Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1993
HEWLETT
MOTIÐ I GOLFII
GRAFARHOLTI
LAUGARDAGINN
14. ÁGÚST
Leikform: 18 holu höggleikur með og án
forgjafar. Verðlaun fyrir holu í höggi á
17. braut verða HP VECTRA 486/66 vél,
ein öflugasta PC vélin í heiminum í dag.
FRJALSIÞROTTIR/HM I STUTTGART
Guörún
Einar
Pétur
Sigurður
Vésteinn Þórdís
Sex íslendingar
á HM í Sluttgart
SEX íslendingar verða á meðal þátttakenda á heimsmeistaramót-
inu ífrjálsíþróttum sem hefst íStuttgart um næstu helgi. Sigurð-
ur Einarsson, Ármanni, og Einar Vilhjálmsson, ÍR, keppa í spjót-
kasti, Vésteinn Hafsteinsson, HSK, í kringlukasti, Pétur Guð-
mundsson, KR, íkúluvarpi, Guðrún Arnardóttir, Armanni, M00
m grindahlaupi og Þórdís Gísladóttir, HSK, í hástökki. Martha
Ernstdóttir úr ÍR var einnig valin til þátttöku en gaf ekki kost á sér.
Martha ákvað að afþakka boð
FRÍ um að keppa í Stutt-
gart. „Ég tel mig ekki vera í nógu
góðri æfingu til þess að keppa á
HM,“ sagði Martha við blaðamann
Morgunblaðsins á bikarkeppni FRÍ.
Hún veiktist í vor og setti það strik
í undirbúning hennar fyrir HM sem
Knattspyrna í kvöld
1. deild karla:
Laugardals....Víkingur - KR
1. deild kvenna:
Valsvöllur....Valur - Stjarnan
Neskaupst......Þróttur - KR
Akranesvöllur......ÍA - ÍBA
4. deild karla:
Fáskrúðsíj.....KBS - Sindri
■Allir leikirnir hefjast kl. 19.
hún hafði ótrauð stefnt á. Hún
komst hins vegar yfír veikindin
snemma sumars og náði lágmarki
fyrir HM í 10 km hlaupi (33:50)
24. júlí sl. með því að hlaupa á
33:46,5 mínútum en íslandsmet
hennar er 33:10,93 mín., sett 1991.
„Þegar ég náði lágmarkinu í 10
kílómetra hlaupi var öndunin síð-
ustu kílómetrana ekki eins góð og
hún þarf að vera, það var of mikið
HANBOLTI
streð miðað við það í hvaða æfingu
ég vil vera á heimsmeistaramóti.
Ég ákvað þá að nota bikarkeppnina
sem nýjan prófstein á hvar ég stæði
og tel mig, þrátt fyrir að vera búin
að ná lágmarki og í betri þjálfun
nú hálfum mánuði síðar, einfaldlega
ekki í nógu góðri æfingu til að fara
á HM. Ég hef ekkert til Stuttgart
að sækja en er staðráðin í að gef-
ast ekki upp og set bara stefnuna
á önnur stórmót í framtíðinni, það
næsta er HM í hálfmaraþon í Belg-
íu í haust,“ sagði Martha.
Samkvæmt fréttatilkynningu
FRÍ í gær mun Einar Vilhjálmsson
ÍR ákveða það endanlega eftir
læknisskoðun nú í vikunni hvort
hann fer til Stuttgart.
Sigurpáll til Selfoss
Erlendur Hermannsson þjálfar Þór
HANDBOLTASKÓLI REYKJAVÍKUR
09
NIS5AN
Námskeiðin verða haldin í Víkinni dagana 16. til 27. ágúst.
Námskeið 1 kl. 9.00 til 12.00.
Námskeið 2 kl. 13.00 til 16.00.
Námskeiðin eru fyrir stráka og stelpur á aldrinum 7 til 14 ára.
Námskeiðin standa yfir í 2 vikur (eða 30 klukkutíma).
Gjald kr. 3.700 - systkinaafsláttur.
Allt bendir til þess að hornamað-
urinn snjalli úr Þór, Sigurpáll
Arni Aðalsteinsson, leiki með Sel-
fyssingum í 1. deild handboltans í
vetur. „Þetta er nánast frágengið
en ég hef þó ekki skrifað undir fé-
lagskiptin enn. Það var erfítt að
leika rneð Þór í fyrravetur sem nem-
andi íþróttakennaraskólans á Laug-
arvatni. Það kom bæði niður á nám-
inu og handboltanum," sagði Sigur-
páll Arni. Selfyssingar hafa einnig
fengið Grím Hergeirsson, sem hefur
leikið með Elverun í Noregi undan-
farin ár.
Þór hefur nýlega ráðið Erlend
Hermannsson sem þjálfars fyrir
komandi keppnistímabil. Þórsarar
hafa misst þijá leikmenn frá í fyrra,
Finn Jóhannesson og Rúnar Sig-
tryggsson, sem fóru til Vals og
Daninn Ole Nielsen er farinn heim
til Danmerkur.
Leiðbeinendur:
Guðjón Guðmundsson'
Þorbergur Aðalsteinsson
Logi Ólafsson
Innritun frá 9. til 12. ágúst í Víkinni, símar 811374 og 677845.
Ath. Síðast seldist upp á 2 dögum.
Skipulögð dagskrá - landsþekktir gestir koma í heimsókn.
Aðstaða býður upp á 3 innivelli og útivöll auk fundarsals.
HANDBOLTASKÓLIREYKJAVÍKUR 09 !♦
IMI55AINI
OPNA
REYKJALUNDAR-
* MOTIÐ
Háforgjafarmót í
G O LFI
laugardaginn
14 . ÁGLJST 1993
Mótsstaður : Bakkakotsvöllur, Mosfellsdal, Sími á mótsstað 668480
Skráning : Fimmtudaginn 12. ágúst og föstudaginn 13. ágúst klukkan 17.00 til 22.00 í síma 668480.
Fyrirkomulag.. : Leiknar verða 18 holur með
og án forgjar. Byrjað að ræsa kl. 8.00. Þátttakendur með forgjöf 20 og hærri: Munið forgjafarskírteinin. Mótsgjald kr. 1.500.
Styrktaraðili... : Vinnuheimilið Reykjalundi
Golfklúbbur Bakkakots, 1*7// Mosfellsdal.