Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993
41
Borís Jeltsín ást-
fanginn af Madonnu
Vikuritið The Sun hefur eftir
nánum aðstoðarmanni Bor-
ís Jeltsín að forsetinn sé
yfir sig ástfanginn af rokkstjörnunni
Madonnu. Hann stundar nú leynilegar
dansæfingar í von um að geta komið
fram á sviði með henni á tónleika-
ferðalagi sem hún er að leggja upp í.
Borís Jeltsín er algerlega bergnum-
inn af rokkstjörnunni og trúði aðstoð-
armanni sínum fyrir sínum leyndustu
hugsunum og draumum um hana.
„Ég hef alltaf elskað hana og ég
myndi giftast henni á stundinni ef ég
væri einhleypur. Hún er í huga mér
hverja mínútu og mig dreymir hana
um nætur. Ég þrái hana svo heitt að
ég á erfitt með að einbeita mér.“
Forsetinn er sagður hafa boðið „The
Material Girl“ fimm milljónir Banda-
ríkjadala fyrir uppfærslu á risastóru
sviði sem hann hyggst reisa á Rauða
torginu í Moskvu. „Lenín snýr sér við
í gröfinni," segir Andrei Karazov.
„Herra Jeltsín er svo blindaður af
fegurð Madonnu að honum er fyrir-
munað að hugsa skýrt. Á sama tíma
og þjóðin berst í bökkum ætlar hann
að eyða milljónum í rokksýningu.
Þetta er fáránlegt. Fólkið gerir upp-
reisn.
Ég hef verið að reyna að segja
honum þetta, en það er erfitt þar sem
hann er stöðugt með heyrnartól til
að hlusta á tónlist Madonnu daginn
út og inn. Á nóttunni lokar hann sig
inni og horfir á þessi hneykslanlegu
myndbönd hennar eða bíómyndirnar
sem hún hefur leikið í.“
Aðstoðarmaðurinn segir að reyndar
sé ein jákvæð hlið á þessari þrá-
hyggju Jeltsíns: Hann er hættur að
drekka. Forsetinn hefur
ávallt verið þekktur fyrir ást
sína á vodka, en nú er það
liðin tíð þar sem Madonna
aðhyllist mjög heilsusamlegt
líferni.
Madonna hefur ekki tjáð
sig um þetta mál en heyrst
hefur að hún hafi bætt
nokkrum nýjum lögum í
safnið. þar á meðal eru titlar
eins og „Russian into love“,
„You hold the Kiev to my
heart“ og „The song of the
Vulgar Boatmen".
va að allir
seu vinir
Nafn: Hulda Guðnadóttir.
Heima: Kópavogi.
Aldur: 13 ára.
Skóli: Kópavogsskóli.
Sumarstarf: Ég var að passa tvo krakka.
Helstu áhugamál: Dýr, helst hestar og kettir og síðan er ég
í leiklist. Svo fínnst mér gaman að vera úti.
Hvaða félagsmiðstöð stundar þú? Ekki neina.
Uppáhaldshljómsveit: Mér fínnst allt skemmtilegt; hlusta
á hvað sem er.
Uppáhaldskvikmynd: Einræðisherra Chaplins.
Besta bókln: Hún heitir Dagbók eftir Kolbrúnu einhversdótt-
ur.
Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Einhver
fræg leikkona.
Hvernig er að vera unglingur í dag? Ég held að það sé
mun betra að vera unglingur í dag en í gamla daga. Það var
allt miklu harðara. Þetta er ágætt, mikið af skemmtunum og
bara mjög gaman.
Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðféiaginu? Ég myndi
vilja að það væri ekkert stríð og allir gætu verið góðir vinir.
Svo vildi ég koma í veg fyrir hungursneyðir í heiminum og
láta öllum bara líða vel.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það er að
vera með vinum mínum og köttunum mínum.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það er að taka
til og rífast við einhvern.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú'verður stór? Annað-
hvort leikkona eða leiðsögumaður.
Hvað gengur þú með í vösunum? Varasalva, klink og
svoleiðis.
Viltu segja eitthvað að lokum? Ekki reykja, ekki nota
eiturlyf og ekki drekka brennivín og svoleiðis vitleysu.
N.N. 16 ára:
Til að fá meiri menntun, það
eykur kannski atvinnumöguleikana.
Tóti 16 ára:
Bara að fá menntun, það eykur
atvinnumöguleikana.
Hlynur 16 ára:
Til að öðlast góða menntun.
KORKTAFLAN
Sendið okkur bréf á Korktöfluna:
p
Frjálsíþróttafólk:
Msendabréf;
dálk^bœgtaðbafa
unlu Pemavini á
ghngasíðunnj
ovar;
PennavinadáJJcur
®r annars staðar í
M°rgunblaðinu.
„Til sölu nýlegir og mjög
vel með farnir Nike-
gaddaskór nr. 38. 12 og 5
mm gaddar fylgja. Uppl.
í síma 91-653615, Sigga“
Ath.
Öllum bréfum þarf að
fylgja fullt nafn, heimilis-
fang og símanúmer.
I
I
I
iu
Morgunblaðið
Unglingar
Kringlunni 1
103 Reykjavík