Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 Morgunblaðið/Golli Við upphaf skólagöngu GRUNNSKÓLARNIR á Akureyri hófu starfsemi sína í gær, 7. september, og komu nemendur í skólann að loknum sumarleyfi. Alls verða nemendur í grunnskólum bæjarins um 2.300 í vetur; fjölmennastur er Síðuskóli með um 630 nemendur, en þar var þessi mynd tekin í gær. Endurvinnslan í nýtt hús- næði við Réttarhvamm ENDURVINNSLAN tók til starfa í nýju húsnæði við Réttarhvamm 3 á Akureyri í gær, en fyrirtækið hafði áður verið staðsett í tjaldi gegnt KA-húsinu. Endurvinnslan leigij hluta af húsnæði sem er í eigu Úrvinnslunn- ar, fyrirtækis sem tekur til starfa innan skamms á sviði endurvinnslu á pappír og plasti. Gunnar Þ. Garðarsson fram- kvæmdastjóri Endurvinnslunnar sagði nýju húsakynnin breyta mjög til batnaðar aðstöðu fyrirtækisins og eins væri umhverfi þess mun vistlegra fyrir viðskipt.avinina.„Það er mun snyrtilegra hjá okkur núna,“ sagði Gunnar, „en rýmið hefur einn- ig aukist. Auk móttökunnar er stór salur í húsinu til að geyma umbúð- irnar, skrifstofuaðstaða, kaffistofa og snyrtiaðstaða. Um 70 manns daglega í síðasta mánuði komu að jafnaði 65-70 manns daglega í Endur- vinnsluna, en skil eru mjög góð, að sögn Gunnars eða allt upp í 75%. Fyrirtækið hefur starfað á Akur- eyri í á fjórða ár og tekið á móti um 13 milljónum umbúða á þeim tíma. Endurvinnslan keypti fyrr á þess ári fyrirtækið Sagaplast, sem hefur sérhæft sig í að mala fiskikassa og kör og hefur það fengið aðstöðu í tjaldi utan við húsið, en á síðustu vikum hefur kössum verið safnað saman víðs vegar að og er búið að kurla hátt í 10 þúsund kassa sem er um 50 tonn. Tekið er á móti umbúðum hjá Endurvinnslunni við Réttarhvamm frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 10 til 17 og á föstudögum er opið frá kl. 10 til 16. Morgunblaðið/Golli Fyrstu viðskiptavinirnir FYRSTU viðskiptavinir Endurvinnslunnar í nýjum húsakynnum við Réttarhvamm voru hjónin Jóhann Gunnar Benediktsson og Halldóra Ingimarsdóttir og að sjálfsögðu var það framkvæmdastjórinn, Gunn- ar Þ. Guðmundsson, sem afgreiddi þau. Ný gönguleið, Glerárdals- hringnr, opnast FÉLAGAR í Ferðafélagi Akureyrar lögðu um síðustu helgi göngu- brú yfir Glerá, en hún er við Grenishóla í Glerárdal rétt norðan við Lamba, einn skála félagsins. Ingvar Teitsson formaður göngunefndar Ferðafélags Akur- eyrar sagði að allt frá því skálinn var byggður árið 1975 hafi verið rætt um að byggja brú yfir ána, en gott brúarstæði verið vand- fundið. í október á síðasta ári var farinn leiðangur ferðafélags- manna inn í Glerárdal í þeim til- gangi að skoða hugsanleg brúar- stæði og svæðið við Grenishóla valið. Haraldur Sveinbjörnsson verk- fræðingur hjá verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddssen var félags- mönnum til aðstoðar við valið og voru straummælingar gerðar mánaðarlega allan síðasta vetur og styrkti Haraldur brúna eftir því sem á leið veturinn og snjó- þunginn óx. Brúin var smíðuð á Akureyri í marsmánuði og hún síðan dregin inn eftir með aðstoð tveggja snjó- bíla frá Hjálparsveit skáta. Eftir að snjóa leysti var félagsmönnum ekkert að vanbúnaði að koma brúnni upp og fór hópur manna fram eftir um síðustu helgi til að annast verkið. Búnaðurinn sem farið var með vó um 250 kíló, þannig að þrír trússahestar voru hafðir með í för, en frá sorphaug- unum ofan við Akureyri eru um 11 kílómetrar inn í Lamba. Ingvar sagði að með tilkomu nýju brúarinnar yrði til ný göngu- leið, Glerárdalshringur, 6-8 klukkutíma góð ganga og einnig væri nú auðveldara að skoða fjöll- in vestan Glerár þegar dvalið væri í skálanum Lamba. Sagði Ingvar að fyrsta skipulagða gönguferðin Glerárdalshringinn yrði farin á vegum Ferðafélags Akureyrar 18. september næst- komandi. Brúarsmiðir HÓPUR félaga úr Ferðafélagi Akureyrar vann um helgina við að setja upp göngubrú skammt norðan við Lamba, skála félagsins í Glerárdal, en sú brú er sú tíunda sem lögð er yfir Glerána og opnar nýja gönguleið, Glerárdalshring. NÚ DREGUR að lokum veiði- tímabilsins og þó? í Norðurá hefur fengist leyfi til að fram- lengja veiðitímann til reynslu. Fékkst heimild til að selja fjórar dagsstangir í ána á svæðinu frá Vaðklöpp og inn á Holtavörðu- heiði. Inni í því svæði eru marg- ir af bestu veiðistöðum efri hluta Norðurár. Mikill lax er á svæð- inu, enda seldust leyfin eins og heitar lumraur og hefur veiðst vel. Framlengingar á veiðitíma hafa til þessa einungis fengist undir yfirskriftinni „sjóbirtings- veiði“ og hefur þá einungis verið á neðstu svæðum örfárra áa. Til- raunin í Norðurá er því athyglis- verð tilraun og mun vera mikill áhugi meðal bænda jafnt sem stangaveiðimanna að ef mat manna er, að mikill lax sé í ánum sé möguleiki að framlengja veiði- tíma lengra fram á haustið. Hug- myndir eru uppi, bæði í Norðurá og í I.axá á Ásum, að færa veiði- tímann aftur, en í báðum ánum hefst hann 1. júní. í vor byrjaði veiði illa vegna flóða og vor- kulda. Síðar, er skilyrði urðu hagstæð, fylltust árnar af laxi. í ágústlok var enn rífandi veiði í Laxá og Norðurá var að ná sér aftur vel á strik eftir óvenjulega langa þurrka og samfarandi vatnsleysi. Þótti mörgum því súrt í broti að láta af veiðum. Þverá fór yfir 1.500 laxa Þverá ásamt Kjarrá fóru yfir 1500 fiska og voru síðustu veiðidag- amir mjög góðir. Jón Ólafsson, einn leigutaka árinnar, sagði í gærdag að engin hemja hefði verið hversu vatnslítil áin hefði verið orðin og menn hefðu alveg verið búnir að afskrifa hana, ér það gerði loks hressilega rigningu í blálokin og þá veiddist vel,“ sagði Jón. Hann sagði lokatöluna vera á milli 1.550 og 1.560. Síðustu dagana hefðu bændur og vinir þeirra verið að veiðum og ekki væri búið að skrá alla þeirra veiði en menn væru að taka það sama þessa dagana. Mikill lax var í Þverá og Kjarrá og hefði vel mátt framlengja á þeim bæ eins og Norðurá. Dalar aftur í Dölunum Það hefur dregið aftur úr veiði í Laxá í Dölum eftir rigninguna í lok ágúst og í septemberbyrjun. Fyrsta hollið sem fékk rigninguna dró 82 laxa á land, síðan veiddust 67 fisk- ar. Loks hrapaði þriðja holl ofan í 30 laxa, en síðan hefur veiðin verið „svona í meðallagi" eins og Gunnar Bjömsson kokkur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Þá voru komnir um 800 laxar úr ánni, sem er í lakari kantinum og sagði Gunn- ar ennfremur að áin hefði ekki far- ið undir 1.000 síðan 1984. Ekki er þó víst að ekki náist fjögurra stafa tala á sumrinu, því veitt er til 21. september. Hér og þar Veiði á aðalsvæinu í Hítará hefur gengið upp og ofan, verið slök á •köflum, en góð á milli, svona eins og gengur. Um helgina síðustu voru komnir 243 laxar á land úr ánni að sögn Jóns G. Borgþórssonar framkvæmdastjóra SVFR. Hann sagði tölur óljósar af efra svæði Hítarár, en sagði þó ljóst að veiðin hefði verið lakari en menn höfðu gert sér vonir um. Eitthvað hefði aflast af laxi eins og áður, en hin væna bleikja sem á svæðinu ætti að vera, hefði lítið látiðjl sér kræla í sumar hvað svo sem því ylli. Víkurá í Hrútafirði hefur gefið rétt um 60 laxa og einhvem reyting af ágætri sjóbleikju. Þetta er heldur lakara en í fyrra, en munar þó ekki miklu. Það óvenjulega fyrirkomulag er í Víkurá, að þar er veitt í tvo daga, síðan er hvílt næstu tvo daga þannig að hvert holl kemur ævin- lega að ánni vel hvíldri. Fregnir herma, að þrátt fyrir mikla þurrka stóran hluta sumars hafi Álftá á Mýmm nú rofið 200 laxa múrinn. Vel á annað hundrað sjóbirtingar hafa einnig veiðst í ánni og sumir þeirra vænir, 3 til 4 pund. Hefur birtingurinn verið sterkur í ánni síðustu þijú sumur. Rangámar em nú samtals komn- ar með um 900 laxa. Eystri-Rangá hefur skilið Ytri-Rangá eftir og hefur gefið vel á sjötta hundrað laxa og auk þess hefur veiðst drjúgt í Hólsá, beggja vegna, en svæði sem gáfu stórveiði metsumarið 1990 hafa verið rólegri þótt eitthvað reyt- ist þar alltaf upp. í Eystri-Rangá em það einkum svæði 5 og 6 sem hafa gefið vel og ef nokkrir mjög gjöfulír veiðistaðir eru nefndir koma strax upp nöfnin Stekkjartúnshyl- ur, Móbakki, eyrin ofan hans og Bergsnefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.