Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVlKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 AEROSPATIALE 332L1 SUPER PUMA Þyrlukaupanefnd leggur til að þessi tegund björgunarþyrlu verði keypt handa Landhelgisgæzlunni. Lengd skrokks: 16,29 m Hæð: 4,95 m Breidd: 3,76 m Nýtanlegt rúmtak: 13,4 rámm. Hámarksafl hreyfla: 2.800 kW Flugþol: 7,2 klst. Flugdrægi: 773 sjómílur Flugdrægi frá eldsneytisstöð, m.v. hifingar í 45 mln. og 30 min. varaeldsneyti: 300 sjóm. Hleðsla sem unnt er að hífa I þeirri fjariægð: AEROSPATIALE SA-365N2 DAUPHIN Þyrla af þessari tegund, TF-SIF, hefur verið I notkun hjá Landhelgisgæzlunni undanfarin ár. Lengd skrokks: 13,68 m Hæð: 3,97 m Breidd: 3,21 m c -úmm. Nýtihleðsla (famiur og etdsneyti): 1.040 kg Hámarksafl hreyfla: 1.094 kW Flugþol: 4,3 klst. Flugdrægi: 460 sjómflur Flugdrægi frá eldsneytisstöð, m.v. hifingar 145 mín. og 30 min. varaeldsneyti: 145 sjóm. Hleðsla sem unnt er að hffa I þeirri fjarlægð: 634 kg. Heimfld: Skýrsia ráðgjaíarhóps um þyrlukaup Flugdrægi frá eldsneytisstöð Hífing 145 mín. og 30 mín. varaeldsneyti -PUMA AS 332L1 300 sj6m. __________ SIKORSKY HH-60J 255 sjóm. ...[ r- BELL 214 ST192 sjóm. GRÆmND [p- SA365 N2145sj6m. Reykjavík Ríkísstjórnin frestar til næsta fundar ákvörðun um kaup á Super Puma-þyrlu Helmiiigi lengra flugdrægi og míklu meiri burðargeta Ný þyrla myndi bæta mjög möguleika Landhelgisgæzlunnar til björgunarstarfa RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að fresta til næsta fundar ákvörðun um kaup á nýrri björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæzluna og leggja tillögur þyrlukaupanefndar fyrir þing- flokka stjórnarflokkanna til skoðunar. Þyrlukaupanefnd hefur lagt til að keypt verði 12 ára gömul, en nýuppgerð, Aerospat- iale Super Puma 332 Ll-þyrla frá fransk-þýzka framleiðandan- um Eurocopter. Gerð hafa verið drög að kaupsamningi, en sam- kvæmt honum myndi þyrlan kosta um 620 milljónir króna. Ráð- gjafarhópur, sem skoðaði ýmsar þyrlutegundir, taldi Super Puma henta bezt við íslenzkar aðstæður, auk þess sem hún væri tiltölulega hagkvæm í rekstri. Þyrla af þessari tegund myndi bæta til muna möguleika Landhelgisgæzlunnar til björg- unarstarfa. Hún hefur um það bil helmingi meira flugþol en núverandi þyrla Gæzlunnar og getur borið mun fleiri menn. Með slíkri þyrlu væri hægt að bjarga heilli skipshöfn á hafi úti. Mörg tilboð bárust Að sögn Gunnars Bergsteins- sónar, formanns þyrlukaupanefnd- ar, er þyrlan, sem nefndin mælir með, tólf ára gömul, og í eigu fram- leiðandans, Eurocopter. Hún var ein af fyrstu vélunum af þessari tegund, og hefur framleiðslunúmer Qögur. Gunnar segir að henni hafi lítið verið flogið, og hafi hún eink- um verið notuð sem sýningarvél á vegum fyrirtækisins. „Þyrlan verð- ur tekin alveg í gegn og settir í hana aflmeiri mótorar en voru upprunalega í þessum þyrlum. Að öðru leyti verður hún útbúin á all- an hátt sem fullkomin björgunar- þyrla, með spili, fjölrása stýrikerfi og öðrum búnaði,“ sagði Gunnar. Mælt með Super-Puma Ráðgjafarhópur um þyrlukaup, sem mat tæknilega eiginleika og hagkvæmni ýmissa þyrlutegunda, ákvað á sínum tíma að mæla með Super Puma-þyrlu. Einnig var talið að Bell Super Transport og Sik- orsky Jay Hawk fullnægðu lág- markskröfum um tæknilega hæfni björgunarþyrlu og myndu, líkt og Super Puma-þyrlan, auka verulega getu Landhelgisgæzlunnar til að sinna björgunarhlutverki sínu. Flugdrægi þeirra í björgunarflugi væri hins vegar minna. Nefndin taldi að rekstrarkostnaður Sik- orsky-þyrlunnar væri svo hár að hún kæmi ekki til greina, en hann var áætlaður 289 milljónir króna á ári miðað við 300 flugtíma, á móti 165 milljónum vegna notaðrar Super Puma-þyrlu. Rekstrarkostn- aður Bell-þyrlu var áætlaður um 160 milljónir króna á ári. Þyrlu- kaupanefnd hefur hins vegar með- al annars horft til þess að fram- leiðslu hennar hefur verið hætt, en Super Puma er enn í fram- leiðslu. Þyrlukaupanefnd hafa að undanförnu borizt ýmis tilboð. Auk tilboðs Aerospatiale, upp á 620 milljóhir, hafa tveir aðrir aðilar boðið Super Puma-þyrlur til kaups. Annars vegar er um að ræða þrotabú fjölmiðlakóngsins Roberts Maxwelis heitins í Skotlandi, sem bauð tveggja ára gamla og lítið notaða þyrlu á um 600 milljónir króna. Hún er hins vegar innréttuð sem farþegavél, en ekki björgunar- vél. Aukabúnaður með vélinni mun hafa verið boðinn á 50-60 milljón- ir. Hins vegar buðu Canadian Helicopters átta ára gamla og nokkuð mikið notaða Super Puma- þyrlu á 490 milljónir króna. Auk þessa buðu Bell-verksmiðjurnar notaða þyrlu á um 590 milljónir. Áður hafði borizt tilboð frá Sikor- sky-verksmiðjunum, um nýja þyrlu á 860 milljónir. Rússneskar þyrlur stóðu einnig til boða. Tryggasti kosturinn Gunnar Bergsteinsson segir að ekkert af þessum tilboðum hafi þótt koma til greina nema helzt tilboð Bell-verksmiðjanna. „Vélin, sem Aerospatiale býður, hefur alit- af verið í eigu framleiðandans. Verksmiðjan veitir ákveðna ábyrgð, og menn taka ekki áhættu á að kaupa vél annars staðar, sem þarf síðan að fara með til framleið- andans og láta breyta og gera við. Hinum Aerospatiale-vélunum þarf að breyta mikið. Margt af tækjun- um, sem þarf að setja í þessa vél, er hvergi hægt að setja í hana nema hjá framleiðandanum. Það kann að vera hægt að fá ódýrari vélar, en" þetta er áreiðanlega tryggasti kosturinn,“ sagði Gunn- ar. 165 milljóna rekstr- arkostnaður Ráðgjafarhópur um þyrlukaup áætlaði rekstrarkostnað Super Puma-þyrlu um 165 milljónir króna á ári, miðað við 300 flugtíma. TF-SIF, núverandi þyrla Landhelg- isgæzlunnar, hefur mest flogið um 480 tíma á ári, og miðað við þann flugtíma gæti rekstrarkostnaður nýrrar þyrlu farið upp í um 190 milljónir, samkvæmt skýrslu ráð- gjafarhópsins. 165 milljóna króna árlegur kostnaður myndi að áliti hópsins skiptast í 5 milljónir vegna eldsneytis, 29 milljónir vegna vara- hluta, 16 milljónir vegna flug- manna, 5,5 milljónir vegna við- halds, 25 milljónir vegna ýmiss kostnaðar, 16 milljónir vegna tryggingar, 37 milljónir vegna af- skrifta og 33,5 milljónir vegna vaxtakostnaðar. Super Puma-þyrlan tekur Dauphin-þyrlunni TF-SIF fram á flestum sviðum, eins og sjá má á myndinni hér að ofan, og hefur lengra flugdrægi í björgunarflu'gi en aðrar þær tegundir, sem helzt voru taldar koma til greina. Hún getur flogið í flestum veðrum, og hægt er að búa hana afísingarbún- aði. Bannað með lögnm að veita afslátt við olíukaup KRISTINN Björnsson for- stjóri Skeljungs segir að olíu- félögunum sé bannað með lög- um að veita staðgreiðsluaf- slætti eða magnafslætti til þeirra viðskiptavina - sem kaupi olíu í miklu magni. Eins og fram kom í máli Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ í frétt Morgunblaðsins á laug- ardag taldi hann að ekki næði nokkurri átt að útgerðarfyrir- tæki ættu ekki kost á slíkum afslætti. Kristinn segir hins vegar að lög frá 1985 um að sama olíuverð skuli gilda til allra á landinu komi í veg fyrir að slíkir afslættir séu mögulegir. „Samkvæmt lögunum skiptir ekki máli hvort við erum að senda 200 lítra af olíu með bíl upp í Bláíjöll eða dæla 500.000 Iítrum beint í skip við bryggju í Reykjavík, sama verð skal vera á hverjum lítra,“ segir Kristinn. „Erlendis hins vegar er algengt að veittur sé staðgreiðslu- eða magnafsláttur á olíu til fiski- skipa og einnig að lagt sé 5-10% álag á olíuna ef um lánsvið- skipti er að ræða.“ Verkum skiptí stjórn SUS Á FYRSTA fundi nýkjörinnar stjórnar Sambands ungra sjálf- stæðismanna, sem haldinn var 4. september, var kjörin fram- kvæmdastjórn SUS til næstu tveggja ára, starfsmenn SUS og formaður utanríkismálanefndar. í framkvæmdastjórn voru þessir kjörnir, auk Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar, formanns SUS: 1. varafor- maður: Valdimar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Atómstöðvarinnar. 2. varaformað- ur: Inga Dóra Sigfúsdóttir, blaða- maður. Gjaldkeri: Ármann Kr. Ólafsson, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar Nonna og Manna. Ritari: Steinþór Gunnarsson, laga- nemi. Framkvæmdastjóri var kjörinn Þórir Kjartansson verkfræðingur. Ritstjóri Stefnis, tímarits Sambands ungra sjálfstæðismanna, var kjör- inn Þorsteinn Siglaugsson, BA í heimspeki. Formaður utanríkis- málanefndar SUS var kosinn Árni Sigurðsson guðfræðinemi. (Fréttatilkynning) Skákþing íslands hefst í dag SKÁK Karl Þorsteins Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi Islands, hinu 79. í röðinni, hefst í dag kl. 17.00 í salarkynn- um Tafifélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Mótið er vel skipað, þrír stórmeistarar og fjórir alþjóð- legir meistarar eru á meðal þátt- takenda og meðalstigaljöldi kepp- enda eru 2.385 Elo-skákstig. Byko hf. er styrktaraðili mótsins sem lýkur 23. september. Kepp- endur á mótinu eru: Jóhann Hjart- arson stórmeistari, 2.605, Helgi Ólafsson stórmeistari, 2.530, Hannes H. Stefánsson stórmeist- ari, 2.500, Þröstur Þórhallsson alþjóðle-gur meistari, 2.445, Björgvin Jónsson alþjóðlegur meistari, 2.405, Helgi Áss Grét- arsson, 2.365, Jón G. Viðarsson, 2.325, Andri Áss Grétarsson, 2.310, Haukur Angantýsson al- þjóðlegur meistari, 2.295, Sævar Bjarnason alþjóðlegur meistari, 2.290, Tómas Björnsson, 2.290 og Guðmundur Gíslason, 2.270. Helgi Ólafsson hefur titil að verja og fyrirfram er líklegt að baráttan um sæmdarheitið Skákmeistari íslands 1993 verði á milli stór- meistaranna þriggja. Jóhann Hjartarson er langstigahæsti keppandinn, en níu ár eru liðin síðan hann sigraði síðast á Skák- þingi íslands. Hannes Hlífar hefur aldrei sigrað á Skákþinginu en er til alls líklegur. Hann hefur verið iðinn við kolann í sumar og er nýkominn til landsins frá tveim- ur skákmótum í Grikklandi ásamt Þresti Þórhallssyni. Björgvin Jónsson öðlaðist alþjóðlega meist- aratign fyrr í sumar og Helgi Áss er á góðri leið að sama áfanga eftir góða frammistöðu á heims- meistaramóti sveina og skákmóti í Gausdal í síðasta mánuði. Til þess að ná áfanga að titli alþjóð- iegs meistara þarf sjö vinninga á mótinu. Bryddað verður upp á þeirri nýjung að efna til getraunar um endanlega röð sex efstu manna í mótinu. Allir gestir í 1. umferð geta spreytt sig við að spá, en útfylltum getraunaseðlum þarf að skila áður en fyrstu úrslit í umferðinni eru ljós. Veglegum verðlaunum er heitið þeim sem giskar á rétta röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.