Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 43

Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 43 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Janus þjálf- ar KR-inga JANUS Guðlaugsson, íþrótta- kennari og fyrrum atvinnumað- ur í knattspyrnu, var í gær ráð- inn þjálfari 1. deildarliðs KR ásamt Atla Eðvaldssyni. Eins og greint var frá í blaðinu í gær lét tékkneski þjálfarinn Ivan Sochor af störfum hjá félaginu vegna lélegrar frammistöðu liðsins í undanförnum leikjum. Lúðvík Georgsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Morgunblaðið að ákveðið hafí verið að leysa þetta mál innan fé- lagsins og þess vegna var leitað til Janusar, sem hefur þjálfað 2. flokk félagsins og haft yfirumsjón með unglingaflokkum félagsins. Hann þekkir því vel til í herbúðum KR- inga. „Skútan er lögð í hendur Jan- usar og Atla og þeir eiga að sjá um að koma henni í höfn og við treystum þeim til þess,“ sagði Lúð: vík. Formaðurinn sagði að stjórnin og leikmenn liðsins hafí verið sáttir við þessa niðurstöðu. „Það verða vonandi áherslubreytingar við þjálfaraskiptin. Það þarf að fínna ánægjuna hjá strákunum aftur,“ sagði Lúðvík. Næsti leikur KR-inga er við ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Janus Guðlaugsson stjómaði æfingu hjá KR í fyrsta sinn í gærkvöidi. Ef marka má svip leikmanna á myndinni er Janus að stappa stálinu í þá. ÚRSLIT 4 2. mínútu fengu 1 B^#Þórsarar horn- spymu. Sveinbjörn sendi á Hlyn Birgisson sem skaut að marki af vítateig, knötturinn fór I vamarmann Víkinga og í mark- hornið. <*% af%Þórsarar fengu horn- spyrnu sem Svein- björn tók á 12. mínútu. Eftir mikinn darraðardans í vítateig Víkings barst boltinn til Sigxir- páls Árna Aðalsteinssonar sem skoraði af stuttu færi. 3a^V?á1l Gíslason tók ■ l#hornspymu á 65. mín., sendi á höfuð Júlíusar Tryggvasonar sem skallaði af krafti í netið. 4a#%Á 66. mínútu sendi »\#Hlynur góða send- ipgu upp kantinn á Sigurpái Áma sem framlengdi áfram á Sveinbjörn Hákonarson, sem skoraði frá markteig. C«Afflynur lék ;l n°kkra ■\#Víkinga og sendi knöttinn frá vítateig á Ama Þ6r Árnason sem komst einn inn- fyrir, lék framhjá Guðmundi og skoraði á 83. mín. 5a «■ Eftir mikla þvögu á ■ | vítateig Þórs barst knötturinn til Lámsar mar- kvarðar frá samherja. Láms tók knöttinn upp með höndum og fékk dæmda á sig óbeina auka- spyrnu 6 metra frá marklínu. Upp úr henni skoraði Atli Helga- son á 87. mín. Þórsarar kafsigldu slaka Víkinga ÞÓRSARAR unnu stórsigur 5:1 á Víkingum igærkvöldi. Með þessum sigri þokuðu Þórsarar sér af hættusvæðinu við botn deildarinnar, en staða Víkinga dökknaði enn. Fyrir þessa um- ferð voru Þórsarar búnir að skora tfu mörk, í tólf umferð- um, og fjölgaði mörkunum því um fimmtíu prósent í þessum eina leik. Frá Reyni Eiríkssyni á Akúreyrí Júlíus Tryggvason, fyrirliði Þórs, var að vonum ánægður eftir leikinn. „Við vissum að það var annað hvort að duga eða drepast eftir skellinn á Akranesi um síðustu helgi. Leikurinn var mjög mikilvægur vegna þess að ef við hefðum ekki sigrað beið okkar strögl á botninum. Við lékum vel og náðum að skora mörg góð mörk sem oft hefur vantað hjá okkur í sumar,“ sagði fyrirliðinn. Þórsarar hófu leikinn af krafti, og eftir rúmlega einnar mínútu leik lá knötturinn fyrsta sinni í marki Víkinga og var þar að verki Hlynur Birgisson. Litlu síðar mátti Guð- mundur Hreiðarsson, markvörður Víkings, hafa sig allan við er hann varði þrumuskot frá Emi Viðari. Á Morgunblaðið/Einar Falur Hlynur Blrgisson var besti leik- maður Þórs gegn Víkingum. 12. mín. kom svo annað mark Þórs- ara og var þar að verki Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, sem er kannski betur þekktur sem handknattleiks- maður úr Þór. Eftir þessa kröftugu byijun dofnaði heldur yfir leiknum og fór hann að mestu fram á miðju vallarins. Þórsarar fengu dauðafæri strax í upphafi seinni hálfleiks en Guð- mundur sá við þeim. Guðmundur Steinsson, Víkingur, fékk skömmu síðar ágætis tækifæri á að minnka muninn, en allt kom fyrir ekki. Þegar Víkingar virtust vera að komast meira inní leikinn vöknuðu Þórsarar og kafsigldu Víkinga síð- ustu 25 mínúturnar með þremur mörkum. Fyrst Júlíus, þá Svein- björn og endahnútinn á fimm marka sigur þeirra batt Árni Þór Árnason. Auk þess áttu Þórsarar tvö góð skot að marki sem Guðr mundur varði mjög vel. Fjórum mín. fyrir leikslok náði Víkingur að klóra í bakkann með marki Atla Helgasonar. Þórsarar mættu mjög ákveðnir til þessa leiks og Víkingar áttu aldr- ei neitt svar við baráttu og krafti þeirra. Júlíus var færður aftur á sinn gamla stað í vörninni með Hlyn sér við hlið og máttu sóknar- menn Víkinga sig lítils. Sveinbjörn og Sigurpáll Ámi léku frammi og tókst ágætlega upp. Víkingar voru slakir í þessum leik, vörnin eins og gatasigti og sóknin bitlaus. Sá sem stóð sig best í liði þeirra og kom í veg fyrir stærri sigur Þórs var Guðmundur Hreið- arsson, markvörður. Þór-Víkingur 5:1 Akureyrarvöllur, íslandsmótið í knatt- spyrnu — 1. deild karla, fimmtudaginn 19. ágúst 1993. Aðstæður: Norðan gola, rigning og völlur- inn blautur og háll. , Mörk Þórs: Hlynur Birgisson (2.), Sigur- páll Árni Aðalsteinsson (12.), Júiíus Tryggvason (65.), Sveinbjöm Hákonarson (66.), Ámi Þór Amason (83.). Mark Víkings: Atli Helgason (86.). Gult spjald: Stefán Ómarsson, Víkingi (31.) - fyrir brot, Atli Helgason, Víkingi (39.) - fyrir brot, Tómas Javorek, Víkingi (57.) - fyrir mótmæli. Láms Orri Sigurðsson, Þór (40.) - fyrir brot, Örn Viðar Arnarson, Þór (59.) - fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Ólafur Ragnarsson. Dæmdi ágæt- lega. Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Jón Sig- uijónsson. Áhorfendur: 370 greiddu aðgang. Þór: Láras Sigurðsson — Öm Viðar Amar- son, Hlynur Birgisson, Júlíus Tryggvason, Þórir Askelsson — Páll Gíslason, Sveinn Pálsson, Láras Orri Sigurðsson, Ásmundur Amarsson — Sveinbjörn Hákonarson, Sig- urpáll Ámi Aðalsteinsson (Ámi Þór Ámason 68.). Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson — Stef- án Ómarsson, Hörður Theódórsson, Björn Bjartmarz — Hólmsteinn Jónasson (Snævar Hreinsson 57.), Marteinn Guðgeirsson, Atli Helgason, Kristinn Hafliðason Guðmundur Guðmundsson — Guðmundur Steinsson, Tomas Javorik. Hlynur Birgisson, Þór. Öm Viðar Arnarson, Sveinbjöm Hákonar- son, Ásmundur Amarson, Júlíus Tryggva- son, Páll Gíslason, Þór. Guðmundur Hreið- arson, Víkingi. I I I l I t EVROPUKEPPNIN Albanir reikna með að sigrast á „óþekkta“ fslenska andstæðingnum ÍSLANDSMEISTARAR Akurnesinga í knattspyrnu fara áleiðis til Albaníu í dag, þar sem þeir mæta Partizan frá Tirana, ífor- keppni Evrópukeppni meistaraliða á sunnudag. Þetta erfyrri leikur liðanna en sá síðari verður á Akranesi um mánaðamótin. Skv. upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er al- banska liðið það lang sterkasta þar í landi og búast Albanirnir við að slá andstæðinginn „óþekkta" frá íslandi út úr keppninni. Partizan varð albanskur meistari í 15. skipti sl. vor. Liðið hlaut 43 stig en Tauta varð í öðru sæti, fímm stigum á eftir. Partizan-liðið gerði 53 mörk í 30 leikjum, en fékk 23 á sig. Liðið sigraði í 17 leikjum, gerði níu jafntefli og tapaði aðeins fjórum leikjum. Þess má geta að lið- ið varð einnig albanskur bikarmeist-. ari, sigraði Albpetrol 1:0 í úrslita- leik. Helsti markaskorari Albaníu spilar með Partizan, Admond Dosti, 27 ára, sem gerði 21 mark í deild- inni á síðasta keppnistímabili. Skv. upplýsingum sem Morgun- blaðið fékk um lið Partizan, er Edm- ond Dosti mjög hættulegur fram- herji. Fljótur og leikinn, góður skot- maður með báðum fótum og mjög sterkur skallamaður. Markvörðurinn Avenir Dano er sagður öruggur, enda mjög leikreyndur og lykilmaður í vamarleik liðsins. Vamarmennirnir era sagðir sterkir og gjamir á að sækja fram, sérstaklega bakvörður- inn Shahin Barberi, sem sé mjög hættulegur þegar hann bregði sér í sóknina. Liðsmenn Partizan eru sagðir nokkuð stórir, sterkir líkam- lega, en einnig fljótir og með góða knatttækni. Liðið er sagt leggja allt kapp á sóknarleik á heimavelli. „Við eram mun sigurstranglegri á heima- velli. Við verðum að sigra með að minnsta kosti tveggja marka mun, til að vera í góðri stöðu áður en við ferðumst til hins fjarlæga íslands. Við búumst við hinu versta þar, en vonumst þó til að slá andstæðinga okkar út úr keppninni," sagði fyrir- liði Partizan, Adnad Ocelli, við blaða- mann sem sendi Morgunblaðinu þessar upplýsingar. Lið Partizan, sem er að byija keppnistímabilið um þessar mundir eins og önnur félög á meginland- inu, hefur æft tvisvar á dag síðan 6. júlí. „Ég held að albönsk knatt- spyma sé betri hvað tækni og leik- skipulag varðar en sú íslenska. Aftur á móti hef ég heyrt að íslensk- ir leikmenn sé mjög duglegir og gefíst aldrei upp; hlaupi stanslaust í 90 mínútur. Við megum þess vegna ekki sofna á verðinum, verð- um að koma til leiks vel undirbúnir til beggja leikja," sagði þjálfari liðs- ins, Sulejman Starova. Hitinn í Tirana gæti reynst leik- mönnum IA erfiður, en reiknað er með allt að 35 stiga hita meðan leikurinn stendur yfír, en hann hefst kl. 17 að staðartíma. Búist er við 25.000 áhorfendum á leikinn á sunnudaginn á leikvanginum í Tir- ana, þar sem íslendingar töpuðu 0:1 fyrir Albönum í Evrópukeppni landsliða fyrir tveimur árum. Þess má geta að einn leikmaður ÍA-liðs- ins í dag tók þátt í þeim leik, Ólaf- ur Þórðarson, sem þá var reyndar í herbúðum norska liðsins Lyn. Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍA 13 11 1 1 46: 12 34 FH 12 7 3 2 24: 17 24 FRAM 13 7 1 5 33: 22 22 VALUR 12 6 1 5 20: 14 19 ÞÓR 13 5 3 5 15: 18 18 ÍBK 12 5 2 5 19: 22 17 KR 13 5 1 7 25: 25 16 FYLKIR 13 4 1 8 16: 28 13 ÍBV 12 3 3 6 15: 26 12 VÍKINGUR 13 1 2 10 14: 43 5 2. deild kvenna A-riðill: Fram- Haukar..........................1:7 B-riðilI: Dalvík - Tindastóll................. 3:1 C-riðill: Einherji-KBS..........................3:1 Eydís Hafþórsdóttir 2, Svava Birna Stefáns- dóttir - Katrín Jónsdóttir 4. deild D Höttur - Huginn..................... 4:1 Grétar Eggertsson 2, Haraldur Klausen, Hörður Guðmundsson - Frestað í Kaplakrika Fresta varð leik FH og ÍBV í 1. deild karla sem fram átti að fara í Kaplakrika í Hafnarfírði gærkvöldi vegna þess að Eyjamenn komust ekki til lands í tæka tíð vegna veð- urs. Leikurinn hefur verið settur á 27. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.