Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
7
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Glerblástur í Háskólanum
FLESTIR hafa án efa einhvern
tíma velt því fyrir sér hvemig
farið sé að því að framleiða
flókin tæki til tilrauna, þ. á m.
óvenjuleg tilraunaglös. Því er
nefnilega ekki þannig farið að
hægt sé að framleiða öll glös
af þessu tagi í verksmiðjum og
kemur sér þá vel að kunna
eldra handbragð eins og raunin
varð á þegar efnafræðiskor
raunvísindadeildar Háskóla ís-
lands tók á móti góðum gesti á
dögunum. Sá heitir Heinrich
Uffelmann, yfirkennari gler-
blástursskólans í Austurríki, og
var hann fenginn til að gera
tilraunatæki úr gleri sem ekki
er hægt að fá tilbúin. Honum
er hins vegar fleira til lista lagt
og gerði hann ýmsa skrautmuni
og glös fyrir starfsmenn efna-
fræðiskorar. Á myndunum má
Forstöðumaður mengunarvama Hollustuvemdar ríkisins
Engin opinber úttekt verið
gerð á skilum spilliefna
EKKI virðist vera almennilega vitað hversu mikill hluti spilliefna,
sem flutt em inn til landsins, skili sér á móttökustaði spilliefna.
Ólafur Pétursson, forstöðumaður mengunarvarna Hollustuvemdar
ríkisins, segir að sú úttekt, sem gera eigi í haust á vegum Hollustu-
verndar, verði í raun fyrsta opinbera úttektin, sem gerð sé á vegum
opinberra aðila, á því hvernig spilliefni skili sér. Hann segir ennfrem-
ur að misbrestur sé á því að spilliefnum sé skilað þrátt fyrir að
fylgjast eigi náið með. því.
Ólafur segir að enn hafi ekki
verið gerð nein opinber úttekt' á
skilun spilliefna. Bæði Hollustu-
vemd og heilbrigðiseftirlit sveitar-
félagana eigi að fylgjast með því
að þau fyrirtæki, sem notist við
efni, sem verði að spilliefnum, skili
þeim. Fyrirtækin fái starfsleyfi hjá
þessum tveimur aðilum og því eigi
þeir að fylgjast með skilum á efnun-
um. „Það má segja að öll stærri
fyrirtæki hafi starfsleyfi frá okkur
en hins vegar hafí minni fyrirtæki
starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti
sveitarfélaga. Sá aðili, sem veitir
starfsleyfið á að hafa eftirlit með
viðkomandi fyrirtæki,“ segir Ólaf-
ur.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
deildarstjóri í umhverfisráðuneyt-
inu, segir að í þessum efnum sé
starfað eftir mengunarvamareglu-
gerð, sem er að grunni til frá árinu
1990, en hefur verið endurskoðuð
tvisvar sinnum eftir það. Þar sé til-
greint að fyrirtæki í atvinnurekstri
þurfí að hafa starfsleyfí fyrir við-
komandi starfsemi og eftirlit með
skilum á spilliefnum sé m.a. háð
starfsleyfínu.
Mál á réttri leið
Sigurbjörg segir að stefnFsé að
því að förgunarleið þessara efna
verði ódýrari og markvissari. „Það
hefur m.a. komið. til tals að skoða
möguleika á því að setja umhverfis-
gjald á þessi efni í innflutningi. Þá
þyrfti hugsanlega ekki að greiða
sérstakt gjald þegar spilliefnum er
skilað," segir hún.
í bréfi umhverfisráðuneytisins til
landeigenda þann 3. ágúst sl. segir
m.a. að ráðuneytið ætli að fá meng-
unarvarnir Hollustuverndar til að
láta kanna hugsanlega mengun og
gera jarðfræðilegar athuganir á
Heiðarfjalli.
í bréfí landeigenda til umhverfis-
ráðherra þann 8. ágúst sl. segir
m.a. að rannsókn á menguninni
leysi ekki það umhverfísvandamál
að landeigendur sitji uppi með mörg
þúsund tonn af óvörðum herstöðv-
arúrgangi yfír vatnsbólum sínum.
Þá segir í bréfinu að atburðarás
undanfarinna vikna virðist benda
til þess að bandaríkjaher vilji draga
úr starfsemi sinni á íslandi og í
Hún bendir á að sum fyrirtæki
vilji reyna að nýta efnin sín betur
og því sé þeim ekki skilað. „Við
viljum hvetja til þess að fyrirtæki
dragi úr notkun þessara efna. Nota
efni, sem ekki eru eins skaðleg, og
endumýta efnin eins og hægt er.
Þá eru mörg fyrirtæki farin að beita
hugmyndafræðinni „hreinni tækni“.
Þessi mál em á réttri leið,“ segir
Sigurbjörg.
samningum um viðskilnað við her-
inn verði að krefjast hreinsunnar
umhverfísins á öllum athafnasvæð-
um hersins.
Þá segja landeigendur í bréfí sínu
að fyrirhuguð rannsókn þjóni ekki
langtíma hagsmunum íslands í ljósi
þessara aðstæðna. Þá kemur fram
að fari svo að ráðuneytið hrindi
rannsókn í framkvæmd, óski land-
eigendur ásamt ráðgjöfum sínum
eftir fundi með ráðherra, þar sem
rannsóknaráætlunin verði lögð fyr-
ir. Ennfremur er óskað eftir því að
ráðuneytið standi straum af öllum
kostnaði landeigenda vegna rann-
sóknanna.
Ratsjárstöð varnarliðsins á Langanesi
Umhverfisráðuneytið
lætur kanna mengun
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að láta kanna hugsanlega
mengun frá sorphaugum, sem eru við gamla ratsjárstöð varnarliðs-
ins á Heiðarfjalli á Langanesi. Mengunarvamir Hollustuverndar rík-
isins munu taka jarðvegssýni 19. og 20. ágúst næstkomandi. Landeig-
endur Eiðis og Naustin hf. hafa í bréfi til umhverfisráðherra lýst
því yfir að landeigendur leggist ekki gegn rannsóknum á Heiðar-
fjalli en hins vegar sé það ljóst að fjarlæga verður sorphaugana og
rannsókn leysi ekki þetta umhverfisvandamál.
Haust & vetur
1993
Haust & vetur
1993
Haust og vetur
Laugavegi 81, sími 21444
Laugavegi 81, sími 21444
Laugavegi 81, sími 21444