Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 31 Þýska liðið ekki ósigrandi maskína Velgengni íslendinga nú er ekki bara það að hljóta gullin fjögur og heimsmeistaratitlana heldur færir það keppnismönnum okkar heim sanninn um að Þjóðveijar séu ekki ósigrandi maskína sem nánast ekk- ert bítur á. í Svíþjóð ’91 var ekki laust við menn færu heim með þá skoðun í farteskinu að svo væri. Allt fór í vaskinn hjá fyrrverandi heimsmeistara í fimmgangi, Carinu Heller á Glaumi frá Sauðárkróki. í Svíþjóð var talað um að ef þetta eða hitt gerðist hjá þeim inni á vellinum myndi klárinn ijúka, en allt gekk upp þá en ekki nú. Þá var þátttaka Andreasar Trappe og Týs frá Rappenhof, fyrrverandi heims- meistara í tölti og fjórgangi, enda- slepp í töltinu, er þeir fóru ekki fulla þijá hringi og voru dæmdir úr leik. Það vakti athygli þegar Andreas var kominn inn á völlinn að hann var brosandi og kinkandi kolli til dómara og áhorfenda, hlut- ir sem hann er ekki vanur að gera. Raddir heyrðust á mótsstað að þetta hafi verið gert að yfírlögðu ráði. Það hafi aldrei verið ætlun Andreas- ar að etja kappi á Tý á þessu móti, en hinsvegar hafí honum og eigand- um þótt kjörið að láta hestinn koma fram á mótinu tii kynningar, en hann er eins og flestum mun kunn- ugt ógeltur. Reglur segja til um að allir heimsmeistarar frá síðasta móti hafí rétt á að mæta án þátt- töku í úrtökukeppnum til að veija titilinn, en á þeirri forsendu var Týr skráður til leiks. Ósagt skal látið um sannleiksgildi þessa orðróms en ekki blandaðist neinum hugur um að Týr kom vel fyrir og margir voru sannfærðir um að hann hefði sigrað í töltinu ef hann hefði ekki verið dæmdur úr leik. Ófeignr frá Schlangen? Það var hinsvegar Jolly Schrenk á Ófeigi sem tók sæti Andreasar í tölti og íjórgangi, en mörgum hefur leikið forvitni á að vita hvaðan hann er. íslendingar leggja mikið upp úr að vita hvaðan hrossin eru. Sam- kvæmt nýfengnum upplýsingum frá Marlisu Grimm í Þýskalandi er Ófeigur fæddur hjá Klöpping-fjöl- skyldunni sem býr í bænum Schlangen, skammt frá borginni Paderborn í Norðvestur-Þýskalandi. Fjölskyldan hefur stundað ræktun íslenskra hrossa í tvo áratugi með fjórar til fimm hryssur. Ófeigur er eina hrossið úr ræktun þeirra sem hlotnast hefur frægð á keppnisvöll- unum. Núverandi eigandi, Elísabet Berger, keypti Ófeig þegar hann var sex vetra þar sem hún hafði mikla trú á að hann gæti orðið góður fjórgangshestur og þar reyndist hún sannspá. Jolly Schrenk hefur verið með hestinn í keppni frá því síðla árs 1990. Prúðir íslenskir áhorfendur íslenskir áhorfendur hafa ávallt stutt vel við bakið okkar mönnum og látið vel í sér heyra. í viðtölum hafa liðsmenn íslenska liðsins lýst yfir ánægju sinni með undirtektir stuðningsmanna sinna og víst er að vel var þeim fagnað. Þó verður það að viðurkennast að stundum hefur heyrst betur í áhorfendum. Það voru helst ungu mennirnir sem héldu merkinu á lofti og létu óspart í sér heyra. Þeir fullorðnu virðast vera orðnir svo miklir heimsborgar- ar að þeim finnst ekki við hæfi að sleppa aðeins fram af sér beislinu rétt á meðan þeir gefa íslensku keppendunum smá pepp. Ef nefna á eitthvert mót þar sem vel var tekið undir þá kemur fyrst upp í hugann mótið í Austurríki 1987, þegar Sigurbjörn sigraði í tölti á Bijáni frá Hólum. Þá var áberandi hversu lítt bar á ölvun Islendinga á mótinu nú, en fullyrða má að vart sást vín á nokkrum íslendingi á mótsstað og er það sannarlega ánægjulegt að landinn skuli kunna orðið að fara með áfenga drykki á erlendri grund. Var þetta með öðr- um hætti hér áður og fyrr er jafn- vel voru dæmi þess að menn voru fluttir heim með delerium tremens. Batnandi mönnum er best að lifa. Asta Guðrún Jóns- dóttír - Minning Fædd 27. janúar 1917 Dáin 7. september 1993 Elsku langamma mín er farin til annars heims. Þín verður sárt saknað. Ég mun ávallt sakna þín og leikja okkar. Þú varst alltaf til staðar ef ég var leið eða niðurdreg- in, og þegar þú varst hjá mér var ég aldrei leið af því það fylgdi þér ástúð og umhyggja. Þú varst besta vinkona mín og slíka vinkonu fíhn ég aldrei aftur. Aldrei fórstu yfír Miklubrautina nema ég væri með þér, alltaf beiðstu meðan ég lék mér í rúllu- stiganum í Kringlunni og leyfðir mér að hoppa í snjóinn og búa til engla. Sögumar sem þú sagðir mér á ég ekki eftir að heyra aftur, en þær lifa ferskar í minni mér. Þú ert besta amman í heiminum og ég sakna þín sárt. Megir þú hvíla í friði. Langömmubarnið hennar ömmu. Lát opnast augu mín, minn ástvin himnum á, svo ástarondur þín mér auðnist skýrt að sjá: hið fn'ða foldarskraut, hinn fagra stjamaher á loftsins ljómabraut og ljóssins dýrð hjá þér. Lát opnast himins hlið, þá héðan burt ég fer, mitt andlát vertu við og veit mér frið hjá þér. Þá augun ekkert sjá og eyrun heyra’ ei meir og tungan mæla’ ei má, þá mitt þú andvarp heyr. (V. Briem) Margrét. í dag er kvödd frá Neskirkju tengdamóðir mín, Ásta Guðrún Jónsdóttir, Stigahlíð 8. Ásta lést á Landspítalanum að morgni 7. sept- ember eftir erfíða sjúkdómslegu síðustu vikur. Hún kenndi fyrst veikindanna seinni hluta aprílmán- aðar og ágerðist sjúkdómurinn dag frá degi, allt þar til yfír lauk. Ásta fæddist að Litlugötu í Selvogi, for- eldrar hennar voru Aðalheiður Ásmundsdóttir og Jón Bjarnason, sem þá voru heitbundin. Aðalheið- ur og Jón slitu samvistir áður en hún fæddist, og kynntist hún því ekki föður sínum fyrr en hún var orðin fullorðin. Kynni þeirra feðg- ina urðu mikill gleðigjafi í lífi þeirra beggja og nutu þau þess að vera saman meðan Jóni entist líf. Fyrstu fímm árin í lífi Ástu dvaldist hún hjá móðurömmu sinni að Litlugötu, en fluttist þá með móður sinni til Reykjavíkur og átti heima þar upp frá því. Aðalheiður móðir Ástu réð sig til vistar með dóttur sína til Jóns Þorlákssonar sem þá var einstæður faðir með tvo syni. Aðalheiður og Jón bjuggu saman alla tíð og varð þeim einnar dóttur auðið, sem nú er látin. Mikil breyting verður á högum þeirra mæðgna við komuna til Reykjavíkur. Umhverfið allt svo MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 framandi og stórfenglegt miðað við fámennið og kyrrðina í Sel- vogi. Nýtt heimili ásamt stjúpföður og bræðrum hafa haft mikil áhrif á litlu stúlkuna, meðan hún var að ná áttum við breytinguna. Oft minntist Ásta á það við okkur hvað sér hefði liðið vel eftir að feimni hvarf og öryggið óx. Stjúpföður sinn, bræður og seinna hálfsystur elskaði hún og virti alla tíð og kærleikssamband fjölskyldunnar hélst órofíð. Bams- og unglingsár- in liðu við leik og störf með félög- um í hverfínu og ríkti þar gleði og áhyggjuleysi þrátt fyrir mikla fátækt sem ríkjandi var á þeim árum. Á unglingsárum Ástu stefndi hugur hennar til náms í ljósmóður- fræðum, en því starfí gegndi amma hennar, Guðrún Einarsdóttir í Sel- vogi. Ekki rættist þessi ætlan hennar, henni var ætlað annað hlutverk, ekki síður göfugt og hún var ævarandi þakklát fyrir. Hún er beðin um að taka að sér heim- ili hjá Sveini Guðmundssyni, sjó- manni í Grindavík, sem þá var nýorðinn ekkill með tvö ung böm. Þetta tók hún að sér og rækti það sem besta móðir fyrir börnin ungu og kom þar með í veg fyrir að börnin yrðu viðskila við föður sinn. Merkilegt hlutverk var þeim mægðum úr Selvognum ætlað, ekki hefur þær rennt gmn hve mikla blessun þær færðu heimilun- um sem þær réðust til. Ásta og Sveinn bundust og eign- uðust saman eina dóttur, Aðalheiði Sigurlaugu, og nú vora börnin orð- in þijú. Ásta rækti móðurhlutverk- ið af ástúð og einlægni og reyndist manni sínum stoð og stytta meðan honum entist líf, en hann lést árið 1969. Þegar ég kynntist mínu ástkæra tengdafólki varð ég fljótt var við hve mikil dýrðarpersóna tengda- móðir mín var. Hún var gædd mikl- um persónutöfram og hjartahlýju, sem ég dáði alla tíð. 011 framkoma hennar fáguð og virðuleg sem henni var í blóð borin ojg aldrei sást hún skipta skapi. Asta var mjög greind kona og vel að sér um menn og málefni líðandi stund- ar og lét sér annt um þá er unnu að málefnum lítilmagnans. Hún var mikil trúmanneskja og hafði mikinn áhuga á andlegum efnum og kirkjulegu starfí og rækti það vel. Bóklestur og ferðalög vora henni hugleikin, sérstaklega ævi- sögur og ljóðalestur. Ferðalög um landið sitt vora henni kærkomin og vil ég þakka tengdafólki mínu yndislegar samverustundir og fróð- leik sem þau veittu mér á ferðum okkar. Aldrei get ég fullþakkað þá blessun að fá að bindast tengda- fólki mínu og að taka þátt í störf- um þess og gleði. Böm Sveins sem Ásta gekk í móðurstað era Guðmundur Oskar, nú látinn, giftur Jakobínu Hafliða- dóttur, þau eiga tvö börn; Ingveld- ur Guðlaug, gift Sigvalda Val Stur- laugssyni og eiga þau þijú börn. Ásta og Sveinn eignuðust saman dóttur, Aðalheiði Sigurlaugu, gift Siguijóni Jónssyni og eiga þau fimm börn. Barnabamabömin era nú orðin sextán, öll mannvænleg og foreldrum sínum sannir gleði- gjafar. Fyrir allar þessar guðsgjaf- ir þakkaði tengdamóðir mín inni- lega og naut hverrar stundar i bamahópnum sínum. Lengst af búskaparáram sínum vann Ásta einnig utan heimilis til þess að afla heimilinu tekna. Starfsferill hennar var við Austur- bæjarskólann þar sem hún var við baðvörslu. Þegar starfsferli hennar við skólann lauk sneri hún sér að starfí með eldri borguram við fé- lagsstörf og föndur ýmiss konar sem gaf henni margar ánægju- stundir. Margir munir sem hún vann í þessu starfí prýða nú heim- ili okkar barna hennar og munum við varðveita þá vel. Það var ríkur þáttur í fari Ástu að halda tryggð við þá sem hún hafði kynnst á lífsleiðinni. Hún hafði það fyrir fasta venju að heim- sækja þá reglulega og lét sér annt um velferð þeirra. Þetta lýsir vel hug hennar til alls og allra. Við leiðarlok viljum við þakka ástúð hennar í garð okkar allra. Guð blessi minninguna um tengda- móður mína. Sigvaldi Val Sturlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.