Morgunblaðið - 15.09.1993, Side 14

Morgunblaðið - 15.09.1993, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 MS og sjúkraþjálfun eftir Tómas Maríuson í dagvist MS-félags íslands við Áland er starfandi lítil en sérhæfð sjúkraþjálfunardeild. Innan þess ramma, sem núverandi þekking á MS setur, er sjúkraþjálfun mjög öflugt tæki til að aðstoða fólk með þennan sjúkdóm. Röskun sú sem MS veldur í starf- semi líkamans getur verið afar breytileg eftir einstaklingi. Fyrstu einkenni sem sjúkraþjálfarinn getur tekið á eru truflun á jafnvægi, skort- ur á stöðugleika og öryggisleysi í hreyfingum. Flestir einstaklingar þekkja þetta meira eða minna vel af eigin reynslu því áfengisáhrif (á ísl.: að vera kenndur) valda svipuðum einkennum: hreyfíngarnar verða klaufskar, erfítt er að ganga beint, ósamræmdum augnhreyfingum fylgja tvísýni og svimi. Við MS getur svo einnig myndast kraftleysi í ein- stökum vöðvum og eðlilegt samspil vöðvanna truflast. Þetta getur til lengdar haft áhrif á stoðkerfið, vald- ið vöðvabólgu og eymslum í vöðva- festum (gjaman í herðum og mjöðm- um), rýmun á vöðvamassa og jafn- vel hryggskekkju með öllum sínum afleiðingum. Til að byija með stunda margir MS-sjúklingar heilsurækt af einhveiju tagi, fara í sund, göngu- ferðir eða leikfími/líkamsrækt. í sjálfu sér er það auðvitað gott og ekkert við því að segja, en MS-sjúkl- ingar þurfa að gæta sín. í fyrsta lagj má nefna þreytu sem ásamt úthaldsleysi fylgir iðulega MS-sjúk- dómnum. Hvort tveggja veldur því að jafnvel frískur MS-sjúklingur án sjáanlegrar fötlunar hefur skert út- hald og getur fundið fyrir auknum einkennum eftir tiltölulega stutta áreynslu. Ekki má gleyma að margir stunda vinnu og reynir hún oft mik- ið á þolforðann. Þolþjálfun („fítu- brennslunámskeið"), líkamsrækt, aerobic, einnig sund og gönguferðir krefjast úthalds. MS-sjúklingur sem stundar slíka þjálfun, verður að vita /WVJ~ | nákvæmlega hvar þreytumörk hans eru og hægja á sér í tæka tíð (þótt allir hinir í hópnum haldi áfram!). í öðru lagi er spumingin, hvort MS-sjúklingur græðir eitthvað á því að vera í þol- eða kraftæfingum. MS-sjúklingar nú á dögum eru ekki síður en aðrir fómarlömb hreyfínga- leysis og vissulega hafa þeir gagn af almennri þjálfun. En sé spurt eft- ir sérhæfðum árangri er svarið að þolþjálfun og markviss MS-meðferð eru jafn ólíkar og til að mynda kapp- akstur og ökuleikni. Að æfa sig að „taka Kambana á 150“ gerir mann ekki hið minnsta færari að bjarga sér við erfiðar aðstæður. Sem sagt: þol- og kraftþjálfun eykur ekki endi- lega fæmi þess sem æfír. Hættan er hins vegar sú að röng hreyfimynst- ur og óæskilegar meðhreyfíngar fest- ist enn frekar í sessi. Listin er að finna veika hlekkinn í keðjunni og styrkja hann og þannig er farið að við sjúkraþjálfun. Takist það er með- ferðin markviss. í þriðja lagi fylgir álagi aukin hætta á „kasti“. MS kemur gjaman í köstum, eins og allir MS-sjúklingar vita. Sjúkdómurinn tekur sig upp öðru hvom, fólki iíður verulega verr, það er þreytt, máttlaust og slappt. Það ástand kallast kast. Í kasti versna einkennin iðulega en skána þó aftur þegar frá líður. Oft fylgir þó hveiju kasti einhver varanleg skerðing á getu. Álag af öllu tagi - andlegt og líkamlegt - getur aukið hættu á kasti og er líkamsþjálfun ekki undanskilin þessu. Hér skal síst mælt gegnt því að MS-sjúklingar séu í góðri almennri þjálfun. En hafa ber þó í huga að hún miðast nær ein- göngu við svokallað heilbrigt fólk. Hver og einn veit að sjálfsögðu best hvar þolmörk hans liggja og einnig hvort hann fínnur þá bót sem hann ætlaði sér. Ef sá sem stundar al- menna leikfími gerir sér grein fyrir áhættunni og sínum eigin takmörk- unum og hagar þjálfun sinni sam- kvæmt því getur hann haft mjög gott af henni. En hver er meðferð sjúkraþjálfara á MS? Fyrsta skrefíð er viðtai við skjólstæðinginn, farið er yfír sögu sjúkdómsins, vandamál sem honum fýlgja og almennt heilsufar. Nánari skoðun leiðir þá í ljós getu einstakl- ingsins. Áherslan liggur á starfrænni (funktional) skoðun sem sýnir hvem- ig skjólstæðingurinn bjargar sér við einstök atriði daglegs lífs. Næsta skref er að setja upp markmið og meðferðaráætlun. Erfítt er að spá um árangur meðferðar og alls ekki víst hvort settum markmiðum verður náð; nær væri að tala frekar um meðferðarstefnu en markmið. Ákveðinni stefnu er fylgt eins lengi og framfarir sjást, stöðvist þær verð- ur að snúa sér að öðru eða taka hvíld. Tíðni endurkomu er afar mis- jöfn, allt frá því einu sinni í viku (viðhaldsmeðferð) upp í daglega meðferð (uppbygging) í ákveðinn tíma. Að síðustu skal lýst nokkrum æf- ingum sem beitt er. Jafnvægisæfing- ar eru gerðar ýmist sitjandi eða standandi. Sjúklingur á að teygja sig í ýmsa hluti, bæði upp fyrir og niður fyrir sig. Miðast það allt við þarfír dag- legs lífs. Þegar á því stigi reynir æfingin ekki eingöngu á jafnvægi heldur þjálfar hún þætti eins og hreyfístjóm, stöðuskyn og vöðva- samspil (samhæfingu). Svo er farið í ýmsa leiki: boltaleiki, „frisbí" og griptennis, svo eitthvað sé nefnt. Það krefst einnig snerpu og þjálfarinn stjómar hraðanum skv. getu skjól- stæðings. Gönguæfingar em annar kafli í æfingunum og er skjólstæð- ingurinn látinn ganga, hlaupa eða Tómas Maríuson „Innan þess ramma, sem núverandi þekking á MS setur, er sjúkra- þjálfun mjög öflugt tæki til að aðstoða fólk með þennan sjúkdóm.“ hoppa á sléttu gólfí. Tæki eins og jafnvægisspýta, pallar í ýmsum hæð- um og vöggubretti reyna enn meira á hreyfígetu og jafnvægi. Þjálfarinn er aldrei langt undan og ávallt tilbúinn að rétta hjálpar- hönd ef með þarf en annars er reynt að haga æfingunum þannig að skjól- stæðingi rétt tekst að gera þær án aðstoðar. Stöðubreytingar t.d. fara fram úr rúmi, reisa sig upp af gólfí, standa upp úr stól virðast í fljótu bragði ekki flóknar en samt er það veruleg frelsisskerðing að geta ekki framkvæmt þær einn. Fyrir einstakl- ing er afar mikilvægt að geta fram- kvæmt þessar athafnir án hjálpar. Einnig er mjög mikilvægt fyrir ein- stakling með jafnvægistruflun að geta staðið upp af gólfi, einn eða með aðstoð. Milli æfínga notar þjálfarinn 15. september - 15. október Norræn trimmlandskeppní fyrir fatlaða og aldraða eftir Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur „Ef hægt væri að forrita áhrif lík- amlegrar hreyfíngar í töfluform, væri sú tafla notuð meira en nokk- urt annað læknameðal." (Bandarísk- ur læknir.) Læknavísindin hafa með óta) rannsóknum sýnt fram á að mark- viss líkamleg hreyfíng getur í flestum tilfellum haft mjög jákvæð áhrif á líðan fólks, jafnt líkamlega sem and- lega líðan. Áhrif markvissrar hreyfíngar eru mikilvæg, bæði hvað varðar endur- hæfingu þeirra er búa við skerta hreyfifæmi og/eða eiga við geðræn vandamál að stríða og ekki síður sem fyrirbyggjandi þáttur í heilbrigðis- kerfinu. Keðjuverkandi áhrif hreyfíngar- innar eru jákvæð, líkamlegt álag nær fram jákvæðri útrás sem leiðir til þess að einstaklingnum líður betur og þannig verður til hringrás endur- hæfíngar sem getur skipt sköpum í daglegu lífí. DSERO0NŒRAMICA -Stórhöfða 17 vlö Gullinbrú, sími 67 4* 44 Þessa vitneskju hafa endurhæf- ingarlæknar, geðlæknar og aðrir þeir sem vinna að bættri líkamlegri og andlegri líðan fólks lagt aukna áherslu á hin síðari ár. Nú eru starf- andi á Reykjalundi þrír íþróttakenn- arar sem skipuleggja markvissa hreyfíngu sjúklinga, göngur, leik- fími, sund og fleira í samráði við lækna og sjúkraþjálfara. Einstak- lingar fá hvatningu til að halda slíku lífsmunstri áfram eftir að meðferð lýkur og það er einmitt slík hvatning sem getur skipt sköpum varðandi árangur meðferðar og endurhæfíng- ar þegar fram líða stundir. Orð bandaríska læknisins eiga énn erindi til allra þjóða, jafnt til almenn- ings sem starfsfólks heilbrigðis- og menntakerfisins. Markmið alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar WHO er „Heilbrigði árið 2000“. Ef læknavísindin telja að markviss hreyfing sé æskilegt meðferðarform innan heilbrigðis- kerfísins, geti stuðlað að bættri heilsu almennings og þannig að gíf- urlegum sparnaði í heilbrigðiskerf- inu, virðist mjög eðlilegt og árang- ursríkt að leggja aukna áherslu á þennan þátt bæði innan heilbrigði- skerfísins, skólakerfisins og í þjóðfé- laginu almennt. „Nord Hif“, Nordiska Handikapp- idrottsförbundet, sem eru samtök íþróttasambanda fatlaðra á Norður- löndum, hafa frá árinu 1981 staðið fyrir Norrænni trimmlandskeppni fyrir fatlaða og ófatlaða. Keppni fer fram annað hvert ár á öllum Norður- löndunum, en markmið með þessu samnorræna verkefni er að efla áhuga fatlaðra og aldraðra á líkams- rækt og útivist. Nú verður keppnin haldin á ís- landi á tímabilinu 15. september tii 15. október 1993. Viðurkenndar greinar keppninnar eru ganga, hlaup, sund, hjólreiðar, hesta- mennska, róður, hjólastólaakstur, leikfimi/líkamsrækt. Ganga með að- stoð göngugrindar, æfingar rúm- liggjandi sjúklinga og annað sem tekur mið af aðstæðum fólks er við- urkennt sem framlag til keppninnar. Keppnin er þrískipt 1. Keppni milli einstaklinga. Dregin verða út 10 nöfn þeirra ein- staklinga sem vinna sér inn fleiri en 20 stig pg hljóta þeir sérstök verð- laun. Aðeins er hægt að vinna sér inn 1 stig á dag fyrir 30 mín. hreyf- ingu. 2. Keppni milli héraðssambanda. Stigahæsta héraðssambandið miðað við íbúafjölda hlýtur „Flugleiðabikar- inn“ sem gefínn var af Flugleiðum árið 1991. 3. Keppni milli Norðurlandanna. Það land sem sýnir mesta þátttöku- aukningu frá keppninni 1991 hlýtur að launum „Trimmhomið" sem gefíð var af Flugleiðum árið 1987. Árið 1991 varð Island í 4. sæti! Úrslit í Norrænu trimmlands- keppninni frá upphafi Stig eru reiknuð út samkvæmt ákveðnum margföldunarstuðli fyrir hvert land. 1981 ísland - 1983 ís- Iand - 1985 ísland - 1987 Finnland - 1989 Færeyjar - 1991 Danmörk. Auk hefðbundins keppnisfyrir- komulags hafa stofnanir sett á fót keppni milli hinna ýmsu deilda sem er hvetjandi og skemmtilegt fyrir- komulag og á nokkrum stöðum hafa verið settir upp sérstakir göngudag- ar. Árið 1991 vakti frammistaða þátt- takenda frá Hrafnistu í Hafnarfirði mikla athygli en sá hópur undir stjóm Lovísu Einarsdóttur íþróttakennara safnaði óteljandi stigum fyrir ísland. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að markviss hreyfíng hefur verið einn af mikilvægustu þáttum í daglegu lífí fólksins á Hrafnistu í Hafnarfírði um árabil. Hafnfírðingar eiga þar heiður skilinn! Stjóm íþróttasambands fatlaðra vill koma á framfæri sérstöku þakk- læti til Flugleiða hf., sem eru aðal- styrktaraðilar keppninnar 1993, og til allra þeirra einstaklinga, stofnana og samtaka sem lagt hafa hönd á plóg við að kynna Norrænu trimm- landskeppnina 1993. Upplýsingar um keppnina og skráningarkort hafa verið send til íþróttafélaga fatlaðra, Samtaka fatl- aðra og aldraðra, svæðisskrifstofa, sambýla og sérskóla, héraðssam- banda, sjúkrahúsa, elliheimila og fleiri aðila um allt land. Skráningarkort má einnig fá á skrifstofu Iþróttasambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni, Laugardal. Fatlaðir og aldraðir íslendingar eru hvattir til þess að leggja sitt af mörkum og vinna að sigri Islands í Norrænu trimmlandskeppninni árið 1993 á ári aldraðra. Keppnin verður formlega sett mið- vikudaginn 15. september kl. 18 við gjaman nuddtæki á herðar sjúklings- ins, bak og læri. Það slakar á vöðvum og minnkar spasmann. Ef þörf er á ítarlegri meðferð vegna vöðvaeymsla beitir þjálfarinn fleiri aðferðum, t.d. leysigeislum, hljóðbylgjum, heitum eða köldum bökstrum og nuddi/þver- nuddi ásamt vöðvateygjum og fleiri aðferðum. Til að fyrirbyggja spasma hafa verið notaðar vöðvateygjur sem gefa góða raun. Hins vegar þarf að gera þær með tilfinningu til að valda ekki áverkum. „Spasmi" kallast ósjálfráð- ur vöðvasamdráttur (krampi) sem fylgir ýmsum taugasjúkdómum, m.a. MS. Hann getur komið eldsnöggt þegar teygt er á vöðva. Gerist það þarf þjálfarinn að slaka strax á spennunni og leyfa vöðvanum að hreyfa sig áður en teygt er á ný. Sé það ekki gert heldur haldið stíft á móti (sem að auki er mjög erfítt og sárt fyrir skjólstæðinginn) er mik- il hætta á meiðslum. Eins og oft áður reynist mjúka aðferðin líka hér að lokum árangursríkari. Þar að auki er sjúkraþjálfarinn e.k. upplýsinga- banki skjólstæðings. Komur til sjúkraþálfara eru tíðar. Þar af leið- andi myndast mikið trúnaðarsam- band milli þjálfarans og skjólstæð- ings og margar spurningar koma upp sem þarf að svara. Þetta gerir þá kröfu til sjúkraþjálf- arans að hann viðhaldi þekkingu sinni og einnig að hann miðli upplýs- ingum, sé einskonar tengiliður milli læknis og sjúklings. Það krefst stöð- ugra samskipta við lækna og einnig aðra meðferðaraðila s.s. félagsráð- gjafa, iðjuþjálfara, Tryggingastofn- un, stoðtækjasmiði og heimahjúkrun. Innan stofnana er þetta leyst með því að halda reglulega fundi, annars er nauðsynlegt að hafa samband við viðkomandi aðila sim- eða bréfleiðis. Þá hlið vinnunnar sér skjólstæð- ingurinn sjaldan en samt er hún nauðsynleg og krefst tíma. En með sameiginlegu markmiði og sam- ræmdum aðgerðum næst miklu fyrr sá árangur sem til er ætlast og það er í þágu skjólstæðingsins. Höfundur er sjúkraþjálfari hjá MS-félagi íslands. Anna Karqlína Vilhjálmsdóttir yFatladir og aldraðir Islendingar eru hvattir til þess að leggja sitt af mörkum og vinna að sigri íslands í Norrænu trimmlandskeppninni árið 1993 á ári aldr- aðra.“ íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þar verða flutt ávörp og síðan verður farið í ratleik sem felst í því að fínna þekktan íslending sem mun leynast í Laugardalnum. Þorsteinn Einars- son, fyrrverandi íþróttafulltrúi, og samtökin „íþróttir fyrir alla“ aðstoða ÍF við framkvæmd þessa ratleiks. I lok ratleiksins verður öllum boðið upp á aquarius-drykk. Allir þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta í Laugardalinn! Höfundur er framkvæmdastjóri íþrótta- og útbreiðslusviðs Iþróttasambands fatlaðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.