Morgunblaðið - 15.09.1993, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.09.1993, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 51500 Maríubakki - Rvík Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1. hæð. Herb. fylgir í kj. V. 6,8 m. Hafnarfjörður Klettahraun Gott einbhús ca 140 fm íbhæð auk kj., bílsk. og blómaskála. Fallegur garður. Skipti mögul. á minni eign. V. 15,0 m. Hjallabraut 33 - þjónustuíbúð Höfum fengið til sölu 3ja herb. íb. á 4. hæð á þessum vinsæla stað fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri. Áhv. ca 3,2 m. byggsj. Álfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta selst saman. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Ölduslóð Til sölu góð ca 110 fm íb. í tvíb- húsi á 2. hæð. 4-5 herb. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð í fjölbhúsi. Nýviðgert að utan. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., dö™ Linnetsstíg 3, 2. hœð, Hfj., símar 51500 og 51601. Þorsteinn Guðmundsson og Bessi Bjarnason í hlutverkum sínum í Spanskflugunni. Borgarleikhúsið Spanskflugan eftir Arnold og Bach frumsýnd á Stóra sviðinu SPANSKFLUGAN eftir Arnold og Bach verður frumsýnd á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu föstudaginn 17. september. Leikstjóri er Guðrún Asmunds- Arnarholt - Borgarfirði Jörðin Arnarholt, Stafholtstungnahreppi, Mýrasýslu er til sölu. Góðar byggingar, landmikil jörð, umtalsverð veiðihlunnindi. Hitaveita. Jörð sem gefur mikla mögu- leika hvort heldur til búskapar eða t.d. fyrir félagasam- tök. Myndir og nánari uppl. gefnar á skrifstofu FM. Einkasala. 10279. ffe^FASTEIGNA 1 MIÐSTÖÐIN 162 20 30 SKIPHOLTI50B - 105 REYKJAVÍK SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290 dóttir, en hún setti Spanskflug- una upp fyrir rúmum tuttugu árum á vegum Húsbyggingar- sjóðs og er sú sviðsetning mörg- um í fersku minni, en ríflega fimmtíu þúsund áhorfendur sáu þá sýningu. Spanskflugan hefur verið á fjöl- um Leikfélagsins reglulega frá því verkið var frumsýnt á íslandi 1926. Er óhætt að fullyrða að fá verk á sýningarskrá Leikfélagsins hafi hlotið jafn innilegar móttökur áhorfenda. Þessu græskulausi gamanleikur skipar þannig sér- stakan sess í huga almennings og ættu endurvakin kynni af Klinke sinnepsframleiðanda, vinum hans og vandamönnum, að vekja sömu viðbrögð áhorfenda og löngum: óbærilega skemmtun og óstöðv- andi hlátur. Að þessu sinni fer Bessi Bjarna- son með hlutverk Klinke, en hans góðu konu leikur Helga Þ. Steph- ensen. Pála dóttir þeirra er í hönd- um Eddu Heiðrúnar Backman. Vinahópur Klinke er leikinn af Karli Guðmundssyni, Guðmundi Ólafssyni og Marinó Þorsteinssyni. Elskhuginn ungi er í höndum Valdimars Flygenring. Assiríu- fræðingurinn uppburðarlitli er leik- inn af Þorsteini Guðmundssyni, en Wally, þá sem honum ann, leikur Guðrún Marinósdóttir. Aðrir sem fram koma í sýninguni eru Soffía Jakobsdóttir, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Theódór Júlíusson og Valgerður Dan. Þá er þriggja manna hljómsveit sem annast und- irleik söngva í Spanskflugunni undir stjórn Carls Möller. Leik- mynd hannar Steinþór Sigurðsson en Þórunn Sveinsdóttir búninga. Dansa semur Guðmunda Jóhann- esdóttir en lýsingu Ögmundur Þór Jóhannesson. Spanskflugan er sígildur gam- anleikur misskilnings, blekkinga og undanbragða. Hann hefur stað- ið fyrir sínu sem fölskvalaus skemmtun í nær sjötíu ár á íslensk- um leiksviðum og væntir Leikfélag Reykjavíkur þess að svo verði einn- ig á frumsýningunni þann 17 sept- ember. (Fréttatilkynning) Leiklist- ar klúbbur Tónabæjar setur upp sýningu LEIKLISTARKLÚBBUR Tóna- bæjar er um þessar mundir að setja upp leikritið „Fullorðinssag- an um Lísu í Undralandi" eftir Klaus Hagerup. Hópurinn samanstendur af 12 unglingum sem hafa unnið saman síðastliðin 2 ár undir stjórn Maríu Reyndal. Vorið 1992 settu þau upp leikritið „Slúðrið“ eftir Flosa Ólafs- son sem tókst mjög vel. Nú seinni part sumars hafa krakkarnir unnið hörðum höndum við undirbúning Lísu í Undralandi. í leikritinu er frumsamin tónlist eftir Kristján Við- ar Haraldsson og Óla Jón Jónsson og Kristín Thors sér um smink og hár. Leikstjóri og leiðbeinandi hóps- ins er María Reyndal. Frumsýnt var miðvikudaginn 8. september og lokasýning 17. sept- ember en sýningarnar verða 7 tals- ins. Sýningartíminn verður kl. 20.30 og miðaverð 500 krónur. (Fréttatilkynning) ---------------- Stofnfund- ur Menning- ar- og lista- samtaka STOFNFUNDUR Menningar- og listasamtaka ungs fólks á Islandi verður haldin í Hinu húsinu, Brautarholti 20, á morgun fimmtudaginn 16. september kl. 14 á 3. hæð. Tilgangur samtakanna er að starfrækja upplýsingamiðstöð í sam- ráði við félög, félagasamtök, ríki og sveitarfélög. Að vinna að varðveislu íslenskrar menningar með hagsmuni alls ungs fólks að leiðarljósi. Að styðja við bakið á ungu listafólki. Að koma ungu fólki á framfæri. Að efla sam- skipti ungs fólks á íslandi við erlend menningar- og listafélög. Helstu stofnaðilar eru Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN) og Félag framhaldsskólanema (FF) og aðrir þeir sem eru sérstaklega skráð- ir í samtökin. 011 KH 01 07A L^RUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJORI ■ L I Iwvakl0/v KRISTINNSIGURJONSSON,HRL.loggilturfasteignasali Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli: Nýleg eign - einstakt tækifæri Vel byggt stein- og stálgrindarhús v. Kaplahraun í Hafn. Grunnfl. 300 fm. Vegghæð 7 m. Glæsil. innr. ris 145 fm íb./skrifst. Stór lóð m. byggrétti. Margs konar breytinga- og nýtingamögul. Ýmiss konar eigna- skipti möguleg. Tilboð óskast. Glæsileg sérhæð - eignaskipti möguleg Efri hæð 143 fm nettó v. Hvassaleiti. Sólsvalir. Allt sér. Góður bílsk. 28,1 fm. Miklar geymslur í kj. Glæsil. trjágarður. Fráb. útsýni. Háaleitisbraut - endaíbúð - bflskúr Mikið endurn. 5 herb. endaíb. neðarl. v. Háaleitisbraut. Svalir. Endur- bætt sameign. Fráb. útsýni. Tilboð óskast. Lítii sérhæð - tvíbýli Nýendurbyggð 3ja herb. íb. rúmir 80 fm á neðri hæð í tvíbhúsi í Smáíbúðahverfi. Allt sér. 40 ára húsnlán 3,6 millj. Tilboð óskast. Hafnarf jörður - ný úrvalsíbúð - útsýni Stór 2ja herb. íb. á 3. hæð v. Álfholt. Uppgerð sameign. Parket. Sér- þvottaaðstaða. Langtlán kr. 3,0 millj. Fráb. útsýni. Endaíbúð - sérþvottahús - bflskúr Stór og góð 5 herb. endaíb. við Stelkshóla. Skipti æskil. á góðri 4ra herb. íb. t.d. í nágrenninu. Dagiega leita tii okkar traustir kaupendur með margs konar óskir um kaup á fasteignum. Sérstaklega óskast 3ja-4ra herb. íb. í Vogum eða nágr. og ennfremur einbhús eöa raðhús í borginni sem þarfnast standsetningar. • • • Auglýsum á 10. eða 11. síðu í Mbl. að jafnaði á þriðju-, miðviku- og laugardögum. Opið á laugard. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASAl AH Þuríður Baxter í Hafnarborg _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Að því mér skilst voru tónleikar Þuríðar í Hafnarborg sl. sunnudag hennar fyrstu sjálfstæðu opinberu tónleikar. Píanóleikari á tónleik- unum var Davíð Knowles, nú orð- inn Játvarðsson, vegna nýfengins íslensks ríkisfangs. Að því leyti voru þetta óvenjulegir debut-tón- leikar að flytjandinn var öfugu megin við tvítugt. Að þvi leyti voru þetta ekki venjulegir frum- raunar-tónleikar að viðkomandi hafði þroskaðan tónlistarsmekk og heldur ekki um alvenjulega söngtónleika að ræða, þar sem söngkonan virðist vel músíkölsk. Að því leyti aftur á móti, venjuleg- ir frumraunartónleikar að ekki var allt í topplagi. Hvort röddin er lítil eða mikil á eftir að koma í ljós, því enn er hún í nokkrum viðjum, er svolítið stíf, verður við það grönn og á til að verða sár, eins og flytjandinn þori ekki að láta röddina hljóma í öllum líkamanum, leyfa röddinni að fljúga eins og hún hefur eðli til. Fyrir bragðið verður sönglínan stundum svolítið óhrein, nokkuð sem er algjörlega óskylt slæmri Þuríður Baxter tónheyrn og er því óþarft ef stuðn- ingur á tóninum er réttur. Stund- um getur þetta orðið af hræðslu við að verða grófur, eða að missa röddina frá sér, en fljúgandi fær, hinn situr eftir. Þuríður byrjaði tónleikana með nokkrum gömlum ítölskum lögum sem mér fannst einna síst skila sér í meðferð Þuríðar, eins og hún áttaði sig ekki fyllilega á töfrum og séreinkennum þessara gömlu laga. Píanóleikur Davíðs hjálpaði því miður ekki mikið til, nóturnar voru réttar, en fram yfir það var ekki mikil hjálp, innblásturinn vantaði. Gabriel Fauré-lögin komu á óvart. Þar var Þuríður sem á heimavelli, hún náði stílnum og þó tónarnir væru ekki alltaf hrein- ir, svifu yfir listræn tök, nokkuð sem „réttu megin við tvítugt“ nær ekki. í Les berceaux sýndi Þuríður fallega dýpt. Hún sýndi oft í efnis- skránni góðan flúrsöng og undir- rituðum datt oftar en einu sinni í hug hvort hún ætti ekki að reyna sig við kóloratúr. Fleiri frönsk tón- skáld komu í kjölfarið og virðist litur raddarinnar henta vel franskri músík. í lokin söng Þuríð- ur aríur úr „Tancredi“ (Rossini), „Mignon“ (Thomas) og úr „Carm- en“ (Bizet). Sameiginlegt um með- ferð þessara aría var að söngkon- an skildi og náði stílnum og er sá hæfileiki því miður ekki alltaf fylgifiskur. Þrátt fyrir einhveija vöntun á stjórnun raddarinnar var menn- ingarbragur af tónleikum þessum og hefðu þeir mátt heyrast nokkr- um árum fyrr. Annars er árafjöldi aðeins mæíikvarði sem listin tekur ekki mark á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.