Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993
21
Reuter.
Babelsturn Saddams
í BAGDAD, höfuðborg íraks, er nú að rísa hár og mikill turn, sem á
að verða hæsta bygging Mið-Austurlanda. Saddam Hussein íraksfor-
seti verður seint sagður lítillátur maður og með turnbyggingunni
ætlar hann að feta í fótspor íbúa Babýlon hinnar fornu, en þeir reyndu
að reisa turn er næði upp til himna. Að sögn Biblíunnar voru þeir
hins vegar stöðvaðir af Guði, sem óttaðist að ef þeim tækist ætlunar-
verkið yrði þeim ekkert ómögulegt. Bygging nýja turnsins hófst um
mitt síðasta ár og er stefnt að því að verkinu verði lokið um ára-
mót. Hlutverk turnsins er að verða meginsjónvarpsturn íraks og
hefur hann þó ótrúlegt kunni að virðast verið skírður „Saddamsturn-
Deilurnar um farm kínversks flutningaskips
Engin eiturefni fundust
við leit Bandaríkj amanna
Hong Kong. The Daily Telegraph.
BANDARÍKJAMENN hafa
beðið Kínastjórn afsökunar á
þeim óþægindum sem það olli
að leit var gerð fyrir helgina
að eiturefnum um borð í kín-
versku flutningaskipi sem var
á leið til írans. Leitin fór fram
í Dammam-höfn í Saudi-Arab-
íu og fundust engin eiturefni
en grunur lék á því að Kínverj-
ar væru að selja Irönum efni
sem nota má til að búa til
tauga- og sinnepsgas.
Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina
neita Bandaríkjamenn að greiða
skaðabætur, segja að leitin hafi
verið gerð með samþykki kínver-
skra stjórnvalda. Hættan sem út-
breiðsla gereyðingarvopna geti
skapað réttlæti að gengið sé hik-
laust til verks þegar grunsemdir
vakni um slíka flutninga.
Á forsíðum dagblaða í Kína var
því slegið upp með stórum fyrir-
sögnum að Bandaríkin væru að
reyna að gerast lögregla allar jarð-
arbúa. Utanríkisráðuneytið í Pek-
ing birti langa yfirlýsingu þar sem
gert var gys að hæfileikum banda-
rískra leyniþjónustumanna. Dag-
blað Alþýðunnar, málgagn stjórn-
valda kommúnista, sagði í gær að
málið hefði varpað skugga yfir
samskipti ríkjanna. Blaðið bendir
á að ekki sé búið að samþykkja
reglur um framkvæmd samnings-
ins um bann við útbreiðslu efna-
vopna og Bandaríkin ekki búin að
undirrita hann.
Dregur úr trausti
Talið er að málið verði til að
draga úr trú manna á staðhæfing-
ar Bandaríkjamanna þess efnis
að Kínveijar hafi brotið alþjóða-
samninga með því að selja Pakis-
tönum eldflaugahluta. Banda-
ríska utanríkisráðuneytið fyrir-
skipaði efnahagslegar refsiað-
gerðir gegn Kína vegna þeirra
staðhæfinga.
ítalskir fjölmiðlar vilja vita hverjir þáðu mútur
Þekktir fréttamenn
liggja undir grun
Maastricht-samningurinn í Bretlandi
Hyggst ákæra
Douglas Hurd
fyrir landráð
London. The Daily Telegraph.
BRESKUR kaupsýslumaður, Rodney Atkinson, hefur ákveðið að
leggja fram landráðakæru á hendur Douglas Hurd utanríkisráð-
herra og Francis Maude, fyrrverandi aðstoðarfjármálaherra.
Mennirnir tveir undirrituðu nýlega Maastricht-saminginn fyrir
hönd bresku ríkisstjórnarinnar. Ovíst er hvort ákæran verður
tekin til greina en Atkinson telur m.a. ráðamennirnir hafi gert
Elísabetu drottningu að borgara í öðru ríki, Evrópubandalaginu
(EB), og þannig gerst sekir um landráð.
Atkinson er bróðir þekkts gam-
anleikara, Rowans Atkinsons, og
hefur öðru hveiju veitt ráðherrum
úr íhaldsflokknum ráðgjöf. Hann
er svartsýnn á Maastricht-samn-
inginn um nánara samstarf EB-
ríkjanna og telur hann geta valdið
borgarastyijöld í bandalaginu.
Nefnd verða sjö ákæruatriði og
meðal laga sem talið er að hafí
verið brotin eru landráðalög frá
1795, krýningareiðslögin frá 1953
er drottningin var krýnd og lög frá
1932 sem banna ríkisstjórn að
binda hendur næstu stjómar með
gerðum sínum. Athyglisvert er
einnig að vísað verður til úrskurða
hæstaréttardómara frá 1983 þar
sem segir að þingið sé æðsta vald
í landinu en megi á hinn bóginn
ekki sjálft samþykkja að það verði
sett skör lægra en annað vald.
Varð að kæra
Atkinson seg-
ist ekki hafa átt
annarra kosta
völ því að sam-
kvæmt breskum
lögum verði þeir
sem telji að ver-
ið sé að fremja
iandráð að
skýra friðdómara frá grunsemdum
sínum eða sæta ella viðurlögum.
Landráð eru meðal þeirra
þriggja afbrota sem enn er hægt
að refsa fyrir með lífláti í Bret-
landi. Síðast gerðist það þegar
William Joyce, er uppnefndur var
Haw-Haw lávarður, var dæmdur
sekur en hann stundaði útvarpsá-
róður fyrir nasista á stríðsárun-
Rodney Atkinson
Rom. Reuter.
SÚ SAGA gengur nú fjöllunum hærra á Ítalíu að margir af þekktustu
blaðamönnum landsins muni brátt verða sakaðir um að eiga aðild að
þeim fjölmörgu spillingarmálum, sem þegar hafa orðið hundruð stjórn-
mála- og kaupsýslumanna að falli. Komst orðrómur þessa efnis á kreik
eftir að fréttist að „lítil svört bók“ hefði fundist við leit á skrifstofu
Carlo Sama, fyrrum forstjóra Feruzzi-samsteypunnar, þar sem í væri
að finna nöfn margra blaðamanna.
Talið er að nafnalistinn í bókinni
sé yfir blaðamenn sem þegið hafi
mútur frá Ferruzzi en við hlið margra
nafnanna voru ritaðar grunsamlegar
tölur. Á Sama að hafa sagt þeim,
sem fara með rannsókn málsins, að
þetta væru aðeins blaðamenn sem
væru „vingjarnlegir í garð Ferruzzi".
Ferruzzi-fyrirtækið var mjög um-
svifamikið á lyfjamarkaðinum en í
júní síðastliðnum var lánardrottnum
þess tilkynnt að fyrirtækið skuldaði
alls tuttugu milljarða dollara. Er tal-
ið að forsvarsmenn fyrirtækisins
hafi gerst sekir um umfangsmikinn
fjárdrátt. Stofnandi Ferruzzi og aða-
leigandi, Raul Gardini, framdi sjálfs-
morð í júlímánuði.
Nokkrir fjölmiðlar hafa þegar
krafíst þess að nöfn þeirra, sem á
listanum eru, verði gerð opinber þeg-
ar í stað. „Við skulum hætta að fara
í kringum hlutina - ef til er listi yfir
seka blaðamenn þá skulið þið af-
henda okkur nöfnin," sagði í forystu-
grein á forsíðu blaðsins L’Indipend-
ente. Blaðið Corríere della Sera gerði
málið einnig að umtalsefni í forystu-
grein og sagði: „Það nægir að lítill
hluti almennings telji .okkur háfa
þegið mútur til að starf okkar verði
tilgangslaust."
Lík einræðisherrans
komið til Filippseyja
Laoag á Filippseyjum. Reuter.
AÐEINS um 20.000 manns tóku á móti líki Ferdinands Marcosar, fyrr-
verandi forseta og einræðisherra Filippseyja, á Laoag-flugvelli í norður-
hluta landsins í gær en búist hafði verið við allt að niilljón manna.
Marcos var steypt af stóli 1986
og lýðræðislega kjörin stjórn tók við
völdum. Hann lést á Hawaii-eyjum
1989. Fidel Ramos forseti, sem neit-
aði ekkjunni Imeldu um leyfi til að
láta jarðsetja bónda sinn í höfuðborg-
inni Manila, sendi fulltrúa sinn til
að vera við athöfnina. Þau hjón voru
m.a. sökuð um að hafa stolið milljörð-
um dollara á valdaferli sínum, aðal-
lega úr ríkissjóði. Ramos taldi hættu
á að óeirðir brytust úr ef jarðarförin
færi fram í höfuðborginni.
Marcos verður jarðsettur í
heimabæ sínum á föstudag.
Reuter.
Frankfurt-sýningin undirbúin
BÍLASÝNINGIN í Frankfurt var formlega opnuð í gær. Á blaða-
mannafundum í tengslum við opnun sýningarinnar sögðust flestir
þýskir bifreiðaframleiðendur vera fremur svartsýnir varðandi nán-
ustu framtíð. Sögðu þeir fátt benda til að bílasala væri að glæðast
í heiminum og því mætti búast við slæmri afkomu á þessu ári. Á
myndinni má sjá einn starfsmanna sýningarinnar gljáfægja nýj-
ustu árgerð hins sígiida sportbíls Porsche 911 Carrera en slíkar
bifreiðir kosta á við meðalíbúð.
Bandarísk ferðaskrifstofa óskar eftir
EINUM starfsmanni til að opna útibú á íslandi.
Þarf að tala ensku og geta gert greiöslukortasamning við íslenskan banka
(Visa, Mastercard). Engrar starfsreynslu krafist, við sjáum um þjálfun.
Byrjar smátt - vex hratt. Sendið persónulegar upplýsingar til:
Innovative Travels
P.O. Box 6, Jackson, Wisconsin, 53037 USA
Gæðavara,
mikið úrval,
hagstætt verð,
örugg þjónusta.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
ARGUS/SÍA