Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 5

Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 5 Snúumst gegn þeim áformum íslenskra banka að nota debetkort, greiðslumiðil framtíðarinnar, til þess að leysa fortíðarvanda bankanna. Bankamir ætla að í haust taka upp svonefnt debetkort. Þegar greitt er með debetkorti, eru peningar færðir á rafrænan hátt milli reikninga. Handhafi debetkorts getur ekki greitt með kortinu nema sé fyrir hendi næg innstæða á reikningi hans. Að þessu leyti er debetkort gerólíkt kreditkortunum. Það kemur að verulegu leyti í staðinn fyrir ávísanir og notkun þess mun spara bönkunum 800 - 900 miljónir króna á ári. Vissir þú að íslensku bankarnir ætla Vissir þú að almenningur á íslandi verður að afla sér tekna, sem nema allt að 1,4 miljörðum króna á að hækka verð á ávísanaheftum úr 250 í ári, til þess að standa undir þeirri hækkun vöruverðs sem íslenska bankákerfið ætlar að eiga frumkvæði að 2000 kr. og þrýsta þannig á að með upptöku debetkortsins. Þessi fjárhæð er athyglisverð þegar haft er í huga t.d. að ríkisstjórnin viðskiptavinir noti debetkort. samþykkti í ár að veita I miljarði króna til atvinnuskapandi verkefna. Vissir þú að í tengslum við upptöku hins nýja debetkorts hafa bankarnir uppi áform um að hækka vöruverð í landinu um allt að I miljarð króna. Þetta gera þeir með því að krefja verslanir og aðra þjónustuaðila um þjónustugjald af viðskiptum með debetkort sem á að nema 0.7 - 1.7% af veltu. Vissir þú að bankarnir ætla að afnema bankakortin um leið og debetkortið verður sett í umferð. Þannig ætla þeir að knýja viðskiptavini sína til að nota debetkort. Þeir sem hafa ekki debetkort, eiga að njóta síðri þjónustu en hinir hjá íslensku bönkunum. Vissir þu að bankarnir ætla að innheimta af handhöfum debetkorta sérstakt kortagjald og í hvert skipti sem debetkort er notað ætlar bankakerfið að leggja sérstakt færslugjald á handhafa kortsins, 10 til 20 kr. Þessi gjöld koma til viðbótar þjónustugjaldinu sem bankarnir hugsa sér að ná af neytenduni með hækkun vöruverðs um I miljarð króna. Debetkortið er nýjung sem markar framfaraspor í tilhögun greiðsluviðskipta. En við mótmælum einhliða ákvörðunum íslenska bankakerfisins um stór- auknar álögur á einstaklinga og fyrirtæki í tengslum við debetkortið og upptöku þess. Við skorum á íslenska neytendur og viðskiptavini bankanna að standa með okkur í baráttunni gegn einokun bankanna í þessu máli. Við skorum á kaupmenn og aðra þjónustuaðila á íslandi að gera ekki samning við kortafyrirtæki bankanna um þjónustugjaldtöku vegna debetkorta fyrr en samráðshópur KÍ gegn gjaldtöku vegna debetkorta hefur lokið störfum. Kaupmannasamtök Islands og samstarfsaðilar gegn gjaldtöku af notkun debetkorta: Á.T.V.R. Apótekarafélag íslands AHir stórmarkaðir Bflgreinasambandið Félag ísl. stórkaupmanna Fríhofnin í Keflavík Flugleiðir Landssamband iðnaðarmanna Olíufélögin Samband samvinnuverslana Samband veitinga- og gistihúsa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.