Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 Björn Jósef Arnviðarson bæjarfulltrúi ræðir við hjónin Sigurð Jó- hannesson aðalfulltrúa KEA og fyrrverandi bæjarfulltrúa og Lau- feyju Garðarsdóttur. nr Kynningarfundur DALE CARNEGIE• Þjálfun Fimmtudagskvöld kl. m 20.30 að Sogavegi 69 Námskeiðid Konráö Adolphsson D.C. kennari Eykorhæfni og árangur einstaklingsins Byggir upp leiðtogahæfnina Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn Skapar sjálfstraust og þor Árangursríkari tjáning Beislarstreitu og óþarfa áhyggjur Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 an Sí STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson. Einkaumboö fyrir Dale Carnegie® námskeiöin. VAKORTALISTI Dags.8.9.1993.NR.138 5414 8300 0310 5102 5414 8300 0957 6157 5414 8300 1028 3108 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 2760 9204 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3052 9100 5414 8300 3122 1111 5414 8301 0494 0100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 Réð lífvörð til að vekja sig I5ret Michaels, söngvari þunga- rokkhljómsveitarinnar Poison, sprautar sig daglega. Ekki þó vegna eiturlyfjaneyslu eins og margir kynnu að halda, heldur vegna þess að hann er haldinn sykursýki. Sjúkdómurinn uppgöt- vaðist þegar Bret var í fyrsta bekk í bamaskóla. Fyrstu tvö árin þurfti hann að fá aðstoð frá for- eldrum sínum til að sprauta sig, en síðan hefur hann séð um það sjálfur. Ekki auðvelt að nálgast sprautur Bret var um tvitugt þegar hljómsveitarmeðlimirnir fluttu til Los Angeles til að reyna fyrir sér í tónlistinni. Fjárhagsstaðan var ekki góð, en foreldrar hans, sem bjuggu víðs fjarri, sáu til þess að hann fengi insúlín. Vegna útlitsins lenti Bret þó ósjaldan í vandræð- um þegar hann þurfti að kaupa sér sprautur. Það varð honum til happs á þeim árum að hann kynntist lyfja- fræðingi sem aðstoðaði hann. Sá var í raun vantrúaður í fyrstu á að Bret væri haldinn sykursýki en lét nokkrar sprautur af hendi og sagði: Ef þú Iítur vel út þegar ég hitti þig næst þá veit ég að þú ert að segja satt. Fíkniefni, áfengi og sykursýki Bret hefur þó ekki haldið sig algjörlega frá fíkniefnum og hann var einungis táningur þegar hann prófaði marijúana í fyrsta skipti. Hann kveðst þó ekki hafa neytt sterkra efna líkt og heróíns, eins og hann var ásakaður um árið 1987 þegar leið yfir hann á tón- leikum í Madison Square Garden. Lífvörður Brets „Undanfarin fjögur ár hef ég ekki notað eiturlyf en hef átt í nokkrum vandræðum með áfeng- ið,“ viðurkennir Bret í viðtali við tímaritið People. En þar sem áfengisdrykkja fer ekki vel saman við sykursýki hefur Bret komið sér upp lífverði á tónlistarferða- lögum. Sá hefur annað hlutverk en hinir hefðbundnu lífverðir. Þessum er ætlað að fylgjast með að Bret sofi ekki yfir sig í því til- felli að hann hafi fengið sér í glas eða bara af því að hann sé yfir sig þreyttur. Hann vekur því Bret klukkan tíu á morgnana, sér til þess að hann fái að borða og sprauti sig. ROKKSTJARNA ORÐSENDING UM DÁLEIÐSLU Frá og með 8. október mun ég hætta alveg að vinna við dáleiðslumeðferð hér á landi. Ástæður fyrir því að ég hætti nú eru margvíslegar, en má aðallega rekja til of lítillar virðingar í garð míns sérfags og lélegrar (slæmrar) umfjöllunar sem fjölmiðlar hér á landi hafa birt í garð dáleiðslumeðferðar. Ég hef nú þegar sent öllum fjölmiðlum og heilbrigðisyfirvöldum tilkynningu um þessa ákvörðun. fylgdi með öll gögn um mína starfsemi þ.e.a.s. skírteini, prófgráður, bréf frá heilbrigðisyfirvöldum og ýmis önnur gögn sem öllum eru velkomið að skoða. Mér finnst þessi ákvörðun nauðsynleg þótt ég geri mér grein fyrir því að margir vilja notfæra sér þessa þjónustu, en ég get ekki lengur við unað undir þessum kringumstæðum. Öllum er frjálst að hafa samband við mig og fá nánari skýringar. Friðrik Páll Ágústsson R.P.H., C.HL, Vesturgötu 16, 101 Reykjavík. Sími: 91-625717___________ ________ Bret Michaels er haldinn sykur- sýki og sprautar sig því dag- lega. Félagar hans (f.v.) Richie Kotzen, Rikki Rockett og Bobby Dall þurfa að taka tillit til söngvarans að þessu leyti. Morgunbiaðið/Golli Þröstur Ásmundsson formaður menningarmála- Haraldur Ingi Haraldsson forstöðumaður Lista- nefndar Akureyrar spjallar við Arthúr Björgvin safnsins á Akureyri fyrir miðri mynd með bróður Bollason. sínum Einari Karli til vinstri og listamanninum Kristjáni Steingrími Jónssyni, en hann var einn þeirra sem gaf safninum verk eftir sig í tilefni af opnun þess. Bret segir að líferni rokk- stjörnu sé ekki það ákjósanleg- asta fyrir sykursýkisjúkling. MENNING Gestir í Grófargili Listasafnið á Akureyri var opnað nýlega við hátíðlega athöfn, en fyrstu helgina sem safnið var opið komu um eitt þúsund gestir til að skoða það. Safnið er til húsa í Grófargili, þar sem nú er risin miðstöð lista og menningar á Akur- eyri í húsum sem áður hýstu iðnað- arstarfsemi á vegum KEA. í Listasafninum á Akureyri standa til septemberloka sýningar á úrvali verka í eigu Akureyrarbæj- ar auk nýrra verka eftir akureyrska listamenn. Þá eru sýnd verk eftir Kristján Guðmundsson í einum sal- anna og hljóðskúlptúr eftir Finn- boga Pétursson er í svokölluðum klefum í safninum, en þeir gengdu áður hlutverki mjólkurkæla þegar starfsemi mjólkursamlags KEA var þar til húsa. Myndirnar voru teknar í hófi sem bæjarstjórn Akureyrar bauð til þeg- ar safnið var formlega opnað. fólk f fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.