Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
27
ÁRNAÐ HEILLA
Ljósmyndarinn Jóhannes Long
HJÓNABAND. Þann 10. júlí voru
gefin saman í hjónaband í Breið-
holtskirkju af sr. Hreini Hjartar-
syni, Ástríður Gísladóttir og Steinar
Guðgeirsson. Heimili þeirra er í
Vesturbergi 33, Reykjavík.
Ljósm.st. Mynd
HJÓNABAND. Gefín voru saman
hinn 17. júlí í Garðakirkju þau
Fanney Ásgeirsdóttir og Gestur
Skarphéðinsson af séra Vigfúsi Þór
Árnasyni. Þau eru til heimilis að
Stuðlabergi 56, Hafnarfirði.
Ljósmyndari: Davíð Pálsson
HJÓNABAND. Gefín voru saman
í hjónaband 17. júlí í Krosskirkju,
A-Landeyjum, af séra Halldóri
Gunnarssyni Guðbjörg Edda Árna-
dóttir og Ómar Jónsson. Heimili
þeirra er á Hellu.
Ijósmyndarinn Jóhannes Long
HJÓNABAND. Þann 24. júlí sl.
voru gefín saman í hjónaband í
Garðakirkju af sr. Braga Friðriks-
syni, Ásgerður Guðnadóttir og Jó-
hann Halldór Sveinsson. Heimili
þeirra er að Frostafold 20, Reykja-
vík.
Ljósmyndarinn Jóhannes Long
HJÓNABAND. Þann 10. júlí sl.
voru gefín saman í hjónaband í
Áskirkju af sr. Einari Sigurbjörns-
syni, Þórunn Arnarsdóttir og Helgi
Gíslason. Heimili þeirra er í Vestur-
bergi 118, Reykjavík.
HJÓNABAND. Gefín voru saman
í hjónaband 12. júní sl. í Bústaða-
kirkju af sr. Pálma Matthíassyni
Áslaug Briem og Tómas Jónsson.
Heimili þeirra er á Nönnustíg 7,
Hafnarfírði.
Jarðarbeijagrautur
Grautur, býr nokkur til grauta í dag, þegar hægt er
að kaupa alls konar grauta í fernum? Þegar ég var að
alast upp var ávaxtagrautur algengur á sunnudögum,
t.d. sveskju-, krækiberja- eða rabarbaragrautur, en ra-
barbarinn var þá geymdur á flöskum og honum troðið
í þær með mikilli fyrirhöfn. En núna þegar hægt er að
kaupa allar tegundir af frosnum berjum dettur fáum í
hug að búa til graut úr þeim, sem er þó sáraeinfalt,
en þeir grautar.eru mjög ljúffengir. Við skulum byrja
á jarðarberjagraut, en engin ber eiga sér eins merka
sögu og þau. Jarðarber voru til forna heilög, tileinkuð
ástargyðjunni Frigg og síðar Maríu mey.
Það var að sjálfsögðu hið villta jarðarber, sem vex
um allt norðurhvel jarðar, og er mjög bragðgott. Þegar
ég var lítil fann ég einu sinni nokkur villt jarðarber í
Bjólfínum á Seyðisfirði og hvílík ber, ég gleymdi bragð-
inu aldrei, það voru áreiðanlega ber Friggjar og Maríu
meyjar.
„Vafalaust gat Guð búið til bragðbetra ber, en hann
gerði það bara aldrei" er haft eftir dr.
Butler, sextándu aldar lækni. í lok
18. aldar var það tilviljun ein,
sem réð því að farið var að
kynbæta jarðarber, en jarðar-
beijaplöntur frá Virgínu í
Bandaríkjunum og Chile í
Suður-Ameríku höfðu verið
fluttar til Evróþu og settar
í garðshom eitt í Frakk-
landi. Þarna varð víxlæxlun
og urðu til stórkostleg ber, sem
erfðu bestu eiginleika foreldr-
anna, fagurrauðan lit og
bragðgæði annars, en stærð
hins.
Síðan hafa jarðarber mik-
ið verið kynbætt og eru þau
mjög mismunandi að gæðum
eins og við flest vitum. Á íslandi
rækta margir jarðarber í görðum
og fá oft mikla uppskeru. Systir
mín er ein þeirra. Hún ræktar
sín ber í garðshorni í Kópavogi
og segist alls ekki hafa mikið
fyrir því. Hún fær stundum svo
mikla uppskeru, að erfítt er að
torga öllum berjunum og býr hún
þá til sultu úr þeim eða geymir í
frysti til vetrarins.
___________Brids______________
Arnór Ragnarsson
Mánudaginn 26. júlí mættu 40 pör
til spilamennsku í sumardbrids. Spil-
aður var tölvureiknaður Mitchell með
forgefnum spilum. Spiluð voru 30 spil
og var miðlungur 420. Efstu pör voru:
NS
Lárus Hermannsson - Guðlaugur Sveinsson 495
Dúa Ólafsdóttir - Hulda Hjálmarsdóttir 488
SævinBjamason-RagnarBjömsson 471
Guðmundur Baldurss. - Guðbjöm Þórðars. 468
AV
ÞorsteinnBerg-ValdimarSveinsson 523
Guðrún Jóhannesdóttir - Jón Hersir Elíasson 484
Jón Viðar Jónmundsson - Eggert Bergsson 475
Dóra Friðleifsdóttir - Sigríður Ottósdóttir 467
Þriðjudaginn 27. júlí var spilaður
tölvureiknaður Mitchell með þátt-
töku 40 para. Spiluð voru 30 spil
og miðlungur var 420. Efstu pör
voru:
NS
ÓmarJónsson-GuðniSigurbjamason 510
RagnarHaraldsson-GuðniÓlafsson 505
Guðbjöm Þórðarson - Guðmundur Grétarsson 483
Óskar Karlsson — Þórir Leifsson 471
AV
MagnúsTorfason-SigtryggurSigurðsson 544
Guðlaugur Sveinsson - iirus Hermannsson 480
Elín Jónsdóttir—Lilja Guðnadóttir 474
Hallgrímur Hallgrímss. - Sveinn Sigurgeirss. 460
Miðvikudaginn 28. júlí spiluðu
32 pör tölvureiknaðan Mitchell með
forgefnum spilum. Spiluð voru 30
spil og var miðlungur 420. Efstu
pör voru:
NS
Þrösturlngimarsson-RagnarJónsson 487
Guðmundur Sveinss. - Sigtryggur Sigurðss. 483
JónViðarJónmundsson-EggertBergsson 478
Haraldur Ámason - Trausti Finnbogason 466
AV
Esther Jakobsdóttir - Hjördís Siguijónsdóttir 509
Dröfn Guðmundsd. - Asgeir P. Asbjömsson 493
Elvar Guðmundsson - Dan Hansson 473
AndrésÁsgeirsson-ÁsgeirSigurðsson 470
Fimmtudaginn 29. júlí var spilað-
ur tölvureiknaður Mitchell með
þátttöku 42 para. Spiluð voru 30
spil og var miðlungur 420. Efstu
pör voru:
NS
Albert Þorsteinsson - Ólafur Ingimundarson 487
Úlfar Kristinsson — Hilmar Jakobsson 480
BjömAmórsson-ÞrösturSveinsson 477
Gylfi Baldursson—Gísli Hafliðason 472
AV
Hjálmar S. Pálsson - Erlendur Jónsson 490
ÓlafurSteinason-GuðjónBragason 487
Gestur Pálsson — Sigurður Kristjánsson 468
ViðarJónsson-HermannLárusson 457
Einmenningur á laugardögum
kl. 14
Laugardaginn 14. ágúst verðujj
bryddað upp á nýrri keppni, ein-
menning. Spilamennska byrjar kl.
14. Eftir þetta verður spilaður ein-
menningur alla laugardaga til 11.
septembér.
Sumarbrids er spilaður alla daga.
Spilaður er tölvureiknaður Mitchell
nema á laugardögum en þá er spil-
aður einmenningur. Spilamennska
byijar alltaf kl. 19, nema á laugar-
dögum en þá byijar spilamennska
kl. 14.
Bikarkeppni Brissambands
íslands
0-
Annarri umferð bikarkeppni Brids-
sambands íslands var að ljúka og úr-
slit úr síðustu leikjum voru sem hér
segir: Sveit Helga Hermannssonar,
Reykjavík, spilaði við sveit Trygginga-
miðstöðvarinnar, Reykjavík, og vann
Tryggingamiðstöðin í spennandi leik
með 101 imp. gegn 87 imp. Sveit Sig-
fúsar Arnar Árnasonar, Reykjavík,
spilaði við sveit Keiluhallarinnar,
Reykjavík, og sveit Sigfúsar sigraði
með miklunr-mun, 155 imp. gegn 86
imp.
Sveit Björns Theódórssonar,
Reykjavík, spilaði við sveit Jóns Stef-
ánssonar, Reykjavík, og sveit Björns
vann með 4 impa mun eftir spennandi
leik. Impatölur voru 65 imp. gegn 61
imp. Sveit Sjóvá Almennra, Akranesí;
tók á móti sveit Eðvarðs Hallgrímsson-
ar, Reykjavík, og unnu Sjóvá Almenn-
ar þann leik með 171 imp. gegn 65
imp.
Sveit Neon, Reykjavík, spilaði við
sveit Arons Þorfínnssonar, Reykjavík,
og sveit Arons vann þann leik með
151 imp. gegn 124 imp.
Sveit Borgfírskrar Blöndu, Borgar-
nesi, spilaði við sveit Ólafs Lárusson-
ar, Reykjavík, og vann sveit Ólafs
Lárussonar með 106 imp. gegn 54
imp.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar. SIGURÐUR ÞORKELSSON
Jarðarberjagrautur
300-400 g frosin jarðarber
1 dl sykur eða meira
5 dl vatn
3 msk. kratöflumjöl
1 dl vatn út í kartöflumjölið
1. Setjið jarðarberin í pott
ásamt sykri og vatni og sjóðið
við hægan hita í 15 mínútur.
2. Meijið berin örlítið, nota
má kartöflustappara til þess.
Einnig er hægt að nota sleifar-
bakið.
3. Setjið vatn og kartöflumjöl
í hristiglas og hristið.
4. Takið pottinn af hellunni,
hrærið kartöflumjölsvatnið út í
og hrærið vel saman þar til
grauturinn þykknar. Hann á ekki
að sjóða.
5. Berið grautinn fram kaldan
eða heitan með ijómablandi.
Mér finnst jarðarbeijagrautur
betri ef sett eru rifsber eða rabar-
bari saman við jarðarberin. Rifs-
ber fást alltaf frosin. Rabarbar-
inn er skorinn í litla bita og soð-
inn með. Ef rifsberin eru fersk
þarf að tína þau af stilkunum,
en frosin ber eru sett beint út í
og soðin með.