Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 202. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Finnsku fjárlögin Lánfyr- ir þriðj- imgnum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKA stjórnin lagði í gær fram fjárlög næsta árs og er þar gert ráð fyrir að tekjur verði 125 milljarðar marka en útgjöldin 188 milljarðar. Það þýðir, að þriðjungur útgjalda finnska rík- isins á næsta ári verður lánsfé. Það er ekki aðeins, að methalli sé á fjárlögunum, heldur verður einnig slegið nýtt met í skattbyrð- inni, sem fer í allt að 48%. Samt sem áður einkennist fjárlagafrum- varpið af ýmiss konar niðurskurði, einkum hvað varðar framlög ríkis- ins til sveitarfélaga. Eitt megin- markmið ríkisstjórnar Eskos Ahos er að ná niður vöxtunum og ljósi punkturinn í þrengingum finnsku þjóðarinnar er sá, að útfiutningsiðn- aðurinn hefur snúið vörn í sókn. Skuldir finnska ríkisins eru orðn- ar alvarlegt vandamál, en útgjöldin þeirra vegna aukast um 45% milli ára, um tæplega 22 milljarða marka. fjármálaráðuneytið áætlar að þjóðarframleiðsla muni aukast um eitt prósent á næsta ári, en til þess eins að ná tökum á hallanum þyrfti hún að aukast um 10%. Reuter Messað við Krosshæð ÞÚSUNDIR Litháa hlýddu á Jóhannes Pál páfa er hann messaði á tveimur helgustu stöðum landsins í gær. Annars vegar í hinu litla þorpi Siluva, þar sem María mey á að hafa birst smaladrengjum í byijun átjándu aldar, og hins vegar á Krosshæð, skammt frá borginni Siauliai, en hæðin var eitt af helstu táknum sjálfstæðisbaráttu Litháa. Þúsundir krossa er að finna á hæðinni og reyndu Sovétmenn margsinnis að jafna þá við jörðu. Um leið og jarðýt- unum var lagt að kvöldi kom hins vegar fólk og reisti þá við að nýju. í ræðu sinni í gær lagði páfi mikla áherslu á sjálfstæðisbaráttu Litháa. „Auðvelt er að skilja þá friðarþrá sem býr í bijósti þjóðar er hefur þurft að þola margra ára harðræði, verið rænd þjóðareinkennum sínum og haldið í spennu- treyju ómannúðlegrar hugmyndafræði," sagði páfí meðal annars. Á myndinni má sjá páfa ásamt fylgd- arliði ganga um Krosshæð á leið til messu. Jórdanskt dagblað um samkomulag Israela og Palestínumanna Stefnt að víðtækri sam- vinnu í efnahagsmálum Amman, Washington, Kairó. Rcutor. SAMNINGUR Israela og PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, kveður - - ekki aðeins á um sjálfstjórn þeirra siðarnefndu, heldur einnig um víðtæka og nána samvinnu þeirra í efnahagsmálum. Kom þetta fram í dagblaði í Jórdaníu í gær en það kveðst hafa afrit af samningnum. Búist hafði verið við, að PLO og Israelsstjórn skiptust á formlegri viðurkenningu í dag, en í gær kom upp ágreiningur um tæknileg at- riði, sem hugsanlega geta tafið fyrir. Samkvæmt frétt dagblaðsins The Jordan Times ætla Israelar og Pal- estínumenn að koma á fót sameigin- legu efnahagsráði, sem ijallaði um samvinnu í vatns-, orku- og raf- magnsmálum og í samgöngum, fjár- málum, fjarskiptum, iðnaði og versl- un. Sameiginleg verkefni munu með- al annars verða olíu- og gasleit á Gaza-svæðinu og í Negev-eyðimörk- inni og hugsanlega bygging olíu- hreinsunarstöðvar í Gaza. Einnig er fullyrt, að Sjö-ríkja-hópurinn, stærstu iðnríkin, muni aðstoða við efnahagslega uppbyggingu á Vest- urbakkanum og í Gaza. Krefjast bindandi yfirlýsingar Haft var eftir háttsettum embætt- ismanni PLO í gær, að ísraelsstjórn og PLO myndu viðurkenna hvort annað formlega í dag, en í gær komu upp erfiðleikar varðandi orðalag PLO-yfirlýsingarinnar, þann hluta hennar, sem segir, að ekki sé lengur stefnt að upprætingu Israelsríkis. ísraelar krefjast lagalega bindandi yfirlýsingar, en PLO segir, að hana geti aðeins útlagaþing Palestínu- menna veitt. Þangað til verði því um pólitíska yfirlýsingu að ræða. í gær var haft eftir ónefndum, ísraelskum embættismönnum, að ísraeisstjórn gæti ekki sætt sig við minna en að framkvæmdastjórn PLO samþykkti yfirlýsinguna. Enginn árangur varð í viðræðum Sýrlendinga og ísraela um Gólan- hæðirnar í gær og sem fyrr stendur styrinn um það, að Sýrlendingar vilja ekki ræða um inntak hugsanlegra friðarsamninga fyrr en ísraelar hafa heitið að flytja allt sitt lið frá hæðun- um. Um 50.000 manns komu saman í Jerúsalem í gær til að mótmæla samkomulaginu við PLO. Urðu nokkur átök með þeim og lögreglu- mönnum. Skriffinnskan skorin niður BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, kynnti í gær róttækar tillög- ur um uppskurð á bandaríska stjórnkerfinu, en þeim er ætlað að spara 108 milljarða dollara á fimm árum. Hefur starfshópur undir forystu Als Gore varafor- seta unnið að tillögunum í hálft ár, en í þeim er meðal annars lagt til, að ljárlögin verði til tveggja ára í stað eins, og ríkisstarfs- mannakerfið stokkað upp frá grunni. Núgildandi reglur um það eru frá síðustu öld, en stefnt er að því að gera ríkinu auðveldara með mannaráðningar og upp- sagnir. Er fyrirhugað að fækka opinberum starfsmönnum um 12%, eða 252.000. Clinton er hér með A1 Gore og broti af reglu- gerðafrumskóginum, sem þeir vilja grisja, og hann hafði þau orð um, að markmiðið væri að færa „blekbyttukerfið“ inn í tölvuöld- ina. rnmi mt Reuier Þýskur efnahagur Fariðað rofa til Bonn. Reuter. ÞÝSKT efnahagslíf er heldur á uppleið samkvæmt tölum, sem birtar voru í gær. Á öðrum fjórð- ungi þessa árs var hagvöxturinn 0,5% en á fjórum ársfjórðungum þar áður var annaðhvort um að ræða stöðnun eða samdrátt í þjóðarframleiðslu. „Þetta er fyrsta vísbendingin um, að sam- dráttarskeiðinu sé að ljúka,“ sagði Giinter Rexrodt, efnahags- málaráðherra Þýskalands, í gær. Rexrodt sagði, að flest benti til, að þessi hagvöxtur yrði að minnsta kosti stöðugur á næstunni. Kæmi þar til betra viðskiptaumhverfi, lægri vextir, minni launakostnaður á framleiðslueiningu og vaxandi eftirspurn utanlands sem innan eft- ir ýmissi iðnaðarvöru. Útflutningur á öðrum ársfjórðungi nú var þó 8,3% minni en á sama tíma fyrir ári og fjárfesting dróst saman um 17%. Á fyrra misseri nú er þjóðar- framleiðslan 2,6% minni en á sama tima í fyrra og enn er reiknað með, að hún verði 2% minni yfir allt árið. Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði í gær, að Þjóð- veijar væru fullfærir um að takast á við hvorttveggja í senn, samein- ingu landsins og efnahagssamdrátt, og kvað allar fullyrðingar um hnignun landsins út í hött. Hve lengi á botninum? Hagfræðingar eru flestir sam- mála um, að samdrátturinn hafi náð botninum en þeir deila um hve lengi efnahagslífið muni skoppa eftir honum áður en það nær sér á strik. Almennt er búist við, að hagvöxtur verði ekki meiri en 0,5% á næsta ári og er ástæðan fyrirsjáanlegur samdráttur í einkaneyslu. Stafar hann aftur af hærri sköttum, niður- skurði í velferðarkerfinu, litlum eða engum launahækkunum og vaxandi atvinnuleysi. ----♦ ♦ ♦ Kaspar- ovvar heppinn Frá Margeiri Péturssyni, London. NIGEL Short féll á tíma í betri stöðu í fyrstu einvígisskákinni við Gary Kasparov í London í gær- kvöldi. Um leið og Short lék sinum 39. leik féll hann á tíma. Skákin var lengi vel jafnteflisleg þar til báðir lentu í heiftarlegu tíma- hraki og þá blés Kasparov til sókn- ar. Honum yfirsást snjall varnarieik- ur Shorts og átti í hæsta lagi mögu- leika á jafntefli. í FIDE-heimsmeist- araeinvíginu sem fram fer í Hollandi sigraði Jan Timman Anatólí Karpov í gærkvöldi í annarri skákinni og jafnaði metin. Næstu skákir í báðum einvígjunuin verða tefldar á finnntu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.