Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 5 Neysla LSD eykst enn Yngri kynslóðin stærsti kaupendahópurinn Fíkniefnalögreglu hefur tekist að hafa hendur í hári nokkurra söluaðila hins hættulega ofskynjunarefnis LSD, en það hefur vald- ið nokkrum uggi að undanförnu að efnið er selt uppleyst í papp- ír með sakleysislegum myndum. Samkvæmt upplýsingum frá fíkni- efnalögreglu er neysla LSD frekar að aukast en minnka eins og stendur, en vart varð við aukningu á framboði efnisins í kjölfar þess að minna var í umferð af efninu alsælu, eða ecstasy. Morgunblaðið/Kristinn Sakleysislegt en hættulegl OFSKYNJUNARLYFIÐ LSD er fyrirferðarlítið en áhrifamikið. Neysla þess getur valdið miklum ofskynjunum og neytandinn orðið hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hér má sjá efnið uppleyst í pappír, meðal ann- ars með myndum af hinni vinsælu teiknimyndahelju Bart Simpson. Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur með jafnt fylgi Að sögn fíkniefnalögreglu er mest selt af LSD til yngri kynslóð- arinnar. Dreifingin fer meðal ann- HJÓNUM sem búa á hjónagörð- um við Eggertsgötu í Reykjavík brá heldur í brún er þau vöknuðu í gærmorgun. Ókunuug kona sat þá í stofunni í æfingatreyju af húsbóndan'um einum fata og las Morgunblaðið. Hjónin vöknuðu á áttunda tíman- um við torkennilegan hósta inni í íbúðinni. Er húsfreyjan kom fram í stofu sá hún ókunna manneskju í sófa þar sem hún fletti Morgun- blaðinu í mestu makindum. Var hún heldur illa til reika en hafði gengið inn um útidyr, sem að líkindum voru ólæstar, breitt út föt sín til þerris á ofn í forstofu íbúðarinnar, kastað af sér vatni í skó sem þar Nýir brugg- arar á skrá LÖGREGLAN í Breiðholti réðist í gær til atlögu gegn landáiðju í Blesugróf, lagði hald á 200 lítra af gambra og nokkuð af eimuð- um landa. Þeir sem að framleiðslunni stóðu hafa ekki áður verið staðnir að þess- ari iðju að sögn lögreglu. Þeir kváð- ust hafa ætlað mjöðinn til eigin nota en alls ekki til sölu. ♦ » ♦--- Átta hross fund- ust dauð á Mýrum Sýklar í drykkjar- vatni lík- leg orsök ÁTTA hross hafa fundist dauð á tæplega þriggja vikna tíma- bili í högum á Mýrum við Borg- arfjörð. Álitið er að sýklar í drykkjarvatni hrossanna séu orsökin en vatn hafði spillst á þessu landsvæði vegna þurrka. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar rannsóknardýralæknis á Keldum hefur ekki tekist að greina svo óyggjandi sé hvaða sýklar ullu dauða hrossanna. Hann sagði að hræin hefðu legið um tíma áður en ráðist var í krufninu og hefði það gert greiningu torveldari. Blóðeitrun Sár fundust í meltingarvegi sumra hrossana og stafa þau af einhveiju sem hrossin hafa látið í sig, einnig getur ormasýking valdið sárum í meltingafærum. Sigurður sagði að ormasýking væri vel þekkt í hestum og þyrfti að ormahreinsa hesta reglulega ef vel ætti að vera. Hann sagði að líklegasta orsökin fyrir dauða hestanna væri blóðeitr- un af völdum sýkla í drykkjarvatni. ars fram gegnum símboðakerfi, svipað og við sölu á öðrum fíkni- efnum og landa, en einnig þannig voru, brugðið sér í æfingatreyju af húsráðanda og vafið trefli hans um háls sér. Húsráðendur hringdu á lögreglu og fékk konan að jafna sig í húsa- kynnum hennar í gær. Af orðum konunnar, sem er á miðjum aldri, mátti ráða að hún taldi sig komna inn í setustofu stúd- entagarða, sem væri öllum opin, og þar ætlaði hún að þerra föt sín eft- ir vætusamt samkvæmislíf nætur- innar. að vitneskja um söluaðila spyijist milli fólks. Að undanfömu hefur mikið bor- ið á efninu uppleystu í pappír. Sýran er þá leyst í vatni og papp- ír dýft í. Pappírinn er síðan látinn þorna, og efnisins er neytt með því að leggja pappírinn undir tung- una og leysa þannig efnið úr hon- um. Gangverð á skammti af LSD er að sögn fíkniefnalögreglu um 1.500 krónur, sem er svipað og á grammi af hassi eða á flösku af landa. Nokkrir undir eftirliti Fíkniefnalögreglu hefur tekist að handsama nokkra söluaðila fram að þessu, en ekki lagt hald á verulegt magn, enda mjög auð- velt að fela efnið. Þó væru nokkr- ir aðilar undir eftirliti hvað þetta varðaði. í þessu eins og öðrum fíkniefnamálum væri mikilvægt að almenningur hefði vakandi auga með óeðlilegri umferð í heimahús, með stuttum stoppum margra einstaklinga. Upplýsing- um má koma á framfæri í sím- svara fíkniefnalögreglunnar. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Framsóknarflokkur njóta jafns fylgis meðal kjósenda eða um 30% hvor flokkur samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup á íslandi sem gerð var dagana 22.-30 júlí en niðurstöðurnar voru birtar i fréttum Ríkisútvarpsins. Sjálfstæðisflokkur hefur aukið fylgi sitt frá síðustu könnun Gallup fyrir réttum mánuði eða úr 26% en fylgi Framsóknarflokksins hefur dregist saman um 1%. Stuðningur við Alþýðuflokkinn hefur lítið breyst frá síðustu könnun en fylgi flokksins mældist um 10%. Fylgi Alþýðubandalags og Kvenna- lista hefur dregist lítið eitt saman frá síðustu könnun og hefur Alþýðu- bandalagið nú rösklega 15% fylgi meðal kjósenda en Kvennalisti tæp- lega 13%, skv. könnuninni. KitchenAid ORÐSENDING Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Einar Farestveit & Co hf. hefur nú tekið við umboði fyrir KitchenAid á Islandi. Ný sending af hrærivélum og fylgihlutum er væntanleg til landsins á næstunni og erum við þegar farnir að taka við pöntunum. Áhersla verður lögð á úrval fylgihluta, íslenskan leiðarvísi og hússtjórnarkennari okkar, Dröfn H. Farestveit, mun veita faglega ráðgjöf. Einar Farestveit&Cohf. Borgartúni 28 1? 622901 og 622900 Óboðinn gestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.