Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SBPTBMBER 1993 15 Engrim liornsteinum raskað eftir Jón Baldvin Hannibalsson Vigfús Geirdal, framhaldsskóla- kennari, birti grein í Morgunblaðinu 1. september sl. undir fyrirsögn- inni: „Að bijóta lögmál eigin sögu“. Þar gagnrýnir hann nýlegan stuðn- ing íslenskra stjórnvalda við tillögur um hugsanlegar hemaðaraðgerðir Atlantshafsbandalagsins í fyrrum Júgóslavíu í umboði Sameinuðu þjóðanna, sem hann telur ganga þvert á hefðbundna íslenska utan- ríkisstefnu. Hann fullyrðir að hlut- leysi og vopnleysi hafi verið for- senda aðildar íslands að bandalag- inu og efast um rétt bandalagsins til að efna til slíkra aðgerða. Hlutleysi og herleysi ísland var hlutlaust ríki á milli- stríðsárunum, líkt og fjöldi annarra ríkja í Evrópu á þeim tíma. Það er augljós og viðurkennd staðreynd að íslensk stjórnvöld létu af hlut- leysisstefnunni með gerð hervernd- arsamnings við Bandaríkin 1941, enda lýstu Bandaríkin stuttu síðar yfir stríði á hendur möndulveldun- um. Fráhvarfið frá hlutleysinu var svo staðfest frekar með aðildinni að Sameinuðu þjóðunum 1946, Keflavíkursamningnum 1946, að- ildinni að Atlantshafsbandalaginu 1949 og varnarsamningnum 1951. Hlutleysi og herleysi eru óskyldir hlutir. Það sést best á öflugum vörnum þeirra ríkja í Evrópu sem héldu hlutleysi á tímum kalda stríðsins. Við undirritun Atlants- hafssáttmálans árið 1949 var lögð áhersla á sérstöðu íslands, sem fólst í því að íslendingar gætu ekki lagt herlið eða hergögn til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, en í þess stað kæmi aðstaða fyrir bandalagið hér á landi. Þessi áhersla endurspeglaði einstakar aðstæður á íslandi en ekki eðlismun á aðildinni að bandalaginu. Virk þátttaka íslands í störfum bandalagsins á undanförnum ára- tugum er til vitnis um það. í ræðu sem Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, fiutti við undir- ritun sáttmálans, ítrekaði hann að ísland hefði ekki eigin herafla og gæti því ekki lýst yfir stríði á hend- ur öðru ríki. í þessu felst ekki fýrir- vari við 5. grein Atlantshafssátt- málans um sameiginlegar varnir, enda krefjast þær ekki stríðsyfirlýs- inga. Það er ekki vel fallið til greining- ar á samtímasögu að tengja saman vafasama túlkun á aðdraganda að- ildar íslands að Atlantshafsbanda- laginu á fimmta áratugnum og þátt- töku íslenskra stjórnvalda í tilraun- um til að draga úr átökum og skapa jafnvægi í Evrópu í kjölfar kalda stríðsins á tíunda áratugnum. Á undanförnum vikum hefur margsinnis verið fjallað ítarlega um afstöðu íslands til tillagna um hugs- anlegar hernaðaraðgerðir Atlants- hafsbandalagsins í fyrrum Júgó- slavíu. í stuttu máli, þá lögðu bandarísk stjórnvöld fram slíkar til- lögur í júlílok, með þeim fyrirvörum „Gagnrýni Vigfúsar Geirdal á stuðning Is- lands við sameiginlegar aðgerðir Atlantshafs- bandalagsins í Bosníu- Hersegóvínu, byggist því á röngum forsend- um og misskilningi, hvort tveggja hvað varðar íslenska utan- ríkisstefnu og banda- lagið. Engum horn- steinum hefur verið raskað, fyrr eða síðar.“ að aðgerðir yrðu innan ramma gild- andi ályktana öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna og í fullu samráði við samtökin og friðargæslusveitir þeirra. í ljósi hríðversnandi ástands umhverfis Sarajevó, studdu íslensk stjórnvöld þessar tillögur með fyrr- nefndum fýrirvörum. Það er því rangt að halda því fram að endan- leg niðurstaða umræðna í Atlants- hafsbandalaginu hafi orðið önnur en íslensk stjórnvöld hefðu kosið. Breytt bandalag Vigfúsi Geirdal verður tíðrætt um varnarsvæði Atlantshafsbanda- lagsins, sem nær yfir meginhluta landsvæðis aðildarríkjanna, sam- kvæmt Atlantshafssáttmálanum. Þessi viðmiðun var sett í sáttmálann árið 1949 til að skýra hvar 5. grein- in um sameiginlegar varnir ætti við, enda voru þá sum aðildarríkj- anna stór nýlenduveldi. Á hinn bóg- inn er ekkert í sáttmálanum sem takmarkar eða kemur í veg fýrir að bandalagið geti beitt sér utan þessa svæðis. Ákvörðun um aðgerð- ir utan svæðis þyrfti að byggjast á samhljóða samþykki allra aðildar- ríkjanna og um leið hlyti að vera gert samkomulag um framkvæmd- ina. Þátttaka Atlantshafsbanda- lagsins í flotaeftirliti á Adríahafi og framkvæmd flugbanns yfir Bosníu-Hersegóvínu eru dæmi um slíkar aðgerðir. Á síðustu árum hefur Evrópa tekið miklum breytingum á flestum sviðum. í mörgum tilfellum hafa breytingarnar hins vegar falist í afturhvarfi til gamalla deilna. Eng- um er eftirsjá í neikvæðum stöðug- leika kalda stríðsins. Núverandi breytingaskeið hefur engu að síður margar hættur í för með sér. Af þeim ástæðum er nánast óhugsandi að spá fyrir um þróun mála í álf- unni á næstu áratugum. Miklu skiptir að það takist að efla og sam- hæfa fjölþjóðlegar stofnanir og samtök í Evrópu, þannig að öryggi og jafnvægi í álfunni verði tryggt þegar til lengri tíma er litið. Þetta endurspeglast m.a. í við- leitni innan Atlantshafsbandalags- ins til að laga samtökin að breyttum aðstæðum. Það ber að hafa í huga, þrátt fyrir staðhæfingar Vigfúsar Geirdal, að Atlantshafssáttmálinn Jón Baldvin Hannibalsson nefnir hvergi einn eða fleiri tiltekna andstæðinga og því ekki rétt að .. Alþingi íslendinga sam- þykkti á sínum tíma aðild að banda- lagi er hefði þann afmarkaða til- gang að verjast hugsanlegri árás Sovétríkjanna". Markmið Atlants- hafsbandalagsins er og verður að tryggja öryggi og varnir aðildarríkj- anna óháð tímabundnum ógnunum. Gagnrýni Vigfúsar Geirdal á stuðning íslands við sameiginlegar aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Bosníu-Hersegóvínu, byggist því á röngum forsendum og misskilningi, hvort tveggja hvað varðar íslenska utanríkisstefnu og bandalagið. Engum hornsteinum hefur verið raskað, fyrr eða síðar. Höfundur er utanríkisráðherra. Pétur H. Blöndal verði for- sljóri Tryggingastofnunar eftir Ólaf Ragnar Grímsson Tryggingastofnun ríkisins er meginstöð í íslenska stjórnkerfinu. Árlega fara 24 milljarðar króna þar í gegn og 56.000 viðskiptamenn tengjast stofnuninni. Úrslitin í glím- unni um hagkvæmni og sparnað í ríkisrekstrinum ráðast fyrst og fremst á vettvangi hennar. Það er alkunna að brýn þörf er á nútímalegum vinnubrögðum í rekstri Tryggingastofnunar. Mjög hefur skort á að þar sé beitt öflugri upplýsingatækni og virkum stjórn- unaraðferðum til að ná sem bestum árangri. Stofnunin er stór í sniðum og svifasein og hefur á engan hátt fylgst með tímanum. I skjóli þessarar stöðnuðu stjórn- unar hefur til dæmis fjölmenn sveit sérfræðinga í læknastétt gert út á jötu Tryggingastofnunar og haft árlega hundruð milljóna króna út úr ríkiskassanum. Athuganir á nýj- ungum í velferðarmálum og heil- brigðismálum, sem í senn þjóna hagsmunum almennings í landinu og eru fjárhagslega skynsamlegar, hafa reynst óframkvæmanlegar vegna skorts á upplýsingum og úreltu stjórnunarkerfi hjá yfirstjórn Tryggingastofnunar. Gamli eða nýi tíminn Alþýðuflokkurinn hefur á undan- förnum áratugum ráðstafað for- stjórastóli Tryggingastofnunar til úrvalsgæðinga flokksins. Fráfar- andi forstjóri hafði um áraraðir verið þingmaður, ráðherra og flokksbroddi í Alþýðuflokknum. Á undan honum voru einnig aðrir þingmenn og flokksgæðingar Al- þýðuflokksins í forstjórastóli. Þessi flokkslega hertaka Alþýðuflokksins á Tryggingastofnun hefur um langt árabil komið í veg fyrir nauðsynlega endurnýjun þar á bæ, og reynst ríkiskerfinu dýr. Þegar umsóknarfrestur um starf nýs forstjóra Tryggingastofnunar rann út kom sem betur fer í ljós að í hópi umsækjenda eru ýmsir hæfir menn. Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson, getur því valið um tvær leiðir. Ætlar hann í takt við gamla tímann að ráðstafa forstjóra- embætti Tryggingastofnunar til flokksgæðings og þingmanns Al- þýðuflokksins? Eða verður Guð- mundur Árni Stéfánsson maður til þess að segja nú er nóg komið og halda inn á braut nýrra tíma: Velja hæfasta fagmanninn til þess að stýra Tryggingastofnun og stíga mikilvægt skref til að hægt verði að gera nauðsynlegar endurbætur í rekstri stofnunarinnar. Það er mikið i húfi því í Tryggingastofnun streyma í gegn milljarðar sem nema um fjórðungi af fjárlögum íslenska ríkisins. Hæfasti maðurinn Þegar litið er yfir nöfn umsækj- enda um starf forstjóra Trygginga- stofnunar er ótvírætt að dr. Pétur H. Blöndal tryggingastærðfræðing- ur hefur langmesta hæfileika til að bera. Það er í raun og veru ein- stakt happ að slíkur hæfileikamað- ur skuli hafa kosið að sækja um þetta starf. Dr. Pétur H. Blöndal hefur í senn frábæra þekkingu og einstæða starfsreynslu. Hann er meðal lærð- ustu íslendinga á þessu sviði, og hefur einnig sannað hæfni sína til að stjórna viðamiklum rekstri. Dr. Pétur H. Blöndal byggði upp traustasta og öflugasta lífeyrissjóð landsins og gerði síðan Kaupþing að einu merkasta fyrirtækinu á ís- lenskum fjármálamarkaði. Hann hefur einnig komið við sögu í stjórn fjölmargra annarra fyrirtækja. Dr. Pétur hefur um árabil veitt fjöl- mörgum aðilum ráðgjöf um hag- kvæmni í rekstri og skynsamlegar aðgerðir í atvinnulífi og stjórnun. Hann nýtur víðtækrar viðurkenn- ingar um þjóðfélagið allt fyrir ein- staka hæfni og þekkingu. Dr. Pétur H. Blöndal er einnig vænn einstaklingur og hefur getið sér gott orð fyrir heiðarleika og sanngirni í allri framkomu. Þótt hann hafi verið og sé annarrar skoð- unar í stjórnmálum en sá sem þessa grein skrifar þá hika ég ekki við að segja að hann skarar langt fram úr öllum öðrum umsækjendum. Það er viðburður að slíkur maður skuli gefa kost á því að gegna starfi for- stjóra Tryggingastofnunar, vilji takast á hendur ábyrgð á þeirri Ólafur Ragnar Grímsson „Það er í raun og veru einstakt happ að slíkur hæfileikamaður skuli hafa kosið að sækja um þetta starf.“ miklu uppstokkun sem þar þarf að eiga sér stað í almennri stjórnun og endurskipulagningu. Það kann sumum að finnast und- arlegt að formaður Alþýðubanda- lagsins sjái ástæðu til að mæla með því á opinberum vettvangi að dr. Pétur H. Blöndal verði forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Það sýnir kannski ótvíræða hæfileika hans að þrátt fyrir að við séum á öndverðum meiði um fjölmarga þætti á vettvangi þjóðmála þá við- urkenni ég að hæfni hans og reynsla er slík að heilbrigðisráðherra ætti ekki að þurfa að hugsa sig lengi um að veita dr. Pétri stöðuna. Prófraun Guðmundar Árna Þegar staða forstjóra Trygginga- stofnunar var auglýst sagði al- mannarómur að búið væri að ráð- stafa henni fyrirfram. Jafnvel for- ystusveit Alþýðuflokksins hefur gefið til kynna að þingflokkur Al- þýðuflokksins hefði lofað Karli Steinari Guðnasyni að hann skyldi fá stöðuna. Það ætti að ráðstafa þessu mikilvæga embætti með sömu spilltu flokkspólitísku aðferð- unum sem lengi hafa verið mein- semd í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna gat vel verið að enginn hæfi- leikamaður myndi sækja um stöð- una. Menn vildu ekki láta „hafa sig að fífli“ eins og sagt var þegar staða seðlabankastjóra var auglýst og allir vissu að Jón Sigurðsson átti að fá hana. Nú hefur það hins vegar gerst að einn af hæfustu mönnunum í íslensku þjóðlífi, dr. Pétur H. Blön- dal, hefur sótt um stöðu forstjóra Tryggingastofnunar. Hinn nýi heilbrigðisráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson, gengst því undir mikilvæga próf- raun. Er hann maður nýs tíma og velur hæfasta umsækjandann í starfið eða ætlar hann að láta stimpla sig sem gamaldags krata sem fyrst og fremst er verkfæri hins spillta kerfis flokksbitlinga í opinberum embættaveitingum? Hver fær það verkefni að stýra 24 milljarða veltu og viðskiptum við 56.000 íslendinga? Það verður vandlega fylgst með því hvern Guðmundur Árni Stefáns- son velur í starf forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins. Höfundur er formaður Alþýðubandalags. STORVIDBURDUR ISLENSKA SJAVAROTVEGSSYNINGIN1993

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.