Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 Hverra er ábyrgðin? eftir Konráð Eyjólfsson Undanfarin ár hefur þeirri skoð- un vaxið ört fylgi meðal knatt- spyrnuáhugamanna að helsti möguleiki landsmanna á að ná lengra í íþróttinni sé að lengja þann tíma sem hægt sé að stunda boltann. Vænlegasta leiðin að þessu marki hefur verið talin sú að leggja gervigras á upphitaða fótboltavelli og er það vel, því aðr- ir möguleikar, svo sem yfirbygging valla, eru óraunhæfir vegna kostn- aðar. Bæjaryfirvöld hafa sýntþess- um málum skilning og undanfarin ár hefur verið lagt gervigras í Kópavogi 1990, Hafnarfirði 1992 og nú í sumar er verið að leggja gervigras á Leiknisvöllinn í Reykjavík, fyrir var völlurinn í Laugardal lagður 1986. En því er það tiltekið að bæjaryfirvöld hafi sýnt þessum málum skilning að þau hafa staðið undir 80% af fjár- mögnun þessara valla auk þess að ábyrgjast og jafnvel lána hin 20% af kostnaðinum. Og þá komum við að þversögn- inni, því að þrátt fyrir að bæjarfé- lögin fjármagni þessar fram- kvæmdir hafa þau ekkert með val efna, gæði eða eftirlit með völlun- um að gera, slíkt er alfarið látið í hendur viðkomandi íþróttafélags eða öllu heldur stjóma þeirra sem enga sérþekkingu hafa á hvort heldur gervigrasi, undirbyggingu eða niðurlögn þessara óhemju fjár- muna sem hér um ræðir. Breytir þar litlu þótt viðkomandi stjómir ráði sér verkfræðinga til umsagnar því ákvörðunin liggur alfarið hjá stjóm félagsins sem í hlut á. En því er ég að vekja á þessu athygli að ég tel að hér hafi verið staðið ákaflega illa að verki og tekin áhætta sem engan rétt átti á sér, bæði í Hafnarfirði í fýrra og nú í sumar í Breiðholti. Rök mín eru þau að í Hafnar- firði var ákveðið að fara í svokall- að hefðbundið gras, þ.e. án sand- fyllingar, slíkir vellir em vel þekkt- ir og fátt annað að þeim en að það er yfirlýst að þeir munu aldrei verða samþykktir sem keppnisvell- ir. Þessum völlum hefur hins vegar fylgt sá dýri aukaliður að nauðsyn- legt hefur verið að líma þá niður til að þeir ekki fykju af í stormi og til að fá einhveija límfestu hef- ur þurft að malbika vellina undir grasið. Tilraunir til að lækka kostnað með því að sleppa malbik- inu hafa verið gerðar svo vitað sé bæði í Færeyjum og í Þýskalandi og í báðum tilfellum mistókust þær algjörlega. Þriðja tilraunin er nú til vand- ræða í Hafnarfirði. Val á gervigrasi getur verið nokkuð snúið þar sem framboðið er mjög fjölbreytt, bæði hvað varð- ar gerðir, efni, undirlag og vefnað, en það auðveldar leitina að til em stöðluð próf sem hægt er að bera saman gerðimar í auk þess að hér sem annars staðar er reynslan ólygnust og hægt er að skoða flest- ar gerðir gervigrasvalla víðs vegar í Evrópu. Þetta er því mikilvægara að fram hafa komið gerðir af gervi- grasi sem alls ekki stóðust vænt- ingar og vom jafnvel ónýtar innan tveggja eða þriggja ára. Þessi þekking hefur verið til staðar um alllangt skeið og í ljósi þess hlýtur val stjórnar Leiknis að teljast með ólíkindum. Leiknisvöllurinn er fyrsti völlur sinnar gerðar í heiminum. Það á við um gervigrasvelli eins og önnur mannvirki að þeir þurfa ákveðið viðhald sem reyndar er hvorki flókið né viðamikið, sand- grasið sem dæmi þarfnast aðeins reglulegrar dreifingar og hreinsun- ar sandsins. Kópavogsvöllurinn hefur alls ekki verið hirtur sem skyldi með þeim afleiðingum að hann harðnar stöðugt og er nú orðinn svo harður að það er til óþæginda fyrir leikmenn sem er því meiri synd fyrir það að hann var dásamaður í hástert í upphafi fyrir mýkt. Hvernig staðið hefur verið að útboðum er síðan kapítuli út af fyrir sig sem er til skammar fyrir þá sem að þeim hafa staðið. Dæmi: I útboðsgögnum eru gerðar ákveðnar kröfur sem til- boðsgjöfum er ætlað að uppfylla. Nokkrir leggja í þetta mikla vinnu til að uppfylla skilyrðin, þeir mega síðan líða að allskonar frávikatil- boð og undanfærslum séu teknar jafngildar þeirra boðum, jafnvel telefax með krónutölum einum sem berst inn á opnunarfund á síðustu sekúndum tilboðsfrests. Síðan er kurteisi útbjóðenda slík að þeir hirða ekki einu sinni um að láta tilboðsgjafa vita um endanlega ákvörðun hvað þá að þakka fyrir þá jafnvel hundraða klukkustunda Konráð Eyjólfsson „ Ákvörðunarréttinn ætti að færa í hendur manna með sérþekk- ingu, samanber mann- virkjanefnd ISI, eða sambærilegri nefnd sveitarfélaganna, því það eru jú þau sem borga.“ vinnu sem farið hefur í fullgild til- boð. Þó keyrði fyrst um þverbak þeg- ar fulltrúi stjómar ákveðins íþróttafélags gerðist svo óforskam- maður að hringja í tilboðsgjafa sem ég er ráðgjafi hjá á meðan tilboð stóðu enn opin og æskja 150 þús- unda króna ferðastyrks svo öll Guðlaugnr Þór nær til ungs fólks eftir Kristínu Ólafsdóttur Formaður og stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna verða valin á þingi sambandsins í Hveragerði og á Selfossi um næstu helgi. Miklu máli skiptir að vel takist til um valið á nýrri forystusveit SUS. Fyr- ir dyrum standa sveitarstjómakosn- ingar á næsta ári og alþingiskosn- ingar árið 1995, og mun næsta stjórn SUS standa í undirbúningi fyrir báðar þessar kosningar. Miklu máli skiptir að tryggja fylgi ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn í kosn- ingunum, sem framundan em. Skoðanakannanir sýna nú mikið fylgi ungs fólks við flokkinn, en jafnframt er stór hópur yngstu kjós- endanna óákveðinn. Stefna Sjálf- stæðisflokksins þarf að ná til þessa síðarnefnda hóps. Formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna næstu tvö ár mun stýra þessu mikilvæga starfí. Ég, eins og fjölmargir aðrir ungir sjálf- stæðismenn, tel Guðlaug Þór Þórð- arson, núverandi formann SUS, hæfastan til að gegna formanns- embættinu. Guðlaugur býr yfir mikilli reynslu Guðlaugur Þór var varaformaður SUS frá 1989, þar til hann tók við formannsembætti í mars síðastliðn- um, og býr yfir mikilli reynslu af starfi Sambands ungra sjálfstæðis- „Félagsmönnum í SUS hefur fjölgað í rúmlega 8.000.1 þessum fjölda felst gífurlegur kraft- ur, sem virkja þarf í þágu sjálfstæðisstefn- unnar.“ manna. Síðastliðin fjögur ár hefur starf SUS eflst gífurlega, og á Guðlaugur Þór ekki minnstan þátt í því. Að undanfömu hefur hann sem formaður SUS beitt sér fyrir öflugu átaki í málefnastarfí og hafa margar nýjar hugmyndir komið þar fram, til dæmis um nútímavæðingu í ríkisrekstri, nýjar leiðir í umhverf- ismálum og ýmislegt fleira. Guð- laugur Þór hefur stutt duglega við bakið á starfshópi, sem ungar kon- ur innan SUS settu á laggimar til þess að virkja fleiri konur í starfi ungra sjálfstæðismanna, en það er ekki leyndarmál að alltof fáar kon- ur em virkar í Sjálfstæðisflokknum, og ekki vanþörf á að breyta því. Gífurleg efling SUS Félögum ungra sjálfstæðis- manna út um landið hefur fjölgað úr 27 í 38. Guðlaugur Þór hefur persónulega átt þátt í stofnun margra þessara félaga, og að rækta tengsl forystu SUS við þau með þrotlausum fundahöldum með ung- Er formanni SUS ekkert heilagft? eftir Andra Kárason í Morgunblaðinu laugardaginn 7. ágúst skrifar Ólafur Þ. Stephen- sen tilfinningaþrungna grein undir fyrirsögninni „Sanngimi stjórnar Heimdallar". Olafur brigslar þar stjóm Heimdallar um ósanngirni þar sem stuðningsmenn Jónasar Fr. Jónssonar til formennsku í SUS eru fleiri í hópi kjörinna SUS-þing- fulltrúa en stuðningsmenn Guð- laugs. Sams konar aðdróttanir komu fram hjá Arnari Þórissyni, fyrrum stjómarmanni í ungliðahreyfingu Borgaraflokksins, á Stöð tvö kvöldið áður. Nú er það vel kunn staðreynd að Jónas Fr. á miklu meira fylgi að. fagna meðal Heimdellinga en Guðlaugur. í Heimdalli er stuðn- ingur við Guðlaug ekki meiri en svo að fylgismenn hans treystu sér ekki til þess að fara fram á að félagsfundur veldi þingfulltrúana. Kröfur einungis 50 félagsmanna þarf til þess að stjórn sé skylt að kalla saman félagsfund, sem er æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda. Ég leyfi mér að fullyrða að á félagsfundi hefðu talsvert færri stuðningsmenn Guð- laugs komist að en raun varð á. Allir stjómarmenn Heimdallar síðustu árin vom valdir á þingið. En í félögum þar sem stuðnings- menn Guðlaugs ráða ferðinni var spurt um afstöðu væntanlegra þingfulltrúa og væri afstaðan ekki Guðlaugsmönum að skapi var ekki hikað við að sniðganga umsóknir fyrrverandi formanna og annarra máttarstópla félaganna til margra ára. Var jafnvel gengið á gefin loforð í því efni. Skulu nú talin upp nokkur dæmi: Seltjarnarnes: Seltjarnames er heimabær Guð- laugs Þórs Þórðarsonar. Þar hefur hann átt lögheimili um margra ára skeið, þótt hann kynni sig sem landsbyggðarmann á ferðum sín- um um landið. Formaður ungra Sjálfstæðismanna á Seltjamarnesi 1988-1991 sótti um að vera þing- „Óvægnar árásir Ólafs Þ. Stephensen í Morg- unblaðinu og Arnars Þórissonar á Stöð 2 veikja ekki framboð Jónasar Fr. eins og til stóð, heldur þjappa þær stuðningsmönnum hans saman.“ fulltrúi en var neitað. Jafnvel for- maður fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna á Seltjarnarnesi, fékk ekki að vera þingfulltrúi. Formaður full- trúaráðs er mesta virðingarstaða innan Sjálfstæðisflokksins á hveij- um stað. Samt var honum neitað. Sú neitun verður að teljast einhver ruddalegsta skoðanakúgun sem spurst hefur af innan raða SUS. Hér er um að ræða mann sem hefur starfað á vettvangi SUS um langt árabil. Þetta gerist í heimabæ Guðlaugs Þórs. ísafjörður: Formaður Fylkis f.u.s. á ísafirði styður Guðlaug Þór. Hann lagði á það áherslu við val þingfulltrúa að tveimur fyrrverandi formönnum yrði neitað um að fara á þingið. Þó var annar þeirra, stuðnings- maður Jónasar Fr. kosinn til þing- setu. Þegar fulltrúavalið svo skilar sér í Valhöll, hefur formaðurinn fyrrverandi verið færður niður í varamannssæti. Sauðárkrókur: Undirritaður var formaður Vík- ings f.u.s. á Sauðárkróki um nokk- urra ára skeið, m.a. annars þegar félagið hélt SUS-þingið 1989. Sem frambjóðandi til stjórnar SUS fyrir Norðurland vestra hef ég fengið afgerandi stuðning um allt kjör- dæmið. Frá því var gengið að stjórn Víkings myndi velja mig sem einn af þremur þingfulltrúum fé- lagsins nú. Þegar að valinu kemur treystir stjórnin sér ekki til að velja mig á þingið vegna þess að Guðlag- ur Þór Iagði ríka áherslu á það við stjórnin gæti ferðast til útlanda að skoða velli og tilboðsgjöfum var jafnframt gefíð í skyn að þeirra tilboð kæmu ekki til greina féllust þeir ekki á þessa greiðslu. Jafnframt lét fulltrúinn þess getið að nokkrir hefðu þegar fallist á þessa greiðslu. Niðurstaðan varð sú að það væri ófært að taka þátt í slíku en til að reyna að halda til- boðinu inni í myndinni, var boðist til að greiða í slíkan ferðasjóð ef tilboðinu yrði tekið. Af ofangreindum ástæðum og fleirum sem ekki er pláss fyrir hér dreg ég þá ályktun að eðlilegasta leiðin til að koma þessum málum í réttan farveg væri að taka þenn- an ákvörðunarrétt úr höndum „áhugamanna sem kjömir eru til eins árs í stjóm félaga sinna“ og varla em þess umkomnir að með- höndla þessar 60 til 90 milljón króna fjárfestingar. Ákvörðunarrétturinn ætti að færa í hendur manna með sérþekk- ingu, samanber mannvirkjanefnd ÍSI, eða sambærilegri nefnd sveit- arfélaganna, því það eru jú þau sem borga. Samkvæmt baksíðufrétt DV 27. júlí er gert ráð fyrir að Leiknisvöll- urinn muni kosta um 90 milljónir, það væri ærið forvitnilegt að fá upplýstar ástæðumar fyrir því að hann er tugum milljóna dýrari en Breiðabliksvöllurinn sem þó var byggður upp frá granni, byggt hitaveituhús og hvaðeina en ekki lagður á tilbúinn malarvöll eins og sá í Breiðholti. Það liggur fyrir að tilboð í gras og efni voru lægri í Leiknisvöllinn og ekki hefur mannakaupið hækkað svo sem al- þjóð veit. Höfundur er nemi í rekstrarfræði í Tækniskóla íslands. Kristín Ólafsdóttir Andri Kárason stjórnina að enginn stuðningsmað- ur Jónasar Fr. fengi að fara á þing- ið. Eftir sem áður skilst mér að ég njóti enn stuðnings til stjórnar- framboðs. Ólafur Þ. Stephensen lét ógert að minnast þessa í grein sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.