Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
Mjög lítil grænmetisuppskera er í Eyjafirði eftir kalt og vætusamt sumar
Svarar vart kostn-
aði að taka upp
það litla sem til er
UPPSKERUBRESTUR blasir við hjá
Eiríki Hreiðarssyni garðyrkjubónda að
Grísará í Eyjafjarðarsveit eftir óvenju
kalt og vætusamt sumar. Eiríkur man
ekki annað eins sumar á þeim tíma sem
hann hefur stundað grænmetisrækt, en
það eru yfir þijátíu ár. Fyrsta frostnótt-
in var í fyrrinótt, en þá var að sögn
Eiríks tveggja stiga frost um tvöleytið
um nóttina. Að Grísará eru ræktaðar
yfir tíu grænmetistegundir, en engar
horfur eru á uppskeru. Góð uppskera
grænmetisbænda syðra eykur enn á
vanda Eiríks, en vegna mikils framboðs
og verðlækkunar svarar ekki kostnaði
að taka upp það litla sem í görðunum er.
„Þetta er ekki björgulegt og litlar horfur
á að nokkur breyting verði á. Eini möguleik-
inn fyrir okkur hér er að blómkálið bjargist
ef kæmi góður kafli í svona þijár vikur á
næstunni, en ég er í sjáfu sér alveg hættur
að gæla við þá hugsun að fá uppskeru á
þessu sumri," sagði Eiríkur.
Hann hefur verið viðloðandi grænmetis-
rækt alla ævi, tók við rekstri búsins af föð-
ur sínum fyrir röskum tveimur áratugum
og minntist hann þess að sumrin 1979 og
1981 hefðu verið slæm og að sumu leyti
væri þetta sumar líkt því sem var ’79. „Þetta
er þó verra að því leyti að það er minna
sólskin nú en þá og eins miklu meiri rigning-
ar þannig að vöxturinn er afar hægur,"
sagði Eiríkur, en brugðið hefur verið á það
ráð að breiða akryldúk yfir grænmetisbeðin
og hefur sprettan undir dúknum verið einna
mest.
Gulrætur á stærð við litla fingur
Til marks um lélega uppskeru má nefna
að stærstu gulræturnar eru að sverleika
álíka litla fingri fullorðins manns. „Við verð-
um heppin ef við getum síðast í haust tek-
ið upp eitthvað af gulrótum," sagði Eirík-
ur. Búið er að skera niður í tvo poka af
hvítkáli, en í venjulegu árferði byijum við
að taka upp hvítkálið undir lok júlí. Þá má
nefna að rófurnar eru afar smáar, þær
spretta ekkert og ljóst að uppskerumagnið
verður lítið.“
Kostnaður við ræktunina í sumar hefur
verið meiri en ella m.a. vegna þess að
akryldúkar hafa verið breiddir yfir beðin
til að veija grænmetið kulda og vætu, en
uppskeran er samt sem áður minni en vana-
lega.“ Það grænmeti sem legið hefur undir
dúknum er lengst komið, en þó um mánuði
seinna á ferðinni en áður.
Fyrsta frostnóttin
Eiríkur sagði að fyrsta frostnóttin í Eyja-
firði, sem var í fyrrinótt, myndi ekki hafa
mikil áhrif á grænmetisræktunina, en frost-
ið fór í tvö stig fyrri hluta nætur. Hann
sagði helst hættu á að blómkálið myndi
skaðast af völdum frostsins en það væri
svo stutt á veg komið að frostnótt breytti
litlu.
Verðlækkun á grænmeti í gærmorgun
varð til þess að ekki borgar sig fyrir Eirík
að taka upp það litla sem til er. Hann sagði
að hægt hefði verið að taka upp eitthvað
af kínakáli, en eftir verðlækkunina svaraði
það engan veginn kostnaði þannig að kálið
verður ekki tekið upp.
Lítil uppskera whmw
EIRÍKUR Hreiðarsson garðyrkjubóndi á Grísará með tvo hvítkálshausa, yfir þann
stærri var breiddur akryldúkur í sumar, en sá minni fékk að kenna á kulda- og
vætutíð.
SIGURBJÖRG Níelsdóttir og vinnufélagar hennar á garðyrkjustöðinni með gulræt-
ur sem eins og sjá má hafa ekki vaxið hratt í sumar.
Félag eldri borgara í Ólafsfirði
Byggt yfir starfsemina
ÞAÐ er gróska í Félagi eldri
borgara í Olafsfirði. Félagið hef-
ur undanfarna mánuði haft til
athugunar að komast yfir hús-
næði fyrir starfsemi sína og nú
er allt útlit fyrir að byggt verði
yfir félagið.
Það eru ýmsir aðilar sem hafa
komið að undirbúningi þessa máls
með Félagi eldri borgara. Má þar
nefna Ólafsfjarðarbæ og lífeyris-
sjóði. Er nú allt útlit fyrir að 220
fermetra hús fyrir félagið verði á
horni Aðalgötu og Ægisgötu á opnu
svæði skammt frá Hótel Ólafsfirði.
Kostnaður um 17 milljónir
Er síðan gert ráð fyrir að þar á
svæðinu verði í framtíðinni byggðar
þjónustuíbúðir fyrir aldraðra.
Fyrstu áætlanir um byggingar-
kostnað gera ráð fyrir að félags-
heimilið kosti um 17 milljónir króna
fullbyggt og að lífeyrissjóðir sjái
um fjármögnun. Ólafsijarðarbær
mun síðan sjá um félagið geti stað-
ið við greiðsluskuldbindingar vegna
byggingarinnar.
SB
Til solu
er rekstur iðnfyrirtækis í
sælgætisiðnaði á Akureyri
Um er að ræða sölu á vélum og
tækjum ásamt hráefnisbirgðum,
birgðum fullunninna framleiðsluvara
auk viðskiptavildar.
Tilboðum skal skilað inn til
Fasteignasölunnar hf.,
Gránufélagsgötu 4, Akureyri,
sími 96-2 18 78,
sem veitir allar.frekari upplýsingar.
Opið verkstæði á
grafíkvinmidögum
Á grafíkverkstæði Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar í Listaská-
lanum við Kaupvangsstræti 14 á Akureyri hefjast svokallaðir vinnudag-
ar á morgun, fimmtudaginn 12. ágúst, og standa frá kl. 10 til 16.
■Miðvikudagur 11. ágúst.
Ljósmyndasýning í göngu-
götunni, Hafnarstræti, „Girð-
ingin í göngugötunni“ sem er
ljósmyndasýning almennings.
■Örsögusýning Kristlaugar
Sigurðardóttur stendur yfír í
Deiglunni.
Unnið verður með dúkristu og ein-
þrykk og verður allt efni, dúkur,
■ mjómsveitirnar Helgi og
hljóðfæraleikararnir, Norðan-
piltar og Skrokkabandið koma
fram á tónleikum sem haldnir verða
í Deiglunni, Kaupvangsstræti
annað kvöld, fimmtudagskvöldið
12. ágúst. Söngur og leikur verður
órafmagnaður og fyrir allra eyru.
Tónleikamir hefjast kl. 20.30.
pappír og litur, á staðnum sem og
verkfæri, en væntanlegum þátttak-
endum er bent á að taka með sér
eitthvað af penslum. Þeir sem ekki
eiga dúkristuhnífa geta keypt þá á
staðnum.
Grafíkdagamir gætu endað með
innanhússsýningu og spjalli og er
öllum heimilt að taka þátt á meðan
húsrúm leyfír.
(Fréttatilkynning)
Fyrstu stöðumælaverðirnir í startholunum
Morgunblaðið/Golli
Stöðumælaverðirnir
RÓSA Benjamínsdóttir og Jökull Guðmundsson,
fyrstu stöðumælaverðir Akureyrarbæjar, hefja
stöðumælavörslu á miðbæjarsvæðinu í dag.
Fólk virði
gjaldskylduiia
„ÉG VONA að tilvist okkar stöðumælavarðanna
verði til þess að fólk virði gjaldskylduna og við
þurfum ekki að skrifa mikið af gíróseðlum,“
sagði Jökull Guðmundsson en hann og Rósa Benj-
amínsdóttir hefja í dag, miðvikudag, störf sem
stöðumælaverðir í miðbæ Akureyrar,
Þau Rósa og Jökull hafa verið að störfum síðustu
daga við margvíslegan undirbúning, en eftirlit þeirra
hefst í dag. Aður hefur lögreglan sinnt þessu eftir-
liti. Mikil brögð vom að því að fólk sinnti því lítt
að greiða tilskilin gjöld í stöðumæla bæjarins.
Gjaldskylda í stöðumæla á miðbæjarsvæðinu verð-
ur frá kl. 10.00 til 17.30 virka daga og skipta stöðu-
mælaverðimir vörslunni á milli sín ásamt eftirliti
með öðmm stöðubrotum á svæðinu. Fyrri vaktin er
frá kl. 10 til 14 og sú síðari frá 14 til 17.30 Van-
ræki ökumenn að greiða í stöðumæla á gjaldskyldum
stæðum verður þeim gert að greiða 700 krónur, en
greiði menn innan 3 virka daga þarf að greiða 300
krónur. Hafi ekki verið greitt innan 14 daga verða
gjöldin innheimt með 50% álagi.