Morgunblaðið - 15.09.1993, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993
FOLK
■ PÉTUR Guðmundsson, kúlu-
varpari úr KR, náði besta árangri
sínum í ár á kastmóti sem fram fór
á Laugardalsvelli sl. laugardag.
Hann varpaði kúlunni 19,70 metra.
Hann notaði svokallaðan O’Brian
stíl. Bjarki Viðarsson, HSK, varð
annar með 14,95 metra.
■ JÓN Sigurjónsson úr UBK
kastaði sleggju á sama móti 59,76
metra. Bjarki Viðarsson varð ann-
ar með 53,88 metra og Pétur
Guðmundsson þriðji með 43,92
metra
■ TRYGGVI Nielsen úr TBR
sigraði í einliðaleik á opnu móti
U-18 ára í Yorkshire í Englandi
um síðustu helgi. Hann vann P.
Thackray frá Englandi, 15:3 og
15:6 í úrslitaleik. En í undanúrslit-
um vann Tryggvi Englandsmeist-
ara U-18, M. Edge, 17:14 og 15:6.
■ VIGDÍS Ásgeirsdóttir, einnig
úr TBR, tók þátt í sama móti og
komst í 8-manna úrslit í einliða-
og tvíliðaleik. Þess má geta að
Tryggvi og Vigdís eru bæði 16
( ára og eiga því tvö ár eftir í þessum
aldursflokki.
■ STEFFI Graf frá Þýskalandi
vann Helenu Sukovu frá Tékk-
landi 6-3, 6-3 í úrslitum einliða-
leiks kvenna á Opna bandaríska
mótinu í tennis um helgina. Þetta
var 14. sigur Graf á stórmóti.
■ PETE Sampras frá Banda-
ríkjunum sigraði í karlaflokki,
vann Frakkann Cedric Pioline
6-4, 6-4, 6-3 í úrslitum.
■ SAMPRAS settist þar með í
fyrsta sæti afreksmannalistans og
fékk 535.000 dollara (tæplega 37
millj. kr.) j verðlaun.
■ ARNÓR Guðjohnsen var besti
maður Hacken, að vanda, er liðið
sigraði Oster 3:2 á útivelli í sænsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu um
helgina. HJynur Stefánsson jafn-
aði fyrir Orebro, 1:1, á útivelli
gegn Degerfors á síðustu mínútu
leiksins — er seinni hálfleikur var
orðinn 54 mínútur! Mikið var um
tafir vegna meiðsla í hálfleiknum.
LEIÐRETTING
Vilhjálmur fékk rautt
Þróttarinn Vilhjálmur Vilhjálms-
son fékk að sjá rauða spjaldið í 2.
deildar leiknum við KA um helgina
en ekki Óskar Óskarsson, eins og
stóð í blaðinu í gær, og er beðist
velvirðingar á mistökunum.
HANDKNATTLEIKUR / HM 21 ARS LANDSLIÐA
Dagur Sigurðsson átti mjög góðan leik gegn Svíum og skoraði átta mörk.
OLYMPIUNEFND
Um fjögurra
millj. kr. styrkur
frá Flugleiðum
Verðum að
treysta
áSvía
TIL þess að leika úrslitaleikinn, verðum við að treysta á að Svíar
geri jafntefli við Egypta, eða vinni þá með minnstum mun í síð-
asta leik mijliriðilsins, sagði Þorbergur Aðaisteinsson, landsliðs-
þjálfari, en íslendingar, Egyptar og Svíar eru allir með sex stig
fyrir síðustu umferðina. Egyptar standa best að vígi — með 23
mörk í plús, en Svíar eru með 10 mörk í plús og íslendingar 7
mörk.
Íslenska liðið náði mjög góðum leik
og lagði Svía að velli, 21:19 í
gær, eftir að hafa verið yfir 9:7 í
leikhléi. Þorbergur sagði að leikurinn
hafi verið mjög erfiður, en sigurinn
þó aldrei í hættu, en Svíar skoruðu
síðasta mark leiksins. Dagur Sig-
urðsson skoraði mest, eða átta mörk,
en Patrekur Jóhannesson kom næst-
ur á blaði með sjö mörk. Ingvar
Ragnarsson átti mjög góðan leik í
markinu. Egyptar unnu stórsigur,
22:13, á Argentínumönnum í gær.
ísland leikur gegn Portúgal á
morgun og með sigri er öruggt að
íslendingar leika um verðlaunasæti.
Þorbergur sagði að stefnt yrði að því
að vinna leikinn með sem mestum
mun, til að vera með sem flest mörk
í plús ef markatala ræður úrslitum.
KNATTSPYRNA / 2. FLOKKUR
Markaregn á Akureyri
KA og Fram gerðu jafntefli, 4:4, í framlengdum úrslitaleik í bikarkeppni
2. flokks á Akureyri í gærkvöldi. Leikurinn var mjög fjörugur og skoruðu
KA-leikmenn þijú fyrstu mörkin — Brynjólfur Sveinsson (10. mín.) og ívar
Bjarklind, tvö (42., 55.). Framarar settu Helga Sigurðsson inná í seinni hálf-
leik og lagði hann upp mörk fyrir Þorbjöm Sveinsson (57.) og Rúnar Sigmunds-
son (57.), áður en hann jafnaði sjálfur, 3:3, á 76. mín. Helgi skoraði síðan á
fimmtu mín. framlengingarinnar, 3:4, en á 20 mín. jafnaði Þorvaldur Sigbjörns-
son fyrir KA, 4:4. Liðin leika aftur í Reykjavík eftir hálfan mánuð.
Fiugleiðir og Ólympíunefnd ís-
lands undirrituðu í gær sam-
starfssamning, sem gildir næstu
fjögur ár, og verður fyrirtækið
helsti styrktaraðili nefndarinnar.
Samningurinn færir nefndinni um
fjórar milljónir króna í ferðastyrk,
en auk þess kemur nefndin til með
að njóta hagstæðustu fargjalda fyr-
ir íþróttafólk á hennar vegum
hveiju sinni.
Pétur J. Eiríksson, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Flugleiða, og
Gísli Halldórsson, formaður Ólymp-
íunefndar íslands, undirrituðu
samninginn. Pétur sagði við það
tækifæri að íslenskir íþróttamenn
væru mikilvægir viðskiptavinir
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Frá undirritun samningsins. Sigurður Skagfjörð, forstöðumaður söluskrif-
stofu Flugleiða, er lengst til vinstri, síðan Pétur J. Eiríksson, Gísli Halldórsson
og Júlíus Hafstein, 2. varaformaður Ólympíunefndar.
Flugleiða, ekki síst vegna vaxandi
erlendra samskipta, sem efldu ís-
lenskan ferðaiðnað.
Gísli sagði að samningurinn væri
mjög mikils virði fyrir Ólympíu-
nefndina, en framundan væru
Vetrarólympíuleikarnir í Lilleham-
mer í Noregi í bytjun næsta árs,
Smáþjóðaleikarnir í Lúxemborg
1985 og Ólympíuleikarnir í Atlanta
1996. Nefndin hefði átt langt og
gott samstarf við Flugleiðir, en
stærsta skrefið hefði verið stigið
með þessum samningi.
>.
GULIR OG
GLAÐIR
SKAGAMENN
Upphitun fyrir
Evrópuleikinn í Ölveri
í Glæsibæ í dag
frá kl. 5.30 til 7.48.
ÍA varningur til sölu.
Heiðursgestir: Bikarmeistarar ÍA í kvennaflokki.
Skrúðganga á Laugardalsvöll.
Mætið tírnanlega. Síðast mættu nærri 400 manns.
Stuðningsmenn ÍA
Við getum enn bætt við okkur nokkrum góðum
stuðningsmönnum í þennan bráðskemmtilega
félagsskap. Áhugasamir mæti í Ölver og skrái sig eða
hringi í síma 686220.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA
Undarleg tilfinning
segir Arnar Gunnlaugsson, sem mætirfyrrum samh.erjum sínum í ÍA
Arnar Gunnlaugsson verður
óvenjulegri stöðu á Laugar-
dalsvelli í kvöld,_ en kl. 20.30 hefst
fyrri viðureign IA og Feyenoord í
1. umferð Evrópukeppni meistara-
liða. Fyrir ári átti hann stóran þátt
í að tryggja Skagamönnum sæti í
Evrópukeppni meistaraliða, en nú
leikur hann með hollenska liðinu
Feyenoord og mætir fyrrum sam-
heijum sínum. „Þetta er undarleg
tilfinning og það verður skrýtið að
spila gegn Skagamönnum," sagði
hann við Morgunblaðið eftir æfingu
með Hollendingunum á Valbjarnar-
velli í gær.
Feyenoord er með þekktari liðum
í evrópskri knattspyrnu og hefur
ekki byrjað leiktíð betur í rúma tvo
áratugi, en liðið hefur leikið sex
leiki í hollensku deildinni og sigrað
í þeim öllum. Hópurinn er sterkur
og mikil barátta um stöður, en allt
bendir til að Arnar leiki á vinstri
vængnum í stað Reginalds Blin-
kers, sem er í leikbanni. „Baráttan
er mikil og þegar menn fá tæki-
færi verða þeir að sýna og sanna
sig,“ sagði íslenski landsliðsmaður-
inn.
Seinni hálfleik verður sjónvarpað
beint til Hollands, en þar er gengið
út frá því að Feyenoord fari örugg-
lega áfram í 2. umferð. Arnar sagði
að markmið félagsins væri að kom-
ast í átta liða úrslitakeppnina, en
menn væru minnugir erfiðra Evr-
ópuleikja gegn liðum frá'ísrael og
Albaníu undanfarin tvö ár og því
yrði ekki um neitt vanmat að ræða.
„Menn vita hvað þeir þurfa að gera
og ekkert verður gefið eftir, en
sennilega hef ég mestar áhyggjur.
Samt held ég að þetta verði mjög
gaman og spennandi."
Sigursteinn úr axlariið
Skagamaðurinn Sigursteinn
Gíslason datt við kartöfluburð á
sunnudag með þeim afleiðingum
að hann fór úr axlarlið. Hann fékk
sérstaka spelku í gær og æfði með
hana, en Guðjón Þórðarson, þjálfari
ÍA, var ekki bjartsýnn á að_ Sigur-
steinn gæti leikið í kvöld. „Ég legg
mikla áherslu á að hann verði með,
en útlitið er ekki gott.“ Guðjón sagði
undirbúning liðsins hefðbundinn og
ljóst væri að erfiður leikur væri
framundan.
Stuðningsmenn ÍA hittast
Stuðningsmenn Skagamanna
munu hittast fyrir leikinn í kvöld
eins og venjan hefur verið í sumar.
Þeir mæta í Ölveri í Glæsibæ kl.
18 til að hita upp fyrir leikinn.