Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Hákon Sigurgrímsson „Það fé sem ríkissjóður ver nó til beinna greiðslna til bænda var áður notað til að greiða niður verð þessara sömu afurða á heild- sölustigi.“ greiðslan sem útflutningsbætur á það sem flutt er út. Beingreiðslur eru einnig vaxandi þáttur í landbúnaðar- stefnu Evrópubandalagsins og hafa lengi tíðkast á hinum Norðurlöndun- um. Undarleg sinnaskipti Lagaákvæði um beinar greiðslur til bænda voru samþykkt á sl. ári. Var um þau víðtæk samstaða á Al- þingi. Því vekur það furðu að núver- andi viðskiptaráðherra sem sjálfur greiddi lagabreytingu þessa efnis atkvæði sitt athugasemdalaust í des- ember sl. skuli nú finna þessu fyrir- komulagi flest til foráttu og reyna allt hvað hann getur til þess að gera það tortryggilegt í augum þjóðarinn- ar. Höfundur er framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. junni ‘ ‘ „Þau telja það óþolandi að bankarnir greiði nið- ur sinn eigin fortíðar- vanda með því að skatt- leggja hagræðingu í bankakerfinu og láta fyrirtæki og einstak- linga greiða. Þessi hæpna gjaldtaka mun fyrirsjáanlega leiða til hækkunar vöruverðs í landinu." vænta þess jafnframt að sparnaður- inn við umskiptin skili sér til neyt- enda í ódýrari þjónustu og lægri vaxtamun. En hvað ætla bankarnir að gera? í stað þess að láta viðskipta- vini sína njóta sparnaðarins sem af umskiptunum hlýst, þá ætla þeir sér að nýta það fé í eigin þágu. Væntan- lega til að rétta við slæma fjárhags- stöðu og greiða niður fortíðarvand- ann. Stjórnendur bankanna hafa því ákveðið að láta verslunina og aðrar þjónustugreinar leggja út stórar fjár- hæðir með breyttum greiðslumáta því ljóst er að neytendur borga brús- ann að leiðarlokum í hærra vöru- verði. Jafnframt á að þvinga þá sem fram að þessu hafa notað ávísana- hefti til að breyta greiðslumáta sín- um. í fyrsta lagi er áætlað að taka upp svokallað færslugjald fyrir hvert ávísanablað og er ákveðið að það AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Stefna McDonald’s er að hafa engin formleg tengsl við verkalýðsfélög Deilt um skyldu til greiðslu félagsgjalda stéttarfélaga ÞAÐ er stefna McDonald’s-veitingahúsakeðjunnar að vera ekki að- ili að samtökum atvinnurekenda og að gera ekki kjarasamninga við verkalýðsfélög. Lyst hf., leyfishafi McDonald’s á íslandi, lýsti því yfir að það ætlaði að gera sérstaka ráðningarsamninga við starfs- fólk sitt, án tillits til kjarasamninga, á grundvelli sérstakrar starfs- mannahandbókar þar sem starfsskyldur og vinnureglur eru settar fram. Fyrirtækið hefur talið sér með öllu óskylt að halda eftir gjöld- um til stéttarfélaga af launum starfsmanna sinna. Þetta hefur vak- ið hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar sem telur að verið sé að ráðast gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og lágmarkskjörum sem launþegar njóta skv. kjarasamningum og Iögum. Síðdegis í gær náðist hins vegar samkomulag mili Lystar hf., Félags starfsfólks í veitingahúsum og ASÍ um að ganga í dag til samninga um kaup og kjör starfsfólks fyrirtækisins. Meginágreiningurinn að undan- förnu hefur verið annars vegar um hvort fyrirtækinu sé skylt að greiða í sjúkra- og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga og innheimta félags- gjöld til þeirra. Hins vegar hefur verkalýðsforystan gagnrýnt harð- lega þau starfskjör sem starfsfólki Lystar hf. standa til boða og telur þau brjóta gegn ákvæðum um lág- markskjör í kjarasamningum og jafnvel gegn lögum. Félagafrelsi Enginn vafi leikur á að McDon- ald’s er fijálst að standa utan VSÍ, sem þvingar atvinnurekendur ekki til þátttöku í samtökunum. Jakob Möller, lögmaður Lystar hf., segir að sér virðist það líka vera óumdeilt að fyrirtækinu sé ekki skylt að gera kjarasamninga við stéttarfélög. Lyst hf. telur það alfarið mál starfsmann- anna sjálfra hvort þeir kjósa að vera félagar í stéttarfélögum. Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur VSÍ, tekur undir að enginn geti skyldað atvinnurekendur til að gera kjara- samninga. Lögin um stéttarfélög og vinnudeilur kveða hins vegar á um að vinnuveitendum sé óheimilt að skipta sér af stéttarfélagsaðild starfsmanna eða láta þá gjalda þess á einn eða annan hátt, s.s. með launakjörum eða uppsögn. Lágmarkskjör Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASI, segir að það geti verið umdeilan- legt hvort öllum sé skylt að gera kjarasamninga við stéttarfélög. Hann vísaði hins vegar í lögin um starfs- kjör launafólks frá 1980 sem kveði á um lágmarksréttindi launafólks. Þar segir að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skuli vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á því svæði, sem samning- urinn taki til og að samningar launa- manna og atvinnurekenda um lakari kjör séu ógildir. „Hugmyndin á bak við þessi lög er einfaldlega að kjara- samningar móti lágmarksrétt á vinnumarkaði," segir hann. Samtök vinnuveitenda og verka- lýðshreyfingin hafa verið ósammála um hvaða atriði kjarasamninga skuli teljast lágmarkskjör. Segir Hrafn- hildur að það sé sjónarmið VSÍ að aðeins kjaraatriði samninganna séu lögbundin að þessu leyti en hins veg- ar ekki samskiptareglurnar á milli vinnuveitenda og verkalýðsfélag- anna. Jakob Möller fullyrðir að þau atriði sem varði lágmarkskjör starfs- fólksins verði leyst hvernig svo sem málið fari að öðru leyti. Stéttarfélagsgj öld í veigamiklum atriðum snýst deil- an um það hvort McÐonald’s beri að greiða félagsgjöld af launum starfsfólks fyrirtækisins til stéttarfé- laga og halda eftir gjöldum í sjúkra- og orlofssjóði stéttarfélaganna. Er deilt um túlkun á 6. grein laga um starfskjör launafólks og skyldu- Magnús E. Finnsson verði um 40 kr. fyrir hvert blað. Það þýðir að notandinn mun greiða um 2.000 kr. fyrir ávísanaheftið í stað 250 kr. í öðru lagi ætla bankarnir að leggja niður bankakortin sem hafa verið í notkun undanfarin ár og á debetkortið að leysa það af hólmi. Fyrir debetkortið þarf síðan korthafi að greiða árgjald til bank- ans eins og áður hefur komið fram. Þegar þessi kostnaður er metinn í heild sinni má gera ráð fyrir að not- endur þurfi að greiða fyrir kortin allt að einum milljarði króna á ári. Til þess að almenningur geti staðið undir þessum kostnaði þarf tekju- aukning heimilanna í landinu að verða samtals 1,4 milljarðar kr. og það á tímum atvinnuleysis og sam- dráttar. I því sambandi má minna á, til samanburðar, að nú fyrir skömmu ákvað ríkisstjórnin að veita sem nemur einum milljarði króna til atvinnuskapandi verkefna í landinu. Er ekki rétt að ráðamenn þjóðarinn- ar skoði þessar fyrirætlanir bank- anna sérstaklega með það í huga að bankarnir hafa legið undir mjög harðri gagnrýni að undanförnu varð- andi útlánstefnu og háa vexti? Skyldi ekki einhverjum detta í hug að bankarnir hafi í hyggju að ná sér á strik fjárhagslega á nýjan leik, með því að verðleggja þjónustu sína á þennan hátt? Þá hljóta menn einn- ig að skoða þessar fyrirætlanir bank- anna með það til hliðsjónar að bank- arnir standa allir saman um þessar aðgerðir og beita fyrir sig kortafyri- tækjunum sem þeir allir eiga. I ljósi nýrra reglna um samkeppni og einokunarstarfsemi vakna efa- semdir. Má því spyija, hvað segja verkalýðsfélögin og aðrir viðsemj- endur þeirra um þessa skattlagn- ingu? Nú er það ekki svo að Kaup- mannasamtök íslands og samstarfs- hópur þeirra í þessu máli vilji standa í vegi fyrir hagræðingu og nútíma- þægindum. Þau hafa ávallt haft for- ystu um að miðla nýrri tækni til kaupmanna og munu áfram sinna því hlutverki sínu. Þá er rétt að geta þess að verslunin hefur í gegnum tíðina átt gott samstarf við bankana enda verið stór viðskiptavinur frá upphafi. Nú er svo komið að verslun- in í landinu á ekki sinn eigin banka og skiptir við banka sem hafa aðrar áherslur. Þvi hafa komið á óvart þær aðferðir sem stjórnendur bankanna hafa falið starfsmönnum sínum að nota í viðræðum við Kaupmanna- samtökin og samstarfsaðila þeirra á þessum vettvangi. Vegna þeirrar reynslu hafa mörg fyrirtæki viljað eiga fleiri kosta völ hvað varðar þjón- ustu. í versluninni er orðið viðskiptavin- ur í hávegum haft enda væri engin verslun án viðskiptavinar. Það vita kaupmenn og haga sér samkvæmt því. Stjórnendur bankanna ættu þess vegna að hugleiða í alvöru hvaða merkingu orðið viðskiptavinur hefur í reynd. í þessu sambandi skal vakin athygli á því að bankarnir í landinu eyða árlega tugum milljóna í nám- skeiðahald til þess að auka þekkingu og þjónustulund starfsmanna sinna. Að lokum þetta Kaupmannasamtökin vilja ekki að félagsmenn þeirra ásamt öðrum þjónustufyrirtækjum og almenningi taki á sig aukinn kostnað sem er breyttum greiðslumáta samfara. Kaupmannasamtök íslands vilja enn síður taka þátt í aðgerðum sem leiða til rýrnunar kaupmáttar. Þess vegna hafa þau haft forgöngu um að beij- ast gegn þessari einhliða ákvörðun bankanna. Þau telja það óþolandi að bankarnir greiði niður sinn eigin fortíðarvanda með því að skattleggja hagræðingu í bankakerfinu og láta fyrirtæki og einstaklinga greiða. Þessi hæpna gjaldtaka mun fyrirsjá- anlega leiða til hækkunar vöruverðs í landinu. Samstarfsaðilar Kaupmannasam- takanna í þessu máli eru m.a.: ÁTVR, Apótekarafélag íslands, Landssamband ísl. iðnaðarmanna, Félag ísl. stórkaupmanna, Bílgreina- sambandið, Fríhöfnin í Keflavík, Samband veitinga- og gistihúsa, Kaupfélögin í landinu, Olíufélögin og allir stórmarkaðir. Það er einróma álit þessara aðila að debetkortin séu allt of dýru verði keypt. Þeir hvetja alla til þess að gera ekki samning við kortafyrirtæk- in á þeim kjörum sem í boði eru, heldur staldra við og bíða eftir niður- stöðum viðræðna Kaupmannasam- takanna og samstarfsaðila við korta- fyrirtækin um málið. Höfundur er framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka ísiands. tryggingu Iífeyrisréttinda frá 1980 sem segir: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga iðgjöld þau, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni, og samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina. Atvinnurekanda er skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags skv. þeim reglum, sem kjarasamn- ingar greina.“ Jakob Möller segir að rétt túlkun á þessari lagagrein leiði í ljós, að vinnuveitandi, sem ekki sé félagi í samtökum atvinnurekenda og er ekki aðili að kjarasamningum, þurfi ekki' að greiða sjúkra- eða orlofs- sjóðsgjald. Hann þurfi heldur ekki að draga iðgjöld af launum starfs- fólks til viðkomandi stéttarfélaga. „Lyst hf. er það alveg ljóst að þetta er umdeild skoðun en það er rétt að benda á að þessi ágreiningur um sjúkra- og orlofssjóðsgjöldin breytir engu um það að starfsfólk McDon- ald’s mun fá greidd laun í veikindum líkt og aðrir launþegar,“ segir Jakob. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinn- ar halda því ekki fram að öllum starfsmönnum sé skylt að vera í stéttarfélögum, en Halldór Grönvold telur að ekki leiki minnsti vafi á að McDonald’s beri skýr lagaskylda til að greiða þessi gjöld til stéttarfélag- anna samkvæmt 6. grein laganna. ASÍ telur að öllum sé skylt að greiða félagsgjald til stéttarfélags hvort sem þeir eru félagar í þeim eða ekki. Að sögn Hrafnhildar hefur það verið sjónarmið VSÍ að atvinnurekendum sé því aðeins skylt að halda eftir iðgjaldi þeirra starfsmanna sem sannanlega eru félagar í stéttarfé- lagi eða þegar slíkt sé tekið sérstak- lega fram í kjarasamningi þeirra. VSí hefur aftur á móti litið svo á að öllum atvinnurekendum sé skylt að greiða í sjúkra- og orlofssjóði vegna starfsmanna, hvort sem þeir eru aðilar að stéttarfélagí eða ekki svo framarlega sem tryggt sé að viðkomandi starfsmaður njóti líka þeirra réttinda sem viðkomandi sjóð- ur veitir, skv. upplýsingum Hrafn- hildar. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins eru allar líkur taldar á að niðurstaða samningaviðræðnanna sem hefjast í dag verði m.a. að félagið muni sam- þykkja að greiða gjöld í sjúkra- og orlofssjóð. Hins vegar kann að verða tekist á um hvort félagið fellst á að innheimta félagsgjöld til stéttarfé- lagsins. Forgangur til vinnu Forystumenn ASÍ hafa einnig haldið því fram að ákvörðun McDon- ald’s bijóti gegn forgangsrétti félaga í stéttarfélögum til vinnu. Þótt fyrir- tækið standi utan VSÍ gildi kjara- samningar gagnvart því eins og öðr- um. Jakob Möller segir alveg Ijóst að ákvæði um forgang félaga í stéíl- arfélögum að vinnu séu ekki lög- bundin heldur sé þau eingöngu að finna I kjarasamningum, þ.á m. í samningi Félags starfsfólks í veit- ingahúsum. Það sé því hreinn mis- skilningur að halda því fram að McDonald’s þurfi að fara eftir for- gangsréttarákvæðum sem finna megi í kjarasamningum þar sem fyr- irtækið sé ekki aðili að kjarasamn- ingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.