Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 3r Er’ða frítt ef þú segir ekki frá því? Frá ívarí Helgasyni, f.h. starfs- fólks Pizza Elvis: SL. FIMMTUDAG birtist í Torgi viðskiptablaðs Morgunblaðsins bráðskemmtileg grein um pizza- staði í Reykjavík. Þar vorum við, Pizza Elvis, (ónafngreindir en ekki fór milli mála við hveija var átt), sakaðir um að gera lítið úr fólki almennt með orðaleiknum „Ókeypis heimsending en 300 kr. afsláttur af sóttum pizzum“. Þessi hluti greinarinnar vakti almenna kátínu í herbúðum okkar Elvis-manna. Þar sviptu greinarhöfundar hulunni af því lævísa ráðabruggi okkar að láta þá sem koma og sækja pizzurnar sínar sjálfir, ekki greiða kostnaðinn við að senda þær heim. Miklu heið- arlegra virtist þeim Torg-mönnum finnast fyrirkomulag þeirra pizza- staða sem auglýsa ókeypis heim- sendingarþjónustu. Þar eru allir við- skiptavinir látnir borga fyrir heim- sendinguna jafnvel þó þeir sæki pizzuna sjálfir. Okkur hjá Pizza Elvis finnst alls ekki réttlætanlegt að fólk sé neytt til að borga fyrir þjónustu sem það kýs að nýta sér ekki. Fyrrgreindur orðaleikur er að okkar mati of aug- ljós til að geta túlkast sem vísvit- andi blekking. Orðaleikurinn var til þess gerður að benda fólki á fárán- leika orðalagsins „ókeypis heim- sendingarþjónusta". Með vinsemd og virðingu, ÍVAR HELGASON f.h. starfsfólks Pizza Elvis Nóatúni 17, Reykjavík Pennavinir FRÁ Filippseyjum skrifar 37 ára kona með margvísleg áhugamál: Nancy Suminguit, c/o Ann S. Sarabia, Poblacion 3, Clarin Misamis Occidental, 7201 Philippines. FINNSK 23 ára stúlka með áhuga á hjólreiðum, eróbík, líkamsrækt, o.fl.: Maaritsa Kalinen, Saaristokatu 19, FIN-26100 Rauma, Finland. NÍTJÁN ára japönsk stúlka með mikinn námsánuga: Maho Morishita, 25-176 Oshima Momoyama- cho, ’ Fushimi-ku, Kyoto 612, Japan. SAUTJÁN ára Tanzaníupiltur með áhuga á knattspyrnu, frjálsíþrótt- um, blaki, tónlist o.fl.: Ramadhan Mbonica “Smiler", P.O. Box 8829, Moshi, Kilimanjaro, Tanzania. FRÁ Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á körfuknattleik og dansi: Dora Shilah, 5 Ashanti Road, P.O. Box 1055, Cape Coast, Ghana. GIFT þriggja barna bresk móðir, 42 ára, sem vinnur í skóla fyrir börn sem eru á eftir í námi. Safnar frímerkjum og límmiðum: Brenda Passfield, April Lodge, Rectory Avenue, Ashingdon, Essex SS4 3TB, England. VELVAKANDI ÞAKKIR FRÁ ELDRI BORGURUM ÚR HAFN ARFIRÐI ELÍNBORG Elísabet Magnús- dóttir og Sigurður Jónsson voru stödd í orlofsdvöl eldri borgara úr Hafnarfirði á Húnavöllum í Svínadal í Húnavatnssýslu dag- ana 21.-28. ágúst sl. þar sem réðu ríkjum hjónin Þór Ragnars- son og Sigríður kona hans sem jafnframt er matráðskona stað- arins ásamt systur sinni, og bakaði nýtt bakkelsi ofan í okk- ur á hveijum einasta degi ásamt fimm ungmennum sem gengu þar um beina. Allt viðurværi var með glæsibrag. Það er skylda okkar og ánægja að þakka þessu heiðurs- fólki fyrir þeirra framlag, mikla hlýju og alúð sem þau sýndu okkur öllum, alltaf brosandi og tilbúin að sinna okkur og gera okkur dvölina ógleymanlega. Þá þökkum við fararstjórunum okk- ar, Ragnhildi og Jóni Kr. Gunn- arssyni úr Hafnarfirði, þeirra umhyggju og ekki má gleyma bílstjórunum Valla, Maríu konu hans og Lúðvík fyrir alla tónlist- ina og sönginn. Já það er gott að verða aldraður þegar manni er sýnd þvílík alúð. ÓNÆÐI í BÍÓSAL AXEL hringdi og sagðist hafa farið á Jurassic Park-myndina í Bíóhöllinni í Mjódd sl. laugardag kl. 19. Hann sat á aftasta bekk i B-sal og þar var slíkt ónæði að myndin fór fyrir ofan garð og neðan hjá honum. Hurðin opnaðist á tveggja mínútna fresti og fólk var að streyma inn í salinn löngu eftir að hún hófst og þegar nokkur ró var komin í salinn varð hlé og það tók fólk óratíma að koma sér í sætin. Þetta fannst Axel leiðinleg reynsla og honum er spurn hvort Islendingum þyki svona leiðin- legt í bíó, fólk fór í sælgætis- kaup á meðan á myndinni stóð og enginn var til að stöðva þenn- an straum fram og til baka. „Þetta verða bíóhúsaeigendur að taka til athugunar,“ sagði Axel. SLÆM SÍMAÞJÓNUSTA STÖÐVAR TVÖ ANNA hringdi og sagðist ekki eiga orð yfir símaþjónustuna á Stöð tvö. Hún hefur verið að reyna að ná sambandi við þá frá því um mánaðamót en ekkert gengur. Hún hefur verið áskrif- andi í þrjú ár og þarf iðulega að hringja til að biðja um að fá gíróseðilinn sinn sendan, og oft fær hún engan sjónvarpsvísi. „Það lítur út fyrir að Stöð tvö leggi ekki mikið upp úr því að halda í áskrifendur sína,“ sagði Anna. GÆLUDÝR Fresskettlingur fannst SVARTUR með hvítan tígul á nefi, bringu og loppum, ca. fjög- urra mánaða ómerktur kettling- ur fannst við Korngarða í Sundahöfn sl. laugardag. Eig- andinn getur vitjað hans í síma 678681 eða 692500. Hamstur óskast HAMSTUR óskast gefins ásamt búri. Upplýsingar í síma 658517. TAPAÐ/FUNDIÐ Gullkeðja tapaðist GULLHÁLSKEÐJA sem tapað- ist 20. ágúst, sennilega fyrir austan fjall, einföld, hlekkir. Síminn er 98-34647. KonráðAdolphsson GuðnínJóhannesd. Ingibjörg Bemhöft D.C.kennari D.C.kennari D.C.kennari Er ekki kominn tími til ad hressa upp á sjálfan sig - virkja betur hæfileikana sem blómstrudu á sinn hátt, þegar þú tókst þátt í Dale Carnegie ® námskeidinu? o Innritun og upplýsingar í síma: 812411 STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson. Einkaumbod fyrir Dale Carnegie® námskeiðin. 5 ára afmœlistilboð ‘.TóCvusfzóCi Ísíands er um þessar mundir 5 ára og býður af þvítiCefni einstaíf afmceíistdboð: Skrifstofutækiiinám með 20% afsiætti * kr. 3.990 a mánuði Tölvuskóli íslands Sími 67 14 66 • opið til kl. 22 Verðið miðast við jafnar afborganir í 24 mánuði HERJÓLFUR Í SLIPP Herjólfur er að fara í 1 ársskoðun til Noregs og verður því ekki í áætiunarsiglingum frá föstu- deginum 10. sept. til 3. okt. nk. Ákveðið er að m/s Fagranes frá ísafirði verði í áætlun hér á milli lands og Eyja á meðan, þó ekki allan tímann. Áætlað er að fyrsta ferð Fagranessins verði miðvikudaginn 15. sept. og verði síðan í daglegum ferðum til mánudagsins 27. sept. nk. Það eru vinsamleg tilmæli okkar á Herjólfi að fólk sýni okkur biðlund þennan tíma, þar sem Fagranesið er mun minna skip en Herjólfur og tekur því færri bíla og stór tæki. Þess vegna fyllist bíladekkið mjög fljótt og getur reynst erf- itt að mæta óskum viðskiptavina okkar. Á meðan Fagranesið er í siglingum verður brott- farartími skipsins þannig: Frá Vestmannaeyjum alla daga kl. 8.15. Frá Þorlákshöfn alla daga kl. 12.30. Frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu félags- ins í síma 12800. HERJÓLFUR brúar bilió.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.