Morgunblaðið - 13.10.1993, Side 10

Morgunblaðið - 13.10.1993, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Sveitalíf, sljömufræði og grísk goðafræði - eru undirstöðumar í nýju framhalds- leikriti eftir Þórunni Sigurðardóttur ÞAÐ var tiltölulega hversdagslegur íslenskur veruleiki sem hljóm- aði í eyrum þegar 1. þáttur af útvarpsleikritinu „Klukkan Kassíó- peia og húsið í dalnum" var frumfluttur. Leikritið er skrifað fyrir stálpuð börn og unglinga og er sent út á miðvikudögum klukkan 20.30 og hófst fyrsti þátturinn á heimilislífi Höllu vor eitt í upp- hafi próftarnar; heimilislífið einkennist af annríki foreldranna, sem streða við að ná endum saman. Það er aldrei tími fyrir Höllu, ekki einu sinni þegar faðir hennar keyrir hana í skólann; þá þarf hann að nota tímann til að hlusta á útvarpið. Til stendur að hún fari í sveit að prófum loknum, sem henni líst nú ekki alls kostar á og vill gjarnan ræða við foreldra sína um það. En hvorki móðir henn- ar né faðir hafa tíma til að ræða það. Faðir hennar afgreiðir hana með setningunni: „Þar eru ekki allir á síðustu stundu eins og hér. Og timinn er ekki eins dýrmætur." En hvunndagurinn tekur á sig aðra mynd, þegar Halla fær í hend- urnar ævagamalt ástarbréf til konu sem bjó á Kvíslarhóli, eyðibýli sem var næsti bær við Ytra-Vallholt þar sem Halla á að dvelja sumarlangt. Bréfið er skrifað af sjómanni sem sendi það til elskunnar sinnar og talar um klukku sem hann keypti í Portúgal og ætlar að gefa henni. Það er klukkan Kassíópeia - og henni tengjast heldur betur dular- fullir atburðir. Tíu árum eftir að bréfið er skrifað, leggst Kvíslarhóll í eyði. Með þessa vitneskju fer Halla að rannsaka málið og um það snúast næstu þættir þessa spenn- andi framhaldsleikrits. Höfundur leikritsins er Þórunn Sigurðardóttir, sem hefur komið víða við í leikhúsinu, sem leikkona, leikstjóri og leikritahöfundur - en nú bregður svo við að hún hefur einnig skrifað um Klukkuna Kassíópeiu í skáldsögu sem kemur út í haust. Þetta er jafnframt fyrsta verkið sem hún skrifar fyrir börn og unglinga og lék mér forvitni á að vita hvers vegna hún ákvað að skrifa framhaldsleikrit fyrir þenn- an aldurshóp. „Fyrir ári spurði María Krist- jánsdóttir, leiklistarráðunautur Ríkisútvarpsins, mig, hvort ég gæti ekki hugsað mér að skrifa framhaldsleikrit fyrir böm og ungl- inga, því hún vildi hafa vandað ís- lenskt efni fyrir stálpaða krakka sem væri þess eðlis að foreldrar gætu haft ánægju af því og gætu hlustað með bömum sínum. Eg var þá á leið til Mexíkó og var með þetta á bak við eyrað á ferðalag- inu; ég var að hugsa hvað mig Iang- aði til að segja og hvemig. Ég var sjálf, sem krakki, í sveit hjá miklum náttúrufræðingum á Kvískerjum og mig langaði til að finna sögu sem væri þess eðlis að það yrði ekki of auðvelt fyrir krakkana; mér fannst verkið þurfa að segja meira en það allra einfaldasta. Þegar ég kom heim fór ég í kúrs í stjarneðlis- fræði í Háskóla íslands hjá Guð- mundi Arnlaugssyni, kúrs sem heitir „Umheimurinn og við“. Og þar var einmitt fjallað um stjörnuna Kassíópeiu. En það er líka nafn á forngrískri drottningu. Þarna var ég komin með ólíka og að því er virðist óskylda þætti, til að byggja söguna á og út frá þeim vann ég. Síðan bjó ég til útdrátt fyrir Maríu og skrifaði 1. þátt. Hún var mjög ánægð með þetta og sagði mér að skrifa allt leikritið, sem ég og gerði - og blanda saman hvers- dagslegri sögu af stelpu sem var í sveit, stjörnufræði og gamalli sögu sem tengist stjörnum himinsins, fólkinu sem hefur átt heima á næsta bæ í dalnum - og minnum úr forngrískum bókmenntum." Um hvað ertu að íjalla í verkinu? „Það er sagt að rithöfundar séu alltaf að fjalla um sama hlutinn. í mínu tilviki er það alveg rétt. Ég er alltaf að skrifa um tímann og hann er skoðaður frá mörgum sjón- arhomum í þessu verki.“ En nú kemur þetta verk einnig út í skáldsagnarformi í haust. Er leikritið leikgerð upp úr skáldsög- unni? „Nei, ég fór hina leiðina. Um Þórunn Sigurðardóttir miðjan vetur í fyrra var mér bent á að þetta væri skáldsagnarefni. Ég fór upp í Mál og menningu og útgáfustjórarnir þar lásu handritið og hvöttu mig til að skrifa söguna. Það var ægilega erfitt! Mun erfið- ara en ég hafði gert mér í hugar- lund. Ritaður texti í leikriti er allt- af toppurinn á ísjakanum og undir- textinn kemur fram í túlkuninni. Þennan undirtexta varð ég að skrifa út í skáldverkinu. Vinnan með tímann í verkinu verður allt öðruvísi - en ég verð að viður- kenna, að ég hafði mjög gaman af að takast á við þetta verk. Það er mjög mikilvægt að gera það sem maður hefur gaman af. Ég hugsa bæði bókina og leikritið út frá því að ég sjálf hafi gaman af þessu - öðruvísi gerir maður hlutina ekki almennilega. Ég er ekkert að smábarnast og þetta er ekki léttmeti. Bara nafnið Kassíó- peia er eitthvað sem börn, og jafn- vel fullorðnir, verða að spyija hvað er. Síðan er mikil speki í fornum trúarbrögðum og það var ögrun að vinna með þau. Þau eru skemmtileg." SSV í nágrenni Landspítalans 4ra herb. íbúð - hagstæð útborgun Til sölu 4ra herb. íbúð á hæð í steinhúsi við Bragagötu sem byggt er um 1960. íbúðin er Öll ný standsett og mjög vönduð. Suðursvalir. Mjög gott útsýni. Sérhiti. íbúðin er laus nú þegar. Verð 7,8 millj. Áhv. tæpar 5 millj. í hagstæðum langtímalánum. Möguleiki að taka minni íbúð upp í kaupin. EIGNASALAN I Ingólfsstræti 8, símar 19540,19191 og 619191. 911 RH 91 97H LÁRUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjori . L I I JU’lIO/U KRISTINNSIGURJÓNSS0N,HRL.lóggilturfasteignasali Til sýnis og sölu - m.a. athyglisverðra eigna: Á vinsælum stað í Smáíbúðahverfi Steinhús með 5 herb. íb. á tveimur hæðum, samtals 113 fm. Töluvert endurbætt. Nýtt gler o.fl. Svalir. Sólverönd. 40 ára húsnæðislán kr. 2,3 millj. Vinsæll staður. Endaíbúð - sérþvottahús - bílskúr Stór og góð 5 herb. íb. á 2. hæð, 116,1 fm við Stelkshóla. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. t.d. í nágr. Útsýnsstaður. Endaraðhús í Smáíbúðahverfi Húsið er tvær hæðir með 4ra-5 herb. íb. Vel umgengið. í kj. er rúmg. geymsla og þvottahús. Skipti æskileg á 2ja-3ja herb. íb. í nágr. Glæsileg sérhæð i þríbýlishúsi Efri hæð 5-6 herb. Allt sér. Tvennar svalir. Grunnfl. hússins er 154,8 fm. Innb. bílsk. á jarðh. m. geymslu, 37,4 fm. Fallegur trjágarður. Hús- ið er byggt 1967 á vinsælum stað í Vesturbænum. Skammt frá Grímsbæ Endurn. 3ja herb. neðri hæð í tvíb. Allt sér. 40 ára húsnlán kr. 3,6 millj. Tilboð óskast. Fyrir smið eða laghentan Rishæð í Bankastræti, 142 fm, auk þess er mikið rými undir súð. Margskonar breytinga- og nýtingarmöguleikar. Úrvalsstaður. Nánar á skrifstofu. • • • Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. Opið á laugardögum. ALMENNA FASTEIGHASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Meim en þú geturímyndad þér! Bókastefnan í Frankfurt Hvaða bækur hafa út- gefendur í farvatninu? Frankfurt. Frá Jóhanni Hjálmarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Á BÓKASTEFNUNNI í Frankfurt beindist hugnr manna að von- um að bandarískum bókmenntum, einkum þeirri bylgju skáld- sagna eftir blökkumenn sem þar hafa komið frani. Ástæðan var tilkynning um að sænska akademían hefði veitt Tony Morrison bókmenntaverðlaun Nóbels. Um Tony Morrison var fjallað ítarlega í þýska útvarpinu og m.a. bent á þau einkenni stíls hennar sem eru tónvísi, músíkorð og áber- andi hrynjandi. Bókmenntagagn- rýnendur hér telja hana hafa lært af William Faulkner og jafnvel Hemingway. Jóhann Páll Valdimarsson for- stjóri Forlagsins var nýkominn á bókastefnuna þegar honum bárust fréttir um Nóbelsverðlaun Tony Morrisons. Hann sagðist vera ánægður, ekki síst vegna þess að eina bók skáldkonunnar sem komið hefur út á íslensku, Ástkær, var gefín út af Forlaginu. Nú kvaðst hann þurfa að afla sér útgáfuréttar á fleiri verkum eftir Tony Morri- son, hann hefði mikinn áhuga á eldri bókum hennar, en væri minna hrifinn af þeirri síðustu. „Bækurnar sem hún skrifaði á undan Ástkærri voru mjög góðar og ég hef verið veikur fyrir þeim, en síðasta bókin sem ég er nýbúinn að lesa og heitir Jass, er verulega góð bók, en mér fannst hún samt ekki ná Ástkærri að gæðum, segir Jóhann Páll.“ Hann kveðst ekki halda að það greiði fyrir að höfundar fái Nóbels- verðlaunin að þeir séu svartir. „Að vísu má segja að svartir höfundar séu nokkuð í tísku um þessar mundir. Þeir skrifa líka mjög góðar bækur og hafa verið mjög í brenni- depli.“ En gildi þessarar bókastefnu fyrir þig sem útgefanda í sambandi við útgáfu á þýddum bókum. Ertu fyrst og fremst að leita eftir bókum erlendra höfunda til þýðinga eða koma þínum höfundum á fram- færi? Hvað hefur helst gildi fyrir útgefandann hér í Frankfurt? „Það er nokkuð til helminga. Ég er annars vegar á höttunum eftir bókum til þýðinga og þá ekki síst upplýsingum um það hvaða bækur útgefendur eru með í farvatninu, koma jafnvel ekki út fyrr en að nokkrum árum liðnum. Hér er tækifæri til að spyrjast fyrir um hvað verður á pijónunum eftir ali- langan tíma og koma þá höndum á það, ef það er eitthvað sem manni líst á. Svo og jafnframt að koma mínum bókum, höfundum Forlags- ins á framfæri við erlenda útgef- endur, og það verður nú að segjast að það hefur borið allgóðan árang- ur síðustu árin, eins og á við um Svövu Jakobsdóttur, Fríðu Á. Sig- urðardóttur og Guðberg Bergsson. Núna er ég að leggja mikla áherslu á að kjnna bók sem ég gaf út í fyrra, Islandslag, með ljósmyndum eftir Sigurgeir Siguijónsson og það er þegar kominn fram gífurlegur áhugi á þeirri bók og hún þykir afar vönduð, enda var kappkostað að gera hana vel úr garði.“ Er áhuginn á íslandi og að ferð- ast þangað meiri en á því sem ís- lenskir samtímahöfundar eru að fást við í skáldskap? „Það er mikil breyting á þessu og vart verður við vaxandi áhuga á íslenskum bókmenntum. Skýring- in er sú að á íslandi eigum við höfunda sem standa ekki að baki þeim höfundum sem best skrifa annars staðar,“ sagði Jóhann Páll Valdimarsson að lokum. Nýjar bækur ■ Gulur, rauður, grænn og blár, barnabókaklúbbur Máls og menn- ingar, sendi nýlega frá sér fjórðu sendinguna á þessu ári. Nú hefur unglingabókaklúbbur bæst við og aldursflokkum fjölgað úr fjórum í fimm. Félagar í gula klúbbnum, börn að 2 ára aldri, fengu sendar harðspjaldabækurnar Dótið mitt og Heima hjá mér. Rauðir klúbbfé- lagar, 2 til 5 ára, fengu Blómin á þakinu, bók Ingibjargar Sigurðar- dóttur og Brians Pilkingtons. I græna pakkanum, fyrir 6 til 9 ára, var íslenska ævintýrið Surtla í Blá- landseyjum í endursögn Silju Aðal- steinsdóttur og myndskreytt af breska listamanninum Alison Claire Darke. Bláir klúbbfélagar, 10 til 13 ára, fengu söguna Brennd á báli eftir danska verðlaunahöfund- inn Leif Esper Andersen í þýðingu Sigrid Österby. í pakkanum til unglinganna var Húsbóndinn eftir sænska höfundinn Mats Wahl, sem Hilmar Hilmarsson þýddi. ■ Út er komin hjá Almenna bókafélaginu skáldsagan Fransk- ur leikur eftir norska rithöfundinn yigdis Hjorth í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Skáldsagan Franskur leikur fjall- ar um sérstakt kynferðislegt sam- band milli Láru Buvik sem sér um útvarpsþátt hjá norska ríkisútvarp- inu og hins hávaxna, Ijóshærða verkfræðings, Hennings. Lára leitar í hlutverkið sem kyntákn og þol- andi, en Hennings sem stjórnandi. Andleg tengsl eru engin og þegar á líður veita ástarleikirnir Láru ekki þá fullnægingu sem hún leitar að og þarfnast. Bókin er 160 síður og prentuð hjá prentsmiðjunni Odda hf. Verð bókarinnar er 2.844 kr. ■ Út er komin hjá Almenna bókafélaginu skáldsagan Blóð- fjötrar eftir A.J. Quinnell. Is- lenska þýðingu annaðist Björn Jónsson. Skáldsagan Blóðfjötrar er fjórða Quinnell-bókin sem kemur út á íslensku. Hinar eru sögurnar Einfarinn, Stríðsfréttaljósmynd- arinn og Þagnarumsátur. Þetta eru allt spennusögur, en nafn höf- undar er dulnefni og ýmsar getsak- ir uppi í Bretlandi um hið rétta nafn. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: ,;Blóðfjötrar segir frá tveimur einmana manneskjum, konu í New York og karlmanni í Bombay á Indlandi. Þessar tvær persónur rífa sig upp úr hversdags- leikanum, hún af brýnni þörf til að leita sonar síns, hann af ævintýra- þrá og lenda saman á Seychell-eyj- um austan við Afríku. Þar og á hafinu umhverfis gerist meginhluti sögunnar. Miklir atburðir gerast, ástarævintýri, hrikalegir viðburðir á sjó og landi og flókin samskipti ólíklegustu persóna. Þessar reynslulitlu mannseskjur öðlast sannarlega lífsreynslu, kynnast heiminum nú á dögum eins og hann raunverulega er og mislitu mannlífi hans. Bókin er 275 bls. og prentuð í Steinholti. Bókin kostar 2.958 kr. ■ Út er komin hjá Matar- og vín- klúbbi AB bókin um pastarétti. Pastaréttir er sjötta bókin sem kem- ur úr hjá Matar- og vínklúbbnum. Pasta er meðal einföldustu fæðu- tegunda, enda lítið annað en blanda úr hveiti og vatni sem bæta má með eggjum. Samt er pasta eitt- hvert vinsælasta fæði í heimi. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Bókin Pastaréttir er fjölbreytt og vandað safn uppskrifta að sætum og ósætum réttum frá öllum heimsálfum. Af henni getum við einnig lært að útbúa ferskt pasta sjálf til að bera fram með ljúffeng- um sósum og fyllingum og auk þess leiðbeinir hún um val eftir eig- in smekk úr fjölda þurrkaðra pasta- afbrigða. Bókin er myndskreytt og veitir skýrar og góðar upplýsingar um pastamatreiðslu. Ingi Kári Jó- hannesson íslenskaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.