Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
17
ágúst 1993
Úrskurður um að sala á heimabakstri sé heimil
Alvarlegt mál fyrir
allt matvælaeftirlit
Jónas Fr. Jónsson
hreyfingarinnar að berjast fyrir því
að ungt fólk verði í baráttusætum
á listum Sjálfstæðisflokksins fyrir
næstu kosningar um allt land.“
Sterk formannsstaða
Aðspurður segir Jónas að sitt
fyrsta verk sem formaður næði
hann kjöri yrði að vinna úr ályktun-
um þings SUS og kynna þær þing-
flokki, miðstjórn og landsfundi
Sjálfstæðisflokksins. „Formanns-
staða SUS á að vera sterk pólítísk
staða. Formaður situr þingflokks-
og miðstjórnarfundi og það er hans
hlutverk að vera virkur málsvari
ungliðahreyfingarinnar. “
Jónas Fr. Jónsson segist hafa
lagt áherslu á málefnalega kosn-
ingabaráttu þar sem frambjóðend-
ur til formanns eru umfram allt
samheijar í stjómmálum. „Barátt-
an hefur verið ágæt lengst af og
ég vona að hún verði það allt til
enda þrátt fyrir að innanflokksátök
í fjölmiðlum hafi skyggt nokkuð á
hana upp á síðkastið. Aðspurður
kvað hann það koma til álita að
breyta fyrirkomulagi kosninga eins
og það er í dag og taldi þá hug-
mynd heillandi að allir félagar í
SUS kysu formann og stjóm.
ODDUR Rúnar Hjartarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
eftirlits Reykjavíkur, segir það geta haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir allt matvælaeftirlit í landinu, að Úrskurð-
arnefnd, sem starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti
og heilbrigðiseftirlit, komst að þeirri niðurstöðu að kona
sem seldi heimabakstur sinn, svokallaðar „Stjörnu-klein-
ur,“ í Bónusverslunum, þyrfti ekki leyfi heilbrigðisnefndar.
„Samkvæmt úrskurðinum þurf- an við matvælaeftirlit er það mjög
alvarlegt fyrir allt matvælaeftirlit.
Með þessu móti getum við ekki á
einn eða annan hátt tryggt heil-
næmi matvæla,“ sagði Oddur.
„Verði þetta svona höfum við ekk-
ert eftirlit með þessu, heilbrigðis-
um við ekki að hafa eftirlit með
matvælum sem eru búin til í heima-
húsum til sölu og til þess þarf ekki
starfsleyfi heilbrigðisnefndar. Það
er rétt að vara fólk við að neyta
slíkrar vöru því eftir þessum úr-
skurði að dæma eigum við ekki að
hafa éftirlit með þessu ef selt er í
smáum stíl,“ sagði hann.
Úrskurðarnefndin felldi sölubann
á heimabakstur konunnar úr gildi,
ómerkti úrskurð sem stjórn Holl-
ustuverndar ríkisins hafði fellt í
málinu og komst að þeirri niður-
stöðu að henni væri ekki skylt að
sækja um leyfi heilbrigðisnefndar
til að stunda heimabakstur, þó að
framleiðslan væri ætluð til sölu í
smáum stíl. Oddur sagði að sam-
kvæmt úrskurðinum væri það talin
sala í „smáum stíl“ ef varan væri
seld í öllum Bónusverslunum á höf-
uðborgars væðinu.
Sagði hann að heilbrigðiseftirlitið
ætti eftir að fjalla um þetta mál
með sérfræðingum heilbrigðisráðu-
neytisins og hugsanlega yrði úr-
skurðurinn til þess að sett yrðu
skýrari ákvæði í lög um starfsemi
af þessu tagi. Niðurstaða nefndar-
innar hefur af sumum verið túlkuð
svo að framvegis þyrfti ekki að
óbreyttum lögum að veita leyfi fyr-
ir sölu á heimabakstri í verslunum
og á torgsölum þar sem um for-
dæmisskapandi úrskurð sé að ræða.
Ekkert eftirlit
„Ef þetta verður eftirleiðis stefn-
nefnd þarf ekki að gefa starfsleyfi
fyrir þessari starfsemi og við getum
ekki farið inn á heimili fólks, sem
eru friðhelg, auk þess sem þetta fer
fram í alls konar húsakynnum sem
við höfum ekkert eftirlit með,“
sagði hann.
í máli Odds kom einnig fram að
talsverð ásókn hefur verið í að koma
heimatilbúnum matvælum til sölu í
verslunum og sagði hann að Heil-
brigðisnefnd Reykjavíkur hefði ein-
skorðað sig að veita undanþágur
fyrir félagastarfsemi og líknar-
stofnanir en ekki fyrir einstaklinga.
júní en það sem liðið væri af sumri
hefði félagið staðið fyrir 6-7 ferðum.
Einar sagði ferðimar hafa kostað
800 krónur fyrir fullorðna en 400
krónur fyrir 13 ára og yngri. Þótt
þessar ferðir hefðu verið nánast til-
fallandi og lítið auglýstar hefði að-
sókn verið mjög góð. „Það er aug-
ljóst að alla. Reykvíkinga langar út
í Engey,“ sagði Einar.
Fastar ferðir
Einar Egilsson greindi frá því að
Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands og Viðeyjarferðir hefðu ákveð-
Stríðsminjar
BRESKIR offiserar höfðu arin í sín-
um bragga.
ið að hafa nú í sumar fastar Engeyj-
arferðir svo fremi sem sjóveður
leyfði. Einar upplýsti að lagt yrði
af stað frá Reykjavíkurhöfn við
Suðurbugt frá bryggju neðan við
Hafnarbúðir. Á virkum dögum yrði
farið kl. 20 á kvöldin út í Engey,
gengið á land og farin stutt göngu-
ferð eftir því sem tími og birta
gæfu tilefni til. Laugardaga og
sunnudaga hins vegar yrði boðið upp
á 4 tíma ferðir en þá yrði Iagt af
stað kl. 14 síðdegis og gengið um-
hverfis eyna. Einar tók það sérstak-
lega fram að þótt þessar ferðir
væru fastar samkvæmt áætlun væri
vissara fyrir fólk að fá staðfestingu
í símsvara félagsins eða hjá Viðeyj-
arferðum áður en farið væri niður
á höfn. Einar vildi ekki leyna því
að erfitt væri með lendingu í eynni
ef vindur blési að norðvestan eða
vestan. Alls öryggis yrði gætt en
það væri ekki fyri-r hvern sem væri
að lenda í eynni.
Einar taldi þó ekki þessa
hafnleysu til ókosta eða gefa
tilefni til bryggjugerðar eða
annarra framkvæmda til að
þjónusta ferðamenn. Hann
sagði þá erfiðleika sem væru
á því að komast í eyna vera
vörn þessarar „náttúruperlu
pg unaðsreitar“ fyrir óhófleg-
um ágangi. Best væri að í
gestir kæmu í skipulögðum
hópum og gengu troðnar slóð-
ir. „Þetta þarf að undirbúa vel
og gefa út upplýsingabækling
og leiðalýsingu fyrir næsta
surnar," sagði Einar. Hann
benti á að Viðey væri nú í
byggð og þar væru ýmis mann-
virki og ýmis skipulögð þjón-
usta við ferðamenn. Engey
hins vegar væri eyðiey og ekki
nytjuð að öðru leyti en því að
þarna væri æðarvarp. Hans
hugsjón var sú að nú þegar byggð
væri aflögð þá ætti að leyfa náttúr-
unni að hafa sinn gang. Hér ætti
að hafa alla mannvirkjagerð 5 lág-
marki. Einar taldi þó hugsanlegt
að koma upp hreinlætis- og salemis-
aðstöðu í eynni en henni væri hægt
að koma fyrir í niðurgröfnum vatns-
geymi sem byggður hefði verið á
stríðsámnum.
Rekstri Sveins bakara breytt
Skuldir vel yf-
ír 100 milljónir
TVÖ hlutafélög í eigu vina og vandamanna Sveins Krist
dórssonar, bakara, tóku við rekstri einkafyrirtækis hans á
mánudag. Tryggvi Agnarsson, lögfræðingur Sveins, segir
að ákvörðun um breytt rekstrarfyrirkomulag hafi verið
tekin með tilliti til aukins umfangs og fjárhagslegi*a skakka-
falla í rekstrinum, m.a. með lokun sölubúðar í Borgarkringl-
unni. Hann segir að nýju fyrirtækin hafi ráðið alla starfs-
menn Sveins til sín og rekstur bakarís og verslana hans
verði óbreyttur fyrst um sinn. Stefnt er að því að fá fljót-
lega nýja hluthafa inn í reksturinn.
Tryggvi sagði að til þess að auð-
velda eftirlit hefði verið ákveðið að
hlutafélögin yrðu tvö og hefur ann-
að yfirtekið bakarí og fasteignir í
Amælis-
hátíð á
Hvolsvelli
Hvolsvelli.
UM næstu helgi, dagana 13. og
14. ágúst, fer fram mikil afmælis-
hátíð á Hvolsvelli í tilefni af 60
ára afmæli kauptúnsins. Boðið
verður upp á fjölbreytta dagskrá
báða dagana, fyrir alla aldurs-
hópa.
Á föstudagskvöldinu verður hald-
inn unglingadansleikur í hátíðar-
tjaldi og leikur hljómsveitin Jet
Black Joe fyrir dansi. Á laugardeg-
inum verður hátíðardagskrá í fé-
lagsheimilinu Hvoli sem hefst kl.
15 þar sem boðið verður upp á af-
mæliskaffi og íjölbreytta dagskrá
m.a. kórsöng, píanóleik, ávörp og
fleira. Veislustjóri verður Benedikt
Árnason á Tjaldhólum. Um morg-
uninn verður farið í göngu um ná-
grenni Hvolsvallar undir leiðsögn
Kristínar Guðmundsdóttur frá Stór-
ólfshvoli og að henni lokinni mun
Sigurður Haraldsson á Kornvöllum
flytja hugvekju í Stórólfshvols-
kirkju. Að kvöldi laugardagsins
verður haldinn afmælisdansleikur
og mun hljómsveitin Hálft í hvoru
skemmta gestum.
Þá verður diskótek, hæfileika-
keppni, tombóla, grill' og ýmislegt
fleira fyrir yngstu kynslóðina og
einnig mun Fombílaklúbburinn
sýna glæsikerrur liðins tíma og
Björgunarsveitin Dagrenning sýna
klifur.
Vonast er til þess að sem flestir
brottfluttir Hvolsvellingar sjái sér
fært að koma og gleðjist með íbúum
Hvolsvallar þessa helgi.
- S.Ó.K.
Álfabakka en hitt rekstur 16 útsala
á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Eins
og áður segir er fýrirtækið nú í
eigu vina og vandamanna Sveins
en Tryggvi vildi ekki gefa upp sölu-
verð þess. Hann sagði þó að upp-
hæðin ætti að nægja til að semja
við kröfuhafa en kröfur í fyrirtæki
Sveins eru vel yfir 100 milljónir.
Annars vegar sagði Tryggvi að
nýju fyrirtækin myndu yfirtaka
skuldir með öruggar tryggingar og
hins vegar þyrfti að ná samningum
við kröfuhafa með ótryggðar kröf-
ur. Hann sagði í þessu sambandi
að reynt yrði að greiða eins mikið
af skuldunum og hægt væri en hlut-
fallið myndi skýrast á næstunni.
25 milljónir í vexti og
verðbætur
Tryggvi leggur áherslu á að þrátt
fyrir hvernig komið hafi verið hafi
margt verið vel gert í rekstrinum.
Hins vegar sagði hann að vegna
örrar uppbyggingar og fjárhags-
legra skakkafalla, m.a. vegna lok-
unar búðar í Borgarkringlu, hefði
verið farið yfir ákveðin mörk í
skuldsetningu sem fljótt væri að
vefja upp á sig. Þannig hefði Sveinn
t.d. greitt yfir 25 milljónir í vexti
og verðbætur á síðasta ári. Velta
búðanna var á sama tíma um 280
milljónir.
Hvað áframhaldandi rekstur
varðaði sagði Tryggvi að fyrirtækið
yrði rekið áfram af fullum krafti
og jafnframt reynt að hagræða eins
og hægt væri með auknu eftirliti.
Aðspurður sagði hann að á þessu
stig hefði ekki verið rætt um að
segja upp starfsfólki, sem er að
meðaltali um 100, og hefðu nýju
hlutafélögin tekið við þeim. Ekki
sagði hann heldur áformað að loka
einhverjum sölubúðum.
Leitað eftir samstarfi
Tryggvi sagði að verið væri að
leita að heppilegum samstarfsaðil-
um í rekstur fyrirtækjanna. Nýráð-
inn framkvæmdastjóri þeirra er
Þórey Eiríksdóttir. Sveinn Krist-
dórsson mun starfa fyrir hin nýju
fyrirtæki og sjá um alla framleiðslu.
Thoro
Vatnsþéttingarefni
til kústunar
- POKAPÚSSNING
- HRAUN, GRÓFT EÐA FÍNT
- LITUÐ PÚSSNING
- SKRAUTPÚSSNING
Þaulprófuð og með yfir 15 ára
reynslu á íslandi.
!i steinprýði
Stangarhyi 7, simi: 672777.
Fyrir nutíma eldhúsið
fyrir nutima
eldhúsið
Þýskar úrvalsvélar
sem metnaöur er lagður í.
endingagóðar og þægilegar
i alla staði.
Eigum fyrirhggjandi vélar
50-60 sm. breiðar meö eöa án
blástursofni
vero fra kr
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
‘lltofgttttfrljiMfe