Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SBPTEMBER 1993 7 Einar Oddur hættir sem framkvæmda- stjórí Hjálms hf. á Flateyri Stofnun Vestfirsks skelfísks samþykkt EINAR Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri, tilkynnti á aðalfundi fyrirtækisins í gærkveldi að hann hygðist láta af störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins innan tíðar, en hann hefur gegnt þvi starfi í 25 ár. Ein- ar Oddur var kjörinn stjórnarformaður nýrrar stjórnar á ofangreindum aðalfundi, jafnframt því sem tillaga um stofn- un nýs fyrirtækis um kúfiskvinnslu Hjálms hf. var samþykkt og mun nýja fyrirtækið heita Vestfirskur skelfiskur hf. „Ég hef tilkynnt stjórn Hjálms hf. að ég hyggist hætta sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, og þessa ákvörðun mína ítrekaði ég á aðalfundi félagsins í kvöld,“ sagði Einar Oddur í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. Ný stjórn var kjörin í fyrirtæk- inu í gærkveldi, þar sem Einar Oddur var kjörinn stjómarformað- ur. Á aðalfundinum var flutt til- laga stjórnar um að stofna nýtt félag, er héti Vestfírskur skelfisk- ur hf., sem jafnframt var sam- þykkt. Hjálmur hf. leggur inn í það félag umtalsverða fjármuni, hús og skip. Einar Oddur mun einnig verða stjórnarformaður í hinu nýja fyrirtæki, Vestfirskum skelfiski. Aðspurður hveijar ástæður lægju að baki þessari ákvörðun, svaraði Einar Oddur: „Ég hef nú gegnt þessu starfí í 25 ár og mér fínnst eðlilegt að breyting eigi sér stað. Ég hef einnig áhuga á því að breyta örlítið um vettvang og færa mig til og tel það reyndar mjög eðlilegt að gera svo, eftir aldarfjórðung í sama starfí.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þokudagar í Eyjum Vestmannaeyjum. HLÝINDI og blíðviðri hafa verið í Eyjum síðustu daga. Þessu hefur fylgt þokuloft sem sett hefur skemmtilegan svip á landslagið því þokan hefur lagst á skemmti- legan hátt yfir hluta bæjarins og stundum hefur verið þoka í aust- urbænum meðan sólin hefur skin- ið í vesturbænum og jafnvel hefur þokan lagst yfír hluta bæjarins en fjallatoppar staðið uppúr bökk- unum. Grímur Formaður efnahags- og viðskíptanefndar Alþingis Vill afnema flutiiingsj öfnunargj ald VILHJÁLMUR Egilsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis segir að hann sé hlynntur afnámi flutningsjöfnunargjalds á olíu- vörur. „Helstu rökin gegn afnámi gjaldsins á sínum tíma voru að oiíufé- lögin myndu mismuna afskekktum byggðalögum í verðlagningu á olíu en ég óttast slíkt ekki,“ segir Vilhjálmur. Málið var til umræðu í nefnd- inni veturinn 1991-92 er þáverandi viðskiptaráðherra flutti frumvarp um afnám gjaldsins. Hins vegar var það ekki afgreitt og Vilhjálmur telur að endurupptaka málsins hijóti að vera að frumkvæði ráðherra. Vilhjámur segir að hann geti ekki og viðskiptanefnd nú enda hafí málið sagt til um hvort stuðningur sé við ekkert verið rætt þar frá því að frum- afnám jöfnunargjaldsins í efnahags- varpið náði ekki fram að ganga fyrir tveimur árum. „Rökin sem sett voru fram gegn frumvarpinu á sínum tíma ollu því að það náðrekki fram að ganga en ég tel ekki ástæðu til að óttast óæskilegar afleiðingar þess að fella þetta gjald niður,“ segir hann. „Það hlýtur hins vegar að verða við- skiptaráðherra sem á frumkvæði að því að taka þetta mál upp aftur.“ Ekki náðist í Sighvat Björgvins- son en hann er nú staddur erlendis. Ekki fleirí afpantanir frá Noregi ENGAR frekari afgantanir hafa borist frá Noregi á íslensku sjáv- arútvegssýninguna frá því að 80 manna hópur frá Tromsö hætti við að koma hingað til lands fyrr í sumar. Ástæðuna kvað hópur- inn vera veiðar íslendinga í Smugunni. Ellen Ingvadóttir blaðafulltrúi sýningarinnar segir að staðan sé að öðru leyti óbreytt og Noregur verði með stærsta sýningarbásinn. Hópurinn sem afpantaði ætlaði að koma hingað til lands með leigu- flugi og segir Ellen að það sé leitt að þeir skuli ekki koma því þetta verði glæsileg sýning. „Kannski skila einhveijir þeirra sér með áætlunarflugi,“ segir hún. Læknafélagið 75 ára Læknaþing með hátíð- ardagskrá HÁTÍÐARDAGSKRÁ verð- ur dagana 10. til 18. septem- ber næstkomandi í tilefni af 75 ára afmæli Læknafélags íslands. Auk sjálfrar af- mælishátiðarinnar þann 16. september verða haldin fræðslunámskeið, vísinda- þing, málþing, fyrirlestrar og aðalfundur Læknafélags- ins verður haldinn. Innlendir sem erlendir fyrir- lesarar munu greina frá rann- sóknum sínum á þinginu, svo sem Daniel C. Tosteson, for- seti læknadeildar Harvard- háskóla, Leah J. Dickstein, varaforseti læknadeildar Kentucky-háskóla, dr. Christa Habricht prófessor, Peter Pritchard læknir, dr. Snorri S. Þorgeirsson, yfirmaður til- raunadeildar National Cancer Institute í Maryland, og dr. Stefán Karlsson, yfírlæknir frumeinda- og erfðalæknis- fræðirannsókna í National Cancer Institute í Maryland. NU ERU 10 AR SIÐAN STORSYNINGIN ROKK '83 SLÓ SVO RÆKILEGA í GEGN Á CCOADWAy AF ÞVÍ TILEFNI OG VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA SETJUM VIÐ UPP SÝNINGUNA KYNNIR ER ÞORGEIR ÁSTVALDSSON. GAMLA ROKKLANDSLIÐIÐ ÁSAMT STÓRHUÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRÐARSONAR SEM SKIPA: Næstu sýningar 11. sept. 18. sept. 25. sept. sson Gunnar Engilbert Jensen - Jón Kjel , Rúnar Georgsson - Einar Schevinq Ásgeir Steingrímsson - Helga Möller Miða- og borðapantanir milli kl. 13.00 - 17.00 alla daga í S - 68 71 11 VITlAUSf K hcVtfí, pn ★ FRÆGASTA HUÓMSVEIT ★ ALLRATÍMA HLJÓMAR LEIKA FYRIR DANSIÁSAMT ★ ROKKSTJÖRNUNUM ★ TILKL3.00 Verð kr. 3.900.- m/sýningu og mat Verð kr. 1.500.- m/sýningu Verð kr. 1.000.- eftir sýningu M/4TS0ILL Sjávarréttatrío m/sinnepssósu Lambahnetusteik m/bakaðri kartöflu og koníakssveppasósu Kaffiís m/sherrysósu og kiwi. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ TILVALIÐ FYRIRT.D VINNUSTAÐAHÓPA FÉLAGASAMTÖK 0G SAUMAKLÚBB/ Þór Níelsen Harald G. Haralds Stefán Jónsson Mjöll Hólm Garðar Guðmunds. % Siggi Johnny Anna Vilhjálms Berti Möller Astrid Jensdóttir Einar Júlíuss. Þorsteinn Eggertss. Sigurdór Sigurdórss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.