Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993
HVAR ER ÉG?
eftir Halldór Jónsson
Ég hef legið andvaka stundum á
þessu sumri og reynt að botna í ís-
lenzka viðskiptalífinu og afstöðu
stjórnmálamannanna til þess. Þess
meira sem ég reyni að hugsa verður
mér meira illt í höfðinu eins og hon-
um Jeppa á Fjalli.
Ég hreifst ungur af sjálfstæðis-
stefnunni og taldi hana standa næst
mínum þankagangi um það í hvern-
ig þjóðfélagi ég vildi lifa. En hún
skuldbatt Sjálfstæðisflokkinn til
þess að vinna í innanlandsmálum
að víðsýnni og þjóðlegri umbóta-
stefnu, á grundvelli einstaklings-
frelsis og atvinnufrelsis með hags-
muni allra stétta fyrir augum.
Ég hef reynt að trúa því til þessa
dags að þessi sé stefna flokksins.
Allur undansláttur frá þessari stefnu
sé framinn af forystumönnum
flokksins vegna þess að þeir verði
að semja við aðra flokka um fram-
gang mála. Með þetta að vopni geta
þeir í rauninni sagt mér hvað sem
er og látið mig kyngja. Og þegar
kemur kjörborði að þá krossa ég á
réttum stað eins og maðurinn henn-
ar Jónínu hans Jóns. Því einn for-
maður fiokksins sagði við okkur einu
sinni þegar við vorum að rövla:
Munið þið piltar, að þótt við séum
vondir, þá eru aðrir verri! Svo hvað
getum við gert? Nokkuð annað en
að vera múlbundnir flokkshestar
með spjöld fyrir augunum? Ekki er
ástandið betra í öðrum flokkum
nema hvað að þar sé heldur meiri
von um bitlinga vegna fákeppni.
Nú er búið að bjóða okkur sjálf-
stæðismönnum á landsfund til þess
væntanlega að klappa fyrir gengis-
fellingum í þágu alþjóðar, áfram-
haldandi misvægi atkvæða, meira
landbúnaðarvandamáli, áframhaldi
kvótakerfísins og varnarsigrum í rík-
isfallittinu. Og við munum klappa
og klappa og halda að við höfum
eitthvað að segja í þessum flokki
þegar við erum búin að skreyta okk-
ur með merkingu með fánalitaborð-
anum.
En hvernig er svo veruleikinn?
Hvernig er sjálfstæðisstefnan prakt-
íseruð í þjóðfélaginu?
Ég hef átt þó nokkur samtöl við
forystumenn flokksins míns um við-
skiptamál og fjármálasiðferði í land-
inu um þessar mundir undir stjórnar-
forystu Sjálfstæðisflokksins. Þeir
eru fullir samúðar og skilnings með-
an ég tala. En þar endar máiið að
því er virðist.
Og hvað er mér þá á hjarta?
Ég hef haldið til þessa að frjáis
markaðssamkeppni ætti að ríkja á
íslandi á grundvelli áðurnefndrar
sjálfstæðisstefnu. Svo tala enda for-
ystumennirnir á góðum stundum.
En hver er raunin?
Keppi tvö eða fleiri 30-60 manna
fyrirtæki á markaði og eitt fari á
hausinn, þá hefði maður haldið að
hin betur reknu fengju að njóta hag-
kvæmni minnkaðs framboðs, þangað
til að nýtt samkeppnisfyrirtæki yrði
stofnað í þeim göfuga tilgangi að
hindra einokun hinna gömlu. Og
venjulega þurfa menn ekki að bíða
lengi eftir að einhveijir fínni pen-
ingalykt, — að þeir halda.
Þetta passar hinsvegar ekki í ís-
lenzkt efnahagskram. Atvinnuör-
yggi flölda manna er í hættu segja
menn! Það verður að bjarga verð-
mætunum segja lánardrottnarnir!
Bylgja reddingahugsjóna rís í fjöl-
miðlum og nú fara hjólin að snúast.
Skyndilega opnast fallíttmönnun-
um allar gáttir. Það eru gerðir við
þá nauðasamningar þar sem þeim
eru gefínn eftir lunginn úr vanskil-
unum. Fyrirtæki eru endurreist og
allir klappa. Hinn valkosturinn er jú
að halda útsölur á verðmætum, sem
þrotamenn hafa svikið út úr seljend-
um, — þjófaveizlur hafa þessar útsöl-
ur verið kallaðar og má til sanns
vegar færa, þar sem haldsréttur í
ógreiddri vöru virðist framandi í
kerfínu.
Sé um að ræða mjög vinsæl fyrir-
tæki þá gefa lánastofnanir eftir
5-700 milljónir af skuldum án þess
að depla augum. Og þrotamennirnir
látnir stjóma áframhaldandi rekstri,
vegna þess líklega, að þeir eru svo
sniðugir að enginn finnst þeirra jafn-
ingi. Og almenningur yppir öxlum
og allir eru ánægðir.
Vinsælum fyrirtækjum er leyft
að borga skuldir með framleiðsluvör-
um sínum hjá sveitarfélögum, bönk-
um, opinberum sjóðum og ríki. í
gegn um þetta ná þessi fyrirtæki
skiljanlega mikilli söluaukningu og
auknum vinsældum á kostnað sam-
keppnisfyrirtækja sinna, sem verða
að borga skuldir sínar í beinhörðum
nordölum. Svona bjarganir verða
bara enn ein skrautfjöður í hatti
forstjóranna, sem lengi hafa haldið
þjóðarathygli vegna skarpskyggni
sinnar á lausnum allra vandamála
þjóðlífsins auk viðskiptalegrar redd-
ingastarfsemi.
Eitt fyrirtæki af þremur í sömu
grein á yfirfullum markaði hér á
höfuðborgarsvæðinu fer á hausinn,
ekki í fyrsta sinn, heldur í annað
sinn með braki. Margir tala um stór-
skandala. Lánardrottinn þess, opin-
ber sjóður sem samkeppnisaðilarnir
hafa stritast við að mynda í 35 ár,
kaupir flakið og hefur grimma sam-
keppni við þá sem eftir hjara.
Sjóðurinn segist þurfa að vernda
hagsmuni sína! Skyndilega hefur
hann ekki áhyggjur af rekstraraf-
komu þeirra sem eftir lifðu! í þess-
ari samkeppni leggur hann sjálfan
sig allan að veði í áhætturekstri.
Brot á 14. gr. samkeppnislaga segja
margir. Ekkert er gert af opinberri
hálfu til að rannsaka þetta atferli.
Þetta er bara í lagi.
En getur ekki verið að stjórnend-
um þessa sjóðs sé mest í mun að
þurfa ekki að viðurkenna að upphaf-
íegar og síðari lánveitingar sínar
hafí reynst vera misráðnar í þessu
tiiviki? Því haldi þeir ótrauðir áfram
til þess að ekki falli blettur á bæk-
urnar. Fari hin tvö fyrirtækin á
hausinn í samkeppni við þennan
nýja fjársterka aðila, þá hafa stjórn-
endurnir haft fullan sigur. Þetta er
rétt hjá okkur frá byrjun, geta þeir
sagt. Stjórnendum sjóðsins getur því
raunverulega langað til þess að
lemja samkeppnisaðila þessa eftir-
lætisskuldara síns. Þeir komast upp
með það þrátt fyrir lög og tilvist
samkeppnisstofnunar sem á að gæta
laganna. En hún er þögul sem sfínx-
inn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins virðast ekkert hafa um málið að
segja. Kannske eru kratarnir áhuga-
samari?
Vinsælt hugsjónaskipafélag fer á
hausinn og viðskiptabanki þess fer
að reka það í samkeppni við annan
viðskiptamann sinn, sem hefur stað-
ið í skilum með allt sitt. Nú er bank-
inn skyndilega orðinn bjargvættur
þjóðarinnar gegn ímyndaðri einokun
eða yfirburðastærð skilamannsins!
Til þess er í lagi að bankinn bulltapi
Halldór Jónsson
„Það er því vandfund-
inn einhver viðskipta-
mórall í þessu landi
lengur. Það er rekin
starfsemi fyrir opnum
tjöldum, sem virðist í
rauninni ekkert annað
en rán, ofbeldi og svik.“
á rekstrinum! Þjóðin borgar hvort
eð er tapið á bankanum á svo raffín-
eraðan hátt, að það kemur ekki inn
á fjárlög fyrr en 2013.
Tvö hótel fara á hausinn. Tveir
bankar fara að reka þau á yfirfullum
markaði í samkeppni við Tolla vin
minn. Tolli græðir en bankarnir
tapa. Best gæti maður haldið að
bankana langi til að hengja Tolla
fyrir að valda sér tjóni með sam-
keppni. En Tolli borgar sína skatta
með bros á vör. Kominn á níræðis-
aldurinn er hann skattakóngur
landsins. En enginn þakkar honum
fyrir að sjálfsögðu né býður honum
á landsfund.
Svona er þetta um landið þvert
og endilangt. Opinbert fé er notað
til að rétta við fallítt og spilla niður-
stöðum samkeppninnar. Til þess að
lýsa þessu detta manni helst óprent-
hæf lýsingarorð.
íslenzkt viðskiptaþjóðfélag virðist
vera orðið samtryggingarþjóðfélag
útvalinn valdapersóna, sem skulu
settir á vetur hvað sem það kostar,
meðan aulabárðar, sem skulda eitt-
hvert skítterí eru settir í gjaldþrot
og uppboð. Þá er réttlætið á fullu
og fógetar á ferð.
Pilsfaldakapítalismi hefur þetta
verið nefnt af vinstrimönnum. Sé
það eitthvað annað fáum við það
kannske útskýrt á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins í október nk.
Stundum dettur manni í hug að
þeir sem um útlán hafa fjallað í ís-
lenzka banka- og sjóðakerfínu á
undanförnum áratugum hljóti að
vera jafnóheppnustu menn í ein-
stakri starfsstétt sem finnast á land-
inu. Það virðist vera að þeir hafí
látið plata sig upp úr skónum af
veltalandi snillingum í svo mörgum
tilvikum, að til stórvandræða sé.
Nægir að nefna minka, refi og físk-
eldi. Enda hafa brúkaðir pólitíkusar
iöngum verið taldir öðrum mönnum
hæfari til útlánastarfa og raunar
flestra annarra háifopinberra starfa
um langan aldur.
Afleiðingin af útlánamistökunum
er meðal annars bandbijálað vaxta-
okur á íslenzkum fjármagnsmark-
aði, þar sem þeir sem borga skuldir
sínar eru látnir greiða fyrir hina sem
ekki borguðu. Svona einfalt er það.
Almenningur verður að sætta sig
við 41% víxilvexti í 10% verðbólgu
miðað við mánaðar framlengingar.
En snillingarnir sléttmálgu halda
áfram iðju sinni eins og ekkert hafi
í skorizt og enda sjálfsagt með því
að standa yfir höfuðsvörðum þeirra
sem voru svo vitlausir að reyna að
borga.
Það er því vandfundinn einhver
viðskiptamórall í þessu landi lengur.
Það er rekin starfsemi fyrir opnum
tjöldum, sem virðist í rauninni ekk-
ert annað en rán, ofbeldi og svik.
Og öllum finnst þetta bara í lagi.
Að minnsta kosti gerir enginn neitt
í þessu. Það gengur fyrir að byggja
yfir hæstarétt meðan frumskógar-
lögmálin ríkja á götum landsins og
réttur þess óprúttna gildir.
Fyrir þessu öllu á ég að klappa á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins núna
í októberlok. Þar verð ég maður með
mönnum, með flagg, merki og
kannske blöðru iíka, og fæ ef til
vill að kjósa nokkra höfuðsnillinga
úr viðskiptalífinu í miðstjórn flokks-
ins. Jafnvel þó þeir bjóði sig fram
með símskeytum þar sem þeir mega
ekki vera að því að sitja fundinn
vegna anna við íjármálin.
Mikið hlakka ég til. Upptendraður
af nærveru leiðtoganna mun ég aft-
ur vita hvar ég er.
Höfundur er verkfræðingvr.
>
i
}
)
)
Félagafrelsi og hamborgarar
eftir Gunnar Jóhann
Birgisson
Fram hefur komið í fréttum að
rekstraraðilar McDonaldshamborg-
arakeðjunnar á íslandi ætli að
standa utan félaga á vinnumarkaði
og semja beint við starfsfólk sitt
án atbeina verkalýðsfélaga. Tals-
menn fyrirtækisins hafa greint frá
því að starfsmenn þess verði yfir-
borgaðir sé mið tekið af gildandi
kjarasamningum. Verkalýðsfor-
kólfar hafa mótmælt þessu harð-
lega og hafa haldið þvi fram, að
fyrirtækið sé með þessu að brjóta
lög og reglur og að þessu verði
ekki tekið þegjandi og hljóðalaust.
Fyrirtækinu verði stefnt til þess að
svara til saka fyrir dómstólum og
jafnvel verði gripið til þess ráðs að
hvetja almenning til þess að hunsa
veitingastaðinn.
Rétturinn til að standa utan
félaga
Ekki ætla ég að svara því hvort
þessi ráðstöfun fyrirtækisins sé
skynsamleg eða ekíci. Ég ætla ekki
heldur að ræða um hvort skynsam-
legt sé fyrir launþega að standa
utan stéttarfélaga eða hvort skyn-
samlegt sé fyrir launþega að hunsa
hamborgarastaðinn. Þessum spurn-
ingum getur hver svarað fyrir sig.
Ef fyrirtækið hins vegar kýs að
standa utan félaga, því ætti það
ekki að hafa rétt til þess? Og ættu
starfsmenn fyrirtækisins ekki með
sama hætti að hafa rétt til þess að
standa utan félaga ef þeir það
kjósa?
Ég er þeirrar skoðunar, eins og
svo fjölmargir aðrir, að félagafrels-
isákvæði stjórnarskrár og alþjóða-
samninga og -sáttmála, sem Island
er aðili að, tryggi rétt manna til
þess að standa utan félaga og að
þessi réttur hafi verið staðfestur í
nýlegum dómi Evrópudómstólsins
frá 30. júní sl. Aðrar túlkanir eða
skýringar á ákvæðum þessum geti
einfaldlega ekki staðist. Hvaða lög
er fyrirtækið þá að bijóta?
Lög um starfskjör launafólks
Því hefur verið haldið fram að
fyrirtækið sé að bijóta lög um
starfskjör launafólks nr. 55/1980.
í þeim lögum kemur fram, að laun
og önnur starfskjör, sem aðildar-
samtök vinnumarkaðarins semji
um, skuli vera lágmarksjör, sem
aðildarsamtök vinnumarkaðarins
semji um, skuli vera lágmarkskjör
fyrir alla iaunamenn í viðkomandi
starfsgrein á svæði því, er samning-
urinn tekur til. Ef fullyrðingar ham-
borgarafyrirtækisins eru réttar, um
að starfsmenn verði yfírborgaðir
miðað við gildandi kjarasamninga,
er augljóst að fyrirtækið er ekki
að bijóta gegn þessu lagaákvæði.
I sömu lögum eru öllum atvinnurek-
endum gert skylt að greiða í sjúkra-
sjóði og orlofssjóði viðkomandi
stéttarfélaga og að halda eftir af
„í kjarasamningum eru
ákvæði um forgangsrétt
viðkomandi stéttarfé-
laga til vinnunar á við-
komandi félagssvæðum.
Hamborgarafyrirtækið
er ekki aðili að vinnu-
veitendasambandinu,
sem er aðili að gildandi
kjarasamningum. M.ö.o.
fyrirtækið hefur ekki
með nokkrum hætti
skuldbundið sig til þess
að hlíta umræddum for-
gangsréttarákvæðum.“
launum starfsmanns iðgjaldi hans
til viðkomandi stéttarfélaga. Ekki
veit ég hvernig fyrirtækið ætlar að
snúa sér í þessu. Ef starfsmenn
hins vegar kjósa að standa utan
stéttarfélaga tel ég, að ekki sé á
grundvelli þessara lagaákvæða
hægt að knýja fyrirtækið til þess
að halda eftir hluta af launum
þeirra til greiðslu gjalda til félaga
er starfsmennirnir eru ekki aðilar
að eða félagsmenn í. Slíkt brýtur
einfaldlega gegn fyrrgreindum
ákvæðum um félagafrelsi.
Kjarasamningar eru ekki lög
í kjarasamningum eru ákvæði
um forgangsrétt viðkomandi stétt-
arfélaga til vinnunar á viðkomandi
félagssvæðum. Hamborgarafyrir-
tækið er ekki aðili að vinnuveitenda-
sambandinu, sem er aðili að gild-
andi kjarasamningum. M.ö.o. fyrir-
tækið hefur ekki með nokkrum
hætti skuldbundið sig til þess að
hlíta umræddum forgangsréttar-
ákvæðum. Né heldur eru starfs-
menn þess aðilar að slíkum samn-
ingum. Varla hafa kjarasamningar
ígildi laga? Þ.e.a.s. varla gilda
samningarnir fyrir þá sem ekki eru
aðilar að þeim umfram það sem
segir í lögum um starfskjör launa-
fólks? Varla hefur aðilum vinnu-
markaðarins verið falið slíkt lög-
gjafarvald? Forgangsréttarákvæðin
eru tímaskekkja og standast senni-
lega ekki félagafrelsisákvæði ef
grannt er skoðað.
Lögbrot eða ekki lögbrot?
Af framansögðu er mér ekki al-
veg ljóst hvaða lög McDonaldsfyrir-
tækið er að bijóta. Ef fyrirtækið
stendur fast á sínu og verkalýðs-
hreyfíngin ákveður að höfða mál
gegn fyrirtækinu verður enn á ný
tekist á um félagafrelsið hér á landi.
Verkalýðshreyfingin verður þá
komin í þá leiðinlegu aðstöðu að
halda því fram, að félagafrelsi gildi
ekki fyrir þá sem vilja standa utan
félaga. En það var einmitt á grund-
velli félagafrelsisákvæða sem starf-
semi stéttarfélaga var tryggð á sín-
um tíma.
Gunnar Jóhann Birgisson
Starfsumhverfi stéttarfélaga er
að breytast og þau þurfa að aðlaga
sig að breyttum tímum. Það gera
þau ekki með því að standa í vegi
fyrir því að mannréttindi séu virt.
Þau geta ekki endalaust vísað kröf-
unni um félagafrelsi á bug með því
að segja að hér sé eingöngu um
að ræða eitthvert „fijálshyggjupíp".
Slíkur málflutningur er ekki sann-
færandi og ekki til þess gerður að
auka tiltrú launþega á hagsmuna-
samtökum sínum.
Höfundur er héraðsdóms-
lögmaður í Reykjavík.