Morgunblaðið - 15.09.1993, Side 23

Morgunblaðið - 15.09.1993, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 23 NINGU SVEITARFELAGA FER FRAM 20. NOVEMBER Inar í viðkomandi sveitarfélag verður ekki sameinað öðrum. Þótt tillaga fái ekki meirihluta í öllum sveitarfélög- um, sem hún snertir, en samt í fleiri en tveimur af hverjum þremur, er heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sameiningu, „enda hamli ekki landfræðilegar aðstæður," eins og segir í lögunum. Með því er væntan- lega átt við að þau sveitarfélög, sem samþykkja sameiningu, séu að mestu samliggjandi. Möguleiki á nýrri atkvæðagreiðslu fyrir 26. marz Ef sameiningartillaga hlýtur ekki samþykki, er umdæmanefnd heim- ilt að leggja fram nýja tillögu, sem væntanlega gengur þá skemur en eldri tillaga. Slík tillaga skal koma fram fyrir 15. janúar 1994 og halda skal almenna atkvæðagreiðslu í við- komandi sveitarfélögum innan tíu vikna frá þeirri dagsetningu, þ.e. fyrir 26. marz. Gangi sameiningar- tillögur þá ekki í gegn, gera lögin ekki ráð fyrir því að frekari tillögur verði lagðar fram. Svipaður kostnaður og við sveitarstjórnakosningar Kostnaður við störf umdæma- nefndanna, sem unnið hafa að mót- un sameiningartillagna, og sam- ráðsnefndarinnar, sem er þeim til ráðgjafar, er greiddur úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga. Kostnaður við atkvæðagreiðslu er hins vegar greiddur af viðkomandi sveitarfé- lagi. Að sögn Braga Guðbrandsson- ar liggur ekki fyrir hver kostnaður- inn verður í heild, en ætla má að hann verði svipaður og við venjuleg- ar sveitarstjórnakosningar. Bragi segir að auglýsingakostnaður verði þó eitthvað minni, þar sem kosning- arnar séu einfaldari í framkvæmd. Beggja. hagur Borgin fengi ágætis byggingar- land, sagði hún, útivistarsvæði og athafnarsvæði. Hin sveitarfélögin fengju ýmsa þjónustu og réttindi sem þörf væri á en væri full mikið í ráð- ist fyrir lítil sveitarfélög. „Þannig að mér sýnist þetta geta orðið beggja hagur,“ sagði hún. Oddviti Bessa- staðahrepps Ekkí samein- ingarsinni GUÐMUNDUR G. Gunnarsson, oddviti í hreppsnefnd Bessastaða- hrepps og fulltrúi í svæðisumdæ- manefnd, segist sjálfur ekki sjá neinn raunverulagan ávinning í því fyrir hreppinn að sameinast Garðabæ. Hann vilji hins vegar ekki hafa á samviskunni að neita íbúunum að kjósa um sameining- una. Gu ðmundur sagði að þrátt fyrir að hreppurinn væri yfir viðmiðunar- mörkum í stærð sveitarfélaga þætti honum nauðsynlegt að íbúarnar fengju að segja hug sinn í kosningum um sameiningu. Um Ieið gagnrýndi hann að hratt hefði verið farið yfir sögu og margt væri en óljóst er varð- aði sameiningu sveitarfélaga. Nefndi hann í því sambandi yfirtöku verk- efna til sveitarfélaga, t.d. í skólamál- um. Þá væri enn óljóst hvernig regl- um um jöfnunarsjóð yrði breytt og hefði hann viljað að ákvörðun um þær breytingar lægi fyrir. í samtalinu við Guðmund kom fram að einhver sparnaður gæti orð- ið í yfirstjórn við sameininguna en hann kvað ekki neinn raunverulagan ávinning af henni enda væri sam- vinna við Garðabæ nú þegar með ágætum. „Bessastaðhreppur er al- veg sérstæður og tengist byggð í Garðabæ ekki á nokkurn hátt, eins og staðan er núna,“ sagði Guðmund- ur. Magnús L. Sveinsson Eðlilegt að kjósendur fái að tjá sig MAGNÚS L. Sveinsson forseti borgarsljórnar segir eðlilegt að kjósendur fái að tjá sig um sam- einingu sveitarfélaganna. Þetta sé umræða sem sífellt skjóti upp kollinum. Umræða um samein- ingu sveitarfélaga fari fram víða um Iand og það sé af hinu góða en hann telji að sameiningin þurfi mun lengri aðdraganda. „Ég sé af fréttum að menn hafa sett fram ýmis skilyrði um fram- kvæmdir," sagði Magnús. „Menn eru búnir að setja sig í stellingar og eru fastir í þessu skipulagi sem hefur verið. En það er af hinu góða að fá fram umræðu.“ Hann benti á að sameiningin hafi sína kosti og galla. Sjálfstæði sveit- arfélaga í námunda við höfuðborgina hefði marga kosti og skapaði vissa samkennd meðal íbúanna. „Þar er kraftur í menningarlífi, sem samein- ar fólkið í sveitarfélaginu og einnig í íþróttastarfsemi, sem ef til vill yrði ekki eins öflug ef þetta yrði ein heild í einu stóru samfélagi eins og hér er gert ráð fýrir,“ sagði Magnús. „Það er líka hættara við meiri mið- stýringu sem ég held að við eigum að varast.“ Engin umræða Hann sagðist ekki vera viss um að rétt sé að kjósa um sameiningu innan nokkurra vikna. Engin um- ræða hafi farið fram. „Þetta þarf mikla umræðu og faglega," sagði hann. „Það eru mjög mörg mál sem þarf að athuga. Menn spyija af hverju eru Kópavogur og Hafnar- fjörður ekki með? Þá eiga Bessa- staðahreppur og Garðabær að sam- einast en ekki Kópavogur.“ Sigrún Magnúsdóttir Eðlilegt að sameina Seltjarnar- nes og Reykjavík SIGRÚN Magnúsdóttir borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, segir að sér hafi alla tíð þótt eðli- legt að sameina Reykjavík og Sel- Ijarnarnes. Varla sé það sveitarfé- lag til á landinu þar sem íbúar verði að aka í gegnum annað sveitarfélag til að sækja alla þjón- ustu. Því sé landfræðilega og frá öllu sjónarmiðum eðlilegt að þessi sveitarfélög sameinist. „Hvað varðar hugmyndir svæðis- umdæmanefndar um sameiningu Seltjarnarness, Reykjavík, Mos- fellsbæ, Kjalarneshrepp og Kjósa- hrepp, þá virðist sem þarna sé kom- in upp sama staða og víða annars- staðar úti um land, að erfitt reyndist að sameina tvö nágranna sveitarfé- lög og þess vegna er gripið til þess að sameina stærra svæði,“ sagði hún. Sameiningin yrði mönnum þá ekki eins viðkvæm. „Markmiðið hlýtur að vera að sameina Reykjavík og Seltjarnarnes, en með þessari tillögu dreifist um- ræðan og verður önnur ef sameina á öll sveitarfélögin upp í Hvalijarðar- botn,“ sagði Sigrún. „Ég hef ekki sé allar forsendur og þetta kom mér satt að segja talsvert á óvart að sameina þessi þtjú sveitarfélgög hér í norðurátt. Það mun auðvitað kalla á breyttar forsendur og að ýmsu leiti öðruvísi vinnubrögð hjá okkur. Kannski gæti það orðið til góðs að innan Reykjavíkur verði tvö sveitar- félög sem teljast til hinna dreifðu byggða. Við verðum þá að hugsa út frá fleiri en einni forsendu og það er alltaf þroskandi fyrir manneskj- una.“ Framandi hugmynd Sigrún sagðist hafa talið að miðað við mörg önnur sveitarfélög sem eru að sameinast þá gætu Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós orðið nokkuð myndarlegt sveitarfélag en hún hafnaði því alls ekki að skoða þessa hugmynd. Það væri margt spennandi við hana en hún væri örlítið fram- andi við fyrstu sýn. Guðrún Ögmundsdóttir Kjósendur fá tækifæri GUÐRÚN Ögmundsdóttir borg- arfulltrúi Kvennalista, segist ánægðust með að kjósendur fái í lýðræðislegum kosningum tæki- færi til að láta álit sitt í ljós á tillögu Svæðisumdæmanefndar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Guðrún segir, að þannig komi valdið ekki að ofan þó svo hug- myndin væri fengin þaðan. Þá hefði henni fundist rétt að skoða samein- ingu Garðabæjar, Bessastaða- hrepps og Hafnarfjarðar. „Mér finnst mjög sérkennilegt að Hafnar- fjörður er ekki með,“ sagði hún. „Þetta eru lík svæði og nálægðin mjög mikil og því hefði átt að skoða þann möguleika og jafnvel hafa Kópavog með. En þetta er í raun- inni þróunin. Við horfum á allt svæðið sem stór Reykjavíkursvæð- ið.“ Hún segist telja að sameiningin krefist breytts skipulags á stjórn- kerfi og ef til vill yrði niðurstaðan sú eins og komið hefur til tals að komið yrði á sjálfsstjórn stærri ein- inga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hver eining færi með sín málefni. Bæjarstjóri Seltjarnarness Sameining verður að vera beggja hagur SIGURGEIR Sigurðsson bæjar- stjóri Selljarnarness sagðist lítið vilja Ijá sig um tillögu að samein- ingu bæjarins við Reykjavík, Mos- fellsbæ, Kjalarneshrepp og Kjósa- hrepp. Sameining yrði að vera beggja hagur og í fljótu bragði kæmi hann ekki auga á fjárhags- legan ávinning Seltirninga. „Þeir gleyma því þegar talað er um stjórnunarkostnað að við seljum , okkar hitaveitu 43% ódýrari en þið þarna innfrá," sagði hann. „Við greiðum 16 þús. kr. á íbúa til félags- mála á meðan Reykvíkingar greiða 27 þús. krónur. Það er ekki hægt að taka út einn lið en gleyma öllum hinum. Ég er alls ekki að segja að ekki sé hægt að finna ljósar hliðar. Seltirningar hafa frá byijun gert sér grein fyrir að því kæmi að landið yrði fullbyggt en við höfum þá meira verið að hugsa um að auka þjón- ustuna. Þeim sem hingað hafa flutt hefur óspart verið gefið undir fótinn með það.“ Góð fjárhagsstaða Taldi Sigurgeir, að bæjarfélagið stæði það vel fjárhagslega að þau verkefni sem talað er um að sveitar- félög taki við af ríkinu vefjist ekki fyrir. Þegar væri kominn einsetinn grunnskóli sem verulega er greitt með. Það væri íbúanna að segja hug sinn og yrði sameiningin lögð fyrir þá á eins hlutlausan hátt og unnt er. Sigurjón Pétursson Skipt í smærri einingar SIGURJÓN Pétursson borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins sagði, að sér litist að ýmsu leiti vel á hug- myndina um sameiningu sveitar- félaganna. Hann hafi alltaf verið hrifinn af stórum sveitarfélögum. Þess vegna hefði sameiningin mátt ná lengra en skipta þyrfti slíku sveitarfélagi í minni innri stjórnsýslu einingar sem hefði með næsta nágrenni að gera. „Ég hef alltaf verið hrifinn af stækkun sveitarfélaga,“ sagði Sig- uijón. „Sameginleg stjórnsýslu ein- ing mætti gjarnar vera svona stór og jafnvel stærri en þá þyrfti að skipta slíku sveitarfélagi upp í minni innri stjórnsýslu einingar, sem hefðu með næsta nágrenni að gera. Það er veruleg hætta á að í þessu fjöl- menni og á þessu mikla svæði yrði mikil fyrringa frá stjómendum til íbúanna. Ég minni á þær tillögur sem Alþýðubandalagið hefur sett fram að skipta borginni upp í hverfastjórn- ir. Það teldi ég vel koma til álita í svona stórri stjómsýslu einingu. Raunar mundi það leiða til þess að stórt sveitarfélag getur tekið að sér mikið af verkefnum sem ríkið hefur með að gera núna. Það er mjög æskilegt. Þannig væri búið að flytja þau nær íbúunum en jafnframt væci hægt að halda kostum litla samfé- lagsins með því að hafa stjómsýslu einingar í hverfunum.“ Meiri sameining Siguijón sagði að þess vegna hefði mátt sameina stærra svæði. Það væri ástæðulaust að Kópavogur og Hafnarfjörður yrðu áfram sjálfstæð sveitarfélög. Hvorugt þeirra væri einstak og eðlilegt að Kópavogur sameinaðist annað hvort Garðabæ eða Reykjavík. Raunar ætti sama við um Hafnarfjörð. Forseti bæjarstjórn- ar Mosfellsbæjar Nýjar hugmyndir HELGA Richter forseti bæjar- stjórnar Mosfellsbæjar, sagðist ekki vilja tjá sig um hugmyndir svæðisumdæmanefndar um sam- einingu. Komnar væru fram nýj- ar hugmyndir sem ekki hefðu verið ræddar. „Þetta er að koma í ljós,“ sagði Helga. „Við höfum ekki séð þessa skýrslu en það er bæjarstjórnar- fundur í dag og þá verður hún lögð fram. Við tökum okkar ákvarðanir þegar við höfum skoðað skýrsluna. Það hefur ekki verið mikill spenn- ingur fyrir þessu en þetta em nýjar hugmyndir og ekki að vita hvað kemur út úr því“. Oddviti Kjalar- neshrepps Tillaga stóru sveit- arfélaganna JÓNI Ólafssyni oddvita Kjalarnes- hrepps, líst ekki á að sameining sveitarfélaganna fimm, Kjal- arness, Kjósar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarness, verði með þeim hætti sem Iagt er til. Alit svæðisumdæmanefndar sé fyrst og fremst álit stóru sveitar- félaganna í nefndinni. Hrepps- nefndin sé ekki á sama máli né heldur fulltrúi hennar í nefndinni. Jón sagði að snöggsoðin skýrsla frá verkfræðistofu lægi að baki og benti hann á að skoða þyrfti betur ýmis atriði hennar. Hreppurinn hefði sérstöðu í skólamálum og sagðist hann ekki geta séð að stærri sveitar- félögin gætu sinnt þeim. „Ég sé ekki annað en að þessi byggð héma sé að afsala sér sjálfstæði sínu og það hefur ekki þótt góð latína hing- að til,“ sagði hann. „Ég sé heldur ekki að stórt sveitarfélag geti séð um uppbyggingu Grundarhverfis og byggðarinnar í kring. Ég vil hins vegar taka fram að við höfum átt mjög gott samstarf við Reykjavíkur- borg.“ Sér ekki ávinning Jón benti á að nú hæfist kynning á hugmyndunum og umræður um þær áður en gengið yrði til kosn- inga. Menn ættu eftir að skiptast á skoðunum og meta aðstæður áður en íbúar gerðu upp hug sinn. „Það kemur á óvart að ákveðið er að greiða atkvæði um svo stóra sam- eingingu,“ sagði hann. „Það var tal- að um að Kjalarnes, Kjós og Mos- fellsbær myndu sameinast en menn sáu ekki mikinn fjárhagslegann ávinning af því og ég hef ekki séð mikinn ávinning af sameiningu við Reykjavík."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.