Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 44
VISA LEIÐIN UM EVROPU FARKLÚBBUR VISA Simi 91-671700 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Færri börn slas- ast í umferðinni RANNSÓKNIR tveggja lækna á Borgarspítalanum sýna að dregið hefur úr umferðarslysum ungra barna undanfarin ár. Af niðurstöð- unum má ráða að öflug umferðarfræðsla hafi skilað góðum árangri. Þá hefur sannast að öryggistæki á borð við reiðhjóla- hjálma og barnabílstóla tryggja öryggi barna. Anna Stefánsdóttir og Brynjólf- ur Mogensen, læknar á Borgar- spítalanum, hafa unnið úr gögnum um börn sem komið var með á slysadeild spítalans vegna umferð- arslysa á árunum 1974-1991. Nýgengi umferðarslysa barna reyndist hæst á árunum 1974- Slys a bbrnum 1874-1891 á hver þúsund börn 74/76 77/79 80/82 83/85 86/88 89/91 1976. Frá árinu 1974 til 1991 varð marktæk lækkun á tíðni umferðarslysa meðal 0-4 ára og 5-9 ára barna. Sérstaklega voru skoðuð árin 1987-1991. Þá voru umferðarslys 3,2% af öllum barnaslysum og reyndust alvarlegustu slysin á börnum verða í umferðinni. Fleiri drengir slösuðust en stúlkur, eða 3 drengir á móti hveijum 2 stúlk- um. Nær helmingur þessara slysa (47,2%) voru reiðhjólaslys, rúm 2% þeirra barna sem slösuðust voru með hjálm. Fjórðungur hinna slös- uðu voru farþegar í bíium, og vek- ur athygli að meira en helmingur -^(56%) þeirra barna var laus í bíln- um, þriðjungur (35%) í bílbeltum en 9% í bílstólum. Þegar innlagnir á sjúkrahús voru skoðaðar þurfti oftast að leggja inn gangandi vegfarendur og fórnarlömb mótorhjólaslysa. Á árunum 1987-1991 létust 4 börn í umferðinni í Reykjavík, þijú þeirra voru gangandi vegfarendur. Morgunblaðið/Golli Með fjóra til reiðar HANN Haraldur Skjóldal á Akureyri ætti að komast leiðar sinnar; með þijá fallega hesta og hjólhestinn að auki til reiðar. Óvíst hvort Arnar HU hefði getað haldið til veiða í Smugunni Skagstrendingur gæti tap- að 135 millj. niðurgreiðslum Riftunarákvæði eru í mörgnm samningum um skipasmíðar í Noregi Bensínlítr- innlækkar um krónu BENSÍNLÍTRINN lækkar að meðaltali um eina krónu í dag vegna lækkunar á gengi dollars að undanfömu. Hjá Skeljungi hf. lækkar 92 okt. bensín úr kr. 67,70 í kr. 66,90, eða um 80 aura, 95 okt. bensín lækkar úr kr. 70,30 í kr. 69,20 eða um kr. 1,10 og 98 okt. bensín lækkar úr kr. 73,70 í kr. 72,70 eða um eina krónu. Búast má við svipaðri lækkun hjá öðrum olíufélögum. „Þetta er ekki vegna breyt- inga á bensínverði heldur á gengi,“ sagði Kristinn Björns- son forstjóri Skeljungs. „Það var ljóst fyrir helgi þegar doll- arinn fór að lækka að við mynd- um lækka bensínverðið.“ NIÐURFELLING niðurgreiðslna af verði fiskiskipa, sem smiðuð voru í Noregi, gæti valdið íslensk- um útgerðum sem í hlut eiga tuga milljóna tjóni. Nokkrar íslenskar útgerðir hafa keypt togara sem greiddir eru niður af norska rík- inu, um upphæð sem nemur 5 til 15% af verði nýsmíðarinnar. I samningum við sumar þessara út- gerða eru ákvæði sem kunna að heimila norska ríkinu að felia nið- ur eftirstöðvar niðurgreiðslna þessara, gerist viðkomandi útgerð brotleg við ákvæði sem takmarka veiðislóðir skipanna. Að sögn Sveins S. Ingólfssonar, fram- kvæmdastjóra Skagstrendings hf., myndi það þýða brottfall 135 millj- óna króna niðurgreiðslna, ef út- gerðin gerðist brotleg við þessi ákvæði samningsins. Nýjasta skip Skagstrendings, Arnar HU, hefði því ekki getað haldið til veiða í Smugunni án þess að stefna þess- um niðurgreiðslum i hættu. Ákvæði sem þessi virðast þó ekki vera í öllum samningum íslenskra útgerðarmanna vegna kaupa á norskum skipum. Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri hjá LÍÚ, sagðist vita til þess að ákveðinn útgerðarmaður teldi sig sennilega ekki geta haldið til veiða í Smugunni vegna slíks ákvæðis, meðan annar sem ætti að- eins eldri togara væri ekki bundinn af neinum slíkum samningsákvæð- um. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun útgerð Helgu II, sem verið hefur á veiðum í Smugunni, ekki telja sig svo bundna. í einum þessara samninga segir m.a. eftirfarandi: „Fjármálaráðu- neytið [í Noregi] áskilur sér rétt til að hætta vaxtaniðurgreiðslum ef, á einhveijum tíma, skipið tekur þátt í veiðum í Norður-Atlantshafi án þess að það samrýmist fyllilega gildandi veiðireglum eða kvótum. Þetta nær til veiða (þ.m.t. togveiða og/eða skel- fískveiða) á Svalbarðasvæðinu og nýtingar á sjávardýrum sem almennt heyrir undir norska efnahagslög- sögu, á svæðum sem ekki hefur ver- ið úthlutað öðrum ríkjum, og þátt eiga í skip skráð í ríkjum sem Noreg- ur hefur enga fiskveiðisamninga við.“ Lánavextir niðurgreiddir með skuldabréfum Er skip hafa verið keypt með nið*- urgreiddum lánavöxtum, hefur sá háttur verið hafður á, að útgerðar- menn fengu skuldabréf frá norska fjármálaráðuneytinu gegnum Ek- sportfinans sem námu umsaminni upphæð, að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings LÍÚ. Út- gerðarmönnum hefur síðan verið í sjálfsvald sett hvort þeir geymdu bréfín eða seldu þau á eftirmarkaði. Jónas Jónatansson, verkfræðingur hjá Landssambandi iðnaðarmanna, sagði að í Noregi hefði niðurgreiðslu- kerfi verið komið á til að vernda þarlendan skipasmíðaiðnað gegn samkeppni frá EB, og Íslendingar hefðu notið góðs af því. Kostnaður notenda vegna debetkorta um milljarður MAGNÚS E. Finnsson, framkvæmdasljóri Kaupmannasamtak- anna, segir að bankarnir hyggist nota tilkomu debetkortanna til að greiða niður eigin fortíðarvanda með því að skattleggja hag- ræðingu í bankakerfinu og láta fyrirtæki og einstaklinga greiða. Gera megi ráð fyrir að kostnaður notenda kortanna nemi allt að einum milljarði króna á ári. „Til þess að almenningur geti staðið undir þessum kostnaði þarf tekjuaukning heimilanna í landinu að verða samtals 1,4 milljarðar kr. og það á tímum atvinnuleysis og samdráttar," segir Magnús í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann hvet- ur til þess að „ráðamenn þjóðarinn- ar skoði þessar fyrirætlanir bank- anna sérstaklega með það í huga að bankarnir hafa Iegið undir mjög harðri gagnrýni að undanförnu varðandi útlánastefnu og háa vexti.“ Magnús segir að með tilkomu debetkortanna muni forráðamenn bankanna krelja verslanir og aðra þjónustuaðila um 0,7%—1,7% af veltu í þóknun auk þess sem hand- hafar debetkorta greiði árgjald auk færslugjalds, e.t.v. 20 krónur, í hvert sinn sem kortið er notað. Eftir tvö ár geri bankar ráð fyrir um 25 milljarða ársveltu af notkun debetkorta. Ráðgert sé að lækka 1.500 rnillj- óna króna árlegan kostnað banka- kerfisins af ávísunum um helming með tilkomu debetkortanna og spara 750 milljónir. Magnús segir að jafnframt eigi að þvinga fram breyttan greiðslumáta þeirra sem til þessa hafa notað ávísanahefti með um 40 króna færslugjaldi fyr- ir hvert ávísanablað, sem þýði að notandi greiði um 2.000 kr. fyrir ávísanahefti í stað 250 kr. nú. Þá muni debetkort leysa bankakort af hólmi og fyrir debetkortið greiði handhafi árgjaid til bankans. Sjá bls. 22: „Bankarnir í smugunni".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.