Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 1993 Vanþekking á örygg- ismálum sjómanna eftir Pál Guðmundsson í Morgunblaðinu þann 23. sept- ember er grein eftir Jóhann Pál Símonarson sem hann nefnir „Slóðaskapur í öryggismálum“. Ekki verður komist hjá að svara þessum skrifum að nokkru, þar sem verulega er hallað réttu máli og dregin upp neikvæð mynd af góðum búnaði. Því ber að fagna að sjómenn láti til sín heyra um öryggismál, en æskilegt er að það væri af meiri þekkingu og raunsæi en kemur fram í grein Jóhanns. í greininni kemur fram veruleg gagnrýni á gúmmíbjörgunarbáta sem öryggistæki og á þá menn sem annast skoðanir þeirra og eftirlit. Gúmmíbjörgunarbátamir eru þau öryggistæki sem hafa staðist betur flestum öðrum og mega ís- lendingar vera ánægðir með þann stóra þátt sem þeir eiga í þróun gúmmfbjörgunarbáta sem hér eru notaðir. Á síðustu fjórum árum hafa að jafnaði um 2.500 gúmmí- björgunarbátar komið til skoðunar hjá þjónustustöðvunum á hverju ári eða samtals 10.000 skoðanir verið framkvæmdar, af þeim voru 7 eða 0,7% sem ekki höfðu blásist upp eða á annan hátt ekki nýst sem björgunartæki, ef til hefði þurft að taka. Þess má geta að í öllum íslensk- um skipum 12 m og lengri eru „í Morgunblaðinu þann 23. september er grein eftir Jóhann Pál Símon- arson sem hann nefnir „Slóðaskapur í öryggis- málum“. Ekki verður komist hjá að svara þessum skrifum að nokkru, þar sem veru- lega er hallað réttu máli og dregin upp nei- kvæð mynd af góðum búnaði.“ björgunarbátar fyrir 200% skip- veija auk björgunarbúninga. Skal nú vikið að nokkrum þátt- um í grein Jóhanns: 1. „Að komið hafi fram að þrýstihylki sem opna gúmmíbjörg- unarbáta tærist," sem veldur því að bátamir opnast ekki. Það rétta er að nær alveg óþekkt er að þrýstihylki bátanna tærist, enda engar forsendur til slíks, þar sem þrýstihylkin eru þurr og pökkuð inn í gúmmíbjörgunarbátinn sem síðar er settur í þar til gerða kassa. Hér er sennilega ruglað saman að samskonar þrýstihylki og notuð eru í 4ra manna gúmmíbáta voru notuð í sjósetningarbúnað og lágu þar við stálgrind, sem orsakaði tæringu en á því var tekið með einangrun hylkjanna fyrir 5 árum. 2. Þá ræðir Jóhann um seinkun flugs, þar sem hefðbundnar skoðanir hefðu ekki farið fram, en segist aldrei hafa heyrt um seinkun á ferðum skips af sömu ástæðum. Líklega er Jóhann einn fárra sjómanna sem ekki þekkir þess dæmi og einnig að skipum hafi verið vísað til hafnar af sömu ástæðum. Það skal tekið fram, að undantekningarlítið fara skoðanir skipa og búnaðar fram í góðu sam- starfi við sjómenn og útgerð og að því viljum við standa að svo verði, svo ekki þurfi að koma til annarra aðgerða. 3. Um skoðanir gúmmíbjörgun- arbáta segir Jóhann: „Skoðunar- menn viðurkenna í einkasamtölum, að ástand björgunarbáta sé oft ansi slæmt. Gúmmíið er stundum farið að morkna þótt báturinn sé ekki kominn á tíma. Sumir eru eins og gatasigti, svo illa eru þeir farnir. Ætli að nokkrum manni dytti í hug að hafa ónýtt björgun- arvesti í flugvélum". Hér er um órökstuddar dylgjur að ræða, skoðunarmenn eru sakað- ir um að setja áfram í notkun stór- gallaða gúmmíbáta, ónýt öryggis- tæki. Reynslan hefur sýnt að skoðun- armenn gúmmíbjörgunarbáta hafa unnið störf sín af mikilli trú- mennsku, enda er þeim ljós sú ábyrgð sem á þeim hvílir. Þeir Páll Guðmundsson hafa allir hlotið þjálfun bæði innan- lands og hjá viðurkenndum erlend- um aðilum sem standa að fram- leiðslu og eftirliti gúmmíbjörgun- arbáta. Með þessum skoðunarmönnum hefur verið haldið námskeið annað hvert ár, til nánari fræðslu og til að fá fram frá þeim ábendingar um hvað betur mætti fara. Farið er á öll viðhaldsverkstæðin til eftir- lits með húsnæði og starfseminni, og nú síðast voru allar þjónustu- stöðvar gúmmíbáta heimsóttar á nýliðnu sumri. Um skoðun gúmmíbjörgunar- báta gilda fastar reglur og eru bátar skilyrðislaust teknir úr um- ferð ef veikleiki kemur fram við skoðun þeirra. Þess vegna eru þess dæmi að bátar séu teknir úr notk- un 6 ára, þótt íjölmargir þeirra komi vel út við skoðanir eftir að hafa náð 20 ára aldri. 4. Dregin er fram frétt um sjó- slys, sem birtist í Morgunblaðinu 9. mars síðastliðinn, en þar er haft eftir skipstjóa skipsins að gúmmí- bátar hafí ekki opnast og að „þessi andskoti kom úr skoðun eftir ára- mótin, þetta eru því góð handbrögð eða hitt þó heldur“. Síðan segir að þessi ummæli ættu að vera til þess að Siglingamálastofnun rann- saki eftirlit með gúmmíbátum á öllu landinu. Hér er því til að svara að strax og frétt af umræddu sjóslysi (báts- strand) barst fóru á staðinn starfs- menn Siglingamálastofnunar ásamt starfsmanni Rannsóknar- nefndar sjóslysa. Þeir ásamt fleiri, skoðuðu báða gúmmíbjörgunar- báta skipsins. Eins og síðar kom fram í sjóprófi voru báðir gúmmí- bátarnir í góðu ásigkomulagi en annar þeirra var blásinn upp þegar skipið tók niðri og notaður. Hafði hann tapað nokkru lofti þegar hann var skoðaður, þar sem út- blástursventlum bátsins hafði ekki verið lokað. Á hinum bátnum hafði línan aldrei verið dregin út til að hefja uppblástur bátsins, en þegar skoðunarmaður dró út línuná blés báturinn sig upp á eðlilegan hátt. Hér sem oftar var öðru um að kenna en búnaðinum. Stóru orðin sem áður voru sögð áttu ekki við þá sem yfirfóru og pökkuðu gúmmíbjörgunarbátunum um ára- mótin. Skoðunarmenn gúmmíbáta njóta fylista trausts þeirra er best þekkja til starfsemi þeirra og hafa staðfest það með góðri útkomu á virkni björgunarbátanna við skoð- anir. Höfundur er deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun ríkisins. Láttu ekki svona Bryndís! eftir Jón Ásgeir Sigurðsson Bryndís Hlöðversdóttir, einn af stjórnarmönnum útgáfufélags Tímans, freistar þess í Morgun- blaðinu 5. október, að gera lítið úr því að ég skyldi draga til baka umsókn um starf ritstjóra Tímans. I bréfi til stjómar útgáfufélags- ins, nefndi ég engan stjómarmann á nafn og vitnaði ekki í samtöl við þá. En eftir að bréf mitt birtist í Morgunblaðinu viðhafði Stefán Ásgrímsson þáverandi fréttastjóri Tímans ærumeiðandi ummæli um mig í fjölmiðlum og Kristján Lofts- son hluthafi í útgáfufélaginu gerð- ist sekur um atvinnuróg í minn garð. Þess vegna neyddist ég til þess að skýra nánar frá þeirri at- burðarás sem leiddi til þess að ég hvarf frá umsókn um ritstjóra- starf. Ofar skilningi? Ef marka má grein Bryndísar Hlöðversdóttur, skilur hún ekki kjarna málsins. Eg kom ekki tii greina sem ritstjóri Tímans, enda þótt ég væri samkvæmt orðum Bryndísar „vel hæfur til að gegna „En Tíminn átti að verða óháð fréttablað, og slík blöð afla sér því aðeins trausts, að hlut- hafar séu ekki í aðstöðu til þess að setja ritétjóra og blaðamönnum afar- kosti eins og Olíufélag- ið gerði.“ starfinu". Þessi orð Alþýðublaðs- ins í ritstjómargein, skýra hugsan- lega betur hvað gerðist: „En hvers vegna tók Jón Ás- geir umsókn sína aftur? Jú, pen- ingamaður í hópi nýrra hluthafa lét það koma skýrt fram við stjórn Mótvægis hf. að fjárframlög fyrir- tækis hans yrðu afturkölluð, og það myndi ekki sjá sér fært að láta blaðinu í té áður lofað hús- næði, ef Jón Ásgeir yrði ritstjóri. Ástæðan var einföld: umræddum fjársýslumanni líkaði ekki við meintar skoðanir Jóns Ásgeirs á hvalveiðum! Hvílíkt og annað eins! Hvemig á að vera hægt að treysta blaði, sem byijar æviskeið sitt með þessum hætti?“ Inflúensusprauta íbúum svæðis Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi, sem eru 67 ára og eldri, er boðið upp á inflúensusprautu dagana 14., 15., 21. og 22. október kl. 15-17 alla dagana. Kostnaður við sprautuna er 800 kr. Gengið er inn gegnt Valhúsaskóla. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi. Geymið auglýsinguna. Úr því að Bryndís fullyrðir að ég „hagræði sannleikanum", skal upplýst að ég hafði þann hátt á við öll samtöl vegna Tímans, að ég skrifaði jafnharðan hjá mér ít- arlega minnispunkta. Það skal tek- ið fram að hvomgt okkar gaf á neinn hátt til kynna að þarna væri um trúnaðarsamtal að ræða. Áhyggjur af Kristjáni? Hinn 17. september hóf ég sam- tal okkar Bryndísar á því að spyij- ast fyrir um afskipti Kristjáns Loftssonar stjórnarformanns Olíu- félagsins af ráðningu ritstjóra og við komum þráfalt aftur að því umtalsefni á meðan þetta kortérs samtal stóð. í lok símtalsins skýrði ég Bryndísi frá því að ég væri á báðum áttum, hvort ég ætti að draga umsóknina til baka. Þá svaraði Bryndís Hlöðvers- dóttir svona: Það ræður auðvitað afstöðu okkar, að ef þú yrðir kjör- inn, þá ertu með þessa yfirlýstu andstöðu Olíufélagsins á móti þér. Og við lendum örugglega í vand- ræðum með þessi húsaleigumál. í Morgunblaðsgrein sinni segir Bryndís réttilega, að stjórnarmenn séu kjömir til þess að vinna fyrir hluthafa, og þess vegna sé „ekki rétt að haida fram að afstaða hlut- hafa skipti ekki nokkru máli við 210 Itr. 1 karfa 38.990 stgr. 320 Itr. 1 karfa 43.990 stgr. 234 Itr. 2 körfur 42.990 stgr. 348 Itr. 3 körfur 48.990 stgr. 462 Itr. 4 körfur 56.990 stgr. VISA og EURO raðgreiðslur án útb. MUNALÁN m/25% útb. ákvarðanatöku“. Hver mótmælir því? En Tíminn átti að verða óháð fréttablað, og slík blöð afla sér því aðeins trausts, að hluthafar séu ekki í aðstöðu til þess að setja ritstjóra og blaðamönnum afar- kosti eins og Olíufélagið gerði. Ég dró umsóknina til baka, vegna þess að mér þótti allt benda til þess að óeðlilegra og skaðvæn- legra áhrifa af því tagi mundi gæta hjá Tímanum. Persónulegt mat Bryndís segist hafa sagt mér frá því, hvað hún persónulega teldi standa í vegi fyrir minni ráðningu, en hún tilgreinir ekkert nánar í Morgunblaðsgreininni. Ég skal góðfúslega upplýsa að það eina sem Bryndís taldi mér í óhag var sú tiliaga mín, að ritstjóri annaðist allar mannaráðningar. Ég benti henni þá strax á að ég gæti ekki haldið þeirri hugmynd til streitu, því að samkvæmt samþykktum Mótvægis hf. væri það einungis framkvæmdastjóri, en ekki rit- stjóri Tímans, sem annaðist allar mannaráðningar. Af óskiljanlegum ástæðum kýs Bryndís að gera frænda minn Jón Sigurðsson fyrrverandi stjórnar- formann Tímans samábyrgan fyrir grein sinni í Morgunblaðinu. Rétt eins og Jón hafi tekið þátt í sam- tali okkar Bryndísar og geti vitnað um innihald þess! Bryndís Hlöðversdóttir segir Jón Ásgeir Sigurðsson. réttilega, að ég hafi ekki verið eini umsækjandinn um ritstjóra- stöðu hjá útgáfufélagi Tímans, og auðvitað var ekki búið að hafna mér þegar ég dró umsóknina til baka (skárra væri það nú). En þær staðreyndir skipta ekki máli. Sök- um afskipta Kristjáns Loftssonar, sem hann hefur staðfest sjálfur í Morgunbiaðinu, var fyrirfram ljóst að ég kæmi ekki til greina, alveg án tillits til þess hvort ég væri hæfur til starfans. Þeirri ósvinnu vildi ég ekki una. 5. október 1993. Höfundur er fréttaritari RÚV í Bandaríkjunum. Fyrsta flokks frá /?n nix HATUN 6B - SIMI (91)24420 Á undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Léttir meðfærilegir viðhaldslitlir. __Ávallt fyrirliggjandi. y Góö varahlutaþjónusta. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO 29. simi 38640 FYRIRLIGGJANDI: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DÆLUR STEYPUSAGIR - HR/ERIVÉLAR - SA6ARBLÖD - VðndUÖ Iramleiðsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.