Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 Tvær ljóðabækur Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Valgarður Bragason: Austur. Ljóð. Tveir jafnfljótir. 1993, og Sætust í bíó. Ljóð. 1993. Það má teljast einkennileg ráða- breytni ungs skálds, Valgarðs Bragasonar, að gefa út tvær Ijóðabækur í einu. Gott ef ekki er unnt að lesa úr henni ofmat á eigin verkum. Ekki þar fyrir að þetta sé einsdæmi. Einar Már Guðmundsson hóf t.a.m. feril sinn á þenrian hátt og tókst það bærilega. Forsendum- ar verða vitaskuld að vera þær að ljóð skáldsins eigi að einhverju leyti ekki heima saman í bók. Að sönnu eru bækur Valgarðs ólíkar að ytra formi. í annarri bókinni, Sætust í bíó, eru fremur stutt ljóð en hin bókin, Austur, er samansafn prósa- ljóða á lausum blöðum. Hinu er þó ekki að leyna að hvað formgerð ljóð- anna, efni og efnistök varðar hefði annars konar skipting allt eins átt rétt á sér og því kýs ég að fjalla um bækur hans sem eina heild. Þar að auki eru sum ljóða Valgarðs í mínum huga fremur léttvægur skáldskapur þótt annað sé laglega gert og ég hygg að betur hefði til tekist ef hann hefði mundað grimmilegar hníf sjálfsgagnrýninn- ar og látið nægja eina bók. Valgarður er leitandi í ljóðagerð sinni. Hann þreifar fyrir sér um form, efni og efnistök. Stundum er formgerð ljóðanna hefðbundin í þeim skilningi að hún er rökleg að uppbyggingu, segir jafnvel sögu, miðlar heillegri ljóðmynd eða bygg; ist á einhvers konar táknsæi. í prósaljóðinu Morgnar segir t.d. frá morgninum eftir jarðarför feðga sem höfðu drukknað í sjóslysi. Ljóð- mælandi hittir þann eina sem af komst af áhöfn bátsins sem fórst „og þú sást það í augum hans og hvernig hann starði á flækt netin á bryggjunni að hvergi í öllum heim- inum er til eldri maður en sá afi sem bjargast". En í öðrum kvæðum gætir allt annars konar kveðskapar. í þeim er eins og skáldið reyni að tileinka sér ýmsar aðferðir súrrealismans. Formgerðin er órökrænni og sund- urleitari. Skáldið slær saman óskyldum myndsviðum; staflar smjörstykkjum á veginn (Draum- ur), hittir einhvern á förnum vegi í málarastiganum (Endurfundir) o.s.frv. eða rerinur saman við dýra- rikið á myndsviðinu eins og súrreal- istum er tamt (Hugarfarsbreyting hlébarðanna). Athyglisverð er einnig tilraun skáldsins, meðvituð eða ómetvituð, til að finna einhvers konar undir- meðvitundarmuldri listræna tján- ingu. Áhersla súrrealista á þennan þátt hafði gjarnan þau áhrif að hreinsa ljóðmálið af ofhlæði hefðar- innar, málskrúði, vísunum og flók- inni myndbyggingu en gera það einfaldara og jafnvel saklausara og bernskara. Slíkan einfaldleika er að fínna í kvæðum Valgarðs. Stund- um gengur þetta ágætlega upp, t.d. í kvæðinu Nöldur, en í því birtast einnig glettni höfundar, eða í kvæð- inu Nótt sem er raunar á mörkum táknsæis: 1 nóttinni gráta hræddar sálir og tár þeirra mynda lygna tjöm. Ég hef séð úr dimmum ótta góðlega konu baða sig í tjöminni um nætur. A hár sitt spilar hún Ijúfasta lag svo ég sofna vært. Það er hins vegar ekki alltaf langt bilið milli barnslegs einfald- leika og lágkúru og því er ekki að neita að stundum finnst mér skáld- ið skjóta yfír markið. Þannig er ljóð- málið full einkalegt í Endurfundum o g Votum inniskóm og í öðrum ljóð- Valgarður Bragason um verður einkennilega lítið eftir í huga lesanda, t.d. kvæðunum Lok- uð augu í öngþveiti, Betri dagar, Ró og Börn að leik. í síðasttalda kvæðinu er farið vel af stað þegar dregin er upp hversdagsleg mynd af börnum að leik í rigningu en botninn dettur úr kvæðinu þegar höfundur týnir sér í lágkúrulegum smáatriðum: Fullar þakrennur stífluð ræsi og það hættir að rigna. Ekki fínnst mér nægilega vandað til útgáfu bókanna tveggja. Þær eru fjölritaðar fremur en prentaðar, í þeim eru engin blaðsíðutöl né efnis- yfírlit. Forljót kápa er utan um Austur og nafnið krotað á með tússi en þokkaleg kápumynd eftir Einar Om Benediktsson er á Sætust í bíó. Ég hygg að margt í kveðskap Valgarðs gefi væntingar um að hann geti orðið ágætt skáld. Hins vegar skortir hann enn sjálfsgagn- rýni og ef til vill virðingu fyrir list sinni. Kyikmyndasýningar MÍR hefjast að nýju REGLULEGAR kvikmyndasýningar hefjast að nýju eftir sumar- hlé í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 12. september kl. 16 með sýningu á kvikmyndinni „Tsjaíkovskíj", sem fjallar eins og nafnið bendir til, um ævi hins fræga rússneska tónskálds. Kvikmyndin „Tsjaíkovskíj“ er sýnd nú í tilefni þess að um þess- ar mundir eru liðin rétt 100 ár frá dauða tánskáldsins. Tvær gamlar sovéskar óperumyndir, byggðar á verkum Tsjaíkovskíjs verða sýndar tvo næstu sunnudaga á eftir: „Evgeníj Onégin“ 19. september og „Spaðadrottningin“ 26. sept- ember. Fram til áramóta verða alls 14 sunnudagssýningar í bíósal MÍR og hefjast þær allar kl. 16. Auk kvikmyndanna, sem áður var get- ið, verða sýndar gamlar og nýleg- ar kvikmyndir gerðar í fyrrum Söng- námskeið SVANHVÍT Egilsdóttir prófess- or í Vínarborg heldur söngnám- skeið fyrir söngvara og söng- nemendur dagana 13.-25. sept- ember nk. Þetta er í m'unda sinn sem Svan- hvít kemur hingað til lands og held- ur námskeið, en hún var prófessor í tónlistarháskólanum í Vín frá ár- inu 1961. Námskeiðið sem haldið verður í Hrauntungu 10, Hafnar- firði lýkur með tónleikum. Undir- leikari á námskeiðinu er Jóhannes Andreasen. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Jóhönnu Þórhalls- dóttur. Sovétríkjunum, m.a. „Venjulegur fasismi“, hin fræga heimildamynd Mikhaíls Romm (3. okt.), „Bréf látins manns“, sem vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum (17. okt.), „Október“ Eisensteins (7.nóv.), „Farðu og sjáðu“ eftir Elím Klimov (14. nóv.), „Sólaris“ Tarkovskíkjs (21. nóv.) og „Fávit- inn“, mynd sem byggð er á fyrri- hluta samnefndrar skáldsögu Dostojevskíjs (28. nóv.). Aðgangur að kvikmyndasýn- ingum MIR að Vatnsstíg 10 er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfír. Svanhvít Egilsdóttir. ____________VISSIR ÞU ÞETTAUM McDonalds? Á undanförnum dögum hefur spurningum verið beint til Lystar hf., leyfishafa McDonald's á íslandi, varðandi stöðu McDonald's í umhverfismálum og öflun hráefnis. Við fögnum því að til okkar skuli vera leitað með spurningar og munum gera okkar besta til þess að svara þeimjafnóðum og þær berast. McDonald's telur sér skylt að stefna í hvívetna að góðri umgengni við náttúruna og framfylgja þeirri stefnu sinni á öllum stigum framleiðslunnar. McDonald’s hefur ætíð látið sig varða náttúruvernd um heim allan, þar með talda verndun regnskóganna. Spurning: Ógnar nautakjötsnotkun McDonald's regn- skógunum eða hefur hún nokkur einustu áhrif á þá? Svar: Hvergi í heiminum ógnar nautakjötsnotkun McDonald's regnskógunum né hefur nokkur einustu áhrif á þá. Alþjóðanáttúruverndarstofnunin (The World Wildlife Fund) er vel þekkt fyrir rannsóknir sínar á eyðingu regnskóganna. Sá sem mest hefur lagt af mörkum til þeirra rannsókna er Dr. Norman Myers. Fram til ársins 1983 hélt Dr. Myers að McDonald's ætti þátt í eyðingu regnskóganna. Það var forseti stofnunarinnar, hertoginn af Edinborg, sem vakti athygli George Cohons, framkvæmdastjóra McDonald's í Kanada, á þessu. í kjölfar þessa benti McDonald's International Dr. Myers á þá staðreynd að hvorki veitingastaðir McDonald's í Bandaríkjunum eða Kanada, né nokkru öðru landi notar nú né hefur nokkurn tímann notað kjöt af gripum sem aldir eru á landi undan regnskógum. Kjötið sem notað er í veitingastöðum McDonald's í Suður- og Mið-Ameríku, er t. d. eingöngu keypt af framleiðendum sem votta að það komi af gamalgrónum búgörðum en ekki af landi undan regnskógum. í framhaldi af því barst Cohon bréf frá hertoganum af Edinborg þar sem segir að Dr. Myers og Alþjóðanáttúru- verndarstofnunin séu þess fullviss að McDonald's eigi engan þátt í eyðingu regnskóga. Spurning: Hvaða stefnu hefur McDonald's varðandi hráefhainnkaup og gagnvart framleiðendum í því landi þar sem veitingastaðirnir eru starfræktir? Svar: Það hefur lengi verið stefna McDonald's að kaupa eins mikið af hráefni og hægt er af framleiðendum í því landi þar sem veitingastaðirnir eru starfræktir. Þessi stefna er mörkuð með það fyrir augum að styrkja efnahagslíf viðkomandi lands og afla hráefnis sem er ferskt og gott. Um allan heim fylgist McDonald's gaumgæfilega með því að framleiðendurnir, sem fyrirtækið skiptir við, selji því aðeins kjöt sem fellur undir þau ströngu ákvæði sem það setur. Til að ganga úr skugga um þetta vinna eftirlitsmenn á vegum McDonald's í þeim kjötiðnaðarstöðvum sem fyrirtækið kaupir af auk þess sem það fullvissir sig um að reikningar, skjöl, stimplar og vottorð frá heilbrigðisyfirvöldum séu ósvikin. HÉR Á ÍSLANDI ERU HAMBORGARAR OKKAR GERÐIR ÚR 100% SÉRVÖLDU ÍSLENSKU NAUTGRIPAKJÖTI. McDonald's er kröfuharður viðskiptavinur. Við ætlum framleiðendum sem við skiptum við að fara eftir nákvæmum stöðlum og standast þau gæðapróf sem þarf. Viðskiptavinir okkar eiga aðeins það besta skilið. % $ LYST LYSTHF., er leyfishafi McDonald's á Islandi. Effrekari upplýsinga er óskað, skrifið þá góðfuslega til: LYST hf. Pósthólf8540 128 Reykjavík N\ ■Mcgonaid's

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.