Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 Þyrla, flugvél og 20 björgunarmenn leituðu að feðgum á Vatnajökli Töfðust vegna þoku en komust sjálfír til byggða vS* d.A ‘ i MIKIL leit var gerð að tveimur mönnum á Vatnajökli í gær- dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en auk hennar tóku lítil flugvél frá Höfn í Hornafirði og um 20 björgunar- sveitarmenn frá Kirkjubæjarklaustri og Öræfasveit þátt í leit- inni. Mennirnir töfðust vegna þoku og komust af eigin ramm- leik til byggða í gærkvöldi. Morgunblaðið náði tali af öðr- um jöklafaranum, Benedikt Kristinssyni, þegar hann var kominn að Bölta í Öræfum ásamt föður sínum, Kristni Benedikts- syni. „Þetta var vissulega ævin- týri,“ sagði Benedikt. „Við lögð- um á jökulinn á mánudag frá Grænalóni, upp Grænafjallið og þaðan á jökulinn. Við ætluðum upp á Þumal, skyggnið var í lagi þar sem við fórum upp en dimmt í fjöllunum við Þumalinn." Feðg- amir höfðu ekki gengið langt inn á jökulinn þegar skall á svarta- þoka og gengu þeir 5 til 6 klukku- tíma eftir áttavita. Til að ganga þessa leið á Þumal á gönguskíð- um verður að fara leið sem ligg- ur í hálfhring. „Ég ákvað að taka ekki áhættuna af að þvælast þarna um í þokunni óg við tókum stefnuna niður jökulinn í stað þess að halda áfram að Þumli,“ segir Benedikt. Þegar leið að kvöldi birti til og tjölduðu þeir um sjöleytið á mánudagskvöld uppi á jöklinum þar sem var heppilegt tjaldstæði. I gærmorgun gengu þeir niður eftir miðjum Skeiðaráijökli í glampandi sólskini og blíðu. „Við þurftum að þræða fyrir sprungur á leiðinni. Þetta er bara ís og tiltölulega hættulítið að fara þama niður á góðum mannbrodd- um, spmngurnar sjást vel og enginn snjór yfir þeim.“ Feðgarn- ir fóru síðan um þriggja km leið frá jökuljaðrinum að þjóðvegin- um. Þar gengu þeir í veg fyrir hópferðabíl Austurleiðar og fengu far með honum inn í Skaftafell. Benedikt og Kristinn hafa dvalið undanfarna daga í Skafta- * m (ir'analdn T N A\J Ö K U L L Áætluð leið mannanna Skeiðayír- y J ?Skáft^feH . Óræfa- jökull^,. jf*P' r , jökuli nlðurafjöklinum !® k e i ð a r á r' s a n d u r\ }a <r /í þ 5 'JO/lSkm J ■---n Inpólfshöföi Kortið sýnir ferðaáætlun feðg- anna og hvar þeir komu af jökl- inum. felli og gengið á fjöll, meðal ann- ars tvisvar á Hvannadalshnjúk. Þeir eru þaulvanir íjallgöngum og vanir skíðagöngumenn. Fjórir með fölsuð vegabréf STARFSFÓLK Flugleiða stöðv- aði í gær fjóra menn sem ætluðu að ferðast til Bandaríkjanna með vafasöm skilríki. Farþegarnir, sem líklega eru Kóreumenn, voru í vörslu lögreglunnai’ á Keflavík- urflugvelli í nótt og í morgun átti að senda þá til sömu staða og þeir komu frá í gær. Þrír farþeganna komu um borð í Flugleiðavél í Lúxemborg og einn í Stokkhólmi. Við skoðun vegabréfa þótti sýnt að þeir fyrstnefndu væru með falsaðar vegabréfsáritanir og sá síðasttaldi var með kanadískt vegabréf sem þótti grunsamlegt. HM í brids Evrópuþjóð- ir í úrslitin NORÐMENN og Hollending- ar eigast við í úrslitaleik opna flokksins á heimsmeist- aramótinu í brids og mun því önnur þessara þjóða taka við heimsmeistaratitlinum af Is- lendingum. í kvennaflokki spila Bandaríkin og Þýzka- land til úrslita. Undanúrslitaleikimir í opna flokknum voru mjög spennandi og jafnir og unnust báðir með aðeins þriggja stiga mun. Norð- menn unnu Brasilíumenn 208-205 og Hollendingar unnu Bandaríkjamenn 202-199. Úr- slitaleikirnir hefjast í dag og lýkur þeim á föstudag. Birkir kaupandi Flugleiða- bréfanna BIRKIR Baldvinsson, athafna- maður í flugrekstri sem haft hefur umsvif í Lúxemborg, er samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins, kaupandi hlutabréfa I Flugleiðum sem seld voru á mánudag. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær keypti einn aðili hluta- bréf að nafnvirði 33 milljónir króna í félaginu á genginu 1,01. Um er að ræða 1,6% af heildarhlutafé Flugleiða. Birkir hefur ekki verið á skrá yfir stærstu hluthafa í félag- inu, en er orðinn einn af þeim stærstu við þessi kaup. Birkir gerði árið 1985 tilboð í hlut ríkissjóðs í Flugleiðum, sem var fimmtungur hlutaijár í félaginu. í kjölfarið gerði Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, tilboð í bréfin fyrir hönd Flugleiða, sem Albert Guðmundsson þáverandi fjármálaráðherra gekk að. ♦ ♦ » Boltaleikur í blíðviðri Morgunblaðið/Golli Aðstoð við Palestínu Fullþátttaka íslendinga RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að íslendingar myndu „taka fullan þátt“.í sam- eiginlegri áætlun Norðurland- anna um aðstoð við væntanlega sjálfstjórn Palestínumanna. Að- stoðin verður innt af hendi á tveimur til fjórum árum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins gæti þetta þýtt að Is- lendingar greiddu allt að 78 milljón- ir króna af þeirri 870 milljóna fjár- hagsaðstoð, sem utanríkisráðherrar Norðurlanda hafa ákveðið að veita Palestínumönnum. Einnig gæti svo farið að aðstoðin yrði veitt í öðru formi, til dæmis með því að senda til Palestínuaraba tækjabúnað eða starfslið til upp- byggingar. McDonald’s fellst á að ganga til samninga um kaup og kjör starfsfólks Viðskiptaþrýstingur frá Norðurlöndum um að semja LYST hf., leyfishafi McDon- ald’s-veitingahúsakeðjunnar á íslandi, féllst í gær á að ganga til samninga við Félag starfs- fólks í veitingahúsum og Al- þýðusamband Islands um kaup í dag Þyrlukaup ■ Ríkisstjórnin frestaði ákvörðun um kaup á nýrri björgunarþyrlu 16 Noregur Óspennandi kosningabarátta 20 Knattspyrna ísland sigraði Lúxemborg í Evrópu- keppni 21 árs og yngri 42 Leiðari Landbúnaðurinn 22 egglÍfessisSES-SiSái jpgj IfÉs CtíliUaingsvM'ðmæU ufurða W/ SsP úi' loðnu tim 2,7 miiyaröai’ FISKIKER )Rii- Onu E7P ^ MWI Úr verínu ► Útflutningsverðmæti loðnuaf- urða um 2,7 miiyarðar - Tvílemb- ingstrollið lofar góðu - Norðmenn bíða eftir búraævintýri - Þorsk- salan innanlands eykst Myndasögur ► Drátthagi blýanturinn Myndir ungra listamanna - Ljóð - Brandarar - Myndasögur - Skemmtilegar þrautir - Penna- vinir - Leikhornið og kjör starfsfólks fyrirtækis- ins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var kominn upp víðtækur viðskiptaþrýstingur frá Norðurlöndum gagnvart fyrirtækinu um að ganga til samninga auk þess sem forráða- menn fyrirtækisins töldu að út frá viðskiptalegu sjónarmiði myndi viðhöfnin við opnun veit- ingastaðarins 10. september hverfa í skuggann af deilunum við verkalýðshreyfinguna. Óvíst er hvort fyrirtækið mun ganga að gildandi samningum FSV eða hvort gerður verður sérstakur kjarasamningur fyrir starfsfólk McDonald’s en skv. heimildum blaðsins eru allar líkur á að fyrir- tækið muni fallast á að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði stéttarfé- lagsins. Hins vegar er óljósara hvort það muni samþykkja að inn- heimta iðgjöld starfsmanna til stéttarfélagsins. Formenn landssambanda ASÍ komu saman í gærmorgun vegna deilunnar við forsvarsmenn McDonald’s-veitingahússins og sendu frá sér harðorða yfirlýsingu vegna málsins. Var ákveðið að kalla formenn aðildarfélaga ASÍ á höfuðborgarsvæðinu til fundar kl. 13 í dag til að ræða hvort grípa ætti til sérstakra aðgerða gegn fyrirtækinu. Hótun um að sniðganga veit- ingastaðinn Þá sendu verkalýðsfélög og önn- ur launþegasamtök frá sér hörð mótmæli í gær við þeim fyrirætlun- um McDonald’s að sniðganga verkalýðsfélög. Einnig sendi Verkamannafélagið Hlíf frá sér yfírlýsingu um að félagar þess myndu sniðganga veitingastaði McDonald’s meðan fyrirtækið neit- aði að semja um kaup og kjör við FSV. Síðdegis í gær náðist svo samkomulag á milli Lystar hf., FSV og ASI um að ganga til samn- inga um kaup og kjör starfsfólks fyrirtækisins og hefst samninga- fundurinn kl. 11 í dag. Sjá miðopnu: „Deilt um skyldu... I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.