Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 29 I Minning Guðrún G. Melstað Fædd 17. október 1902 Dáin 2. ágúst 1993 Mánudaginn 2. ágúst síðastliðinn andaðist merkiskonan Guðrún Mel- stað á dvalarheimilinu Hlíð á Akur- eyri. Hún var fædd á Finnbogastöð- um í Strandasýslu og voru foreldrar hennar Þuríður Eiríksdóttir og Guð- mundur Guðmundsson bóndi og for- maður á hákarlaskipum, sem þaðan voru gerð út, hann var einnig lengi oddviti Víkurhrepps. Þuríður kona hans var Húnvetningur að ætt, frá Bjargi í Miðfírði, dóttir Eiríks Ein- arssonar og konu hans, Helgu Þor- leifsdóttur, og var hin þekkta skáld- kona Hjallalands-Helga móðir henn- ar. Börn þeirra Þuríðar og Guðmund- ar voru sjö, fjórar dætur og þrír synir og náðu flest þeirra háum aldri, Guðrún er sú síðasta sem kveður. Snemma beindist hugur Guðrúnar að líknarstörfum og á meðan hún var enn heima á Finnbogastöðum, var hún um tveggja ára skeið við hjúkrun þar í sveitinni. Það fórst henni vel úr hendi eins og allt annað sem hún lagði hönd að. Nú grípur hana útþráin og heldur hún til Kaupmannahafnar. Þar kynnist hún fljótlega íslenskri konu, Jósefínu Stefánsdóttur, sem gift var dönskum manni, Viggó Öfjord. Þau tóku henni mjög vel og réðu hana á garðyrkjustöð þar í grennd, en þau hjón bjuggu í Tástrup, ekki svo langt frá Kaupmannahöfn. Þarna líkaði Guðrúnu vel, en þar kom að breyting varð á högum hennar. Á Akureyri bjó Eggert Stefánsson Melstað, bróðir Jósefínu, ásamt for- eldrum þeirra, þeim Stefáni Jón- assyni og Margréti Eggertsdóttur, áður búsettum í Litlu-Hlíð í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu. Eggert var ógiftur og vantaði nú ráðskonu til að annast gömlu hjónin. Jósefína nefnir það við Guðrúnu hvort hún muni fáanleg að taka þetta að sér og það verður úr. Þetta er vorið 1929. Eggert var byggingameistari og slökkviliðsstjóri á Akureyri og hafði því í mörgu að snúast. Árið 1930 gifta þau sig Guðrún og Eggert Melstað og byrjuðu þau búskapinn á Oddagötu 3 sem hann hafði byggt sjálfur. Nokkrum árum síðar flytjast þau á Gilsbakkaveg 1. Þau eignuðust tvö börn, Grétar og Karitas. Grétar var giftur Önnu Sæmundsdóttur og eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru á lífi. Þau hjón Anna og Grétar eru bæði látin. Karitas er gift Sverri Ragnarssyni frá Akureyri, nú garðyrkjubóndi í Ösp, Laugarási. Þau eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi. Barna- börn Guðrúnar urðu því tíu og hafði hún mikið dálæti á þeim öllum. Það var alltaf gott samband innan fjölskyldunnar og bjó allt í sa'ma húsinu um tíma, á Bjarmastíg 2, en það mun hafa verið síðasta húsið sem Eggert byggði, en hann smíð- aði mörg hús á Akureyri. Eggert andaðist árið 1957. Á heimili Guðrúnar og Eggerts bjó alltaf Karitas, systir Guðrúnar, hún giftist ekki en vann við sauma- skap. Kara, eins og hún var kölluð, var sem önnur móðir, bæði barna þeirra og barnabarna. Hún er nú Iátin fyrir nokkru. Guðrún unni mjög æskustöðvum sínum og fylgdist vel með öllu er þar gerðist. Hún fór þangað flest sumur og börn þeirra hjóna dvöldu á hveiju sumri á Finnbogastöðum, þar sem Þorsteinn móðurbróðir þeirra bjó ásamt Pálínu konu sinni. Þegar foreldrar mínir hættu að búa, vegna veikinda inóður minnar, tóku þau hjónin systur mína til sín sem þá var 11 ára og var hún hjá þeim fram yfir fermingu. Hún heitir Margrét Ingunn og höfðu þau mikið dálæti á henni, enda reyndist hún þeim sem besta dóttir. Guðrún var vel gerð kona og allt sem hún gerði fórst henni vel úr hendi, sýnir það best handavinnan sem hún lætur eftir sig. Hún var bókhneigð og las þegar tími vannst til, stálminnug á það sem hún las og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í þjóðlífinu. Hún hafði ákveðnar skoðanir bæði á mönnum og málefnum og fór ekkert dult með þær, ef því var að skipta. Guðrún var félagshyggju- kona og var virk í félögum, til dæm- is í Slysavarnafélaginu og var oft fulltrúi þess á aðalfundum hér syðra. Það var aldrei nein lognmolla í kring- um Guðrúnu, hún kunni þá list að segja vel frá og var oft gaman að ræða við hana um ættfræði og fleira sem var að gerast í þjóðlífinu, þá var oft skyggnst inn í liðna tíð. Það var mjög gestkvæmt á heim- ili þeirra hjóna og ekkert til sparað við gestina. Oft dvöldu þar vinir og ættingjar, sem komu til Akureyrar utan af landi, bæði úr Strandasýslu og Húnavatnssýslu. Mátti með sanni segja að þar ríkti hin íslenska gest- risni og veit ég að margir minnast Guðrúnar með þökk og virðingu. Ég vil svo fyrir hönd okkar hjón- anna og Margrétar og Ketils votta fjölskyldunni innilega samúð. Dýrmundur Ólafsson. Sigrún Guðmunds dóttir — Minning Fædd 11. febrúar 1903 Dáin 4. ágúst 1993 Minningamar fóru í gegnum huga minn eftir að mér var tilkynnt að amma mín, Sigrún Guðmundsdóttir, hefði látist á öldrunardeild Landa- kotsspítala stundu áður. Efst í huga voru góðu stundirnar, sem ég og fjölskylda mín áttum með ömmu fyrir tveimur árum, er við komum í heimsókn til landsins. Ég hafði ekki séð hana í rúm tíu ár og var auðséð að hár aldur hafði sett sitt mark á hana. En minnið brást henni ekki, þegar hún rifjaði upp með okkur gamlar stundir og talaði um stjórnmál og þjóðfélagsbreyting- ar, sem hún hafði upplifað á langri ævi. Meðan á heimsókn okkar stóð tókum við upp á myndband þær stundir sem við áttum með henni og eiga þær eftir að varðveitast með okkur. Amma fæddist 11. febrúar 1903 að Melum í Árneshreppi, ein af tólf bömum þeirra hjóna Guðmundar Guðmundssonar og Elísabetar Guð- mundsdóttur. Tveir synir þeirra hjóna eru á lífi, Gunnlaugur og Sig- mundur. Hún fór sex ára gömul til afa síns, Guðmundar Péturssonar, útvegsbónda í Ófeigsfirði, Stranda- sýslu. Ólst hún þar upp til átján ára aldurs, er hún fluttist til Reykjavík- ur. Guðmundur var mikils metinn maður í sinni sveit, fremstur varð- andi breytta búskaparhætti til lands og sjávar. Formennska og útgerð hans á hákarlaskipinu Ófeigi mun einna lengst halda nafni hans á lofti. Þar vandist amma á atorkusemi, sem átti eftir að koma henni að góðu gagni síðar á lífsleiðinni. Hún taldi uppvaxtarárin í Ófeigsfirði undir handleiðslu afa síns þau bestu í lífi sínu, enda minntist hún afa síns ávallt með virðingu og þakklæti. Ung giftist hún Ólafi Hauki Matt- híassyni og eignuðust þau tvo syni, Matthías og Torfa, föður minn. Matt- hías eignaðist tvö börn, Ólaf Hauk og Lilju. Hann lést árið 1958. Torfí kvæntist Guðrúnu Elínu Kristins- dóttur frá Horni og eignuðust þau þrjá syni, Sæbjöm, Ingólf Rúnar og Kristin Guðna. Þeir bræðurnir eru búsettir í Bandaríkjunum. Leiðir ömmu og afa skildu þegar drengim- ir vom ungir. Tóku þá við erfiðir tímar i lífí ömmu, sem einstæð móð- ir á miklum krepputímum sá hún fyrir sínu heimili af miklum dugnaði. Árið 1940 giftist hún Ingólfí Ket- ilssyni, trésmíðameistara frá ísafirði og miklum ágætismanni. Eignuðust þau þrjú böm, Axel verslunarmann og tvíburastúlkur, Elísabetu og Helgu Guðrúnu. Élísabet, sem er búsett í Bandaríkjunum, er gift Reed Dinsmore lögfræðingi. Eiga þau tvö böm, Christian Mark og Karen Ann. Helga Guðrún hefur búið með móður sinni allt sitt líf, og nutu þær mæðg- ur mikil styrks af hvor annarri. Ingólfur, seinni maður ömmu, lést árið 1953. í annað sinn varð amma að sjá fyrir fjölskyldunni ein, sem hún gerði með miklum dugnaði og sóma. Keypti hún árið 1955 íbúð á Víðimel 30 og bjó hún þar til ævi- loka. Sér til framdráttar vann hún við verslunarstörf og saumaskap. Árið 1976 varð amma að sjá eftir Torfa syni sínum og fjölskyldu hans, er þau fluttust búferlum til Banda- ríkjanna. Þetta var erfiður tími fyrir okkur öll, þar sem hún var stór hluti af okkar lífi. En til mikillar gleði heimsótti hún okkur til Kaliforníu, þá rúmlega áttræð. Foreldrar mínir fluttu heim til íslands eftir ellefu ára dvöl í Bandaríkjunum og hugsuðu þau um ömmu síðustu árin. Ég kveð þig, amma mín, og bið Guð þig að geyma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Ingólfur Rúnar Torfason. Kveðja til elsku ömmu og langömmu. Leiddu mína litlu hendi, Ijúfi Jesú þér ég sendi, bæn frá mínu bijósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. (Á. Eiriksson) Þakklæti fyrir allt. Barnabörn og 'barnabarnabörn. X-Xöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum! + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET HJÁLMARSDÓTTIR, Háaleitisbraut 50, (áður Hófgerði 10, Kópavogi), verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 10.30. Elísa J. Jónsdóttir, Guðmundur G. Jónsson, Maria Huld Jónsdóttir, Guðmundur H. Jónsson, Bára M. Eiríksdóttir, Þórir Davíðsson, Þóra Jónsdóttir, Dfana L. Franksdóttir, Kristín Kristensen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ELÍAS PÉTURSSOIM, Mosgerði 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti Bústaðakirkju njóta þess. Guðbjörg Halldórsdóttir, Guðmunda G. Pétursdóttir, Pétur Ragnarsson, PéturTh. Pétursson, Katrín Markúsdóttir, Nína Dóra Pétursdóttir, Haraidur Jóhannsson, Baldey S. Pétursdóttir, Árni Sigurpálsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRARINN ÓLAFSSON REYKDAL, Tjarnarbóli 8, Seltjarnarnesi, áður búsettur á Hólmavík, verður jarðsunginn frá Fossvögskirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Guðrún Benediktsdóttir, Ólafur Reykdal, Sigrún Reykdal, Houtan Golzari, Guðrún Reykdal, Sigurður Sigurðsson, Þórarinn og Auðunn. + Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJARNA PÉTURSSONAR, Hraunbæ103, „ ( Reykjavík, sem lést 5. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudag- inn 11. ágúst, kl. 15.00. Guðný Hallgrímsdóttir, Sævinn Bjarnason, Svala Haraldsdóttir, Guðný Sævinsdóttir, Haraldur Sævinsson, Sigrún Dóra Sævinsdóttir, Bjarney Sævinsdóttir. Móðursystir mín, + SIGRÍÐUR ERLINGSDÓTTIR hjúkrunarkona, Miklubraut 7, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Guðrún S. Möller. + Elskuleg móðir okkar, systir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN H. H. FRÍMANNSDÓTTIR, Álftamýri 38, Reykjavík, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Ásthildur Gunnarsdóttir, Halldór Gunnarsson, Halldís Gunnarsdóttir, Sigvaldi Arason, Frímann Benediktsson, Kolbrún Benediktsdóttir, Baldvin Jónsson, Rósa Frímannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.