Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 Hjónaminning * Sigríður Arnadóttir Steffensen ogBjörn S. Steffensen Sigríður Fædd 13. janúar 1896 Dáin 26. mars 1985 Björn Fæddur 12. apríl 1902 Dáinn 15. júlí 1993 Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær eilífð aldrei að skilið Þessar ljóðlínur eftir Jónas Hall- grímsson, sem eru úr einu fegursta ástarljóði sem ort hefur verið á ís- lenska tungu, koma í hug mér er ég minnist þeirra mætu hjóna Sig- ríðar og Björns Steffensens. Ástrík- ara hjónaband en þeirra held ég að fáir upplifí. Mér verður hugsað til síðsumars- ins 1980, er ég fyrst leit þau hjón augum. Ég var komin á heimili þeirra að Álfheimum 27, til að veita t Útför móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR BJARNADÓTTUR, Dalbraut 27, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 12. þ.m. kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð Landspítalans. Sigurður V. Bjarnason, Helga Eyjólfsdóttir, Marín E. Samúelsdóttir, Jón O. Kristófersson, Bjarni G. Samúelsson, Guðrún B. Leifsdóttir, Kristín A. Samúelsdóttir. Sigríði aðstoð, en hún var 84 ára og Bjöm 78 ára. Mig óraði ekki þá fyrir því að ég ætti eftir að vera viðloðandi við heimili þeirra í 13 ár. Það var sérstök upplifun að kynnast þeim hjónum og ég vil segja mannbætandi. Þau höfðu bæði lag á því að láta manni líða vel í návist sinni. Þótt Sigríður væri farin að kröftum og gæti ekki gengið óstudd um heimili sitt, þá varð henni oft að orði að mikið hefði hún það gott. Hún virtist ekki krefjast mikils handa sjálfri sér. Ást hennar til manns síns nálgaðist tilbeiðslu. Hann og börnin þeirra fjögur og fjölskyldur þeirra vora henni allt, líf hennar og yndi. í mínum augum var hún sérstök, fáir af skjólstæðingum mínum í starfí mínu í 22 ár hafa eignast stærra rúm í huga mínum. Sigríður hafði heilsteypta skapgerð, var t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON forstjóri, Helgamagrastræti 26, Akureyri, sem andaöist 2. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á minningar- og líknar- sjóði Oddfellowreglunnar á Akureyri. Karitas R. Siguröardóttir, Magnús Jónsson, Lena Magnúsdóttir, Sigurður Freyr Magnússon, Magnús Karl Magnússon, Guörún Karlsdóttir, Guðmundur K. Sigurðsson, Laufey Einarsdóttir, Arnar Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Guðrún Björk Guðmundsdóttir, Trina Berglind Guðmundsdóttir, Nanna Þorbjörg Guðmundsdóttir, Ragnhildur Rós Guðmundsdóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir. t Ástkær móðir okkar, ÞORBJÖRG GRÍMSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Skólavörðustíg 24a, Reykjavík, sem andaðist á Droplaugarstöðum 3. ágúst sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir, en þeir, sem vilja minn- ast hinnar látnu, eru beðnir um að láta Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalbjörn Aðalbjörnsson, Guðrún Aðalbjörnsdóttir. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför, PÁLS SIGBJÖRNSSONAR, Útgarði7, Egilstööum. Ingunn Gunnarsdóttir og aðrir aðstandendur. bæði fórnfús og trygg í lund. Þegar maður hafði eignast traust hennar, sem tók smátíma, þá var hún hinn traustasti vinur. Hún var með þakklátustu manneskjum sem ég hef kynnst. Þakkarorð ehnnar eru ennþá í huga mér. Oft átti hún til að slá á létta strengi og gat þá verið mjög sposk, og hlógum við oft hjartanlega saman. Ef til vill lýsa henni best orð Harðar tengdasonar hennar, er hann sagði eitt sinn við mig: „Hún Sigríður var besta manneskja sem ég hef kynnst", og er það ekkert oflof. Sigríður lést fímm áram eftir að ég kom á heimili hennar, eftir margra mánaða legu á Borgarspít- alanum. Björn sat þá mörgum stundum hjá henni og þar til yfír lauk. Þá höfðu þau hjón deilt saman ástríku hjónabandi í nær 57 ár. Hann bar harm sinn í hljóði, því að hann var maður sem bar lítt til- fínningar sínar á torg. Aldrei heyrði ég hann ávarpa konu sína öðravísi en með orðinu „Mín“, og eins er hann talaði um hana. Þannig lýsti hann í einu orði tilfínningum sínum til hennar. Um nokkurra ára skeið ritaði Bjöm greinar í Lesbók Morgun- blaðsins. Ein grein hans. bar nafnið „Vefur forlaganna" sem birtist í Morgunblaðinu árið 1987. Og er hún hugljúfur ástaróður til eigin- konu hans er látist hafði tveimur áram áður. Eftir að Sigríður lést voru helstu ánægjustundir hans uppi á Laxatanga. En þar var árangur 60 ára lífsstarfs hans, sem hann hafði haft í hjáverkum með starfí sínu sem endurskoðandi og eftir að hann hætti störfum. í einum hektara óræktaðs lands hafði hann gróðursett tré og gert að sælureiti. Hveiju tré og runna höfðu næmar og nærfærnar hendur hans hlúð að. Björn var mikill bókmenntaunn- andi og tónlistin átti einnig sterk ítök í honum. Oft setti hann plötu á fóninn með klassískri músík og þá gjarnan ópera eftir Verdi. Blik- uðu þá stundum tár á vanga. En er veikindi tóku að hijá hann fyrir þremur áram og hann tapaði tals- vert af heyrn og einnig sjón, þá naut hann þess ekki eins að hlusta á músík eða lesa sér til dægrastytt- ingar. Þá las ég fýrir hann úr bók- um og rifjaði hann þá margt upp frá góðu gömlu dögunum og hafði þá frá mörgu að segja. Björn var hafsjór af fróðleik og allt frá því er ég sté inn á heimili hans, miðl- aði hann mér af fróðleik sínum. Við áttum saman margar góðar stundir og trega ég þær. En vitur maður sagði eitt sinn: „Þú kemst að því að þú grætur það sem var gleði þín“. Björn Steffensen var höfðingi í lund. Prúðmennska, snyrtimennska og kurteisi voru honum í blóð bor- in. Með honum er horfínn af sjónar- sviðinu mikill mannkostamaður. En lífíð hafði verið honum gjöf- ult og oft sagði hann við mig að þrátt fyrir háan aldur hefði verið gaman að lifa svo marga góða daga. Eg trúi að nú hafí hann hitt sína heittelskuðu handan tíma og rúms. Og ég þakka samleiðina sem ég átti með þeim kæru hjónum, Sigríði og Birni. Guð blessi minningu þeirra. Þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir Að lokum vil ég þakka bömum þeirra hjóna og venslafólki fyrir hlýhug og vinsemd í minn garð í gegnum árin. Ég votta þeim samúð mína. María Rósinkarsdóttir. Minning Anna María Ingi- marsdóttir frá Ey- landi, Stöðvarfirði Fædd 12. október 1974 Dáin 20. júlí 1993 Hún elsku Anna María mín er dáin. Dáin! Hver skyldi trúa að þessi yndislega, lífsfjöraga stúlka skyldi vera tekin frá okkur svo fljótt? Ég er þér þakklát fyrir þær stundir er ég fékk að vera með þér. + Hjartans þakkiæti til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför frænku okkar, GUÐRÚNAR ÁSU ÓLAFSDÓTTUR, Grænuvöilum 6, Selfossi. Systur, börn og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og samhug við andlát og útför GUÐNÝJAR JÓHANNESDÓTTUR, Laufásvegi 64. Gils Guðmundsson, Úlfur Árnason, Erna Gilsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Margar góðar minningar á ég um Önnu, þessar minningar geymi ég næst hjarta mínu, þær munu ylja mér um ókomin ár. Anna hefði orðið stúdent frá Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki nú um jólin. Hugðist hún fara í Hús- mæðraskólann í Reykjavík eftir jól. Er ég frétti það, komu minningar frá liðnum jólum upp í huga minn. Hún amma í Sunnó á afmæli á aðfangadag og höfum við Anna farið til hennar undanfarin ár og aðstoðað við kökuskreytingar. Það var skemmtilegur tími og oft hlegið mikið og gert grín að allsérkenni- legum skreytingum sem fóru þó batnandi með áranum. Ýmislegt annað höfum við frænkurnar brallað saman og þá sérstaklega það sem tengist íþrótt- um, en íþróttimar voru sameigin- legt áhugamál okkar Önnu. Anna var íþróttakona af lífi og sál og fannst mér oft ótrúlegt hve dugleg hún var að æfa sig, sama hvernig veðrið var og hvort hún var upplögð. Anna mín, þú varst samviskusöm og gott var að_ treysta þér fyrir leyndarmálum. Ég mun sakna þín sárt, elsku frænka, og bið algóðan guð að þér líði vel þar sem þú ert nú. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Ingimari, Guðmundu, Jóni Inga, ívari, Ingibjörgu og unnusta Önnu, Siguijóni Inga. Guð veri með ykkur. Jóna Petra. + Innilegar þakkir • til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTINS MÁS VESTMANNS MAGNpSSONAR, Nesvegi 65. Elín Sólveig Steinarsdóttir, Sunna Kristinsdóttir, Dagur Kristinsson, Lúðvik Kristinsson, Eygló Kristinsdóttir, Magnús A. Magnússon, Margrét Vestmann, Steinar Lúðvíksson, Guðrún Helgadóttir. ErfidryWíjur Glæsileg kaíii- hlaðborð íiilkgir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR HÍTtL LOFTLEIIIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.