Morgunblaðið - 14.08.1993, Side 7

Morgunblaðið - 14.08.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 7 Heimsmeistaramótið í Hollandi Hestamir við bestu heilsu Hestar íslenska landsliðsins sem keppir á heimsmeistara- mótinu í hestaíþróttum í Hollandi í næstu viku eru komnir á áfangastað í Spaarnwoude þar sem mótið fer fram. Að sögn Péturs Jökuls Hákonarsonar liðsstjóra gekk ferðin vel. Voru hrossin flutt með einu af skipum Eimskipa og tóku þau land í Rotterdam. Tveir af liðsmönnum, þeir Einar Öder Magnússon og Atli Guð- mundsson fylgdu hrossunum og sagði Pétur að vel hefði farið um þau á leiðinni. Þeir Einar og Atli teymdu hrossin tvisvar á dag um þilfarið og ekkert bar á sjóveiki. Voru knapamir ánægðir með ásig- komulag hrossanna, allir við hesta- heilsu, sagði Pétur. Þá tók Pétur fram að öll aðstaða væri hreint út sagt frábær á mótsstað. íslending- ar hefðu aðstöðu afsíðis fyrir hrossin sem valin var fyrir um ári til að forðast smit en íslenskir hest- ar eru mjög viðkvæmir fyrir ýmis konar smitsjókdómum sem eru til staðar á meginlandinu. Mönnum er enn í fersku minni þegar svona mót var haldið í Hollandi síðast 1979, að allir hestar íslenska liðs- ins veiktust og urðu menn að fá lánaða hesta frá Þýskalandi. Þá sagði Pétur að vellirnir væru orðnir mjög góðir en þeir þóttu hreint afleitir á móti sem haldið var þarna fyrir um ári. Veðrið hefur verið frekar leiðinlegt á mótsstað, rigning og nokkur vind- ur en slíkt þykir bara betra með tilliti til umhverfisbreytinga sem hrossin verða fyrir. íslendingarnir búa á móteli sem er steinsnar frá mótssvæðinu og tekur innan við tíu mínútur fyrir þá að ganga þangað. Hægt er að leigja reiðhjól og tekur þá tvær mínútur að kom- ast þangað, segir Pétur. Þýska tolleftirlitið rannsakar bókhald Iseyjar Eigandinn segist ekkert hafa að fela MENN frá þýska tolleftirlitinu heimsóttu fyrirtækið ísey í Bremerhavenn óvænt á miðvikudagsmorguninn og fóru fram á að fá að kanna bókhald fyrirtækisins en það flytur fisk frá Islandi til Þýskalands. Samúel Hreinsson eigandi íseyjar segir að tollararnir hafi verið í góðan hálftíma á skrifstofum hans en farið að svo búnu. „Við höfum ekkert að fela hér en þessi heimsókn kom mér ekki á óvart miðað við alla fjölmiðlaumræðuna tollsvik í fiskviðskiptum hér, Hr. Thoms, yfirmaður tolleftir- litsins í Bremen, segir í samtali við Morgunblaðið að hann geti staðfest að rannsókn standi nú yfir á nokkrum fyrirtækjum vegna gruns um að íslenskur fiskur hafi verið seldur undir lágmarksverði. Hinsvegar sé ekki hægt að gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja sem rannsóknin beinist að. „Rannsóknin er enn á byijunar- stigi og ekki er leyfilegt að gefa Kveikti sjálfur í sem verið hefur í gangi um segir Samúel. neinar upplýsingar um hana meðan hún er í gangi,“ segir Thoms. Að hans sögn ættu niðurstöður að liggja fyrir innan 4-6 vikna. Lent í þessu tvisvar áður Samúel Hreinsson segir að hon- um hefði fundist það skrýtið ef þessi mál yrðu ekki rannsökuð miðað við þá hörðu umræðu sem verið hefur um málið í fjölmiðlum. „Það má geta þess að við höfum tvisvar áður lent í rannsóknum af svipuðum toga og þessi var en þar var um skattaeftirlitið að ræða,“ segir Samúel. Hann vissi ekki til að önnur íslensk innflutningsfýrir- tæki í Þýskalandi hefðu fengið toll- eftirlitið í heimsókn en sagði að það kæmi sér á óvart ef svo yrði ekki. NIÐURSTAÐA lögreglurann- sóknar á upptökum eldsins sem braust út á Njarðargötu 39 í Reykjavík sl. þriðjudag er sú að maðurinn sem fórst í eldsvoðan- um hafi kveikt eldinn og vætt húsið í bensíni. Húsið stórskemmdist og við lá að sambyggð hús yrðu eldinum að bráð. Að ósk ættingja mannsins sem fórst verður nafn hans ekki birt í Morgunblaðinu. VJterkurog k_/ hagkvæmur auglýsingamiðill! á sunnudögum í ágúst Veitingar og skemmtiatriöi fyrir alla fjölskylduna. HÓTEL LOFTLEIIIR LON & BLOMASALUR m Ljósmynd/Kristján Pétur Gert sjoklart 10 KRAKKAR á aldrinum 8 til 13 ára tóku þátt í siglinganámskeiði á Optimist - bátum hjá Siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi á dögunum. Námskeiðið var undirbúningur fyrir íslandsmótið um síðustu helgi. Myndbandamarkaður Rætt við leigur og útgefendur STARFSMENN Samkeppn- isstofnunar hafa undan- farna daga verið að ræða við og taka skýrslur af eig- endum myndbandaleiga og útgefendum myndbanda vegna ásakana um meint samráð útgefenda og mynd- bandaleiga innan Mynd- marks um lágmarksverð og ólöglega viðskiptahætti. Guðmundur Sigurðsson, yfírvið- skiptafræðingur Samkeppnis- stofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að stofnunin stefndi að því að ljúka rannsókn málsins í næstu viku. Hann vildi ekki að svo stöddu skýra frá því hvað hefði komið út úr viðtölunum. SPflRIÐ ÞÚSUIUDIR KRÚNA. ÖLL GÓLFEFNIÁ EINUIVISTAG. DÚKAR - FLÍSAR - PARKEI - TEPPI - MQTTUR - AFGANGAR. TAKIfl MÁLIN MEB. 12-20% «7sa\y (20-30% INIiAR MCn AI IT \ý/í a\ V 15-70% VBD Dd* 15-50% yts a\* 20-50% *ts a\* «ts a\* \\isa 15-30% vts a\^ 11. man. AFGANGAR MEÐ ALLT AD 70% AFSLÆTTI kredit 18 mán. raðgreiðslur 1 s TEPPABUÐIN SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMAR 681950 - 814850

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.