Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 13 Sýning Rósku _________Myndlist_______________ Bragi Asgeirsson Listakonan Ragnhildur Óskars- dóttir, sem menn þekkja betur undir nafninu Róska, kemur víða við um athafnir á sjónmenntasviði. Þær hafa að meginhluta farið fram á erlenda grund, nánar tiltekið Ítalíu, þar sem hún hefur að mestu verið búsett í áratugi. Af og til hefur hún heimsótt ætt- landið, og þá iðulega troðið upp með einhvem listrænan gjöming og ekki farið alveg hljóðlaust að þeim umsvif- um sínum. Róska er nefnilega framústefnu- listakona og telst vera af ’68 kynslóð- inni og ber í raun öll einkenni henn- ar, er einskonar „enfant terrible", eða nánar tiltekið bam í uppreisnarhug. Hún var einn af frumkvöðlum list- hópsins SÚM, sem einmitt kom fyrst fram sem virkur listhópur á þessum árum og stóð fyrir fyrstu samsýningu í eigin húsakynnum í bakhúsi við Vatnsstíg, í marz 1969. Hressandi gustur einkermir fram- kvæmdir Rósku, en slíkar tiltekitir geta þó orðið þreytandi til lengdar auk þess sem tímaskyn 68 kynslóðar- inar virðist oftar en ekki eitthvað brenglað, þó hér séu til ýmsar undan- tekningar. Málið er, að það sem var nýtt og ögrandi, „provokerandi", þegar þetta Lárus Már Björnsson inn getur élskað okkur til heil- brigðis, / markmið lífs Þíns var að sjást,...“ Þýðandinn, eða túlkandinn eins og hann er nefndur í formála, hefur þurft að glíma við miserfitt verkefni. T.d. hefur hann þurft að styðjast við ýmsar aðrar þýðingar, sérstaklega við að koma skáldskap Turkka og Haavikko, sem yrkja á finnsku, yfír á íslensku. Viðbúið er að skáldskapur sem kemur við í öðru tungumáli á leið yfir í hið þriðja verði fyrir óæskilegum um- breytingum, jafnvel hnjaski. Ekki skal hér lagður dómur á hvort þýðingarnar sem slíkar séu trúar frumtextanum enda skortir yfirrit- aðan allar forsendur til að meta slíkt. Hitt er augljóst að hér hefur verið unnið umtalsvert verk og ekki alltaf einfalt. Prentun hefur tekist illa. Letur er ýmist muskulegt eða klesst. Óþarfi er að sættast á að ódýr fjölföldun þurfi endilega að leiða af sér takmörkuð gæði. VZterkur og L/ hagkvæmur auglýsingamiðili! fólk kom fyrst fram er það með sanni ekki lengur, en samt sem áður sjá menn þessa hluti í síbylju á svonefnd- um sýningum núlista, og þá einkum á Norðurlöndum. Helst er að einhver ný og grautleg heimspeki fylgi þeim hveiju sinni. Róska hefur dvalið á íslandi und- anfarið og haft hér vinnuaðstöðu og löngu fyrirhuguð og boðið sýning er loks komin upp í listhúsinu „Sólon Íslandus" og stendur til 17. ágúst. Sýninguna tileinkar hún konum aldamótanna, þ.e. næstu aldamóta, og nefnir hana „Konan 2000“ eða „La Donna Deumila" á ítölsku, sem nú er væntanlega hennar annað móður- mál. Til að minna á og árétta boðskap súningarinar hefur listakonan komið fyrir vírgjömingi í anda Calders, er skilur tröppur og pall efri hæðar. Verða menn þannig að stíga á, eða frekar í, júgur fyrirferðamikils kven- líkis úr vírvirki til að komast á sýning- una. Samt er manni það forboðið á tungumáli engilsaxa (I), samkvæmt áritun á gólfinu. Hér er þannig kona í uppreisnarhug gegn karlaveldinu, en minna má á að það er tímaskekkja hvað listir áhrærir, því að konur eru í miklum meirihluta í íslenzkum listaskólum og sýningar þeirra eru ekki færri en karla og njóta fyllsta jafnréttis. Þá em konur í miklum meirihluta í félag- inu „íslenzk grafík“ og naumast í minnihluta í FÍM. Kannski vill svo eitthvert karlrembusvínið og kvenn- akúgarinn benda á hlut kynbræðra sinna á Textilþríæringnum, sem nú stendur yfír að Kjarvalsstöðum og mun kominn í norræn fjárlög fyrst slíkra samsýninga! Og hvað vilja kon- ur svo meira? gæti einhver tekið upp á að spyija. Við karlmenn höfum þannig öllu heldur boðið þær velkomnar og viljað sóma þeirra sem mestan, eins og.vera ber, en að bregða fyrir þær fæti. Það verður ekki af Rósku skafíð, að hún færist jafnan mikið í fang og að í henni býr ennþá heilmikið af hugdirfð æskunnar, en hún virðist eiga fjarska erfítt með að sýna af sér þá staðfestu við eina listgrein og kem- ur það harðast niður á myndverkum, eins og sjá má á þessari sýningu. Til gamans tók fram gamla úr- klippubók og las ummæli mín um sýningu hennar hér í borg í septem- ber 1969, Kom þá í ljós að ég gæti ailt eins endurtekið sumt af því sem þar stendur og heimfært á þessa sýn- ingu, t.d. að hún eins og hættir í miðjum leik, einmitt er manni virðast átökin vera að hefjast. Fyrir vikið verða myndir hennar líkt og hálfkveð- in vísa. Þá nefni ég einnig að vinnu- brögðin mina á fræga kvenmann, Novellu Parigiani, sem allir þekktu í Róm á sjöunda áratugnum, og það gildir enn. Hér hefur ekki orðið mikil breyting á, nema að listakonan reynir að end- umýja sig í miðlum nútímans eins og ljósmyndun og tölvugrafík. Ljós- myndimar njóta sín ekjki utan einn- ar, sem er „La concierge de Paris“ (Dyravörður Parísarborgar), fyrir ein- falda og skilvirka útfærslu og hnitm- iðaða byggingu. Tölvugrafíkin minnir á fijálslegarí hraðteikningar og hér koma einmitt fram bestu eiginleikar listakonunnar, þótt ég sé ekki alveg sáttur við árangurinn enn sem komið er. En það voru fyrst og fremst mynd- ir blándaðrar tækni sem vöktu at- hygli mína, þ.e. „Kona flýr nótt“ (7) og „Gljátíkin" (8), en báðar skera sig úr fyrir svipmikil vinnubrögð og sterka skískotun, og þannig séð rétt- lætir það nafn sýningarinnar, því að „sporvagninn gimd“ er alltaf nærri, jafnvel þótt myndimar sjálfar leiði hugann að pop-list sjöunda áratugar- ins. Nu er Þrefaldur l.vinningur 1 Spilaðu með fyrír 5 \l kl. I6ídag Verður hann 100.000.000 kr.?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.