Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
21
Þrjár konur í nýrri
ríkisstjórn Japans
taua tla nn;i» TaIa^.oaIi d«..4a^
Tókýó. The Daily Telegraph, Reuter.
LEIÐTOGAR samsteypustjórnarinnar í Japan tilkynntu í
gær um stofnun sérstakrar samræmingarnefndar og er
henni ætlað að móta sameiginlega stefnu allra flokkanna
átta í mikilvægustu málaflokkum, efnahags- og utanríkis-
málum. I nýju stjórninni sitja þrjár konur og hefur konum
aldrei verið gert jafn hátt undir höfði í japönskum stjórn-
málum. Morihiro Hosokawa forsætisráðherra sagði í gær,
að baráttan gegn spillingu í sljórnmálum landsins yrði
meginverkefni stjórnarinnar.
Hosokawa á ekki náðuga daga
framundan við stefnumótun nýju
stjómarinnar enda spanna stjórnar-
flokkamir stóran hluta af hinu póli-
tíska litrófí, allt frá sósíalistum til
flokka hægra megin við miðju.
Mestu skiptir þó að flokkarnir komi
sér saman um trúverðuga stefnu í
utanríkis- og efnahagsmálum en
að öðru leyti verður áherslan á
uppstokkun kosningakerfísins og
ný lög um spillingu. .
Breytingar á kosningakerfi
„Ég mun gera allt, sem unnt er,
til að koma breytingum á kosninga-
kerfínu í gegn fyrir áramót," sagði
Hosokawa í gær og kvaðst mundu
kalla saman þingið til að ræða það
mál snemma í næsta mánuði. í
efnahagsmálunum sagði hann
helstu verkefnin vera að vinna bug
á samdrættinum og draga úr gífur-
legum hagnaði Japana af viðskipt-
unum við Bandaríkjamenn. Hann
taldi hins vegar ólíklegt, að leyfður
yrði innflutningur á hrísgijónum
eins og krafist er í viðræðunum um
nýjan GATT-samning um alþjóða-
viðskipti.
Japanskir íjölmiðlar hafa al-
mennt verið jákvæðir í garð nýju
stjórnarinnar en það hefur þó verið
gagnrýnt, að Japanski endurnýjun-
arflokkurinn, annar tveggja klofn-
ingsflokka úr Fijálslynda lýðræðis-
flokknum, fyrrverandi stjómar-
flokki, skuli hafa fengið flest helstu
ráðherraembættin, utanríkis-, fjár-,
viðskipta-, varnar- og landbúnaðar-
mál. Meira að segja í tíð fyrri vald-
hafa var þess gætt að láta aldrei
neinum flokksarmi eftir of mörg
af mikilvægustu embættunum.
Ozawa valdamestur
Fjölmiðlar benda raunar á, að
hinn sterki maður í stjóminni sé
ekki Hosokawa, heldur Ichiro
Ozawa, ráðamaður í Endumýjunar-
flokknum, og hann gaf það sjálfur
fyllilega í skyn þegar hann var
spurður um framtíð stjórnarsam-
starfsins. Sagði hann þá, að þing
yrði hugsanlega leyst upp og boðað
til nýrra kosninga þegar búið væri
að stokka upp kosningakerfið og
setja lög um starfsemi stjórnmála-
flokka.
Reuter
Kastró hvattur til afsagnar
FIDEL Kastró Kúbuleiðtogi kom í þriggja daga óopinbera heimsókn
til Kólumbíu í fyrradag og var þá vel fagnað af vim sínum, rithöf-
undinum Gabriel Garcia Marquez (yst til vinstri). í gær fékk hann
svo annars konar kveðju en þá birtust tvær auglýsingar í stærstu
blöðum landsins þar sem hann var hvattur til að segja af sér og
efna til frjálsra kosninga á Kúbu. Undir aðra áskorunina rituðu
margir kunnir stjórnmálamenn í Evrópu, Rómönsku Ameríku og
Karibahafsrikjum en undir hina 250 þingmenn í Rómönsku Amer-
íku, Karibahafsríkjum og á Spáni.
Ekki lamin nógu mikið
Melbourne. Reuter. V *
ÁSTRALSKUR dómari, Derek Bollen, sem orðinn er lands- og jafnvel
heimsfrægur fyrir fjandsainleg ummæli um konur, hefur enn einu sinni
vakið á sér athygli. Að þessu sinni er það fyrir að segja um unga konu,
sem varð útúrdrukknum unnusta sínum að bana, að maðurinn hafi ekki
lamið hana svo mikið að hún geti borið fyrir sig sjálfsvöm.
Ástralskir fjölmiðlar hafa gert sér
írak ógnar Kúveit á meðan
Saddam ræður þar ríkjum
- segir sendiherra Kúveits í Þýskalandi
ABDULAZEEZ A. Alsharikh, sendiherra Kúveits, segir að Irak ógni
tilveru Kúveits á meðan Saddam Hussein sé þar við völd. Sendiherr-
ann kom hingað til lands til að kynna afstöðu Kúveits í landamæra-
deilu við íraka.
Stjómvöld í Kúveit vinna nú að
því að kynna á alþjóðavettvangi
stöðuna í landamæradeilu við íraka.
í þessum tilgangi kom Abdulazeez
A. Alsharikh hingað til lands. Flutti
hann Jóni Baldvin Hannibalssyni
utanríkisráðherra boð frá starfs-
bróður hans í Kúveit, Sabah Ala-
hmad Alsabah prinsi. Þar er skýrð
ályktun ötyggisráðs Sameinuðu
þjóðanna frá 27. maí síðastliðnum
og velþóknun lýst yfír stuðningi
íslands við málstað Kúveits.
Á fréttamannafundi í gær sagði
Alsharikh að kúveisk sijómvöld
væm Jiakklát fyrir þann stuðning
sem íslendingar hefðu sýnt eftir
innrás íraka fyrir þremur ámm.
Gat hann þess sérstaklega að hér
hefðu lent herflugvélar á leið milli
Bandaríkjanna og Persaflóasvæð-
isins.
Alsharikh rakti aðdraganda
ályktunar öryggisráðsins um landa-
mæri íraks og Kúveits. Vorið 1991
hefði verið skipuð fímm manna
nefnd til að fjalla um málið þar sem
voru fulltrúar íraks og Kúveits m.a.
írakar hefðu seinna dregið sinn
mann út úr nefndinni. Nefndin hefði
skilað áliti og hefði öryggisráðið
gert niðurstöðu hennar að sinni.
Alsharikh sagði Kúveit ekki hafa
náð fram sínum ítmstu kröfum og
írakar mættu vel við una. Rangt
væri hjá írökum að þeim væri neit-
að um aðgang að hafi. í raun hefðu
þeir yfir sjötíu km strandlengju að
ráða austan Kúveits. Alsharikh
sagði að nú heimtuðu írakar tvíhliða
viðræður um landamærin þótt þeir
hefðu áratugum saman neitað að
ræða þessi mál. Það væri hins veg-
ar afstaða Kúveits að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hefði sagt síð-
asta orðið í þessari deilu.
Alsharikh var spurður hvort Kú-
veitar litu enn á Iraka sem ógnun
við tilveru sína. Sagði hann að svo
væri á meðan Saddam Hussein
væri þar við vöid, í raun ógnaði
hann stöðugleika í heimshlutanum
öllum.
Morgunblaðið/Kristinn
Abdulazeez A. Alsharikh á
blaðamannafundi í gær.
Ýktar frásagnir af
mannréttindabrotum
Sendiherrann sagði að Kúveit
ætti bjarta framtíð sem lýðræðis-
og réttarríki þar sem mannréttindi
væru í heiðri höfð. Uppbyggingu
eftir hemám íraka væri lokið en
þó væru eftir andleg sár sem grem
seint. Er hann var inntur eftir því
hvað hæft væri í ásökunum stjóm-
arandstöðunnar um mannréttinda-
brot í iandinu sagðist hann stoltur
yfír því að starf slíkra væri yfirhöf-
uð leyft. Ýmislegt hefði gerst fyrstu
mánuðina eftir frelsun Kúveits sem
ekki væri til fyrirmyndar en ástand-
ið hefði batnað til muna.
Nýlega bárust þær fréttir frá
Kúveit að hópur þjónustukvenna frá
Filippseyjum vildi snúa heim vegna
harðræðis hjá kúveiskum vinnuveit-
endum sínum, húsbændur þeirra
hefðu m.a. nauðgað þeim.
Alsharikh sagði fréttir af þessu
tagi stórlega orðum auknar þótt í
þeim væri sannleikskom. Þó sakn-
aði hann þess í umfjöllun fjölmiðla
að fram kæmi að hinar óánægðu
væru 10-15 konur af 160.000 kon-
um frá Suð-Austurasíu sem ynnu í
landinu. Þess hefði yfirleitt ekki
verið getið að sumar konumar hefðu
gerst sekar um glæpi í Kúveit. Nú
gætu konur þó látið óánægju sína
í ljósi opinberlega í Kúveit og ef
lögregla sinnti ekki kvörtunum
þeirra þá væri mannréttindanefnd
starfandi á vegum þings landsins
sem hlýddi á málflutning þeirra sem
teldu sig eiga um sárt að binda.
mikinn mat úr þessu og minnt á, að
fyrir ári sagði dómarinn við kviðdóm-
endur, að „réttlætanlegt" væri þótt
karlmenn beittu eiginkonur sínar
„meira harðræði en venjulega" til að
knýja þær til ásta.
Ástralskar konur eru að sjálfsögðu
ævareiðar dómaranum og Anne Levy,
sem fer með málefni kvenna í Suður-
Ástralíu, hefur spurt hvaða mæli skuli
nota á barsmíðar. „Er það kannski
íjöldi beinbrota, sem ræður úrslitum?“
spurði hún.
Troktors-
hrærivélar
Verð:
149.400 kr. m/vsk,
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 67 24 44 TELEFAX 67 25 80
NÝJA BÍL.AHÖL.LIN FUNAHÖFÐA 1 S:672277
MMC L-300 árg. '91, ekinn 27 þ. km.,
brúnn, krókur, sóllúga. Verð kr. 1.900.000,-
stgr., ath. skipti.
Toyota Landcruiser árg. '88, hvítur, ekinn
77 þ. Verð kr. 1.280.000,- stgr., ath. skipti.
Ford Explorer XLT árg. '91, ekinn 23 þ.
km., brúnn, sjálfsk., álfelgur. Verð kr.
2.900.000,- stgr., ath. skipti.
BMW 3161 árg. '93, ekinn 14 þ. km., vín-
rauður, 5 g„ ABS. Verð kr. 2.100.000,-
stgr., ath. skipti.
MMC Colt GLX árg. '90, ekinn 34 þ. km.,
rauður, 5 g. Verð kr. 780.000,- stgr. Bein
sala.
1 S:
Ford Ranger STX árg. '92, blásans, upp-
hækkaður, 33" dekk, ekinn 15 þ. km.
-Verð kr. 1.850.000,- skipti - skuldabréf.
Mercedes Benz 230E árg. '88, gullsans,
sjálfsk., rafdrifnar rúður.
Verð kr. 1.900.000,- skipti - skuldabréf.
Toyota 4Runner árg. '90, rauður, upphækk-
aður, 33“ dekk, álfelgur, topplúga.
Verð kr. 2.090.000,- skipti.
VW Golf CL árg. '91, rauður, vökvastýri,
ekinn 21 þ. km. Verð kr. 850.000,-.
Toyota Hllux Double Cab árg. '91, blásans, t
upphækkaður, læst drif, lækkuö drif, 36“ 8
dekk. Verð kr. 1.950.000,- skipti. 2
MANUDAGA TIL FIMMTUDAGA FRA KL. 10 TIL 2 1