Morgunblaðið - 15.09.1993, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993
ATVIN N %MAUGL YSINGAR
-vi
Góð kona óskast
Ung hjón óska eftir að ráða góða konu til
þess að passa litla drenginn sinn heima frá
kl. 10-16. Þarf að vera reyklaus, þolinmóð,
barngóð, og gjarnan komin yfir miðjan aldur.
Upplýsingar í síma 686280 eftir kl. 16.
Kjötiðnaðarmaður
- matreiðslumaður
Veitingadeild Hótel Loftleiða óskar að ráða
duglegan og hugmyndaríkan kjötiðnaðar-
eða matreiðslumann með reynslu í pate- og
kæfugerð. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknareyðublöð á staðnum.
GogG veitingar hf.,
Hótel Loftleiðum,
Reykjavíkurflugvelli.
Vélstjóri óskast
Þarf að hafa full réttindi.
Upplýsingar í síma 94-7500
eftir fimmtudaginn.
Snyrtifræðingur
Nemi - sveinn - meistari
Snyrtistofan Jóna óskar eftir snyrtifræðingi
til starfa. Á stofunni er unnið við alla
almenna snyrtingu og fótaaðgerðir.
Leggjum áherslu á hreinlæti og vönduð
vinnubrögð.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við
snyrtistofuna Jónu í síma 62 99 88 e.h.
Snyrtistofan JONA
Laugavegi 163,
sími 62 99 88.
\
Óskum eftir
verkafólki,
vantar vanan tækjamann.
Upplýsingar hjá verkstjóra f síma 94-4909
eða 94-4986 á kvöldin.
„Au-pair“
Stelpur 18-19 ára óskast til New Jersey í
Bandaríkjunum.
Létt heimilisstörf, ásamt að hugsa um tvö
börn, 1 árs og 3ja ára.
Reynsla æskileg.
Áhugasamir hafi samband við Kate Hope í
síma 901-908-280-0320 milli kl. 21 og 23.
WMÆkMMAUGL YSINGAR
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði skorar hér með
á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á
gjöldum, sem voru álögð 1990, 1991, 1992
og 1993 og féllu í gjalddaga til og með 15.
ágúst 1993 og eru til innheimtu hjá ofan-
greindum innheimtumanni, að greiða þau nú
þegar og ekki síðar en 15 daga frá dagsetn-
ingu áskorunar þessarar.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar,
eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysa-
tryggingagjald vegna heimilisstarfa, trygg-
jngagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála-
gjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. 1.
nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurek-
anda skv. 36. gr., atvinnuleysistrygginga-
gjald, kirkjugarðsgjald, gjald í Framkvæmda-
sjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur,
slysatryggingagjald ökumanna, þungaskatt-
ur skv. ökumælum, viðbótár- og aukaálagn-
ing söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmt-
anaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur
af skemmtunum, skráningargjald af skips-
höfnum, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af inn-
lendri framleiðslu, aðflutningsgjöld og út-
flutningsgjöld, verðbætur á ógreiddan tekju-
skatt og verðbætur á ógreitt útsvar, virðis-
aukaskattur, staðgreiðsla, tryggingagjald og
útflutningsráðsgjald.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara
fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að
liðnum 15 dögum frá dagsetningu áskorunar
þessara.
Athygli er vakin á því, að auk óþæginda
hefur fjárnámsgerð f för með sér verulegan
kostnað fyrir gjaldendur. Fjárnámsgjald í rík-
issjóð er allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð,
þinglýsingargjald er kr. 1.000 og stimpilgjald
1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostn-
aðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til
að gera full skil sem fyrst til að forðast óþæg-
indi og kostnað. Jafnframt mega þeir, sem
skulda virðisaukaskatt, staðgreiðslu og
tryggingagjald, búast við að starfsstöð verði
innsigluð nú þegar.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
7. september 1993.
Til sölu steypumót
ABM steypumót til sölu ca 80 metrar í tvö-
földu byrði. Einnig lítill byggingakrani. Til
greina kemur að láta mótin og kranann sem
greiðslu upp í íbúð í smíðum.
Upplýsingar í síma 670765 eða 985-25846.
Rússneskunámskeið MÍR
Félagsstjórn MÍR hefur ákveðið að efna til
rússneskunámskeiða ívetur, ef næg þátttaka
fæst. Þeir sem hug hafa á þátttöku, byrjend-
ur og framhaldsnemendur, eru beðnir um
að koma til viðtals í húsakynnum MÍR, Vatns-
stíg 10, fimmtudaginn 16. september eða
föstudaginn 17. september kl. 17.00-19.00.
Verða þá gefnar nánari upplýsingar.
Stjórn MÍR.
Bridsskóinn
Ný námskeið hefjast 20. og 21. september
Byrjendanámskeið þriðjud.kvöld í 10 vikur.
Framhaldsnámskeið mánud.kvöld í 10 vikur.
Upplýsingar og innritun í síma 812607
daglega milli kl. 14.00 og 18.00.
Þýskunámskeið Germaníu
Námskeiðin fyrir byrjendur og lengra komna
á öllum stigum hefjast 20. september.
Innritað verður á kynningarfundi í Lögbergi,
Háskóla íslands, stofu 102, fimmtudaginn
16. september, kl. 20.30.
Upplýsingar eru einnig veittar í síma 10705
kl. 11.00-12.30 eða kl. 17.00-19.00.
Geymið auglýsinguna.
Stjórn Germaníu.
SJALFSTÆDISFLOKKURINN
Fundur um landbúnaðarmál
Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri heldurfélagsfund
í Valhöll miðvikudaginn 15. sept. og hefst hann kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kjör landsfundarfulltrúa.
2. Kl. 21.00 Almennur fundur um landbúnaðarmál.
Frummælendur: Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur.
Kristinn Gylfi Jónsson, form. Svínaræktarfélags Is-
lands.
Stjórn Sjálfstæöisfélagsins í Austurbæ og Noröurmýri.
Almennur félagsf undur f
sjálfstæðisfélagi
Skóga- og Seljahverfis
verður haldinn miðvikudaginn 15. sept. kl. 20.30 í safnaðarheimili
Seljakirkju.
Fundarefnl: Kjör landsfundarfulltrúa.
Önnur mál.
Gestir fundarins: Friörik Sophusson, fjármálaráðherra.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarfulltrúi.
Fundarstjóri: Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður.
Stjórnin.
'singar
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Auðbrekka 2 . Kópavogur
Samkoma í kvöld kl. 20.30 með
Judy Lynn.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Skrefið fyrir 10 til 12 ára krakka
kl. 18.00.
Biblíulestur kl. 20.30.
Ræðumaður Gene Hudson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Rf.GLA MIISTLRISRIDDARA
RMHekla
15.9.-VS.
FERÐAFÉLAG
© ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
Helgarferðir 17.-19. sept.
1. Jökulheimar - Heljargjá.
Gist í skála Jöklarannsóknafé-
lagsins. Brottför föstud. kl. 20.
2. Þórsmörk, haustlitir. Góð
gisting í Skagfjörðsskála. Brott-
för laugard. kl. 08. Haustið er
einn skemmtilegasti tíminn í
Mörkinni.
Laugardagur 18. september.
Vinnuferð á Þverfellshorn Esju
Nánari upplýsingar og skráninc
á skrifstofunni, Mörkinni 6.
Sunnudagsferðir 19. sept.
1. Kl. 09. Hlöðuvellir - Hlöðu-
fell (1.188 m.y.s.)
2. Kl. 13. Borgargangan (B-10):
Reynisvatn - Árbær. 6-7 km
ganga.
3. Kl. 13. Heiðmörk fyrir alla
fjölskylduna. Brottför með rútu
frá BSf, austanmegin, (eða
Mörkinni 6) kl. 13 eða mæting í
Ferðafélagsreitinn efst í Heið-
mörk á eigin farartækjum fyrir
kl. 13.30. Þátttakendur fá af-
hent nýja Heiðmerkurkort
Skógræktarfélagsins. Boðið
upp á stuttar fjölskyldurgöngur
í fylgd umsjónarmanna Heið-
merkur og fararstjóra F.l.
Fjölmennið!
Ferðafélag íslands.
ÉSAMBANU (SLENZKRA
' KRISTTNIBÖÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Almenn kristniboðssamkoma í
Kristniboðssalnum í kvöld kl.
20.30. Kjellrun Langdal hefur
kristniboðsþátt og Skúli Svav-
arsson prédikar.
Þú ert velkomin(n). '