Morgunblaðið - 15.09.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993
21
FERÐAMENN MYRTIR
A FLORIDA
v r
Breskur \
ferðamaður '"v
drepinn og annar .
særður í norður-
hluta Flórída í
gær. Morð á
ferðamönnum
hafa verið tíð
undanfarin
misseri.
FLÓRÍDA
O $
Everglades- -.
þjódgarðurínn / \
SIÐUSTU MORÐIN
9. Tallahassee: 14 sept. 1993
Breskur maður drepinn og fylgdar-
kona hans særð á áningarstað við hraðbraut.
8. Miamí: 8. september 1993
Þýskur maður myrtur eftir að banamenn hans óku
á bílaleigubifreið hans á hraöbraut f Miamí.
7. Miami-strönd: 2. april 1993
Þýsk kona skotin til bana fyrir augum fjölskyfdu
sinnar eftir að bifreið þeirra bilaði.
6. Homestead: 11. mars 1993
Þýskur maöur myrtur og konu hans veittir áverkar
i þjófnaðartilraun á bifreiöastæði hótels.
5. Miami: 26. janúar 1993
Maður frá Venezúela myrtur á leið út úr bílaleigubíl.
4. Sunny Isles: 22. janúar 1993
Kanadiskur maður myrtur í ránstilraun.
3. Lake Worth: 29. desember 1992
Kanadískur maður myrtur í búðarferð eftir mjólk.
2. Fort Myers: 9. desember 1992
Maður á reiðhjóli skýtur þýskan mann á göngutúr
til bana. Unnusta hans slapp lifandi.
1. Ortando: 3. október 1992
Breskur maður myrtur er hann tók farangur út úr
bifreið á leið inn á hótel 90 mínútum eltir komuna
til Flórída. REutífl
Breti myrt-
ur í Flórída
Tallahassee, Reuter.
BRESKUR ferðamaður var
myrtur og fylgdarkona hans
særð skotsári á áningastað við
hraðbraut í kyrrlátu sveitarhér-
aði- 40 km frá Tallahassee á
Flórída í gærmorgun.
Bretarnir höfðu nýtt sér ýmsa
þjónustu á áningarstaðnum og síð-
an lagt sig í bílaleigubifreið sinni.
Þrír þeldökkir ungir menn vöktu
þá klukkan tvö að staðartíma í fyrri-
nótt og hugðust ræna þá. Hófu
þeir skothríð á bifreiðina er Bret-
arnir reyndu að aka í burtu með
þeim afleiðingum að karlmaðurinn
beið samstundis bana en konan
særðist lítillega. Lýst hefur verið
eftir tilræðismönnunum.
Ferðamálafrömuðir óttast að at-
burðurinn kunni að fæla fólk frá
ferðalögum til Flórída. Eftir morð
á þýskum ferðamanni í Miamí í síð-
ustu viku voru rúmlega 20% hótel-
bókana afturkallaðar.
------» ♦ ♦----
Menningar-
barátta Frakka
Vilja hömiur
gegn sápu-
innflutningi
París. Reuter.
FRÖNSK stjórnvöld hófu í gær
nýja sókn í baráttu sinni gegn
ákvæðum væntanlegs GATT-
samnings um aukið frelsi í al-
þjóðaviðskiptum. Þau sögðust
myndu beita neitunarvaldi gegn
því að aflétt yrði kvóta á sölu
bandarískra sjónvarpskvik-
mynda til landsins.
Þetta var haft eftir Jacques Tou-
bon menningarmálaráðherra en
reglum um takmarkaðan innflutn-
ing á kvikmyndum og svonefndum
sápuóperum fyrir sjónvarp á borð
við Dallas-þáttaröðina er ætlað að
vernda evrópska menningu.
Frakkar hafa undanfarna mán-
uði barist gegn samningi Bandaríkj-
anna og Evrópubandalagsins um
viðskipti með landbúnaðarvörur en
þar er kveðið á um minni ríkisstuðn-
ing við framleiðendur.
Israel er ekki lengur aðalandstæðingur arabaríkjanna
Samtök heittrúarmanna
ógna mest stöðu Arafats
London, Túnisborg. The Daily Telegraph, Reuter.
Eiginkona Arafats
SUHA Arafat, eiginkona Palestínuleiðtogans, er upprunalega
kristinn Palestinumaður frá Ramailah á Vesturbakkanum, hún
sést hér fylgjast með manni sínum á sjónvarpsskjánum í gær.
Þau urðu hjón í fyrra og aldursmunurinn er um 35 ár. Hún lýsir
Arafat sem töframanni er hafi tekist að ná sáttum við leiðtoga
ísraela. Suha Arafat segir að sér hafi verið boðið að vera við
athöfnina í Washington á mánudag en hafi fremur viljað deila
þessari örlagastundu með eigin þjóðbræðrum í aðalstöðvum PLO
í Túnisborg.
YASSER Arafat hefur undir-
skrifað timamótasamning við
erkióvininn Israel um takmark-
aða sjálfsljórn Palestínumanna
á hernumdu svæðunum og
heimur arabaþjóðanna verður
ekki samur eftir. Gangi samn-
ingurinn eftir er ljóst að ísra--
el, sjálfur óvinurinn undan-
farna áratugi, er orðið stað-
reynd sem arabar munu sætta
sig við, þótt ekki verði það með
endilega með miklum fögnuði.
Ein af afleiðingum samningsins
er að Frelsissamtök Palestínu,
PLO, horfast nú í augu við
djúpstæðasta klofninginn í nær
30 ára sögu samtakanna. Fimm
af 18 félögum í framkvæmda-
stjórn samtakanna hafa sagt
af sér undanfarnar vikur í
mótmælaskyni við samninginn.
Nokkrir stjórnarmenn að auki
hafa andmælt samningnum án
þess að segja af sér embættum.
Meðal þeirra eru Farouk Khaddo-
umi, sem verið hefur eins konar
utanríkisráðherra PLO og Khaled
al-Hassan sem talinn hefur verið
fremur hægfara. Khaddoumi neit-
aði að fara til Washington og
undirrita samninginn ásamt
Shimoni Peres, utanríkisráðherra
ísraels, eins og eðlilegt hefði ver-
ið. Jafnvel al-Fatah, stærsta ein-
staka fylkingin innan PLO og
stökkpallur Arafats til for-
mennsku þar 1969, er klofin. Um
þriðjungur Fatah-liða er á móti
samningnum. Stjórnarerindrekar
og aðrir heimildarmenn um mál-
efni PLO telja flestir að erfitt
verði fyrir samtökin að fylkja liði
á ný og útilokað sé að þau verði
áfram regnhlífarsamtök nær allra
þeirra ólíku hópa Palestínumanna
sem barist hafa gegn ísrael.
Ekkert af þessu virðist þó valda
Arafat, sem Palestínumenn kalla
gjarnan gælunafninu „Sá gamli“,
umtalsverðum áhyggjum. „Allur
þessi klofningur er mjög djúp-
stæður en hann skiptir hreint
engu máli,“ segir Khairallah Kha-
irallah, arabískur blaðamaður
með aðsetur í London en hann
ræddi við Arafat um síðustu helgi.
„Það sem skiptir öllu er að. Arafat
geti sjálfur axlað þessa nýju
ábyrgð". Ritstjóri blaðsins Al-
Quds, sem er hliðhollt PLO, sagði:
„Ég held að PLO sé búið að vera.
Samtökin verða að breyta sér í
annars konar samtök sem eru fær
um að hrinda samkomulaginu í
framkvæmd“.
Aldraðir harðlínumenn
Palestínsku harðlínuleiðtogarn-
ir, sem ráðast nú af mestri heift
á stefnu Arafats, búa flestir í
Damaskus, margir þeirra eru
orðnir aldraðir menn og helstu
ráðgjafar Arafats telja að þeir séu
staðnaðir, úr öllum tengslum við
veruleikann og samtímann.
Læknirinn Georges Habash, leið-
togi Alþýðufylkingarinnar til
frelsunar Palestínu, PFLP, er að
nokkru lamaður eftir slag en hóp-
ur hans var alræmdur fyrir flug-
rán.
Nayef Hawatmeh, leiðtogi Lýð-
ræðisfylkingarinnar til frelsunar
Palestínu, DFL, er annar sem lifir
á fornri frægð og býr í Damask-
us. Hann var mjög áhrifamikill í
upphafi borgarastyrjaldarinnar í
Líbanon 1975-1977 er menn hans
rændu helstu bankana í Vestur-
Beirut.
Arafat er búinn að missa alla
þolinmæði gagnvart þessum hóp-
um. Hann veit að þegar honum
hefur tekist að treysta völd sín
og áhrif á Gaza og í Jeríkó getur
hann treyst því að fá öflugan
stuðning frá stjórnvöldum í
Egyptalandi, olíuríkjunum við
Persaflóa og almennt frá samfé-
lagi þjóðanna. Líklegt er að Sýr-
lendingar og ísraelar semji innan
tíðar um Gólanhæðirnar og þá
má gera ráð fyrir að Hafez al-
Assad Sýrlandsforseti hætti að
styðja hermdarverkahópa sem
andvígir eru tilslökunum Arafats.
Með bakhjarl í Teheran
írakar, fornvinir Arafats, hafa
fordæmt samninginn við ísraela
en ekki er ljóst hvort þeir snúast
gegn honum af hörku. Meira
máli skiptir að klerkastjómin í
íran fer hamfömm gegn sam-
komulaginu og spáir uppgjöri við
„svikara“ á borð við Arafat. íran-
ar styðja hvarvetna við bakið á
öfgahópum múslima, þ. á m. unga
heittrúarmenn sem hafa fylkt sér
um Hamas-samtökin palestínsku
er vilja hvergi slaka til gagnvart
ísrael.
Hamas-liðar eru öflugir á Gaza-
svæðinu og allt bendir til að þeir
verði hættulegustu andstæðingar
Arafats næstu árin. Hann nýtur
þess á hinn bóginn að stjórnvöld
í flestum arabaríkjum líta nú á
múslimska trúaröfgahópa undir
handaijaðri klerkastjómarinnar í
Teheran sem mestu hættuna er
steðji að ríkjunum, ísrael er ekki
lengur aðalandstæðingurinn.
Þessi umskipti eiga eftir að ger-
breyta stöðu mála í Miðaustur-
löndum.
SANKUDU KAI KARATE
Sjálfsvarnaríþrótt
Námskeið eru að hefjast í Árseii, Árbæ
og félagsmiðstöðinni Fellahelli, Breiðholti.
Kennt verður.
í Árseli: Krakkar 6-12 ára kl. 19.00-
20.00 mánudaga og miðvikudaga og
kl. 13.00-14.00 laugardaga.
Unglingar og fullorðnir (bæði kynin)
kl. 20.00-21.30 mánud. og miðvikud.
Kl. 14.00-15.30 laugardaga.
ÍFellahelli: Krakkar 6—12 ára
kl. 18.00-19.00 mánudaga og miðviku-
daga.
Unglingar og fullorðnir (bæði kynin) mánudaga og miðvikudaga
kl. 19.00-21.00.
Yfirþjálfari í Sankudo Kai er: Sensei Jean Frenette, 5 Dan, fimm-
faldur heimsmeistari. Aðalþjálfari: Vicente Carrasco, 2 Dan.
Upplýsingar í síma 673593
eftirkl. 18.00daglega.
KARATEDEILD FYLKIS
MctsöluNadá hwrjum (lcgi!
Stærðir: 41-45
Litur: Svart
Verð: 5.995,-
Ath: Mikið úrval af herraskóm.
FRANSI1936
COPENHAGEN
Herraskór
POSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
V
rinn
UNDi • SÍMI: 21212
J