Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
27
Minning
Eysteinn Jónsson
Morgunblaðinu í dag fylgir átta
síðna sérblað með minningar-
greinum um Eystein Jónsson.
Þær greinar, sem hér birtast,
eftir Steingrím Hermannsson,
formann Framsóknarflokksins,
og Jón Baldvin Hannibalsson,
formann Alþýðuflokksins, bár-
ust Morgunblaðinu of seint til
að komast í sérblaðið.
Með Eysteini Jónssyni er fallinn
frá hinn síðasti þeirra merku og
mikilhæfu stjórnmálamanna sem
lögðu grunn að efnahagslegu sjálf-
stæði íslenzku þjóðarinnar og um
leið því velferðarríki sem við njótum
nú.
Eysteinn Jónsson var fæddur
1906. Hann ólst upp á góðu menn-
ingarheimili á Djúpavogi. Hann
fékk ungur áhuga á þjóðmálum og
hreifst af hugsjónum ungmennafé-
laganna og samvinnuhreyfingar-
innar. í þeirra anda vann Eysteinn
allt sitt mikla lífsstarf. Honum var
ljóst að aðeins með því að snúa
bökum saman yrði þvi grettistaki
lyft að skapa fátækri þjóð velmeg-
un og velferð.
í Samvinnuskólanum kynntist
Jónas frá Hriflu Eysteini. Jónas sá
strax í hinum unga manni mikið
efni. Hann kvaddi Eystein til starfa
í Stjórnarráði íslands aðeins tutt-
ugu og eins árs að aldri. Segja má
að þá hafi teningnum verið kastað.
Árið 1933 er Eysteinn orðinn þing-
maður Suður-Múlasýslu og ári síð-
ar, í júlí 1934, varð Eysteinn fjár-
málaráðherra. Frá þeim tíma, í 40
ár, var Eysteinn Jónsson í eldlínu
íslenzkrar stjórnmálabaráttu og lét
aldrei deigan síga.
Hinn dugmikli og kappsami ungi
maður varð að vonum fljótt áhrifa-
maður í Framsóknarflokknum.
Þegar árið 1934 var hann kjörinn
ritari flokksins. Gegndi hann því
starfi í 28 ár eða allt til ársins
1962. Þá tók hann við formennsku.
Eysteinn var formaður Fram-
sóknarflokksins til ársins 1968
þegar hann kaus að láta af því
starfí. Eysteinn varð einnig for-
maður þingflokksins þegar árið
1934 í eitt þing og síðan aftur
1943-69 eða samtals í 27 þing.
Þannig mætti lengi telja þau fjöl-
mörgu trúnaðarstörf sem Eysteinn
Jónsson gegndi. Það munu aðrir
gera. Með þessum fáu orðum vil
ég fyrst og fremst leitast við að
draga upp mynd af manninum
sjálfum, hugsjón hans og dugnaði.
Litlu máli virtist skipta hversu
miklum trúnaðarstörfum var á
Eystein hlaðið. Hann gekk ætíð
heilshugar að hveiju verkefni.
Hann var tillögugóður með afbrigð-
um og urðu niðurstöður oftast í
hans anda.
Eysteinn sinnti flokksstarfínu af
miklum dugnaði. Ekki er því að
neita að stundum þótti Eysteinn
nokkuð ráðríkur. Staðreyndin var
einfaldlega sú að Eysteinn var bet-
ur að sér í flestum málum en aðrir
menn og málafylgjumaður mikill.
Vegna mikillar reynslu og þekking-
ar á þjóðmálum mat hann hvert
mál í víðu samhengi.
Þrátt fyrir miklar annir í stjórn-
málum gaf Eysteinn sér tíma til
að sinna sínum hugðarefnum, og
var þar á sumum sviðum brautryðj-
andi.
Eysteinn unni útivistum mjög.
Þannig leitaði hann sér gjarnan
hvíldar og endumæringar, ekki síst
í skíðaferðum sem hann stundaði
af kappi hvenær sem tími og færi
gafst. Með sanni má segja að Ey-
steinn Jónsson hafi opnað skíða-
svæðið í Bláfjöllum fyrir skíðaunn-
endur.
Eysteinn Jónsson varð einhver
fyrsti stjórnmálamaðurinn sem
hvatti til stóraukinnar áherzlu á
umhverfismál og umhverfísvernd.
Honum var ljóst að hin viðkvæma
náttúra landsins þolir ekki stöðugt
vaxandi ágengni mannsins án
varnaraðgerða og bóta. Eysteinn
beitti sér fyrir stofnun Náttúru-
vemdarráðs og var formaður þess
1972-78. Hann átti stóran þátt í
því að friða ýmsar náttúruperlur
þessa lands og stofna fólkvanga
þar sem fjöldinn getur notið útivist-
ar í fögru og svipmiklu umhverfi.
Áhugi Eysteins og djúpur skiln-
ingur á náttúru landsins komu vel
fram þau 7 ár sem hann sat í Þing-
vallanefnd. Sem formaður nefndar-
innar beitti hann sér fyrir því að
fram færi ítarleg rannsókn á mynd-
un og líffræði vatnsins og um-
hverfi þess. Því mikla vísindastarfi
er nýlega lokið. Mun það vera ítar-
legasta rannsókn, sem fram hefur
farið á nokkra vatni í heiminum.
Þetta mikla verk er ómetanlegt og
ber gott vitni um óvenjulega fram-
sýni Eysteins Jónssonar.
Um Eystein Jónsson stóð oft
mikill stormur, eins og títt er um
þá sem skara fram úr og hafa
ákveðnar skoðanir. Eysteinn undi
sér vel í slíkum átökum enda frá-
bær ræðumaður. Hinn mikli erill
tók þó um tíma nokkuð á heilsu
Eysteins. Með heilbrigðu líferni,
ekki sízt útivistum, og með aðstoð
sinnar ágætu eiginkonu, Sólveigar
Eyjólfsdóttur, náði hann fullri
heilsu og starfsorku. Sólveig stóð
ætíð sem klettur við hlið manns
síns í blíðu og stríðu.
Eysteinn lauk fjörutíu ára þing-
ferli sem forseti sameinaðs þings.
Sem forseti naut hann óskiptrar
virðingar enda með meiri þing-
reynslu en aðrir menn.
Eysteins Jónssonar mun lengi
verða minnst af þeim fjölmörgu
mönnum sem honum kynntust og
með virðingu bæði af stuðnings-
mönnum og andstæðingum, er ég
sannfærður um. Þjóðin stendur í
stórri þakkarskuld við Eystein
Jónsson.
Sérstaklega eigum við fram-
sóknarmenn þó Eysteini Jónssyni
mikið að þakka. Með þessum fá-
tæklegu orðum kem ég þeim þökk-
um á framfæri og flyt jafnframt
hinstu kveðju okkar framsóknar-
manna.
Við hjónin vottum eftirlifandi
eiginkonu Eysteins, Sólveigu Eyj-
ólfsdóttur, börnum þeirra og öðram
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð.
Steingrímur Hermannsson.
Eysteinn Jónsson var áratugum
saman i brjóstvöm íslenskra stjóm-
mála. Nánast allt hans líf var helg-
að stjórnmálum þótt samvinnu-
hreyfíngin nyti einnig nokkurs af
löngum starfsdegi.
Eysteinn Jónsson var fæddur 13.
nóvember 1906 á Djúpavogi. Að
honum stóðu Austfírðingar í báðar
ættir. Faðir hans var séra Jón
Finnsson sem var prestur í Álfta-
firði eystra. -Móðir hans var Sigríð-
ur Hansína Hansdóttir bónda og
hreppstjóra á Sómastöðum í Reyð-
arfirði.
Eins og venja var á þessum árum
stundaði Eysteinn ýmis algeng
störf á unglingsáranum s.s. sjó-
mennsku og verslunarstörf. Hann
tók próf úr Samvinnuskólanum
1927 sem þá starfaði undir öflugri
stjórn Jónasar frá Hriflu.
Samvinnuskólinn var í þá daga
enginn venjulegur skóli heldur eins
konar eldsmiðja samvinnuhreyfíng-
arinnar. Samvinnuskóli Jónasar var
lýðháskóli þar sem ungir menn
voru búnir undir forystustörf í þágu
samvinnuhreyfíngarinnar og þeirra
pólitísku samtaka sem tengdust
henni.
Mótunaráhrif Jónasar frá Hriflu
voru mjög sterk. Hann kveikti hug-
sjónarelda sem loguðu meðan
nokkurt eldsneyti var til og lengur
hjá sumum.
Eysteinn Jónsson verður síðan
skattstjóri í Reykjavík 1930 til
1934 en verður þá fjármálaráð-
herra í ríkisstjórn sem gekk undir
nafninu ríkisstjórn vinnandi stétta
og var mynduð af Alþýðu- og
Framsóknarflokki. Þessi ríkisstjóm
starfaði í skugga ægivalds Jónasar
frá Hriflu sem undi því illa að vera
Matthías segir að þegar læknarn-
ir, sem sjálfír hafí séð um lyfsölu á
þessum stöðum, hafí ekki viljað
gefa afslátt á lyfjum til Hjúkranar-
heimilis aldraðra á staðnum, hafí
þáverandi heilbrigðisráðherra, Sig-
hvatur Björgvinsson, viljað að lyf-
salar á Norðfírði tækju við allri lyf-
sölunni. Læknarnir hafi þá talið sig
missa þó nokkrar launatekjur við
þetta og sögðu báðir störfum sínum
lausum þegar ekki átti að bæta
þeim tekjumismuninn.
settur utan dyra. En þessi ríkis-
stjórn fékk fleiri verkefni en það
að sýna að hægt væri að stjóma
landinu án þess að Jónas væri ráð-
herra.
Hún tókst á við kreppuna sem
þá var skollin á með tilsvarandi
atvinnuleysi, gjaldþrotum og um-
komuleysi fólks. Þótt kreppan
kæmi niður á öllum landslýð lenti
hún hvað harðast á smábændum
og daglaunamönnum í bæjum og
þorpum.
Á valdatíma þessarar stjórnar
var lagður grundvöllur að því
stjórnkerfí landbúnaðarins sem var
við lýði fram á síðustu ár. Löggjöf
um almannatryggingar og vinnu-
mál vora verk þessarar stjómar svo
og margt fleira sem enn er þunga-
miðja í íslenskri löggjöf. Ég er ekki
í vafa um að þessi ríkisstjórn ásamt
viðreisnarstjóminni mun skipa
stóran sess í stjórnmálasögu Is-
lands á þessari öld.
Þessi ríkisstjóm sem með sanni
má segja að hafi verið fyrsta ríkis-
stjórn hérlendis sem var stétta-
stjórn á nútíma mælikvarða fékk
erfíð viðfangsefni við að glíma. Það
var vissulega ekki mulið undir
hana.
Eysteinn Jónsson var ráðherra
til 1942, síðast sem viðskiptaráð-
herra. Hann var ráðherra fimm rík-
isstjóma eftir þessa eldskím sem
hann fékk í fyrrnefndri stjóm. Mér
telst svo til að Eysteinn hafi verið
ráðherra í alls 19 ár en alþingis-
maður í alls 40 ár eða allt til árs-
ins 1974. í mörgum samsteypu-
stjórnum fyrstu eftirstríðsárin vora
meginviðfangsefni ný staða sem
komin var upp í varnar- og öryggis-
málum. Þar sýndi Eysteinn mikla
forystuhæfíleika og þrautseigju
sem skipti sköpum fyrir ísland.
Síðasta ríkisstjóm sem hann sat
í var vinstri stjómin 1956-1958.
Forskriftin að þeirri ríkisstjórn var
svipuð og ríkisstjórn vinnandi
stétta. Hún átti erfítt uppdráttar
þar sem bæði var komið nýtt stjóm-
málaafl til sögunnar sem gerði
mjög óþjálar kröfur en einnig var
Engir læknar hafa sótt um stöð-
umar og segir Matthías að engir
læknar hafí verið á Reyðarfírði og
Eskifirði síðan á föstudaginn var,
þar sem ekki hafi heldur verið hægt
að fá afleysingalækna. Hann segist
þó eiga von á að samkomulag náist
við læknana tvo í dag en tekur fram
að ekki sé um að ræða að læknam-
ir fái að sjá aftur um lyfsöluna.
Hins vegar sé hugsanlegt að launa-
greiðslum verði eitthvað breytt
varðandi aukastörf, sem þeir sinni.
orðið ljóst að það einangrunar- og
haftakerfí sem byggt var upp fyrir
og eftir stríð var orðið allri skyn-
samlegri landsstjóm fjötur um fót.
Hannibal Valdimarssyni, föður
minum, sem starfaði með Eysteini
í þeirri ríkisstjórn, lá alltaf hlýtt
orð til Eysteins og sagði að gott,
hefði verið að vinna með honum.
En Eysteinn kom víðar við. Hann
var mikill samvinnumaður og heið-
ursfélagi Sambandsins síðustu
árin. Fáir lögðu þessari hreyfíngu
meira lið en hann enda er það í
hans ráðherratíð sem staða Sam-
bandsins verður jafn sterk og raun
bar vitni og hagsmunir samofnir
stjórnmálastarfi Framsóknar-
flokksins. En þetta var um leið
veikleiki samvinnuhreyfíngarinnar.
Það hljóta að hafa verið dapurleg
tíðindi þegar Eysteinn frétti af
hruni Sambandsins og falli margra
kaupfélaga.
Eysteinn lét náttúravernd til sín
taka og var formaður Náttúru-
verndarráðs í 6 ár. Hann var annál-
aður göngumaður og mikill nátt-
úraunnandi.
Eysteinn Jónsson var í senn mik-
ill baráttumaður og brautryðjandi.
Ótaldir eru þeir málaflokkar sem
hann lét sig skipta máli. Sennilega
verður hans þó lengst minnst fyrir
fyrmefnda afstöðu sína til aðildar
íslands að Atlantshafsbandalaginu
og baráttu hans gegn heimskomm-
únisma eftirstríðsáranna. Óvíst er
hver hefði orðið þróun íslenskra
stjórnmála á áratugnum eftir seinni
heimsstyijöldina ef Eysteinn hefði
ekki tekið af skarið innan Fram-
sóknarflokksins, sem var á báðum
áttum, og leitt hann til samstarfs
við hina Iýðræðisflokkana um sam-
eiginlega afstöðu til vamar- og
öryggismála. Sú samstaða hefur
staðið allt til dagsins í dag.
Alþýðuflokkurinn þakkar Ey-
steini Jónssyni samstarfið og vottar
eftirlifandi konu hans, Sólveigu
Eyjólfsdóttur, svo og öðrum ætt-
ingjum samúð sína.
Jón Baldvin Hannibalsson.
- FÉIAGSIÍF
FERÐAFÉLAG
® ÍSIANDS
Helgarferðir 20.-22. ágúst:
1) Landmannalaugar - Eldgjá
- Álftavatn. Skálagisting, fyrri
nóttina í Landmannalaugum og
seinni í Álftavatni. Spennandi
hringferð að Fjallabaki.
2) Þórsmörk. Gönguferöir og
notaleg gisting í Skagfjörðs-
skála.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu F.i.
„Landmannalaugar - Þórs-
mörk." Nokkur sœti laus 20.
og 27. ágúst.
Sunnudagur 22. ágúst -
dagsferðir:
Kl. 08. Þórsmörk - dagsferð -
verð kr. 2.600.
Kl. 09. Högnhöfði - Brúarár-
skörð.
Kl. 13. Núpafjall - Hjalli.
Brottför í ferðirnar er frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmegin
og Mörkinni 6.
Ferðafélag islands.
Læknarnir á Reyðarfirði og Eskifirði
Vonast pl að deil-
an leysist í dag
VONAST er til að samkomulag náist við tvo lækna á Reyðarfirði
og Eskifirði i dag, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarland-
læknis, en þeir hafa sagt störfum sínum lausum vegna ósamkomu-
lags við heilbrigðisyfirvöld um rekstur lyfsölu, sem þeir hafa haft
með höndum. Matthías segir að vonir séu bundnar við að samkomu-
lag náist um launakjör læknanna, sem allir aðilar geti sætt sig við.
!
RAÐAUGÍ YSINGAR
Uppboð
Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins á Aðalgötu 7, Stykkis-
hólmi, þriðjudaginn 24. ágúst 1993 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum:
Brautarholt 3, neðri hæð, Ólafsvík, þingl. eig. Sigurdís Benónýsdótt-
ir og Guðmundur J. Magnússon, gerðarbeiðendur Kreditkort hf. og
Ábyrgð hf.
Brimnes SH-717, þingl. eig. Stefán Hjaltason, gerðarbeiðendur Lff-
eyrissjóður sjómanna, Sigurður Kristófersson og Sæco hf.
Bárðarás 12, Hellissandi, þingl. eig. Jóhanna S. Emilsdóttir, gerðar-
beiðandi Byggingasjóður ríkisins.
Darri SH-319, þingl. eig. Steinar hf. útgeröarfélag, gerðarbeiðendur
Húsasmiðjan hf. og Jökull hf.
Grundargata 23, Grundarfirði, þingl. eig. Þorvaldur Elbergsson, gerð-
arbeiðendur Búnaðarbanki Islands og innheimtumaður ríkissjóðs.
Grundargata 59, Grundarfirði, þingl. eig. Friðrik Á. Clausen, gerðar-
beiðendur Ferðamálasjóður, Landsbanki (slands og Lífeyrissjóöur
Vesturlands.
Grundargata 66, Grundarfirði, þingl. eig. Eiríkur Ö. Höskuldsson,
gerðarbeiðandi Byggingasjóður ríkisins.
Grundargata 80, Grundarfirði, þingl. eig. Jóhanna E. Ólafsdóttir,
gerðarbeiðendur Byggingasjóður ríkisins, Búnaðarbanki (slands og
Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar rikisins.
Hellisbraut 13, Hellissandi, þingl. eig. SvanurK. Friðjónsson, gerðar-
beiðendur Byggingasjóður ríkisins, innheimtumaður rfkissjóðs og
Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Hellisbraut 20, Hellissandi, þingl. eig. Jökull hf., gerðarbeiðandi Bárð-
ur Jensson.
Hraðfrystihús við Reitarveg, Stykkishólmi, þingl. eig. Rækjunes hf.,
gerðarbeiðandi Fiskveiðasjóöur (slands.
Laufás 6, Hellissandi, þingl. eig. Neshreppur utan Ennis, gerðarbeið-
andi Byggingasjóður ríkisins.
Lágholt 23, Stykkishólmi, þingl. eig. Bernt H. Sigurösson, gerðarbeið-
andi Búnaðarbanki fslands.
Naustabúð 8, Hellissandi, þingl. eig. Kristín Benediktsdóttir, gerðar-
beiðandi innheimtumaður ríkissjóðs.
Netaverkstæði o.fl. Hvalsá, Ólafsvík, þingl. eig. Steypustöðin Bjarg
hf., gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs.
Netaverkstæði o.fl. v/Hvalsá, 21,6%, Ólafsvík, þingl. eig. Örn Stein-
grímsson, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs, Prentsmiðjan
Oddi hf. og Ólafsvíkurkaupstaður.
Sigurvon SH-121, þingl. eig. Rækjunes hf., gerðarbeiðendur Guð-
mundur Runólfsson hf., Lífeyrissjóður sjómanna og Marksjóðurinn hf.
Stekkjarholt 1, Ólafsvík, þingl. eig. Lovfsa Guðmundsdóttir og Þor-
geir G. Þorvaldsson, geröarbeiöandi Lífeyrissjóður sjómanna.
Sýslumaðurinn i Stykkishólmi.
19. ágúst 1993.