Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 43 KNATTSPYRNA ÞÓRÐUR Guðjónsson er eini nýliðinn í landsliðs- hópnum og leikur fyrsta a-landsleik sinn í kvöld, þegar ísland tekur á móti Lúxemborg í riðlakeppni HM. Sigurður Jónsson kemur inní liðið á ný eftir tæplega tveggja ára fjar- veru, lék síðast æfinga- leik á Kýpur 16. október 1991, en Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari leggur áherslu á sóknarleik. Sig- ur tryggir íslandi 50% árangur í riðlinum, sem yrði það besta hingað til. Asgeir tilkynnti byijunar- liðið eftir æfingu í gær. Birkir Kristinsson verður í markinu, Guðni Bergsson, fyrirliði, aftastur í vörn, en Hlynur Birgisson hægra megin og Kristján Jónsson vinstra megin. Sigurður Jóns- son og Rúnar Kristinsson verða á miðjunni, Ólafur Þórðarson á hægri væng og Haraldur Ingólfsson vinstra megin, en Arnór Guðjohnsen, Þórður Guðjónsson og Arnar Gunnlaugsson í fremstu víg- línu. Varamenn verða Friðrik Friðriksson, Izudin Daði Dervic, Þorvaldur Örlygsson, Arnar Grétarsson og Andri Marteinsson. íslendingar náðu aðeins jafntefli í fyrri leik þjóðanna, sem fór fram ytra í vor, en .eins og uppstillingin ber með sér verður lögð áhersla á sókn arleik í kvöld. Sigur getur hugsanlega flutt íslenska landsliðið í hærri styrkleika- flokk, en möguleikar á að komast í lokakeppni ættu að aukast ef og þegar það gerist. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður leikið í flóðljós- unum á Laugardalsvelli. Hallsteinn og Guðný prúðust Hallsteinn Amarson, miðvall- arleikmaður úr FH, var valinn prúðasti leikmaður 1. deildar karla frá 7. - 12. umferð. FH var jafn- framt valið prúðasta liðið í sömu umferðum. Guðný Guðnadóttir, miðherji Stjömunnar, var valinn prúðasti leikmaður 1. deildar kvenna í 7. -10. umferð. Lið Þrótt- ar frá Neskaupstað var valið prúð- asta liðið í 1. deild kvenna yfir sama tímabil. Morgunblaðið/Kristinn Hitað upp fyrir kvöldið ÍSLENSKU landsliðsmennirnir dreifðu huganum í gærmorgun með því að leika keilu og snóker í Keilú- salnum í Öskjuhlíð. Hér eru það Skagamennimir Þórð- ur Guðjónsson, sem leikur fyrsta A-landsleik sinn í kvöld og Sigurður Jónsson, sem kemur inn í liðið á ný eftir langa fjarveru, sem leika listir sínar. Þórður verður í fremstu víglínu en Sigurður á miðjunni. Dagskipun Asgeirs landsliðsþjálfara Sóknarieikur Tapie í mál við UEFA Bernard Tapie, eigandi franska knattspyrnuliðs- ins Marseille, ákvað í gær að höfða mál fyrir svissneskum dómstóli gegn Knattspyrnu- sambandi Evrópu (UEFA). Hann gerir þá kröfu að niðúr- staða stjórnar UEFA frá því á mánudag, að meina félaginu þátttöku í Evrópukeppni meist- araliða leiktímabilið 1993-94, verði ógilt. UEFA fór fram á það við franska knattspyrnusambandið (FFF) að það tilefndi annað franskt félagslið til að taka sæti Marseille í Evrópukeppni meistaraliða í vetur, og gaf sambandinu frest til kl. 15 í dag. Á tveggja stunda fundi forráðamanna FFF með fulltrú- um helstu félagsliða Frakklands í gær fékkst engin niðurstaða, og forystumenn París SG, Bordeaux og Mónakó lýstu allir yfir að félög þeirra tækju ekki sæti meistaranna. Forseti frönsku deildarkeppninnar, Noel Le Graet, sagði þó að nið- urstaða yrði tilkynnt síðdegis í dag. Lögfræðingar Tapies fóru fram á það við franskan dóm- stól í gær að sett yrði lögbann á væntanlega tilnefningu FFF, þannig að annað félag gæti ekki tekið sæti Marseille. Höttur sigraði í 2. deild kvenna LIÐ Hattar tryggði sér sigur í 2. deild kvenna í gærkvöldi, er það sigraði Hauka úr Hafnarfirði, 3:2, á heimavelli sínum á^ Egilsstöðum. ÁranguT' Hattarstúlkna er glæsi- legur í sumar, þær hafa sigrað í öllum leikjum sín- um. Ekki er ljóst hvaða lið fylgir Hetti upp í 1. deild, en baráttan stendur milli Hauka og Reynis úr Sandgerði. Birgitta Birg- isdóttir, Helga Hreins- dóttir og íris Sæmunds- dóttir skoruðu fyrir Hött í gærkvöldi. HANDBOLTI HMað hefjast ÍSLENDINGAR hefja keppni í dag á heims- meistaramóti leikmanna 21 árs og yngri í hand- knattleik, sem fram fer í Kaíró í Egyptalandi. Grikkir eru fyrstu mót- heijar Norðurlandameist- aranna nýkrýndu, síðan mæta þeir Egyptum á föstudag og loks Rúmen* um á laugardag. Liðin þijú sem fara áfram í milliriðil mæta svo þremur liðum úr riðli sem í eru Svíþjóð, Portúgal, Austurríki og Argentína. Úrslitaleikir um sæti fara fram föstudaginn 17. laugardaginn 18. septem- ber. SKÍÐI Sigurður Jónsson hættur með landsliðið Sigurður H. Jónsson lét af störf- um sem landsliðsþjálfari í alpagreinum SKI frá 1. september að telja, en þá rann starfssamning- ur hans út. Áð sögn Hans Kristjáns- sonar, varaformanns SKI, voru ekki forsendur fyrir því að Sigurður héldi áfram því Skíðasambandið hefur komið meðlimum íslenska landsliðs- ins í fóstur erlendis, eins og hann orðaði það sjálfur og ekki nægileg verkefni fyrir þjálfara hér heim. Hugmyndir eru uppi innan Skíða- sambandsins að fá Sven By, sem er norskur og hefur þjálfað Ólafs- firðinginn Kristinn Björnsson í Nor- egi undanfarin ár, til að vera þjálf- ara íslenska ólympíuliðsins í Lille- hammer. SigurAur Jónsson RIKISSJONVARPIÐ Ryder-keppnin í beinni útsendingu Ríkissjónvarpið verður með bein- ar útsendingar frá keppni Evrópu og Bandaríkjanna um Ryd- er-bikarinn í golfi, sem fram fer á Belfry vellinum í Bretlandi síðar í mánuðinum. „Við sýndum frá keppninni sem fram fór á Belfry fyrir fjórum árum, við gríðarlegar vinsældir. Það hefur mikið verið spurt um þetta og við erum stoltir yfir því að málið skuli vera komið í höfn. Það er ánægju- legt að geta komið til móts við kylfinga — þetta eru tæplega fimmtán klukkustundir af topp- golfi, þar sem allir bestu kylfingar heims verða í sviðsljósinu," sagði Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri RUV í gær. Útsendingarnar frá Belfry verða sem hér segir: föstudaginn 24. sept. frá kl. 13.30 til 18, laugardaginn 25. sept kl. 13.15 til 18 og sunnu- daginn 26. sept. kl. 13 til 18. Ballesteros meiddur Spánveijinn Seve Ballesteros til- kynnti í gær að hann væri meidd- ur, og jók enn á vandræði Bernards Gallachers, liðsstjóra Evrópuliðsins fyrir Ryder-keppnina. Ballesteros er meiddur á hálsi, en Þjóðverinn Bernard Langer á við sams konar meiðsli að stríða og tók ekki þátt í Meistarakeppni Evrópu, sem fram fór um sl. helgi. Hvorugur þessara kylfinga tekur þátt í opna Evrópu- mótinu sem hefst á morgun, fimmtudag. Enn eru tvær vikur þar til Ryder-keppnin hefst þannig að ekki hefur verið útilokað að þeir Ballesteros og Langer keppi þar. ÚRSLIT Knattspyrna EM U-21s árs liða Leikir í gærkvöldi 1. riðill: Skotland - Sviss..................0:0 ■Portúgal og Ítalía eru efst með 10 stig. 2. riðill: England - Pólland.................1:2 BNorðmenn eru efstir með 11 stig, en Pólveijar og Tyrkir eru með 10 stig. 4. riðill: Wales - Tékkoslóvakía.............0:4 ■Tékkar og Belgar eru á toppnum með 9 stig. 5. riðill: ísland - Lúxemborg................3:0 Ungverjaland - Rússland...........0:6 ■Rússar gerðu öll mörk sín í seinni hálf- leik. Sergei Shcherbakov gerði þrjú mörk, Vladimir Bezchastnyh tvö og Denis Klyue-v eitt. 6. riðill: Búlgaría - Svíþjóð................0:0 Finnland - Frakkland..............0:1 ■Frakkar eru efstir í riðlinum með 13 stig, en Finnar koma næstir með 10 stig. Þýskaland Gladbach - Leverkusen.............2:2 Dortmund - Leipzig...............0:1 Númberg - Karlsruhe..............1:1 England 1. deild Watford - Wolverhampton...........1:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.