Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 33 Sharon Stone var skólaus er hún þrykkti lófaförum sínum I blauta steypu á frægri gangstétt í Holly- wood. Julia Roberts er mikið fyrir að lofta um tærnar. ÖRYGGI Keypti sér gæslu Tennisstjarnan Martina Navra- tilova tekur enga áhættu eftir að önnur þekkt tennisstjarna, Monica Seles, varð fyrir hníf- stunguárás fyrr á þessu ári. Eins og menn rekur ef til vill minni til stökk ódæðismaðurinn inn á tennis- völlinn og lagði til hennar hnífi án þess að nokkur fengi að gert. Ótt- ast Martina nú að röðin geti komið að henni, þannig að hún hefur ráð- ið til sín stóra og stæðilega lífverði sem gæta hennar allan sólarhring- inn. Þess má geta að Monica hefur frá því í vor fengið fjölda bréfa og símhringinga frá fólki sem hótað hefur að ljúka því verki sem tilræð- ismaðurinn ætlaði sér. Hin 36 ára gamla Martina Navr- atilova ásamt lífvörðunum. Fyrirsætan Christy Turlington berfætt við hlið gamals vinar... TISKA Skóleysi ryður sér til rúms Tískan lætur ekki að sér hæða fremur en fyrri daginn. Tíska nær til skófatnaðar sem kunnugt er og vestur í Hollywood er nú skó- leysi að ryðja sér til rúms. Stjörn- urnar láta sjá sig berfættar í tíma og ótíma og við hin margbreytileg- ustu tækifæri. Julia Roberts gifti sig berfætt og Demi Moore mætti berfætt á frumsýningu, reyndar var hún tábrotin og það kann að hafa valdið skóleysinu. Viðkomandi berfætlingar bera þvi við að það sé svo dæmalaust þægilegt að ganga um skólaus, en víst er, að ákveðnar línur eru lagð- ar. Þannig verður senn frumsýnd kvikmynd sem reiknað er með að njóti gífurlegra vinsælda. Það er kvikmynd um steinaldarmennina Fred og Bamey og allt þeirra lið. í myndinni em aðalstjörnurnar John Goodman, Elisabeth Taylor, Elisa- beth Perkins og Rosie O’Donnel allar berfættar. Og tískuhönnuður- inn Calvin Klein lagði sitt af mörkum í júní sl. þegar fyrir- sæturnar hans, Kate Moss þar með talin, sýndu allar sum- artískuna berfættar. Þannig mætti lengi telja, en myndirnar tala sínu Kate Moss sýnir veigalitla Calvin Klein flík... Demi Moore kemur berfætt til frumsýningar ásamt bónda sín- um Bruce Willis. COSPER Nei, ráðherra er ekki við. Get ég aðstoðað? ENSKI STILLINN SÍGILDUR Verð hár stóll stgr. 60.800,00 Verð lágurstóll stgr. 55.200,00 Verð lágur sófi stgr. 77.800,00 Nett húsgögn í bókaherbergið, ó skrifstofuna eða hvar sem er. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-14 ÁRMÚLA44, SÍMI 32035. Kaupirðu góðan hlut - þá mundu hvar þú fékkst hann r Frumsýnd á morgun í Regnboganum, og Borgarbíói, Akureyri. Spennumynd sem tekur alla á taugum He thought it was a Crush. He was dead Wrong TH Hún var skemmtileg, gáfuð og sexí. Eini gallinn við hana var að hún var bara 14 ára og stórhættuleg. Aðalhlutverk Alicia Silverstone og Cary Elwes Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 — Bönnuð innan 12 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.