk á Græn- landi. Þrjú íslensk flugfélög hafa sótt um leyfi til þessa flugs til dan- -skra flugmálayfirvalda sem hafa óskað umsagnar samgönguráðherra íslands. Samgönguráðuneytið óskaði ekki eftir umsögn flugráðs á hin- um umsækjendunum, sem eru Flugleiðir og Islandsflug. Tveir fram- kvæmdasljórar Flugmálastjórnar og formaður flugslysanefndar leggj- ast eindregið gegn því að mælt verði með Óðni hf. Trúnaðarbrestur Fjórir flugráðsmenn greiddu álit- inu atkvæði en Leifur Magnússon, formaður ráðsins, tók ekki þátt í afgreiðslu þess. Margir af helstu starfsmönnum Flugmálastjórnar hafa lýst sig and- víga því að Óðni verði veitt umbeð- ið leyfi. Grétar H. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins, sagði í gær að Loftferðaeftirlitið hefði síðastliðinn vetur gefið nei- kvæða umsögn um flugrekstrarleyfi til handa Óðni. Ekkert hefði breyst síðan og sagðist hann hafa skrifað flugmálastjóra minnisblað vegna málsins í gær. Þar kæmi fram það álit að af umsækjendunum þremur væru Flugleiðir augljóslega best fallnir til að annast þetta flug, síðan íslandsflug en flugfélagið Óðinn væri síst til þess fallið. Grétar sagði að Loftferðaeftirlitið treysti ekki aðstandendum Óðins vegna ýmissa atvika sem upp hefðu komið í ör- yggismálum þegar þeir sitt fyrra ámóti flugfélag, sem þá stundaði m.a. flug til Grænlands í nafni Helga Jóns- sonar, þar hefði orðið alger trúnað- arbrestur. Hann sagði að íslensk flugmálayfirvöld yrðu að athlægi ef lakasti kosturinn yrði valinn. Skúli Jón Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri flugslysadeildar Flugmálastjórnar, og Karl Eiríks- son, formaður flugslysanefndar, hafa einnig mælt gegn leyfisveit- ingu til Óðins með svipuðum rökum og Loftferðaeftirlitið og gert ráð- herra grein fyrir afstöðu sinni, að hans ósk. Mismunandi viðbrögð Grímur Gíslason, stjórnarformað- ur Heijólfs hf., sagðist vera mjög sáttur við niðurstöðu gerðardómsins. Sagðist hann telja að niðurstaðan styrkti þann málflutning stjómar- innar að nauðsynlegt væri að endur- skoða þessi samningsákvæði. Gerð- ardómurinn staðfesti að samningar undirmanna hefðu fært þeim laun umfram það sem tíðkaðist á kaup- skipum. Jónas Ragnarsson, formaður Stýrimannafélags íslands, sagðist vera óánægður með að samnings- bundin laun undirmanna hefðu verið lækkuð, það hefði ekki verið vilji stýrimanna, þeir hefðu viljað launa- hækkun. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands, sagðist vera undrandi á niðurstöðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.