Morgunblaðið - 13.10.1993, Síða 3

Morgunblaðið - 13.10.1993, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 3 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Meðan allt lék í lyndi HANS Pfaffen og Gammur frá Ingveldarstöðum á skeiðmeistaramót- inu sem haldið var í Weiden fyrir ári þegar allt lék í lyndi. Islenskur hestur fell- ur á lyfjaprófí í Sviss Eigandinn segist engar skýringar hafa KUNNUR íslenskur gæðingur, Gammur frá Ingveldarstöðum, féll á lyfjaprófi á móti íslenskra hesta sem haldið var um miðjan júlí í Sviss. Voru bæði hesturinn og knapinn, Hans Pfaffen, sem er eigandi hests- ins, dæmdir úr leik á mótinu auk þess sem þeim var meinuð þátttaka í heimsmeistaramótinu í Hollandi en þeir höfðu unnið sér sæti í sviss- neska liðinu sem þar átti að mæta til leiks. Tvö sýni voru tekin úr hestinum og reyndust bæði jákvæð en í grein- argerð frá Hans Pfaffen segir að leyfilegt magn lyfja í blóði í Sviss sé 0,0 en með þeim aðferðum sem notaðar eru við efnagreiningu sé hægt að greina það sem hann kallar „femto gramms“, eða fjórtán núll fyrir aftan kommu, úr grammi. Hann bendir á að fmna megi nokkur tilfelli þar sem ólöglegefni hafi fund- ist í venjulegu fóðri sem selt sé á almennum markaði og einnig hafi fundist ólögleg efni í áburði sem notaður er við bólgu eða sýkingu í augum hrossa. Engin skýring Hans Pfaffen segir að lyfjaprófið sem hér um ræðir hafi verið gert á svissneska meistaramótinu sem hafi jafnframt verið úrtaka fyrir heims- meistaramótið. Fyrir mótið hafi hann og Gammur verið búnir að tryggja sér sæti í liðinu og ekki þurft að taka þátt í mótinu af þeim sökum. Þá segist hann geta fullyrt að hvorki dýralæknir hans né hann sjálfur eða vinir hans sem umgangast hestinn hafi gefíð honum vísvitandi ólögleg lyf. Hann segist ekki hafa hugmynd um eða skýringar á því hvers vegna ólögleg lyf hafí fundist í blóði hests- ins. Ekki kom fram í greinargerð Hans Pfaffen hvaða efni fannst í hestinum né hversu mikið magn var um að ræða. Ragnar Hinriksson tamningamað- ur keppti á Gammi á heimsmeistara- mótinu í Svíþjóð 1991 en Hans Pfaf- fen keypti hestinn að móti loknu og hefur keppt á honum þar til í sumar að hann var dæmdur úr leik. Hans Pfaffen hefur verið einn fremsti reið- maður Svisslendinga á íslenskum hestum um árabil. Guðmundur Vignir Jósefsson fv. gjald- heimtustjóri látinn GUÐMUNDUR Vignir Jósefsson, fyrrverandi gjaldheimtustjóri, lést á Landspítalanum í gær 72 ára að aldri. Guðmundur Vignir fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1921, sonur hjónanna Jósefs Gottfreðs Blöndals Magnússonar trésmiðs og Guðríðar Guðmundsdóttur. Hann varð stúdent frá MR 1941, Cand. juris frá Há- skóla íslands 1947, héraðsdómslög- maður 1948 og hæstaréttarlögmað- ur 1957. Hann sótti tíma í stjórn- sýslurétti við Sorbonne-háskóla í París 1949 til 1950. Guðmundur Vignir var fulltrúi á skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík 1947 til 1951, skrifstofustjóri bæjar- verkfræðings í Reykjavík 1951 til 1962 og gjaidheimtustjóri í Reykja- vík og jafnframt lögmaður Gjald- heimtunnar 1962 til 1992. Hann átti sæti í ýmsum nefndum á vegum Reykjavíkurborgar, var varadómari í Félagsdómi 1961 til 1980 og dóm- ari í Félagsdómi 1977 til 1980. Hann var formaður stjórnar Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga 1971 til 1987, í yfirkjörstjórn við borgar- stjórnarkosningar í Reykjavík 1974 til 1990 og oddviti hennar 1986 og 1990. Hann var vararíkissáttasemj- ari 1980 til 1991 og fulltrúi hjá ríkis- lögmanni frá 1992. Guðmundur Vignir var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, 1942 til 1943 og formaður Stúdentaráðs HÍ 1945. Hann var formaður Stúdentafélags Reykjavík- ur 1974 til 1975, varaformaður Lög- fræðingafélags Islands 1978 til 1981 og formaður 1981 til 1982, og hann var formaður Islandsdeildar Nor- ræna embættismannasambandsins 1982 til 1985. Eiginkona Guðmundar Vignis var Jóhanna Sólveig Guðlaugsdóttir sem lést á síðasta ári. Þau eignuðust þijár dætur. Þá átti Guðmundur Vignir eina dóttur fyrir hjónaband. Tillögur nefndar um vaxtamyndun á lánsfjármarkaði Verðtryg'ging* skemmri lána afnnmin í áföngum Fastir vextir af verötryggðum skuldabréfum frá áramótum NEFND sem Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra skipaði í sumar til að kanna vaxtamyndun á lánsfjármarkaði leggur til í skýrslu sinni, sem kynnt var í ríkisstjórn í gær, að óheimilt verði eftir næstu áramót að verðtryggja önnur innlán en þau sem bund- in eru til a.m.k. eins árs. Telur nefndin eðlilegt að selja hömlur á verðtryggingu skammtímaskuldbindinga þannig að hún hverfi í hæfilegum áföngum en hins vegar kunni bann við notkun verð- tryggingar að leiða til óæskilegs fjárstreymis úr landi og draga úr sparnaði innanlands á meðan stöðugleiki í gengis- og verðlags- málum hefur enn ekki fest sig í sessi. Leggur nefndin til að ekki verði heimilt að verðtryggja óbundna innlánsreikninga bankanna og að sérkjarareikningar og skiptikjara- reikningar verði alfarið afnumdir þannig að dregið verði úr verð- tryggingarhalla banka og spari- sjóða eða honum eytt. Frá og með næstu áramótum verði einungis heimilaðir fastir vextir af verð- tryggðum skuldabréfum og óheim- ilt verði að hækka vexti af verð- tryggðum lánum með breytilegum vöxtum sem veitt voru fyrir 1. janúar 1994 umfram fasta vexti nýrra lána. Nefndin vill að lág- marksbinditími verðtryggðra innl- ánsreikninga og lágmarkslánstími verðtryggðra útlána verði lengdur um leið og aðstæður hafa skapast að mati Seðlabankans. Ríkisábyrgðargjald í húsbréfakerfinu Nefndin segir nauðsynlegt að draga úr lánsfjáreftirspurn opin- berra aðila og heimila, t.d. með því að dregið verði úr opinberum stuðningi í húsnæðiskerfinu. Segir hún eðlilegt að tekið verði upp nokkurskonar ríkisábyrgðargjald í húsbréfakerfinu, sem rynni til hús- bréfadeildarinnar og einnig sé eðli- legt að vextir á lánum lífeyrissjóða til sjóðfélaga verði tengdir vöxtum á markaði. Er talið að nauðsynlegt kunni að vera að auka það bil sem er á milli vaxta af fasteignaveðlán- um og lánum til traustra fyrir- tækja annars vegar og vaxta af neyslulánum hins vegar. Telur nefndin brýnt að bankar og spari- sjóðir hagi vöxtum á óverðtryggð- um inn- og útlánum meira í takt við vexti og vaxtaþróun á peninga- markaði, einkum vexti ríkisvíxla. Viðskiptaráðherra sagði á fréttamannafundi í gær, að hann myndi síðar gera grein fyrir þeim aðgerðum sem hann teldi að grípa þyrfti til á grundvelli tillagna nefndarinnar og hann ætlaði sér ekki langan tíma í undirbúninginn. í skýrslunni segir að brýnt sé að leita leiða til að lækka vexti ríkisskuldabréfa. Leggur nefndin til að innlendri lánsfjárþörf opin- berra aðila verði fullnægt sem mest á markaði þannig að opinber- ir aðilar og lífeyrissjóðir hætti að semja sín á milli um kaup á skulda- bréfum og sem mest af fjármagni lífeyrissjóða renni um skipulegan verðbréfamarkað. Sagði Finnur Sveinbjörnsson formaður nefndar- innar, að nefndarmenn hefðu verið sammála um að opinberir aðilar ættu að nota markaðinn sem allra mest svo að öll vaxtamyndun verði á markaði. Lagt er til að ríkissjóður gefi út fleiri tegundir af verðbréfum en hann gerir nú, einkum óverð- tryggð verðbréf til lengri tíma og að hann einbeiti sér að heildsölu ríkisverðbréfa fremur en smásölu. Lagt er til að Seðlabankinn haldi áfram að þróa stýritæki til að hafa áhrif á vexti á skamm- tímamarkaði, m.a. fái hann fullt frelsi til að beita bindiskyldu og breyta kjörum á bundnu fé í sam- ræmi við márkmið í peningamálum hveiju sinni og að samhliða því verði lausafjárskyldan lækkuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.