Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 n Guðbjörn Gunnarsson: Ný uppbygging. 1993. Guðbjörn Gunn- arsson ^ . _____Myndlist____ Eiríkur Þorláksson Það hefur löngum verið þekkt í myndlistarsögunni, að menn hafa komið misjafnlega beinan veg að listinni; sumir hafa farið snemma á veg listarinnar, á meðan aðrir hafa búið sig undir önnur ævistörf á ólíkum vettvangi, en síðar snúið sér að myndlistinni fyrir knýjandi innri þörf. Hvað sem ræður, er ljóst að fjölbreytt lífsreynsla hefur oft reynst mönnum gott veganesti á þessum vettvangi. Nú stendur yfír í Listhúsinu í Laugardal fyrsta einkasýning myndhöggvara, sem hefur nýlokið námi við listadeild háskólá í Eng- landi, kominn á miðjan aldur. Guðbjörn Gunnarssonar, Bubbi, hafði þó víða komið að listinni áður en hann hélt til Englands; sem unglingur hafði hann sótt tíma í myndlistarskóla, og eftir iðnnám starfaði hann í nokkur ár sem mynd- og handmenntakennari á Fáskrúðsfírði, en á sama tíma hélt hann nokkrar sýningar á verk- um sínum fyrir austan. Bubbi hef- ur unnið við leikmyndahönnum (gerði m.a. leikmyndina fyrir Litlu hryllingsbúðina, þegar hún var sýnd 1984), en lengst starfaði hann við smíðar og hönnun á ýmsum veitingastöðum og ölkrám, sem ha.fa notið vinsælda. Það hefur þurft mikið átak til að hefja listnám á miðjum aldri, en síðustu þijú ár hefur Guðbjörn dvalið við listadeild Nottingham Trent University, og tekið þátt í ýmsum samsýningum í Englandi samhliða náminu. Á sýningunni getur að líta tíu höggmyndir, sem skiljanlega draga að sér mesta athygli. í verk- unum blandar listamaðurinn oft saman nokkrum efnum, svo sem stáli, tré og stein, en gulur kalk- steinn er það efni sem er mest áberandi hér og er áhugaverðast í höndum hans. Hnitmiðuð og fáguð vinnubrögð koma vel fram í „Ovissa" (nr. 3), og „Endurspegl- un frá landslagi“ (nr. 7) sýnir að honum tekst ágætlega að láta ólík efni falla saman og vinna saman. Slíkur samruni gengur einnig mjög vel upp í „Ný uppbygging“ (nr. 9), og þar nýtur mýkt steins- ins sín einnig afar vel. Auk höggmyndanna hefur lista- maðurinn sett hér upp tvo tugi örsmárra teikninga, sem hann nefnir „Rannsóknir" en hefðu vel mátt missa sín. Silkiprentmyndir, sem heita „í ljósaskiptunum“ (nr. 31-45), og eru unnar út frá verki Guðbjarnar í höggmyndagarði í Grizedale Eorest, eru veigameiri. Mismunanm litir og birta gera þetta verk enn dularfyllra en ella, og einnig kemur greinilega í ljós hversu vel það fellur inn í umhverf- ið. Lítil en vönduð sýningarskrá gefur greinargóðar upplýsingar um listamanninn og verkin á sýn- ingunni (þó vtintar stærðir), og mættu margir margsýndir taka sér slíkt framtak til fyrirmyndar. Að vonum gengur ekki allt upp, sem listamaðurinn hefur tekið sér fyrir hendur á þessari fyrstu sýn- ingu. Þó má fínna hér ýmislegt, einkum í hvernig hann vinnur steininn og notar tré, sem bendir til að hann geti átt framtíð fyrir sér á þessu sviði, ef úthaldið er eitthvað í líkingu við þann sjálfs- aga og ákveðni, sem kom honum áfram í því listnámi, sem hann hefur nú nýlokið. Sýning Guðbjörns Gunnarsson- ar í Listhúsinu Laugardal stendur til 23. október. Guðrún Hrönn Ragnars- dóttir í neðsta sal Nýlistasafnsins, sem oft hefur verið nefndur Gryfjan, hefur myndlistarkonan Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir komið fyrir nokkrum verkum til sýningar. Eftir að hafa lokið listnámi við Myndlista- og handíðaskóla Islands hélt Guðrún Hrönn til Hollands, en þar útskrifaðist hún frá Jan Van Eyck akademíunni í Maastricht 1982. Frá þeim tíma á hún að baki drjúgan sýningarferil, bæði hér á landi og erlendis, en hún hefur um árabil að mestu búið og starfað í Finnlandi. Hér sýnir listakonan fjögur gólf- verk, sem lúta lögmálum högg- myndarinnar; öll eru verkin faglega unnin úr tré sem grunnefni. Segja má, að í þessum verkum sé Guðrún Hrönn að takast á við skilgreining- ar - mörk höggmyndar og hús- gagns annars vegar, og höggmynd- ar og minnismerkis hins vegar; hvað er það sem ræður á hvern veg við lítum hlutina? Guðrún Guðjóns- dóttir í Galleríi einn einn við Skóla- vörðustíg stendur nú yfír önnur einkasýning ungrar listakonu, Guðrúnar Guðjónsdóttur. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977-79, en hélt þá til Bandaríkjanna þar sem hún lauk námi við List- og hand- íðaháskóla Kalifomíu í Oakland 1981. Segja má að hún hafi fyrst komið fram á myndlistarsviðið með einkasýningu sem haldin var í FÍM-salnum á síðasta ári, en þar bar mest á tilraunum með liti í ákveðnu línuspili, sem oft tengdist náttúrunni eða veðrabrigðum árs- tíða. Hér er nokkuð annað uppi á teningnum. Að þessu sinni sýnir Guðrún fjórtán olíumálverk, sem öll eru unnin á þessu ári, og mynda í heild sinni eins konar hringrás. Fyrstu verkin sýna blómknappa í ýmsum litum, sem síðar eiga eftir að vaxa og blómstra, springa út, og mynda loks blómvendi sem skreyta borð í draumastofum fyr- irmyndarheimilanna í auglýs- ingabæklingunum, þar sem allt er slétt og fellt. Slíkri hringrás fylgir einnig visnun og dauði, áður en líf sprett- ur á ný, en þeir þættir birtast ekki hér. Því er vert að líta frekar til einstakra mynda, og þeirrar ímyndar lífs og litar, sem þar er að finna. í hverri mynd er blómið slitið úr öllu samhengi umhverfis; það er ekki úti í náttúrunni og ekki umkringt öðru gróðurlífi, heldur einangrað, þannig að öll áhersla lita og áferðar byggir ein- göngu á blóminu. Þetta samsvarar mjög vel vinnubrögðum hinnar þekktu bandarísku listakonu Ge- orgia O’Keeffe, sem málaði stórar og mikilfenglegar myndir af blóm- um og visnuðum beinum eyði- merkurinnar með því að einangra myndefnið á svipaðan hátt. Meðhöndlun lita er hér oft góð, þannig að blómin njóta sín vel; einkum á þetta við þau verk, þar sem sömu útlínur eru nýttar til mismunandi litasamsetninga, eins og t.d. í nr. 5, og þó einkum í nr. 12, þar sem rósin birtist áhorfand- anum í öllum mögulegum útgáf- um, sem hver um sig vekur mis- munandi viðbrögð. Verkin „Heima er best“ og „IKEA-draumur“ (nr. 13 og 14) eru eins konar lokapunktur blóma- myndanna í þeim skilningi að þar hafa blómin verið færð inn í til- búið og fágað umhverfí. Bæði þessi verk eru stílfæringar á myndum úr auglýsingaritum, og um leið og þær bera með sér birtu og glæsileik draumsins, sýna þær einnig það tóm, sem fyllir hið full- komna, en tilbúna heimili; þarna er ekki að finna nokkur merki um mannlegan umgang, óreiðu eða ófullkomleik. Blóm verða hálf ut- anveltu í þessum heimi, líkt og maðurinn yrði að öllum líkindum einnig, ætti hann eftir að villast þangað inn. Það er aðeins ár á milli þessar- ar sýningar og fyrstu einkasýning- ar Guðrúnar, en af þeim er ljóst, að það hentar listakonunni vel að vinna með valin viðfangsefni, sem hún getur til lykta leitt í ákveðnu ferli. Á fyrstu sýningunni tókst hún á við hrynjandi línunnar og litarins, en hér er annað efni tekið við. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með hvað kemur til með að efla hana til verka næst. Sýning Guðrúnar Guðjónsdóttur í Galleríi einn einn við Skólavörðu- stíg stendur til fimmtudagsins 21. október. Guðrún Guðjónsdóttir: IKEA-draumur, 1993. Kvikmyndahátíð Listahátíðar ■o Skref storks- ins sem aldr- ei var stigið Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Leikstjóri Theo Angelopoulus. Handrit Angelopouus ásamt Tonino Guerra og Petros Mark- aris. Kvikmyndataka Yorgos Arvanitis og Andreas Sinanos. Aðalhlutverk Marcello Mastro- ianni. Jeanne Moreau, Gregory Karr. Grikkland 1992. Gríski leikstjórinn Theo Ange- lopoulos fjallar um flóttamanna- vandamál Evrópu nútímans í þess- ari nýjustu mynd sinni. Ungur sjón- varpsfréttamaður fer með töku- menn til bæjar á útnára í Grikk- landi. Hann liggur að landamærum og þama býr fjöldi fólks i óvistleg- um skúrkumböldum. Flóttafólk víðsvegar að úr Evrópu, Tyrklandi, Albaníu, Póllandi, Rúmeníu og víð- ar. Þarna telur fréttamaðurinn sig sjá virtan þingmann (Mastroianni), sem hvarf skyndilega af þingi mörgum árum áður. Hann fær fyrr- verandi konu hans (Jeanne Moreau) til að koma til bæjarins og fella dóm um hvort hér sé sami maður- inn á ferð. „(Flóttamanna-) Vandamálin sem við er að etja í Evrópu eru tekin föstum tökum og boðar Ange- lopoulus bjartsýna heimsmynd þar sem hafnað er þjóðernishyggju og strangtrú...“, stendur m.a. fleygum orðum í kynningu á myndinni í hátíðarleiksránni. Þetta eru öfug- mæli. Hér er fátt sem ber fyrir augu annað en eymd og niðurlæg- ing mannskepnunnar. Allt ömur- lega grátt og guggið, varla grasstrá að sjá í því óyndislega einskis- mannslandi sem er umhverfi Skrefs storksins.... Aukinheldur afarlöng og seigdrepandi. Söguþráðurinn óskýr og blandaður enn ómarkviss- ari aukapersónum. Þau lífga aðeins uppá þetta ferðalag, gömlu stór- stjörnurnar Marcello Mastroianni, sem er hér óravegu frá dándis- mannahlutverkum sínum í verkum Fellini og fleiri höfðingja. Sama er að segja um Moreau, allur glamor genginn en þau gefa myndinni reisn sem ekki er vanþörf á. Ange- lopoulus átti frábæra mynd á hátíð fyrir nokkrum árum, Landslag í þoku. Skref storksins sem aldrei var stigið nær aldrei þeim ljóðrænu hæðum sem einkenndu Landsiagið í þokunni og hlýtur að teljast skref afturábak hjá leikstjóranum, þó ekki skorti metnaðinn. Sunnan- vindar Sunnanvindar („Southern Winds“). Sýnd í Háskólabiói. Leiksljórar: Slamet R. Djarot, Mike De Leon, Cherd Songsri og Shoji Kokami. Indónesía, Filipps- eyjar, Tæland og Japan. 1992. Samvinnuverkefnið Sunnanvind- ar er samansett af fjórum stutt- myndum frá löndunum Indónesíu, Filippseyjum, Tælandi og Japan. Flestar eru þær sakleysislegar og lítt spennandi dæmisögur um breytni mannsins og hlaðnar falleg- um og einföldum en ekki að sama skapi mjög áhugaverðum, örvandi eða nýstárlegum boðskap. Fyrsta myndin er frá Indónesíu og gæti eins heitið Sódóma Ja- karta. Hún segir af ungri sveita- stúlku sem heldur ein í ferðalag til Jakarta en eigum hennar er rænt á leiðinni og veitingahúsaeigandi ráðleggur henni að fara aftur heim í sveitina. Stórborgin er gjörspillt og ekki fyrir ungar stúlkur sem eru auðveld bráð. Inná milli er skotið fallegum svipmyndum úr sveitinni þangað sem hugurinn sækir. Mynd númer tvö er svolítið lunk- in háðsádeila á skrumið í kringum hinn alsráðandi skemmtanaiðnað- að. Skemmtanamálaráðuneytið ræður nú í störf og það er eins gott að t.d. kennslukonur spúi eldi og bryðji gler til að halda athygli nemandanna vakandi. En það þarf eitthvað nýtt og hin raunverulega eymd almúgans sem tínir drasl upp af ruslahaugum verður nýjasta og vinsælasta skemmtiefnið. Hvöss ádeilan kemst ágætlega til skila á stuttum tíma. Þriðja myndin er tælensk og er þunglyndisleg saga um viðskipta- jöfur sem leitar aftur til uppruna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.