Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 Norðmenn selja 7.000 tonn af saltfiski á útsöluverði til Portúgals Verð á smærri fiski hefur fallið um 25% á markaðinum „Hefur áhrif á markaðsmál okkar,“ segir forstöðumaður markaðssviðs SIF STÆRSTI útflytjandi á saltfiski frá Noregi til Portúgals gekk nýlega frá sölu á tæplega 7.000 tonnum til stærsta innflytjand- ans, Trans Comercio. Fiskurinn var seldur á „útsöluverði" eða tæplega 220 krónur kg. Grunnverð á saltfiski í Portúgal hefur lækkað um 25% frá í fyrra á minni stærðunum en stærri fiskur- inn hefur lækkað minna. Jón S. Friðjónsson forstöðumaður markaðssviðs SÍF segir að vissulega hafi þessi sala áhrif á markaðsmál SIF í Portúgal en hinsvegar beri að geta þess að SÍF selji mest af stórum fiski á þessum markaði og þar hafi verð heldur verið á uppleið á síðustu vikum. Að sögn norska blaðsins Dagens Næringsliv mun þessi risasala á saltfiski valda miklum titringi meðal norskra útflytjenda enda sé um að ræða 20% af öllu því magni sem Norðmenn- selja til Portúgals í ár á verði sem er töluvert undir VEÐUR því grunnverði sem gilt hefur á markaðinum. Salan minnkað um 3.000 tonn Að sögn Jóns S. Friðjónssonar hefur sala SÍF til Portúgals verið um 10.000 tonn á ári en í ár eru allar líkur á að hún minnki um 3.000 tonn og verði um 7.000 tonn. „Það er ekki gott að segja nákvæmlega til um áhrifin af þess- ari sölu Norðmanna á okkar mark- aðsmál. Til þess þyrfti maður að vita stærðarsamsetninguna á þessum fiski. Það er hinsvegar vitað að norska fyrirtækið var lengi búið að reyna að losa sig við þetta magn en um Rússaþorsk mun vera að ræða,“ segir Jón. „Portúgalsmarkaður hefur verið viðkæmur undanfarið ár þar sem bæði kemur til að heimamenn verka mikið af Rússaþorski veidd- um í Barentshafi og Norðmenn hafa sent mikið af samskonar fiski á þennan markað. Hinsvegar á IDAGkl. 12.00 HeímiW: Veðursiofa íslands (Byggt á veðurspó kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG. 8. SEPTEMBER YFIRLIT: Suðaustur af iandinu er dálitilí hæðarhryggur, en heldur vax- andi lægðardrag á Grænlandshafi þokast austnorðaustur. SPÁ: Fremur hæg breytileg eða suðvestlæg átt um allt land. Vestan- lands verður skýjað og víða dálítil þokusúld eða rigning norðvestan til og jafnvel einnig við suðvesturströndina. Suðaustanlands verður sums staðar léttskýjað inn til landsins. í öðrum landshlutum veröa þokubakk- ar og víöa suld við ströndina en skýjað að mestu til landsins. Hiti verð- ur nálægt'10 stigum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Austan- eða suðaustanátt, víðast fremur hæg. Vætusamt á Suður- og Suðausturlandi, einkum þó á föstudag, en um landið norðan- og vestanvert verður úrkomulítið og sums staðar léttskýjað. HORFUR Á LAUGARDAG: Útlit er fyrir lægð yfir landinu og þá með nokkuð hvassri austanátt og rigningu í flestum landshlutum. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. o ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Alskýjað * V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjóður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld = Þoka rt'9-i FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Þjóövegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða er þó unnið að vegagerö og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna- leið er fær til austurs frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. k VEÐUR VIÐA kl. 12.00 ígær UM HEIM að ísl. tíma Akureyri hitl 11 10 veður ekýjað alskýjað Bergen 12 léttskýjað Helsinkl 10 skýjað Kaupinannahöfn 16 skýjað Narssaresuaq 8 súld Nuuk 6 skýjað Osló 13 skýjað Sfokkhólmur 12 hdlfskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 24 skýjað Amsterdam 19 léttskýjað Barcelona 25 þokumóða Berlín 16 skýjað Chicago 11 léttskýjað Feneyjar 21 skýjað Frankfurt 18 skýjað Glasgow 15 skýjað Hamborg 16 skýjað London 23 skýjað Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 16 skýjað Madrid 22 skýjað Malaga 28 heiðskfrt Mallorca 28 skýjað Montreal 12 þokumóða New York 21 léttskýjað Orlando 24 léttskýjað Parls 22 skýjað Madelra 25 léttskýjað Róm 25 skýjað Vfn 18 iéttskýjað Washington 22 þokumóða Winnipeg 8 léttskýjaö þetta einkum við um minni stærð- irnar af fiskinum og okkar verð hefur ekki lækkað eins mikið þar sem við seljum mest af stærri fisk- ■ inum og er eftirspurn eftir honum að aukast.“ Morgunblaðið/Kristinn Fyrsti skóladagurinn Allt aö 19% hækk- un á námsbókum NÁMSBÆKUR hafa hækkað um allt að 19% frá því í fyrra vegna álagningar virðisaukaskatts og gengisfellinga á árinu. Sumar námsbækur hafa þó hækkað mun minna og dæmi eru til þess að útgefendur hafi haldið verðinu niðri með því að taka á sig hækkun- ina sem virðisaukaskatturinn veldur að einhveiju leyti. Nemendur grunnskólans munu fá færri bækur en áður vegna virðisaukaskatts- Jón Sigfússon, starfsmaður Ey- mundssonar, sagði að frá því að virðisaukaskattur kom á bækur í sumar hafi verið áberandi að útgef- endur hafi tekið á sig hluta af hækkuninni. Margar skólabækur hefðu þó hækkað sem nemur virðis- aukaskattinum og nýjar bækur meira. Útgefendur hefðu reynt að halda verðinu niðri en gengisfelling- ar undanfarið ár gert þeim erfitt fyrir. Hann sagði að bæði útgefend- ur og dreifingaraðilar bæru minna úr býtum en áður, allir hefðu reynt að taka eins mikinn hluta hækkun- arinnar á sig og unnt væri og ekki hægt að ganga lengra í því. Skiptibókamarkaðir blómstra Jón sagði athyglisvert hve skipti- bókamarkaðir hafi verið mikið not- aðir í haust. Áður hefðu unglingar lítið hirt um notaðar námsbækur en nú væru þær orðnar verðmæti, þetta væri af hinu góða. Að sögn Árna Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Máls og menningar, Borgin ræðir við nágrannasveitarfélögin Búseta ráði ekki vali á verktökum Á fundi borgarráðs urðu nokkrar umræður í framhaldi af tillögu borgarstjóra og samþykkt borgar- ráðs vegna fundargerða Innkaupa- stofnunar. Þar er fjallað um ákvörð- un bæjaryfirvalda í Hafnarfirði að semja við Hagvirki-Klett hf. um framkvæmdir vegna útrásar í bæn- um, án þess að bjóða verkið út. Kasta grjóti í bókun Ólínu Þorvarðardóttur, Nýjum vettvangi, segir að borgaryf- irvöldum sæmi síst að kasta gijóti úr glerhúsi að öðrum sveitarfélög- um. Það hafi verið borgarstjóri sem fyrst hafi lýst yfir að Reykvíkingar myndu öðrum fremur sitja að at- vinnutækifærum innan borgar- markanna. Mörg dæmi séu um að stór verkefni séu afhent verktökum án útboða. Skemmst sé að minnast hafa skólabækur sem fyrirtækið gefur út flestar hækkað um 14% vegna virðisaukaskatts og þær sem endurprentaðar hafa verið hafi auk þess hækkað um 3-5% vegna geng- isfellinga á árinu. Hækkunin væri því allt að 19%. Hann sagði að bóka- útgefendur hefðu litla möguleika til að taka á sig skerðingu til að draga úr áhrifum virðisaukaskatts- ins enda væru þeir flestir illa farnir eftir erfiða stöðu síðustu ár. Hækk- unin væri öll til komin vegna að- gerða ríkisvaldsins sem bæri alfarið ábyrgð á henni. Bogi Indriðason, framleiðslu- stjóri Námsgagnastofnunar, sagði að bækur þar hefðu almennt hækk- að um 14%. Hann sagði að Náms- gagnastofnun væri aðeins með námsbækur fyrir grunnskólann og hefðu skólarnir inneignarreikninga hjá stofnuninni. Hækkun bókanna hefði þau áhrif að hver nemandi í grunnskólanum fengi færri bækur en áður. BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að teknar verði upp formlegar við- ræður fulltrúa sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að tryggja að búseta ráði ekki vali á verktökum, hvort sem um er að ræða opin eða lokuð útboð. Á fundi borgarráðs var jafnframt samþykkt að fresta afgreiðslu á tillögu Markúsar Arnar Antonssonar borgarsljóra, um að rétt sé að halda við þá stefnu við útboð og verksamninga að búseta ráði ekki vali á verktökum en jafnan verði leitað hagkvæmustu niðurstöðu fyrir borgarsjóð og stofnanir borgarinnar. Hafi önnur bæjaryfirvöld þá stefnu að útiloka utanbæjarfyrirtæki frá þátttöku í útboðum eða aðild að verksamning- um tejji borgarráð hins vegar ekki rétt að leitað verði til fyrirtækja þar í bæ í lokuðum útboðum á vegum borgarinnar. útboða í Kvosinni og síðasta áfanga öldrunaríbúða við Lindargötu. Minnisleysi Borgarstjóri sagði í sinni bókun að alvarlegs minnisleysis gætti hjá Ólínu. Borgin hafi staðið að átaki í atvinnumálum með umtalsverðum fjárveitingum gagngert í þeim til- gangi að veita reykvísku skólafólki vinnu og ráða fólk af atvinnuleysis- skrá til starfa í þágu borgarinnar. „Var þá meðal annars leitað sam- starfs við atvinnuleysistrygginga- sjóð og farið eftir reglum hans.“ Alfreð Þorsteinsson, Framsókn- arflokki, lýsti yfir undrun á bókun Ólínu. „Ætla mætti að þessi borgar- fulltrúi telji það frekar hlutverk sitt að gæta hagsmuna flokksbræðra sinna í Hafnarfirði en verktakafyr- irtækja í Reykjavík."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.