Morgunblaðið - 15.09.1993, Page 1
56 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
208. tbl. 81.árg.
MIÐVIKUDAGUR15. SEPTEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Noregur fjar-
lægist EB-aðild
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
LÍKURNAR á því að Noregur gangi í Evrópubandalagið (EB) minnk-
uðu verulega eftir þingkosningarnar, sem fram fóru í landinu á
mánudag. Þegar 89% atkvæða höfðu verið talin benti allt til þess
að andstæðingar EB-aðildar á þingi yrðu 74 af 165.
í samtali við Aftenposten lýsti
Gro Harlem Brundtland forsætisráð-
herra áhyggjum sínum vegna þessa
Hafnaði
bónorði
Fischers
Búdapest. Reuter.
BOBBY Fischer, fyrrum
heimsmeistari í skák, brást
ókvæða við er ungversk kær-
asta hans, Zita Rajcsanyi,
hafnaði bónorði hans, að sögn
dagblaðsins Kurir.
Ungverska skákkonan sem er
tvítug staðfesti í samtali við
Kurir að hún hefði hryggbrotið
Fischer. Hann bað hennar er þau
voru stödd í héraðinu Vojvodina
í Serbíu. „En ég hafnaði bónorð-
inu þar sem mér fannst hann
ekki vera draumaprinsinn
minn,“ sagði Rajcsanyi.
Aðspurð um hvemig Fischer
hefði tekið synjuninni sagði hún:
„Hann gekk nánast af göflum,
skipti um ham og varð rnjög
ruddalegur." Hún vildi ekki gefa
nánari upplýsingar en sagði að
hann hefði sært ástvini sína og
valdið ieiðindum. Mótleikur
hennar við hamskiptum Fischers
var að segja honum upp.
og sagði það vera umhugsunarvert
hversu margir hinna nýkjörnu þing-
manna vildu ekki taka tillit til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um inngöngu í EB.
Vegna tölvubilunar hafa tölur frá
Ósló ekki enn borist en talið er að
niðurstöður verði ámóta og þegar
89% atvæða höfðu verið talin. Mið-
flokkurinn hafði þá fengið 16,5%
atkvæða, sem er 10% aukning.
Flokkurinn fær því 31 þingmann en
hafði 11. Verði úrslitin óbreytt hefur
Verkamannaflokkurinn aukið fylgi
sitt um 2,6% og fær því 67 þing-
sæti. Hægriflokkurinn tapaði 4,8%
fylgi og átta þingsætum. Sósíalíski
vinstriflokkurinn hefur hlotið 13
þingsæti.
Allt bendir til þess að andstæðing-
ar EB-aðildar á þingi verði 74 en
90 fylgjandi. Tveir þingmenn Verka-
mannaflokksins hafa neitað að gefa
upp afstöðu sína til aðildar.
Sjá „Andstæðingar EB...“ bls. 20
Samkomulag um frið
FULLTRÚAR Jórdana og ísraela, Fayez Tarameh og Elyakim Rubinstein, takast í hendur eftir að
hafa undirritað viljayfirlýsingu um friðarsamning landanna. Yfirlýsingin var undirrituð í Washington
og sést m.a. í Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir aftan fulltrúana.
Samkomulag Jórdana og ísraela um að hefja friðarviðræður
Yitzliak Rabin væntir við-
urkenningar arabaríkja
Shevardn-
adzenær
sínu fram
Tbílísi. Reuter.
EDÚARD Shevardnadze, leið-
togi Georgíu, tók tilmælum tug-
þúsunda stuðningsmanna í gær
og ákvað að endurskoða þá
ákvörðun sína frá því fyrr um
daginn að segja af sér.
Shevardnadze setti tvö skilyrði
fyrir því að gegna áfram leiðtoga-
starfi. „Hið fyrra er að þingið sam-
þykki á morgun [í dag] neyðarlög
og hið síðara að það samþykki
síðan að gera þriggja mánaða hlé
á störfum sínum,“ sagði hann á
útifundi í miðborg höfuðborgar-
innar.
Þingið synjaði Shevardnadze
um neyðarlög í gærmorgun með
þeim afleiðingum að hann sagðist
segja af sér en síðdegis gekk það
að fyrra skilyrði hans og fól honum
að stjórna með neyðarlögum í tvo
mánuði frá 20. september. Búist
var við að þingið gengi einnig að
síðara skilyrðinu.
Reuter
Lufthansa-vél brotlendir í Varsjá
FLUGVÉL þýska flugfélagsins Lufthansa, Airbus A320, brotlenti
í lendingu í Varsjá í Póllandi í gær. Sjötíu manns voru um borð,
64 farþegar og sex manna áhöfn. Mikil rigning var er slysið varð
og eldur kviknaði í vélinni þegar eftir brotlendinguna. Lufthansa
lýsti því yfír í gærkvöldi að 68 hefðu lifað slysið af en pólska
lögreglan sagði að óvíst væri um afdrif 16 manna.
Washington, Amman, Rabat, Ósló. Reuter.
STAÐFEST var í gær í Washington vifjayfirlýsing ísraela og Jórd-
ana um að hefja viðræður um frið. Að sögn jórdanskra embættis-
manna hafa vaknað vonir um að yfirlýsingin leiði til þess að alls-
heijár friðarsáttmáli verði gerður milli ísraela og nágranna þeirra
innan tveggja ára. Samkomulagið var að miklum hluta tilbúið á
síðasta ári en Jórdanar vildu ekki staðfesta það fyrr en Palestínu-
mönnum yrði ágengt í friðarumleitunum sínum við ísraela. Yitz-
hak Rabin, forsætisráðherra Israels, kom við í Marokkó á heim-
leið frá Bandaríkjunum og ræddi við Hassan, konung landsins.
Vakti óvænt heimsókn hans vangaveltur um að Marokkó yrði fyrst
arabaríkja til að viðurkenna Ísraelsríki að Egyptum frátöldum sem
viðurkenndu það í kjölfar Camp-David samkomulagsins 1979.
Sagðist Rabin búast við að Arabaríkin fetuðu í fótspor Egypta
og Frelsissamtaka Palestínu innan skamms
Sendiherra Jórdana í Bandaríkj-
unum og aðalsamningamaður Isra-
ela undirrituðu samkomulag rikj-
anna um að hefja samninga. Samn-
ingur landanna verður byggður á
tveimur samþykktum Sameinuðu
þjóðanna um að ísraelar dragi herlið
sitt til baka frá herteknu svæðunum.
Með viljayfirlýsingunni hafa ísraelar
samþykkt að draga her sinn til baka
frá tveimur óbyggðum svæðum, við
Dauðahafið og í Norður-Jórdaníu
sem Israelar náðu á sitt vald í sex
daga stríðinu 1967. Þar sem Palest-
ína er ekki viðurkennt ríki verður
samningur ísraela við Jórdana hinn
fyrsti sem ísrael gerir við arabaríki
frá 1979.
Viðbrögð í Jórdaníu voru ýmist
ánægja eða vonbrigði, einn jórd-
anskra stjórnmálaflokka kallaði
hann „innrás gyðinga" en annar
sagði að samningurinn myndi binda
enda á hugmyndina um að Jórdanía
væri hugsanlegt föðurland Palest-
ínumanna.
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, átti
fund með George Mitchell, leiðtoga
demókrata á Bandaríkjaþingi, í gær.
Óskaði Arafat eftir því að lögum,
sem bönnuðu fjárhagsstuðning við
Palestínumenn, yrði aflétt.
Geir Lundestad, forseti Nóbels-
stofnunarinnar, gerði að engu vonir
manna um að þeir sem stóðu að
samningum ísraela og PLO hlytu frið-
arverðlaun Nóbels í ár. Hann sagði
samningamenn verða að bíða til ársins
1994, þar sem frestur til að skila inn
tillögum rann út 1. febrúar sl.
Sjá „Samtök heittrúar-
manna...“ bls. 21