Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
41
Klónuð risaeðla drepur
þijá vísindamenn
Bandaríska vikuritíð The Sun birtí fyrir skömmu eftírfarandi æsifrétt
Þrír skelfingu lostnir vísindamenn voru kramdir til
bana og líkamar þeirra síðan étnir að hluta af
blóðþyrstri risaeðlu sem þeir höfðu einræktað úr
forsögulegum erfðaefnum á leynilegri rannsóknarstofu í Sí-
beríu. Það var ungur sendill sem kallaði yfirvöld á vettvang,
eftir að hann hafði gengið inn á blóði drifna rannsóknarstof-
una einungis örfáum mínútum eftir að hinn drápóði tyranno-
saurus braust í gegn um vegg og stakk af út í skóg.
„Þetta er eins og atriði úr nýju Steven Spielberg mynd-
inni, „Jurassic Park“,“ var haft eftir rannsóknarlögreglu-
manninum Ygor Kazarov. „Eini munurinn er sá að blóðið
er ekta og mennirnir koma ekki til með að standa á fætur
og ganga burt.“ Vísindamennirnir þrír, færustu erfðafræð-
ingar Sovétríkjanna, höfðu unnið baki brotnu við þetta verk-
efni frá því árið 1980. „Það er augljóst af ástandi rannsókn-
arstofunnar og bitsárum mannanna að þeim hefur tekist að
skapa risavaxna kjötætu. Og til allrar
óhamingju er risaeðlan nú ráfandi um
einhvers staðar að leita sér að næstu
máltíð."
Dr. Ivan Sergenko, sem vann við erfða-
verkefnið í upphafi, lagði til að því yrði
hætt. Hann var umsvifalaust sendur til
Moskvu þar sem hann sinnir því leiðin-
lega starfi að flokka skjöl fyrir opinbert
safn. Dr. Sergenko varð furðu lostinn
þegar hann heyrði að tilrauninni hefði
verið haldið áfram eftir hrun kommúnis-
mans. „Ég hélt að þeir hefðu gefist upp
á að reyna að einrækta svona skepnu
fyrir mörgum árum. Risaeðlan getur vald-
ið hræðilegu tjóni ef hún kemst inn á
byggt svæði. Ég vona bara að herinn nái
henni fljótlega. Það verður vissulega
sorglegt að sjá þetta einstæða afrek vís-
indanna sprengt í loft upp, en með rannsóknum á hræinu
má þó læra ýmislegt um þessar furðuskepnur."
„Vísindi skipta mig engu máli,“ segir Boris Khaddasur
ofursti, sem stjómar leitarsveitinni sem eltir risaeðluna.
„Fyrst þessir vitleysingar gátu búið til
einn tyrannosaurus, geta þeir búið til
annan. Ég vona bara að þeir geri viðeig-
andi ráðstafanir til að koma í veg fyrir
aðra slátrun á borð við þá sem átti sér
stað á rannsóknarstöðinni. Mín fyrirmæli
eru skýr: „Eyða skepnunni“.“ Dr. Serg-
enko segir hinsvegar að það verði hreint
ekki auðvelt að búa til aðra risaeðlu.
„Líklega fáum við aldrei að sjá þessar
stórfenglegu skepnur öðruvísi en í bíó,“
segir hann dapur í bragði.
' #« 5. «ai
Meiri atvinnu
Nafn: ívar Áki Hauksson.
Heima: Reyðarfirði.
Aldur: 15 ára.
Skóli: Grunnskóli Reyðarfjarð-
ar.
Sumarstarf: Tívolíið i
Hveragerði.
Helstu áhugamál:
íþróttir, aðallega fót-
bolti.
Uppáhalds hljómsveit: 2 unlimited.
Uppáhalds kvikmynd: Fright night 2.
Besta bókin: Ég man ekki eftir neinni sérstakri.
Hver myndír þú vilja vera ef þú vœrir
ekki þú? Ætli ég myndi ekki vilja vera einhver
leikari. Bara Eddy Murphy eða einhver.
Hvernig er að vera unglingur í dag? Það
er fínt. Bara æðislegt. Og ágætur félagsskapur,
ennþá allavega.
Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélag-
inu? Ég myndi vilja meiri atvinnu.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
gerir? Spila fótbolta, leika mér í sjónum í útlönd-
um og vera á hraðbátum.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Að læra fyrir skólann.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður
stór? Ég veit það nú ekki alveg. Mig langar
svolítið að verða trésmiður.
Hvað gengur þú með í vösunum? Ekkert
eins og er, en ég er oftast með veskið mitt.
Viltu segja eitthvað að lokum? Nei, ég
held ekki.
Steiní, 15 ára:
Já
Eva, 16 ára:
Já
Baldur, 17 ára:
Já, það borða allir grænmeti í Hveragerði?
Framundan
Ársel:
Opið hús á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 20-23.
Feliahellir:
Opið hús á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20-23.
Tónabær:
Opið hús á mánudags- og fímmtudagskvöldum kl. 20-23.
Þróttheimar:
Opið hús á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20-23.
Siglingaklúbburinn:
Opið starf á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 17-19',
fimmtudögum kl. 17-22 og laugardögum kl. 13-16. M.a. eru leigð-
ir út árabátar, kanóar og seglbátar. Gjald kr. 150 fyrir hvem mann.