Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
A
MÓEIÐUR JÚNÍUSDÓTTIR • SÖNGKOINIA
Gunna, Palli og Arni
Er ofboðslega mikil
keppnismanneskja
Eg var mjög ábyrgðarfullur og sam-
viskusamur unglingur. Ég var eig-
inlega miklu líkari unglingi þegar
ég var yngri; ég var mjög erfitt barn. Á
unglingsárunum komst ég hins vegar í full-
komið jafnvægi og leið mjög vel. Ég var í
tónlistamámi, tók það frekar alvarlega og
æfði mig mikið.
Ég átti auðvitað bestu
vinkonu og við vorum
alltaf tvær saman, báðar
með svona sftt hár og
kallaðar samlokumar.
Við upplifðum aldrei svona unglingadæmi
þar sem allt er svo ömurlegt; „fuck the syst-
em“ og svo framvegis. Þvert á móti lifðum
við eiginlega í einhveijum draumaheimi þar
sem allt var svo rómantískt og fallegt. Og
við vomm líka voðalega „góðar stúlkur";
drukkum ekki og svoleiðis. Mamma segir
allavegana að ég hafi verið svona fyrirmynd-
arunglingur.
Ég var auðvitað með komplexa eins og
aðrir. En ég hafði það fyrir reglu að vera
ekkert að segja frá þeim. Ég hugSaði með
mér að ef ég segði engum frá þeim, tæki
enginn eftir þeim. Aðal komplexinn var sá
að mér' fannst ég vera með svo stórt nef;
ég hafði miklar áhyggjur af því. Annars
hafði ég mikla fyrirlitningu á öllu þessu
komplexaröfli. Mér fannst það bara hallæris-
legt.
Söngurinn
Ég var eiginlega ekkert að syngja á ungl-
ingsárunum. Ég var að læra á píanó og
hugsaði aðallega um músík út frá því. A
menntaskólaárunum fór það svo að víkja
fyrir söngnum. Þetta byijaði allt þegar ég
tók þátt í söngvakeppni framhaldsskóla. Ég
tók þátt í keppninni í MR og vann hana.
En síðan varð ekkert af því að aðalkeppnin
yrði haldin það árið. Svo kom næsta ár og
þá var ákveðið að halda aðra keppni innan
skólans, þannig að ég neyddist til að veija
titilinn til að komast í aðal keppnina. Ég
hafði verið frekar tæp í röddinni, sem er
mjög óvenjulegt, ég missi aldrei röddina í
dag (sjö, níu, þrettán), en ég var alveg ákveð-
in í að vinna. Á keppnisdaginn var ég orðin
mjög hás og þegar það var komið að mér
að syngja var ég hreinlega orðin radd-
laus. Allir í kringum mig sögðu að það
væri alveg vonlaust fyrir mig að syngja
svona. En ég á það til að vera mjög
þijósk þannig að ég fór inn á sviðið og
þar sem ég stóð þar kom röddin bara allt í
einu. Þetta var alveg ótrúlegt og ég skil
þetta ekki enn þann dag í dag. Röddin kom
óg dugði út þetta eina lag, en síðan gat ég
ekki talað í þijá daga. Kannski er þetta
STJÖDNUR G
STC!, F SKAR
bara sönnun á því að maður getur rosalega
mikið þegar maður vill eða þarf. Þá getur
maður meira en maður heldur.
I aðal keppninni lenti ég síðan í öðru
sæti. Ég er ofboðslega mikil keppnismann-
eskja og ég varð svo bijáluð yfir því að lenda
í öðru sæti að ég labbaði þeim, upp í Kópa-
vog. Ég tek alla keppni
svo rosalega alvarlega.
Það er varla að ég geti
teflt skák eða spilað spil
vegna þess að ég er svo
tapsár. Ég dauðskamm-
ast mín eiginlega fyrir þetta. í dag er ég
reyndar á þeirri skoðun að það sé betra að
lenda í öðru sæti en í fyrsta; það hvetur
mann til að gera betur.
Það sem var aðal málið í sambandi við
þessa keppni var að ég kynntist Páli Hjálm-
týssyni, en það varð mjög afdrifaríkt fyrir
okkur bæði. Við höfðum bæði verið að hlusta
mikið á djass, sem er kannski frekar óvenju-
legt á þessum aldri. Og við ákváðum að setja
saman táningadjassband. Upp úr því fór ég
síðan að koma fram og syngja djass.
Að lokum
Ég held að það sé mikilvægt að unglingar
séu ekki að flýta sér að verða fullorðnir og
njóti þess bara að vera til. Ég varð t.d. of
fljótt fullorðin og ég sé svolítið eftir því.
Allt sem er svo nýtt og spennandi í unglings-
heiminum dofnar og hættir að vera spenn-
andi þegar maður fær innsýn inn í fullorðins-
heiminn. Fólk ætti að leyfa sér að vera svo-
lítið áhyggjulaust og njóta þessara ára.
Gunna: Það halda margir að
þetta séu bara dílerastaðir.
Sp.: Eru dópsalar inni á þess-
um stöðum?
Palli: Það eru dílerar á flestum
svona stöðum.
Árni: Nema náttúrlega á
Fredda.
Palli: Já, en það eru engir
unglingar þar.
Sp.: Hvað eru þeir að sélja?
Palli: Spítt, hass og sveppi.
Árni: Sýru.
Palli: Ekki sterka sýru heldur
svona djammsýru.
Sp.: En hafa unglingar efni á
að kaupa þessi efni? _______.
Palli: Já, já. Það er hægt að fá t.d. sýru
fyrir tvöþúsund og fimmhundruð eða
gramm af hassi á fimmtán hundruð. Það
er ekkert mál að redda fímmtánhundruð-
kalli. Svo er líka mikið um landasölu.
Sp.: Fimmtán hundruð á dag er nú samt
ansi mikið.
Palli: Já, en það eru nú ekki margir sem
fá sér í haus á hveijum degi.
Árni: Og það er hægt að
fá nánast hvað sem er
þarna.
Gunna: Það fer nátt-
úrlega eftir því hvern
þú þekkir. Þú gengur
ekkert upp að þessum
eða hinum og spyrð
hvort hann geti reddað
þér einhveiju.
Sp.: Er þetta fullorðið fólk sem er að selja?
Gunna: Nei, þetta eru yfírleitt unglingar
sem eru í neyslu sjálfír og eru í tengslum
við einhveija stærri dílera.
Gunna: En þetta er ekkert daglegt brauð á
þessum stöðum. Það er sjaldgæft að krakk-
ar séu að kaupa þetta á hveijum degi, eða
hveija helgi. Flestir kaupa bara einstaka
sinnum.
Árni: Það er samt fullt af krökkum sem
nota þetta að minnsta kosti þrisvar í viku.
Palli: Og þes$i sala er ekki eingöngu bund-
in við spilasalina. Það er alls staðar hægt
að fá þetta ef maður þekkir rétta fólkið.
Sp.: En hvað er annað að gerast á þessum
stöðum.
Gunna: Aðallega það að krakkar labba
þarna inn og verða spilafíklar, eða bara
hanga þarna og hitta aðra krakka. Eins og
sumir hittast í sjoppum og hanga þar.
Palli: Já, það eru auðvitað ekki allir þarna
inni í dópi. Þetta eru bara frábærir staðir
til að hanga á.
Sp.: Af hveiju eru þeir svona frábærir, hvers
vegna er ekki næsta blómabúð alveg eins
frábær staður?
Gunna: Vegna þess að sölukonan í blóma-
búðinni rekur okkur út.
Palli: Það er ekki hvar sem er hægt að sitja,
fá sér sígarettu og kjafta við einhveija krakka.
Sp.: Má reylq'a inni á þessum stöðum?
Palli: Það má alls staðar reykja þama. Nema
á Fredda. Það má eiginlega segja að Freddi
sé meira svona á æðra plani.
Gunna: Þar er eldra fólk sem eyðir fullt af
peningum í spilakassana.
Palli: Það er svo sem ekkert gaman að hanga
þama inni, en maður þarf náttúrlega að hitta
aðra krakka og kjafta og svoleiðis.
Ámi: En það má ekki koma með vín þama inn.
Palli: Það má svosem ekkert vera í gangi
þama og það er stundum leitað á manni, en
það er í lagi að vera fullur.
Sp.: Eyða unglingar miklum peningum í spila-
kassana?
Palli: Flestir fara í eitt eða tvö spil. Þetta
er náttúrlega gróðastaður fyrir þá sem eiga
þetta.
Sp.: Hvað er opið lengi á kvöldin?
Palli: Til hálf tólf.
Sp.: Hvers vegna hanga unglingar frekar
þama en í t.d. félagsmiðstöðvum?
Gunna: Þeir sem sækja félagsmiðstöðvarnar
eru yfírleitt yngri. Ef maður vill vera méð
sautján eða átján ára krökkum eru þeir
ekkert í félagsmiðstöðvunum.
Palli: Meirihlutinn sem stundar spilastaðina
er svona sextán til sautján ára. Það er fjórt-
án ára aldurstakmark.
Sp.: En mynduð þið vilja hafa einhvem
veginn öðravísi stað til að hanga á?
Palli: Það mættu vera stærri og þægilegri
staðir þar sem er eitthvað fleira í boði en
spil. Þessir spilakassar era ekkert sérstak-
lega skemmtilegir nema fyrir þá sem era
orðnir háðir þeim. Og ég held meira að
segja að þeim sem era orðnir háðir þessu
þyki þetta ekkert gaman. Þeir bara verða
að gera þetta.
Sp.: Era margir sem verða háðir þessu?
Ámi: Já, mjög margir.
Palli: Þetta gengur náttúrlega út á spilafíkn.
Gunna: Síðasta vetur fór ég þarna á hveij-
um einasta degi eftir skóla og kom heim
klukkan svona hálf tólf á kvöldin. Þá var
ég bara allan daginn spilandi. Á tímabili
dreymdi mig í svona spili. Ég var alltaf
karlinn inni í spilinu. Og ég veit um fleiri
sem vora þannig.
Sp.: Hafði þetta ekki áhrif á námið?
Gunna: Auðvitað. Maður gerði ekkert annað
og hugsaði ekki um neitt annað en spil.
Palli: Það era til krakkar sem eyða öllum
vasapeningunum sínum þama.
Gunna: Það era margir sem eiga ekkert
eftir af fermingarpeningunum síðan í vetur.
Sp.: Ef þið værað foreldrar og bömin ykkar
væra farin að stunda svona staði, hvemig
litist ykkur á það?
Palli: Illa.
Ámi: Ég veit það ekki. Ekki vel held ég.
Gunna: Ég held að það myndi ekki þýða
neitt að banna þeim að fara á þessa staði.
Aðalmálið er að það sé hægt að treysta
þeim. Að þau séu ekki það áhrifagjöm að
þau fari út í einhveija vitleysu.
Viðmælendur Hringborðsins koma ekki
fram undir réttu nafni.
S AM VISKU SPURNIN GIN
Borðar þú
grænmeti?
(Spurt í Hveragerdi) ®)örn Bra91,15 ára: