Morgunblaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
Sigurður Olafsson
lyfsali - Minning
Fæddur 7. mars 1916
Dáinn 14. ágúst 1993
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr it sama.
En orðstírr
deyr aldrigi,
hveims sér góðan getr.
Ósjálfrátt kemur þetta erindi
Hávamála upp í hugann þegar ég
minnist frænda míns, samstarfs-
manns og vinar, Sigurðar Ólafsson-
ar, lyfsala er lést aðfaranótt laugar-
dagsins 14. ágúst sl. og er í dag
borinn til hinstu hvíldar.
Sigurður Ólafsson fæddist 7.
mars 1916 á Brimisvöllum á Snæ-
fellsnesi. Eftir stúdentspróf árið
1936 hóf hann nám í lyfjafræði í
Reykjavíkur Apóteki og Lyfjafræð-
ingaskóla íslands og lauk þaðan
exam. pharm. prófí í október 1941.
Hann stundaði síðan framhaldsnám
í lyfjafræði við Philadelphia College
of Pharmacy and Science á stíðsár-
unum 1942 - 1943 og lauk þaðan
B.Sc. prófi í nóvember 1943. Að
námi loknu réðst Sigurður til starfa
í ReylqaVíkur Apóteki og starfaði
þar alla tíð, samtals um 50 ár, fyrst
sem lyfjafræðingur og yfírlyfja-
fræðingur. Fyrsta júlí 1962 tók Sig-
urður við lyfsöluleyfí Reykjavíkur
Apóteks af Þorsteini Scheving
Thorsteinssyni. Eins og Þorsteinn
Scheving var Sigurður alla tíð ákaf-
lega velviljaður Háskóla íslands og
sérstaklega kennslu í lyfjafræði.
Hann gekk með þann draum að
gera Reykjavíkur Apótek að há-
skólaapóteki. Sá draumur varð
formlega að veruleika 1982 er hann
afhenti Háskólanum lyfsöluleyfí
Reykjavíkur Apóteks. Þetta gat
hann gert vegna þess að um
Reykjavíkur Apótek gilti svokallað
hlutbundið lyfsöluleyfí, sem hann
sem lyfsali gat sjálfur ráðstafað.
Sigurður varð síðan forstöðumaður
lyfjabúðar Háskóla íslands til 1.
júlí 1991.
Ég hóf nám í lyfjafræði 1970 og
varð svo heppinn að vera úthlutað
námsplássi í Reykjavíkur Apóteki.
Strax tókst með okkur Sigurði ágæt
vinátta, sem aldrei bar neinn
skugga á. Hann réði mig sem lyfja-
fræðing til sín löngu áður en ég
lauk prófí og reyndist mér alla tíð
ákaflega vel þau 15 ár sem ég starf-
aði í Reykjavíkur Apóteki, sem læri-
faðir, vinnuveitandi og starfsfélagi.
Það var gott að vinna hjá Sigurði
og gott að leita ráða hjá honum.
Hann var góður lyfjafræðingur,
ákaflega fróður og vel að sér, jafnt
um lyfja- og læknisfræði sem aðra
hluti og hafði einstakt lag á greina
hismið frá kjamanum í hvetju máli,
enda var hann kallaður til fjölda
trúnaðarstarfa, bæði opinberra og
félagslegra. Hann var formaður
lyfjaskrárnefndar, sem var forveri
lyflanefndar, um langt árabil, eða
frá 1963 - 1976. Hann var þrisvar
kosinn formaður í Lyfjafræðingafé-
lagi íslands, 1944-1945,1949-1950
og 1952-1953. Þá var hann einnig
formaður Apótekarafélags íslands
á ámnum 1974-1975 og gegndi auk
þess fjölmörgum öðrum trúnaðar-
störfum fyrir félög lyfjafræðinga,
Rotary-hreyfínguna, Islensk-amer-
íska félagið og fleiri aðila, sem of
langt mál yrði upp að teija. Fyrir
störf sín að heilbrigðismálum var
Sigurður sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu.
Árið 1968 kom út bókin Lyfja-
samheiti eftir Sigurð, sem varð til
þess að bera orðstír hans langt út
fyrir landsteinana, enda ákaflega
góð bók og merkt framtak. Mér er
það t.d. minnisstætt að þegar ég
var að læra lyíjafræði í Danmörku,
þá prýddi þessi bók hillur flestra
apóteka þar í landi. Eitt helsta tóm-
stundastarf Sigurðar var að halda
Lyfjasamheitunum við og vann
hann við það löngum stundum, allt
fram í andlátið. Merkasta framlag
Sigurðar til íslenskrar lyfjafræði er
þó ugglaust það að hann skyldi
afhenda lyfsöluleyfi Reykjavíkur
Apóteks tii Háskólans, sem áður
er minnst á. Var það og er vægast
sagt óvenjulegt framtak á þeim tím-
um þegar hver hugsar fyrst og
fremst um sjálfan sig, að afhenda
lyfsöluleyfi stærsta apóteks lands-
ins til Háskólans. Apótekið hefur
síðan reynst mikil lyftistöng fyrir
kennslu og rannsóknir í lyfjafræði
og mun þetta framlag hans til lyfja-
fræði á Islandi halda merki hans á
lofti um ókomin ár. Ég átti því láni
að fagna að starfa með honum á
þessum árum og kynntist því vel
þeim hugsjónum og því hugafari
er að baki bjó.
Ég og fjölskylda mín sendum
Obbu, sonum, tengdadætrum,
barnabörnum og barnabarnaböm-
um innilegar samúðarkveðjur.
Einar Magnússon.
í dag kveðjum við einn félaga
okkar, Sigurð Ólafsson, fyrrum lyf-
sala í Reykjavíkur Apóteki. Sigurð-
ur var fæddur á Brimilsvöllum í
Fróðárhreppi á. Snæfellsnesi 7.
mars 1916. Foreldrar hans voru
Ólafur Bjamason bóndi þar og kona
hans Kristólína Kristjánsdóttir frá
Hjallabúð í sömu sveit.
Sigurður lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1936. Eftir tveggja ára nám við
læknadeild Háskóla íslands hóf
hann nám í Reykjavíkur Apóteki
og lauk exam. pharm. prófi frá
Lyfjafræðingaskóla íslands haustið
1941.
Á þessum ámm sóttu flestir ís-
lenskir lyíjafræðingar framhalds-
menntun til Danmerkur, en þar sem
samband íslands og Danmerkur
hafði rofnað vegna stríðsins fór
hópur íslenskra lyíjafræðinga til
náms til Bandaríkjanna og var Sig-
urður í þeim hópi. Hann nam við
Philadelphia College of Pharmacy
and Science og lauk þaðan B.Sc.-
prófí haustið 1943. Sigurður kom
heim að námi loknu og hóf strax
störf í Reykjavíkur Apóteki. Hann
kvæntist Þorbjörgu Jónsdóttur árið
eftir heimkomuna frá Bandaríkjun-
um og eignuðust þau tvo syni; Ólaf
verkfræðing, fæddan 1946, og Jón
lækni, fæddan 1947.
í Reykjavíkur Apóteki átti Sig-
urður eftir að eyða allri starfsævi
sinni, sem lyfjafræðingur og stað-
gengill apótekara til ársins 1962
og lyfsali eftir það allt til ársins
1991 að hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
Hugsjón og fagmennska ein-
kenndi mjög starfsferil Sigurðar.
Það sýndi hann í verki þegar hann
nýtti sér þá séraðstöðu sem lyfsalar
í Reykjavíkur Apóteki höfðu til að
ráðstafa lyfsöluleyfí sínu og seldi
það Háskóla íslands árið 1982.
Stór hluti ævistarfs hans fór í
ritverkið Lyfjasamheiti sem hann
gaf út árið 1968 og hélt því verki
siðan áfram, en entist ekki aldur
til að ljúka endurbættri útgáfu.
Þetta er einstakt verk á sínu sviði
og sést á hillum með uppflettiritum
í apótekum víða um lönd.
Sigurður tók virkan þátt í félags-
málum Iyijafræðinga. Hann var
þrívegis formaður Lyfjafræðingafé-
lags Islands, 1944-45, 1949-50,
og 1952-53 og var auk þess í stjórn
1945-46 og 1955-56, einnig var
hann fulltrúi félagsins í ýmsum
nefndum og ráðum. Þá sat hann í
stjórn Apótekarafélags íslands
1969-70 og var formaður þess
1974-75. Hann var formaður ly§a-
skrámefndar 1963-76.
Sigurður var sæmdur riddara-
krossi fálkaorðunnar 17. júní 1989
fyrir störf sín að heilbrigðismálum.
Ég átti þess kost að kynnast Sig-
urði Ólafssyni þegar ég var nemi í
Reykjavíkur Ápóteki. Mér eru
minnisstæð okkar fyrstu kynni,
þegar ég kom til vinnu á fyrsta
degi og hann kallaði mig á sinn
fund, bauð mig velkominn til náms-
vistar, rétti mér eintak af bók sinni
Lyfjasamheiti með orðunum „smá
súvenír". Hann kom mér fyrir sjón-
ir sem glaðvær maður með góða
kímnigáfu og reyndist hrókur alls
fagnaðar á hvers kyns mannamót-
um.
Með Sigurði Ólafssyni er fallinn
frá einn mesti afreksmaður úr stétt
lyijafræðinga.
Fyrir hönd Lyfjafræðingafélags
íslands færi ég Þorbjörgu Jónsdótt-
ur eftirlifandi konu hans, sonum
þeirra og fjölskyldum innilegustu
samúðarkveðjur.
Mímir Arnórsson formaður.
„Komið þið nú sæl!“ Siggi og
Obba komin í Hólmgarðinn! Þau
komu oft og það var alltaf gaman
að fá þau í heimsókn. Svo heyrðist
allt í einu: „Takk fyrir mig, bless,
farinn, góða nótt!“ og Obba þurfti
nærri því að hlaupa á eftir honum
til að ná honum út við hlið. Að
mínu mati lýsir þetta Sigga frænda
vel. Hann var snöggur í förum og
einstaklega skemmtilegur maður.
Siggi sprellaði við okkur systkinin
þegar við voru lítil, með því að
gretta sig og segja brandara.
Það var gaman að heimsækja
Sigga í apótekið sem var leyndar-
dómsfullur staður í huga lítillar
stelpu. Þar var Siggi í hvítum slopp
og maður varð ósjálfrátt svolítið
feiminn við hann innan um allar
stóru krukkumar og í hinni sér-
kennilegu lykt sem er svo sterk í
minningunni. Og það brást ekki að
maður fékk svartar pillur og'pipar-
myntur í nestið.
Seinna lærði ég að meta hann á
annan hátt; trygglyndi hans við
afa, áhuga og stuðning á námsárum
mínum og kímnigáfuna sem honum
var svo ríkulega gefín. Ég heim-
sótti hann á spítalann fyrir þremur
vikum og þá var hann enn að
spauga j)ó mjög væri af honum
dregið. Ég er þakklát fyrir að hafa
átt svona góðan og skemmtilegan
frænda.
Innilegar samúðarkveðjur til
Obbu, Óla, Jonna, Helgu, Ásdísar,
Sigga, Tobbu, Hemma Palla og
Bjargar, Ólafar, Birgis og systkin-
anna sem eftir lifa.
Hrefna.
Glaður og reifur
skyldi gumna hver
uns sinn bíður bana.
Þessi spekiorð Hávamála hafa
oft sótt í huga mér eftir lát vinar
míns og vinnufélaga um nær hálfr-
ar aldar skeið, Sigurðar Ólafssonar
fyrrverandi apótekara í Reykjavíkur
Ápóteki. Þar hófst starfsferill okkar
beggja á stríðsárunum og þar áttum
við saman okkar starfsævi, ætíð í
sátt og sajnlyndi. Á það samstarf
bar aldrei skugga, né á vináttu
okkar, sem vel hefur dugað alla tíð.
. Sagt hefur verið, að næst því að
eiga góða konu, sé hnossið best að
eiga þrenninguna: Góðan vin, góðan
starfsfélaga og góðan nágranna.
Allt þetta þrennt átti ég í Sigurði.
Það var stutt á milli okkar þarna
í „Smáíbúðahverfínu" og oft skotist
á milli. Við Ella áttum óteljandi
gleðistundir með þeim Obbu og
Sigga, sem við minnumst með gleði
og þakklæti. Þá var oft glatt á
hjalla, mikið hlegið og gamnað sér,
ekki síst við léttan og óbilandi
„húmor“ Sigurðar, sem alltaf lék á
alls oddi, glaður og reifur.
Það hefur löngum verið haft á
orði, að sérstakur andi ríkti meðal
starfsfólksins í Reykjavíkur Apó-
teki, ekki síst í ferðalögum þess og
á skemmtisamkomum. Ætli létt við-
mót og ljúf kæti þeirra Sigga og
Obbu hafí ekki átt dijúgan þátt í
því. Margar slíkar stundir eru okkur
starfsfólkinu ógleymanlegar, og þó
ekkert síður Ijúft og gott daglegt
samstarf í dagsins ys og önn í apó-
tekinu. Allt þetta þökkum við og
geymum í minningunni.
Þó Sigurður væri fyrir nokkru
hættur störfum í apótekinu, vann
hann þó enn að skyldum málum á
vegum Háskóla ísiands og var því
„með annan fótinn", ef svo mætti
segja, hér hjá okkur í apótekinu,
alltaf glaður og reifur, einnig þótti
heilsunni væri farið að hraka, en
þannig var Sigurður til síðustu
stundar og þannig munum við
minnast hans.
Við, starfsfélagar Sigurðar í
Reykjavíkur Apóteki, þökkum langt
og gott samstarf og ljúf kynni, og
kveðjum hann nú öll að leiðarlokum
og óskum honum fararheilla og
guðs blessunar.
Obbu, og fjölskyldunni allri,
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur B. Guðmundsson
og starfsfólk í
Reykjavíkur Apóteki.
Aðfaranótt laugardags 14. ágúst
lést á Landspítalanum í Reykjavík
Sigurður Ólafsson lyfsali.
Hann fæddist 7. mars 1916 á
Brimilsvöllum á Snæfellsnesi, sonur
hjónanna Ólafs Bjamasonar bónda
og konu hans Kristólínu Kristjáns-
dóttur. Þau voru sæmdarhjón og
virt af öllum sem þeim kynntust.
Sigurður ólst upp í stórum systk-
inahópi á heimili foreldra sinna í
fallegu umhverfí á norðanverðu
Snæfellsnesi. Hann var gæddur
góðum námsgáfum og settur til
mennta. Hann varð stúdent úr
stærðfræðideild Menntaskólans í
Reykjavík vorið 1936. Árin 1936-
1938 stundaði hann nám við lækna-
deild Háskóla íslands, en síðan
lyfjafræði við Reykjavíkur Apótek
1938-1941 og tók exam.pharm.-
próf í október 1941. Kandídatsprófí
í lyfjafræði lauk hann svo við
Philadelphia College of Pharmacy
and Science í nóvember 1943.
Á árunum 1943-1962 starfaði
Sigurður sem lyfjafræðingur í
Reykjavíkur Apóteki. Síðari árin
var hann yfírlyfjafræðingur og
staðgengill lyfsala öðru hverju.
Hann var lyfsali í Reykjavikur Apó-
teki frá 1. júli 1962-1981. En það
ár keypti Háskóli íslands Reykja-
víkur Ápótek og var Sigurður þá
ráðinn forstöðumaður apóteksins
og gegndi því starfí til ársins 1991.
í mörg ár vann Sigurður, aðal-
lega í frítíma sínum, að útgáfu bók-
arinnar Lyfjasamheiti sem út kom
árið 19687 Þetta ritverk, sem nýtist
bæði læknum og lyfjafræðingum,
kostaði mikla nákvæmnisvinnu sem
dómbærir menn hafa tjáð mér að
Sigurður hafi leyst af hendi með
mikilli prýði. Seinustu árin vann
hann að endurútgáfu ritsins að
beiðni Háskóla íslands, og var langt
kominn með það verk er hann veikt-
ist alvarlega á þessu ári.
Sigurður Ólafsson tók alla tíð
virkan þátt í félagsstörfum og naut
álits og trausts meðal samstarfs-
manna og annarra sem kynntust
honum. Hann gegndi því jafnan
ýmsum trúnaðar- og forystustörf-
um. Þannig var hann í stjórn Lyfja-
fræðingafélags íslands í mörg ár
og þrisvar sinnum kosinn formaður
þess. Hann átti sæti í skólanefnd
Lyijafræðingaskóla íslands 1953-
1957, í lyfjaverðlagsnefnd 1960-
1962, í stjóm Lífeyrissjóðs apótek-
ara og lyfjafræðinga 1955-1961,
formaður lyfjaskrámefndar 1963-
1976 og í nefnd vegna endurskoð-
unar lyfsölulaga. Þá var hann í
stjóm Apótekarafélags íslands
1969-1970 og formaður þess
1974-1975. Sigurður var félagi í
Rotaryklúbbi Reykjavíkur, í stjórn
hans um árabil og umdæmisstjóri
Rotary á íslandi 1984-1985. Sig-
urður var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf
að heilbrigðismálum.
Sigurður Ólafsson var góður hús-
bóndi og lét sér annt um starfsfólk-
ið í Reykjavíkur Apóteki. Á ári
hveiju bauð hann því af rausnar-
skap í sumarferðalag og samdi við
ráðamenn hjá Háskóla íslands að
sú hefð héldist eftir að eigenda-
skipti urðu á apótekinu. í þessum
ferðum var Sigurður eins og venju-
lega hrókur alls fagnaðar. Það segja
mér kunnugir að hann hafí verið
maður hreinskiptinn við starfsfólkið
og greiddi hratt og vel úr málum.
Hann þótti mjög laginn leiðbeinandi
og alúðlegur í viðmóti. Það er því
ekki að ófyrirsynju að Sigurður var
vinsæll stjórnandi og starfsfólkið
vissi að hann var maður sem hægt
var að treysta. Ég veitti því at-
hygli að í öll þau skipti sem ég kom
í Reykjavíkur Apótek og heilsaði
upp á Sigurð var hurðin opin að
skrifstofu hans þar sem hann sat
að störfum. Því var það auðvelt og
auðsótt fyrir starfsfólkið að hitta
hann að máli og þannig mun hann
hafa viljað hafa það.
Sigurður var mikill gæfumaður
í einkalífí. Hinn 15. desember 1944
kvæntist hann Þorbjörgu Jónsdótt-
ur, einstaklega greindri og vel
gerðri konu. Hún bjó manni sínum
myndarlegt og fallegt heimili. Þau
eignuðust tvo syni: Ólaf verkfræð-
ing sem kvæntur er Helgu Kjaran,
og Jón lækni sem kvæntur er Ás-
dísi Magnúsdóttur. Barnabömin eru
sex og bamabamabömin tvö.
Hjónaband Sigurðar og Þor-
bjargar í næfellt 50 ár héfur alla
tíð verið einstaklega ástúðlegt og
mér er nær að halda að þau hafi
verið jafn ástfangin hvort af öðru
til hinstu stundar. Á heimili þeirra
var ávallt gott að koma og þar
höfum við vinir þeirra notið frá-
bærrar gestrisni hjá skemmtilegum
og elskulegum húsráðendum.
Margar góðar stundir hef ég átt
með Sigurði í ferðum okkar á Snæ-
fellsnes fyrr á árum, og ávallt var
Sigurður fremur gefandi en þiggj-
andi. Skemmtilegri og tillitssamari
ferðafélaga er vart hægt að hugsa
sér. Við Guðrún minnumst líka
ánægjulegra ferðalaga með. þeim
hjónum, bæði innanlands og utan,
en efst er þó í huga ræktarsemi
þeirra og tryggð.
Að leiðarlokum þökkum við Guð-
rún Sigurði Ólafssyni fyrir sam-
fylgdina. Við kveðjum hann með
söknuði og virðingu. Þorbjörgu og
fjölskyldu hennar sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Unnsteinn Stefánsson.
Hinn 14. ágúst síðastliðinn and-
aðist Sigurður Ólafsson lyfsali í
Landspítalanum, 77 ára að aidri.
Sigurður fæddist á Brimilsvöllum á
Snæfellsnesi 7. mars 1916, sonur
hjónanna Ólafs Bjarnasonar bónda
og Vigdísar Sigurðardóttur. Á ung-
lingsárunum stundaði Sigurður alla
algenga sveitavinnu, en hugur hans
stóð til langskólanáms og lauk hann
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík árið 1936. Um tveggja
ára skeið stundaði hann nám í
læknadeild Háskóla íslands, en
söðlaði þá um og hóf nám í lyfja-
fræði í Reykjavíkur Apóteki sumar-
ið 1938 og lauk fyrrihlutaprófí frá
Lyfjafræðingaskóla íslands í októ-
ber 1941. Sá skóli var stofnaður
með lögum árið 1940, er sú leið,
sem stúdentar í lyfjafræði höfðu
áður farið til Danmerkur, lokaðist
vegna heimsstyijaldarinnar síðari.
Sigurður fór því ásamt nokkrum
öðrum lyfjafræðistúdentum til
framhaldsnáms í einum þekktasta
lyfjafræðiháskóla Bandaríkjanna,
Philadelphia College of Pharmacy
and Science, og lauk þaðan prófi
síðari hluta árs 1943. Áð því búnu
hóf hann störf í Reykjavíkur Apó-
teki og má segja, að hann hafi starf-
að þar óslitið til æviloka, eða sam-
tals í meira en hálfa öld. Sigurður
varð arftaki Þorsteins Schevings
Thorsteinssonar sem lyfsali í
Reykjavíkur Apóteki á árunum
1962 til 1982, er hann seldi Há-
skóla íslands lyfjabúðina. Á árunum
1982 til 1991 rak hann lyfjabúðina
sem forstöðumaður fyrir hönd Há-
skóla íslands.