Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTÉMBER 1993 31 Vilhjálmur GeirAðal- steinsson - Minning Fæddur 22. júní 1968 Dáinn 30. ágúst 1993 v Dáinn, horfinn! Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir. (Jónas Hallgrímsson.) Enn erum við minnt á fallvalt- leika lífsins. Ungur maður í blóma lífsins deyr skyndilega og skilur eftir unnustu og ungan son. Maður spyr sig hver sé tilgangurinn. Fátt er um svör. Þó trúi ég að öllu sé afmörkuð stund og að sérhver hlut- ur undir himninum hafi sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Þetta lögmál verðum við öll að sætta okkur við. En minningin um góðan dreng lifir áfram með ástvinum hans. Villi Geir, eins og hann var alltaf kallaður, var sonur hjónanna Hólm- bjargar Vilhjálmsdóttur og Aðal- steins Steinþórssonar, og er missir þeirra mikill, svo og systra hans, Maríu Daggar og Aðalbjargar. En að orna sér við allar góðu minning- arnar tekur enginn frá þeim. Villi Geir var augasteinn afa síns og ömmu við Hverafold, enda bjó hann af og til hjá þeim. Mér er minnisstætt hvað hann var nærgæt- inn og góður við ömmu sína, þegar afi hans slasaðist og þurfti að leggj- ast inn á spítala. Þá lagði hann sig allan fram til þess að amma hans hefði sem minnstar áhyggjur og væri sem minnst alein heima. Hann var svo duglegur að aka henni hvert sem hún þurfti að fara, og öll kvöld eftir spítalaheimsóknir til afa sátu þau tvö heima. Já, Villi Geir var glaðlyndur og hjartahlýr drengur, og er ég þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga hann fyrir frænda. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég votta unnustu og ungum syni innilega samúð. Guð styrki þau. Elsku Björg, Steini, María Dögg og Aðalbjörg. Elsku Dídí og Villi og aðrir ástvinir: Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Að lokum vil ég þakka Villa Geir samfylgdina og bið honum blessunar á Guðs vegum. Agústa frænka. „Skjótt hefir sól brugðið sumri.“ Þessi ljóðlína Jónasar Hallgríms- sonar um Bjarna Thorarensen lát- inn og upphafslínur annars erindis, „Skjótt hefir guð brugðið gleði / góðvina þinna“, komu mér fyrst í hug þegar ég fregnaði skyndilegt fráfall ungs frænda míns, sem sjö vikum fyrr hafði glaður og reifur tekið þátt í fjölmennum sumarfagn- aði að Flúðum þar sem niðjar föður míns minntust 100 ára afmælis hans. Var hann þar kominn ásamt unnústu sinni, Dyljá Ernu Eyjólfs- dóttur og ársgömlum syni, Aroni Emi, og stafaði frá sér þeirri sér- stöku ljúfmennsku og hlýju sem jafnan gerði návist hans geðfellda og eftirsóknarverða. Við óvænt frá- fall hans er sárastur harmur kveð- inn að þeim mæðginum ásamt for- eldrunum, Hólmbjörgu Ólöfu Vil- hjálmsdóttur og Aðalsteini Stein- þórssyni frá Hæli, systrunum, Mar- íu Dögg og Aðalbjörgu Hólm, og afa og ömmu við Hverafold sem áttu í honum hvert bein og létu sér jafnunnt um hann og sín eigin af- kvæmi. Um ráðagerðir æðri máttarvalda tjóar ekki að bijóta heilann né held- ur sýta það sem orðið er. Örlög mannsins á jörðinni eru og verða sú myrka gáta sem seint eða aldrei verður ráðin. Þau beisku sannindi breyta samt engu um það, að burt- köllun ástvinar í blóma lífs nístir hjörtu þeirra sem eftir sitja og minnast ótalinna ánægjustunda sem samvistir við hann færðu þeim. Vonirnar sem við hann voru bundn- ar eru á snöggu augabragði að engu orðnar; veglyndi hans, glað- værð og góðvild minningin ein. En einmitt minningin um góðan og gjöfulan dreng er sá læknisdómur sem hvað helst megnar að sefa sársaukann sem heltekur hjörtu ættmenna og vina. Réði sá er ræður rökum alda, ástríkur faðir alis vitandi. Því skal traustri trú trega binda, frænda sviptur framar þreyta Þessi orð listaskáldsins góða kynnu líka að geta orðið huggun þeim sem um sárast eiga að binda, sem og línurnar úr fýrrnefndu erfi- ljóði: „floginn ertu sæll til sóla / þá sortnar hið neðra.“ Megi alvaldur Himnafaðirinn hugga harmi lostna ástvini og gæða þá sálarstyrk til að afbera sárbitran missi. Sigurður A. Magnússon. t Útför bróður okkar, GUÐMUNDAR JÓNS BJARNASONAR málarameistara, Furugrund 66, Kópavogi, ferfram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. september kl. 13.30. Rafn Bjarnason, Svala Bjarnadóttir. Ingibjörg Engilráð Sigurðardóttir, Bakka, Svarfaðardal - Minning Fædd 1. júní 1896 Dáin 10. ágúst 1993 Horfin er sjónum okkar yfir móð- una miklu Engilráð fyrrum húsfrú á Bakka í Svarfaðardal eftir langt og giftumikið starf. Hún fæddist þar í sveit að Gönguskörðum 1. júní 1896, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar bónda þar og konu hans Óskar Pálsdóttur. í þeirri sveit varð hennar starfsvettvangur. Hún gift- ist ung móðurfrænda mínum Þór Vilhjálmssyni, f. 13. mars 1893, d. 6. desember 1975, frá Bakka í Svarfaðardal. Þau bjuggu fyrst að Hnjúki og síðan á Bakka, fyrst í ábúð föður hans, síðan á jörðinni allri frá 1945 til 1960 er afkomend- ur þeirra tóku þar við búskap. A Bakka dvöldust þau hjón áfram í góðu skjóli og hlýju dætra sinna Helgu og Kristínar og fjölskyldna þeirra uns Þór féll frá. En Engilráð hafði áfram sitt horn hjá dóttur sinni Helgu Þórsdóttur og fjöl- skyldu þar til hún fluttist á dvalar- heimili aldraðra á Dalvík, er heilsu hennar tók að hraka. Þar átti hún sín síðustu ár í góðu yfirlæti, enda er viðmót og umhyggja starfs- manna þar á bæ víðfræg og hafi þeir góða þökk fyrir. Aldamótakynslóðin markaði djúp spor í íslenskt samfélag til framfara og giftu, án sérhyggju og öfundar. Sú kona hefir nú kvatt þetta jarðlíf er gerði meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Ég sem þessar línur rita var eins og svo margir af minni kynslóð sendur í sveit er skóli var úti að vori. Ég kom að Bakka sex ára að aldri og dvaldist þar næstu sex sumur er skóli byrjaði að nýju að hausti í rísandi borgarsamfélagi nútímans. Um sveitardvöl barna og unglinga má fjalla frá ýmsum sjón- arhornum í uppeldislegu tilliti bæði með og á móti. En dvölin á Bakka markaði spor í vitund minni er ég vildi ekki hafa misst af í þroska og viðhorfum til lífsins starfs. Engilráð LEGSTEINAR IÁLMSTEINNf 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977, fax 97-29877 á Bakka var verðugur fulltrúi þeirr- ar kynslóðar sem ég og aðrir minn- umst með virðingu og þakklæti. Hún hafði mörg einkenni hennar og marga bestu kosti, staðfestu, trú á landið og heiðríkju í hugsun. Þar sem orð og athafnir, von og trú til uppvaxandi kynslóðar skipti öllu máli, er mótar umgjörð þess ævi- skeiðs er hún var vaxin frá og með rótfestu til genginna kynslóða. Leiðir og aðferðir voru grunnstefið til að nálgast „markmiðið", en oft óljósar og margbreytilegar og vísa í ólíkar áttir. A stundum í „reynd“ ósættanlegar að dómi okkar mann- anna. En manninum er í reynd ásköpuð sú hvöt að taka afstöðu til lífsins í heild sinni, eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Dugnað- arkonan Engilráð á Bakka var ein af þeim. Gekk að verkum sínum af samviskusemi og vann þau í kyrrþey, sem sjaldan er getið um, en allir aðrir njóta ávaxtanna af verkum þeirra. Á stórheimilinu á Bakka þurfti að sinna á hveijum degi um tuttugu manns í fæði, gist- ingu, gestamóttöku og annarri þjónustu er ekki verður unnin nema án sérhyggju. „Fóstra mín“ Engilráð á Bakka, er horfin sjónum okkar. Ljósgeisli augna þinna er slokknaður. En megi það ljós, er þú tendraðir í bijóstum barna þinna, vina og sam- ferðamanna verða að gróðursprota fyrir betra lífi á þessari jörð, frá þeirri moldu sem allir eru sprottnir frá. Eftirlifandi börnum hennar og Þórs frá Bakka, Kristínu, Ósk, Evu, Helgu, Rannveigu og Vilhjálmi sem og öðrum aðstandendum sendir „gamli kúasmalinn“ sínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hún á góða heimkomu vísa. Blessuð sé minning hjónanna á Bakka. Eyjólfur Magnússon. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, GRÍMS STEFÁNS RUNÓLFSSONAR, Álfhólsvegi 8a. Alúðarkveðjur til allra sem önnuðust hann á sjúkrabeði. Eiginkona, sonur, tengdadóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÁSGEIR HÁLFDÁNARSON, Rjúpufelli 21, veður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. septem- ber kl. 13.30. Lára Hjartardóttir, Erna Guðjónsdóttir, Þórdís Guðjónsdóttir, Margeir Elentínusson, Bjarnfríður Guðjónsdóttir, Lára Samira Benjnouh og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRÍMANN JÓNSSON, Seljahlíð, áður Karfavogi 27, verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn 9. september kl. 13.30. Guðriður Hreinsdóttir, Jón Frímannsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Hreinn Frímannsson, Birgit Helland, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, GUÐRÚN HALLSDÓTTIR, frá Gríshóli, sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund 4. september, verður jarð- sungin frá Helgafellskirkju laugardaginn 11. september, kl. 13.30. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu, föstudaginn 10. sept., kl. 15.00. Kristján Jóhannesson, Leifur Kr. Jóhannesson, Sigríður Jóhannesdóttir, Hallur Jóhannesson. t Innilegar þakkir færum við þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför, SIGRÍÐAR JÓHÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Duggugerði 1, Kópaskeri. Benedikt Davíðsson, Rannveig Benediktsdóttir, Kristján Pálsson, Erna Benediktsdóttir, Guðmundur Örn Benediktsson, Guðmunda Pétursdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.